Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudaeur 27. ágúst 1959 MORCVWBT AÐ1Ð 1! Bóndi í land- helgisflugi F Y R IR bónda norðan úr Skagafirði var það ævintýri að vera boðinn í flugferð með landhelgisflugvélinni RÁN kringum landið. 20. þ. m. kl. 11 að morgni létum við í loft frá Reykjavík. — Sex manna áhöfn er þar: Þröstur Sigtryggsson, skipstjóri, Guðjón Jónsson, flugstjóri Asgeir Þor- leifsson, flugmaður, Björn Jóns- son, loftskeytamaður og Ingi Loftsson, vélamaður. Við flugum fyrst út Faxaflóa, og sáum þar 3—4 trillubáta iík- lega á færum, en annars sáum við enga fleytu á þessu stóra svæði allt norður að Látrabjargi, en þar voru 12 brezkir togarar inn- an landhelgislínunnar, auðvitað undir herskipavernd og gætti Óðinn litli lögbrjótanna. Kastað var niður til Óðins nýjum blöð- um, sem áreiðanlega hafa verið vel 1 egin til lesturs með morg- unmatnum, sem þá stóð yfir. Og ekki fórum við varhluta af kræs- ingunum því vélamaðurinn, Ingi Loftsson, hefur hlotið að læra hjá Helgu Sigurðar, því maturinn var sízt verri en á Naustinu eða Borg. ni. ★ Er við komum norður um Isa- fjarðardjúp skyggði nokkuð í ál- inn svo að annað slagið sást ekki til lands. Norðaustur af Horni voru 5 togarar að veiðum utan landhelgi, sjór var þar ekki úf- inn, rétt hnitaði í báru. í vélinni voru heyrnartæki hingað og þangað svo að ég gat fylgzt með öllu, sem fram fór. Annað slagið eru athuganir gerð ar og veðurskeyti og aðrar upp- lýsingar teknar frá ýmsum stöð um. Sást nú sæmilega yfir þó ekki væri vel fjallabjart, en eng- in s'.ip eða bátar sáust á óllu þessu svæði. Mér datt í hug, hvort raunverulega væri svona fisklaust að íslenzku skipin teldu ekki borga sig að veiða þar, en færu í þess stað á fjarlægari mið til fariga. Er við komum út af Skaga, sá ég í radar vélarinnar Sauðanesið við Siglufjörð, en stefnt var beint á Grímsey. Þarna var slæmt skyggni, en í radarn- um sáum við Siglunes vel, þó 40 mílur væru á milli, en 80 míl- Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri að Bæ á Höfða- strönd. ur sögðu þeir að hann drægi. Þvílíkt undratæki er þetta. Ætti vinum og vandamönnum þeirra, er um sjóinn og loftið sigla að vera hugfróun að vita & Gamall skip- stjóri við neta- bætingu. Hann heitir Þórður Björnsson, og er enn skipstjóri nú á v/b. Vísi NK-22. En á milli vertíða vinnur hann við sildarnætur. Myndin er tekin á bryggju í Nes- kaupstað. af slíkum öryggistækjum um borð. ★ Austan við Grímsey voru nokkrir togarar að veiðum, en enginn af þeim var víst íslenzk- ur. Var nú haldið beint á Rauðu- núpa, og þá skeði það, sem ég hélt að ekki myndi koma fyrir mig. Ég var settur í annað flug- mannssætið. Líklega er töluverð- ur vandi að stýra cg stjórna flug vél og vildi ég heldur stjórna mínu búi heima í Skagafirði, en þetta var óneitanlega gaman. En Guð minn góður, þvílíkur fjöldi af alls konar tækjum, mælum og tökkum, sem koma þarf á. ★ Á Sléttu eru líklega margar góðar jarðir, en langt er þar á milli bæja og mikð var að sjá af rekavið með fjöru fram. Þokan gerðist nú nærgöngul og var flugið hækkað upp í 2000 fet og þá var ég sviptur öllum völd- um. Líklega hafa þeir ekki treyst mér sem bezt við stjórn, því ég var rekinn aftur í eldhús og þótti víst