Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVTSBLAÐÍÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1959 Að blása lífi í Játinn“ mann IMý lífgunaraðferð: — blástursaðferðin Inngangmr. iÞAB er al'kunna, að laeknar ýmsra landa hafa gripið til þess ráðs við köfnuð börn, að blása lofti í lungu þeirra með því að leggja munn sinn að vörum þeirra. Eftir ýtarlegar rannsóknir hef- ur Rauðikross Bandaríkjanna mælt með blástursaðferðinni til þess að reyna endurlífgun á köfn- uðum börnum og ýmsir lækr.ar vestra, hafa mælt með því að nota þessa aðferð þótt um full- orðna væri að ræða. í tímariti ameríska læknafélagsins J. A. M. A. (17/5, 1958) var skírt frá ár- angri áðurnefndra rannsókna. Síðan hafa ýms blöð vestra og í Evrópu sagt frá þessari endurlífg uðu björgunaraðferð, því ný get- ur hún ekki að öllu leyti talizt þar sem hennar er getið í sjálfri Biblíunni, en þar segir svo er Elía gerði furðuverk á nýdánum sveini: „lagði sinn munn yfir hans munn“, síðar segir: „Þvi næst lauk sveinninn upp augun- um“ (úr annarri Konungabók 4. kapit. 34—36 versi). Nú hafa margir bandarískir læknar, björg- unarfélög og áhugamenn hafið áróður fyrir því að almenningur læri þessa lífgunaraðferð, sem víða er kölluð munn við munn- aðferðin, en verður hér nefnd blástursaðferð. Flestir, sem ritað hafa um aðferðina virðast sam- mála um gildi hennar. Ekki er þó þar með sagt að hún ryðji alger- lega burtu þeim lifgunaraðferð- um, sem kenndar hafa verið á undanförnum árum og oft komið að gagni, en dýrmæt viðbót er hún og sjálfsagt fyrir alla að nema hana og nota þegar aðstæð- ur leyfa. Síðan blöð ytra hófu að segja frá blástursaðferðinni, hef- ur fólki, sem lærði hana eftir myndum og frásögnum blaðanna eingöngu tekizt að nota hana með góðum árangri og má lesa í dag- blöðum Norðurlanda um þó nokk ur dæmi frá þessu sumrL Ameríski læknirinn Peter Saf- ar og samstarfsmaður hans Mart- in C. McMahon björgunarstjóri gáfu út fyrsta kennslukverið um hina endurbornu blástursaðferð: „A manual for emergency artific- ial respiration", sem kom út í Baltimore á sl. ári. í eftirfarandi lýsingu á blástursaðferðinni er að mestu stuðzt við bækling þann að fengnu leyfi höfunda, sem reynzt hafa mjög hjálpsamir um útvegun á skýrslum, myndum og frásögnum um aðferð þessa. Enn- fremur hafa þeir sent sýnishorn af öndunarpípu, sem lýst er hér síðar. Lífgun úr dauðadái. Ef komið er að manni, sem kafnað hefur af völdum kolsýr- lings, rafmagns, drukknunar eða annarra ástæðna — og enginn læknir er við hendina, skulu leik- men þeir, er fyrstir koma að slíku slysi, hefja tafarlaust lífgunartil- raunir á hinum kafnaða, en láta aðra, sem nærstaddir kynnu að vera, gera ráðstafanir til þess að Amerískur læknir og samstarfsmenn hans, útbjuggu sérstaka öndunarpípu úr plasti til notkunar við blástursaðferðina og gerir það aðferðina aðgengilegri og áhrifaríkari, eins og sagt er frá hér í greininni. Nemi úr Hjúkrunarkvennaskólanum sýnir notkun pípunnar á þessari mynd með aðstoð gervisjúkl- ings. Þar sem ekki eru til slík kennslugögn, verður að láta nægja að kenna eftir myndum og kvikmyndum. Við aðferð þessa er ávallt iögð mikil áherzla á það að sveigja höfuðið aftur á bak og ýta neðri kjálka fram á við til þess að halda opnum öndunarveginum. — Blástursaðferðin er framkvæmd víð börn að mestu á sama máta og við fullorðna. Þó er sá munur á, að hjálparmaður leggur munn sinn bæði yfir nef og munn sjúklingsins og blæs miklu vægar, allt að 20 sinnum á mín. — Hjúkrrnarnemi sést hér Iæra blástursaðferðina á gervi-sjúklingi. ná í lækni. Auðvitað teljum vér það siðferðislega skyldu vora að bregðast svo við, sem hér er lýst, en það er einnig skylda vor sam- kv. landslögum. Nú eru rétt 140 ár liðin síðan Alþingi íslendinga samþ. lög um þessi efni og er til fróðleiks, birtur hér kafli úr þeim: „Bæði eftir hlutarins eðli og grundvallarreglum laga vorra verður að álíta það almenna borg araskyldu hvers þess, er býðst færi á að bjarga manni, sem er í lífsháska, að beita til þess þeim meðulum, er hann fær til náð, og sérstaklega skal það því vera skylda hvers þess, sem sér mann vera að drukkna, að gera tafar- laust sjálfur, eða með tilstyrk annarra, sem hann kallar til hjálpar, allt það, er unnt er eftir atvikum, til þess að ná manninum upp úr og fá gerðar við hann líf- gunartilraunir þær, er bezt eiga við, og má heldur enginn, þegar svo stendur á, skorast undan að veita þá hjálp, sem hann getur í té látið" .. (úr lögum nr. 45, frá 4. ágúst 1819). Blástursaðferðin Leggið sjúklinginn á bakið. Hreinsið slím úr munni og fjar- lægið aðskotahluti. Sveigið höfuð sjúklingsins aft- ur á við, svo hökuna beri hæst. Farið með þumalfingur vinstri handar upp í sjúklinginn, opnið munn hans og togið neðri kjálk- ann fram Jón Oddgeir Jónsson. \ ' Á ÞESSU ári hafa mörg er- \ \ lend dagblöð sagt frá nýrri \ S lífgunaraðferð, sem ameríski i | Rauði krossinn hefur viður-1 S kennt. s S Þegar Morgunblaðinu varð i '\ kunnugt um, að byrjað var á • \ því að kenna aðferð þessa í s s skóla einum hér í bæ á i ) síðastliðnum vori, snéri það ■ ^ sér til viðkomandi kennara í s S hjálp í viðlögum, sem aflað i \ hefur sér upplýsinga frá ■ S Bandaríkjunum um þessi mál, s S og bað hann segja lesendum i ) blaðsins frá blástursaðferðinni • ^ eins og hann ncfnlr hina nýju s S munn við munn-lífgunarað- i \ ferð. \ ( Ljósmyndari Mbl., ÓI. K. s S Magnússon, tók ljósmyndirnar s ) en teikningamaV eru • úr \ \ amerísku kennslukveri um ^ S blástursaðferðina. S S ) S . ) ins með hægri hendi og haldið kjálkanum fram og upp á við með hinni. (Sjá hliðarmynd). Dragið djúpt að yður andann, Ieggið munn yðar þétt yfir opinn munn sjúklingsins og blásið kröft uglega ofan í hann. Þér sjáið brjóstkassa sjúklings ins þenjast (innöndun) — hættið þá að blása og lungun munu hjaðna að sjálfu sér (útöndun). Á meðan útöndun á sér stað hjá sjúklingnum, dragið þér djúpt að yður andann og hef jið svo lungna blástur að nýju. Blásið kröftug- lega þegar um fullorðna er að ræða, en vægara þegar börn eiga í hlut. Við hvítvoðunga og ung- böm nægir munnblásbur. Reynið að blása 12—20 sinnum á mínútu. Ef þér verðið að nota þessa aS- ferð til þess að halda munni sjúklingsins opnum, eru báðar hendur tepptar svo þér lokið fyrir nasir sjúklingsins með því móti að leggja vanga yðar þétt að nas. opunum, um leið og þér leggið yður fram við að blása ofan í sjúklinginn. Aðferðin sem þessi mynd sýnir, er og oft notuð til þess að halda opnum munni á barni, sem blásið er ofan L Blástursaðferð við köfnuð börn er beitt á sama máta og lýst er hér að framan að því undanteknu, að þá leggur hjálparmaðurinn munn sinn bæði yfir munn og nef barnsins, er hann blæs ofan í það. Á þessari mynd sjáið þér að neðra kjálka barnsins er lyft með annarri hendi á meðan hjálparm. notar hina hendina til þess að þrýsta á bringspalir barnsins og hindra þannig að loft, sem kynni að fara niður um vélindið, þenji magann um of. Þetta þarf og að gera við og við ef þér sjáið mag- Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.