betur hæfa minni kunnáttu að vera þar. Við Langanes sögðu þeir, að Landhelgisflugvélin Rán hálfnað mundi vera kringum landið. Þó ekki sé eyjan okkar mjög stór, þá er þetta býsna langt jafnvel þó á vængjum lofts sé farið. ★ Ekki var fýsilegt veiðiveður út af Austfjörðum, töluverður sjó- gangur og stormur líklega 5—6 vinds'.ig, enda sáum við aðeins tvo síldarbáta. Þoka skyggði þó sýn svo að ekki sást verulega yfir. Um 20 mílur suðaustur af landinu flugum við yfir Ægi gamla, sem var þar að rannsókn- um. Sendum við niður til hans heilmikið af pósti. Þeir eru bún- ir að vera úti í 20 daga blað- lausir og kvenmannslausir, aum- ingj.. mennirnir. En blöðin fengu þeir og þóttist ég þar verða að góðu liði að koma böggli þessum útbyrðis, en ekki vildi ég stökkva svona út með fallhlíf. Er komið var vestur um Dyr- hólaey birti svo að sást upp urr. land og satt er það, falleg er hún landsýnin þar og blómlegar sveit ir að sjá þó sandar séu miklir og vötnin æði mörg. Milli Vest- mannaeyja og lands flugum við \ijW < og settum niður póst í Þór o$ Albert, sem gætti humarveiði- báta, sem höfðu nokkuð af fiski á dekki. Ferðin smá styttist, farkostur okkar haggaðist varla svo að ekki var amalegt að sitja í góðu hægindi, njóta góðra veitinga og spjalla við skemmtilega og góða félaga. Fékk ég nú aftur að setj- ast í flugmannssætið og hafði nóg að gera að horfa á undur ver- aldar meðan flogið var vestur með Reykjanesi yfir Grindavík og Keflavík. Gæti næstum stokk- ið niður í Njarvíkina. Við flug- um um stund innaní friðarboga — þar er lánsmerki Ránar. Það er ekki ofsögum af þvl sagt, að starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar eru nú þjóðaruppá- hald. Vitanlega telja þeir þetta orðið sín skyldustörf, en af al- þjóð er þetta sérstaklega vel séð. Á Reykjavíkurflugvelli vorum við lentir um 8 leytið eftir hring ferð kringum landið. — Ég þakka skemmtilega og góða ferð, með góðum félögum. Björn í Bæ. Mjólkurbú Flóamanna borgar minnzt SAMKVÆMT fréttum frá aðal- fundi ýmsra mjólkursamlaga og Mjólkurbúa Flóamanna, kemur í ljós, að Mjólkursamlag KEA, Akureyri greiddi 1958 kr. 3,48 pr. lítra. Mjólkursamlag Borg- firðinga kr. 3,69 og Mjólkurbú Flóamanna samkv. grein í Tím- anum kr. 3,40, n frá því var dreg ið rúmlega 33 aurar pr. kg. í akst ursgjald til og frá Mjólkurbúinu. Margir segja, að undanfarin ár og einnig nú hafi verið tekið 9— 10 aurar af hverju innlögðu mjólkurkílói til bygginganna, sem verður að teljast eðlilegt. Þegar þetta er athugað er út- litið helzt þannig að meðalútborg un fyrir 1958 hafi orðið kr. 3,06. En eftir öðrum heimildum getur það varla vrið. Taka vrður það fram, að hver sem útborgunin hefir verið, að þá er í því inni- falin allar uppbætur frá ríkinu svo og allar heimsendingar. Ég reiknaði út, það sem talin var útborgun hjá einu litlu búi s.l. ár, en þar var alltaf góð fita, og stundum mð ágætum og miðað við mjólkurmagn mikil haust- mjólk, og varð kr. 3.01 svo all- margir hafa fngið nokkru minna. Heimsendingar á skyri og ost um reyndist kr. 500 á kú. og ýmislegt fleira kr. 300. En það er vitað að þeir sem hafa létta mjólk fá nokkru meira magn heimsent hendur en þeir sem hafa miklu meira mjólk- urmagn. Vitanlegt er, að þessi afkoma Mjólkurbúsins 1958 sem verður að teljast mjög léleg þeg- ar athugað er hvað uppbæturnar eru miklar, stafar af þsssum miklu byggingum, en fleira kem ur til. Ekki var hægt að komast hjá að byggja, en um stærð húsa og véla er ekki fyrir almenning úm að dæma. Hitt var aftur á móti mjög slæmt, að þar sem ekki vantaði verkfróða menn, að þá skyldi verða mörg mistök og sífeldur dráttur á ákvörðun um staðsetningar aðalhússins o.m.fl., en þetta tafði mjög framkvæmdir og kostaði stórfé. Ýmsir virðast halda, að Mjólk urbúið hagnist mikið á því, að hafa Kaupfélag Árnesinga fyrir sína brjóstvörn eða forsjá, sem sannast á því, að Mjólkurbúið kaupir allar olíur og benzín og fjölda margt fleira af kaupfélag- inu á smásöluverði, að sagt er. Ég held að þessi hagnaðarhug- mynd sé mikill misskilningur. Ef að Mjólkurbúið hefði á sinni hendi aðeins til eigin nota allar olíur og benzín mundi vera hafð- ur einn maður við afgreiðslu á þessum vörum, en þyrfti engan aukamann ef vel væri á haldið. Húsvörðurinn gæti haft lyklana að tönkunum og opnað þá á morgnana og lokað á kvöldin og er þetta því betra vegna þess, að hann verður að vaka fram eftir nóttinni ef bílar kæmu seint. En svo mikið er víst, að bústjórum Mjólkurbúsins hefir verið trúað fyrir meiru en því, að þeir af- greiddu sig sjálfir eins og verið hefur hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Og ýmsar aðrar vör- ur, sem Mjólkurbúið þarfnast, eru ekki eins tímafrekar til af- greiðslu eins og t.d. vefnaðarvara eða ýmsaV smávörur eða glingur. Ég held einnig, að Mjólkurbúið ætti að reka allsherjar bílaverk- stæði sjálft, hvað svo sem stofn kostnaður yrði mikill. Það er at- hugandi, að Mjólkurbúið hefir í gangi allt að 50 bíla allt árið og ættu allir að geta skilið, að þess- ir mörgu bílar þurfa mikið við- hald auk yfirbygginga. — Og menn ættu að athuga hvort að verkstæðisálagið gæti ekki stað- ið undir nokkurri skuldaaukn- ingu. Það kemur undarlega fyrir sjónir, að mjólkin skyldi lækkuð frá 1. marz sl. um 24 aura lítrinn, þegar uppbætur frá ríkinu eru a. m.k. 2,44 pr lítra, samanber Freyr nr. 7—8 1959. En eftir „bjargráð- in“ 1958 hefði mjólkin þurft að hækka um allt að 1 kr. pr. lítra til þess, að ástandið í verðlags- málum versnaði ekki frá því sem áður var, enda varð það sam- komulag í des. í vetur á milll núverandi ríkisstjórnar og stjóm ar Stéttasambands bænda, að framleiðendur yrðu að fá kr. 3,79 pr. 1. til að vísitölubúið fengi þaer tekjur, sem því búi er áætlað. Annars er ástandið í þessum mál um mjög ískyggilegt. Það eru eng ar líkur til þess, að jafnháar upp bætur á landbúnaðarvörur sem nú eru, geti haldist til lengdar, enda óæskilegar og óheilbrigðar. Og skuldir hjá Mjólkurbúi Flóa- manna eru orðnar það miklar, að vaxtagreiðslur verða fyrst um sinn ekki undir 4 millj. kr. á ári. Mér finnst fráleitt, að slengja á rekninginn saman því sem fæst fyrir mjólk og mjólkurvörur og uppbótum frá ríkinu, svo ekki sést hvað fæst fyrir mjólkina sér á parti. Voru uppbætur frá ríkinu árið 1958 eitthvað nálægt kr. 1,70 pr. lítra? — Það væri fróðlegt að vita það. Ef að hér er farið með rangar tölur vegna þess, að tölur sem þetta er byggt á hafa þá eitt- hváð ruglazt í blöðunum, væri æskilegt, að þeir sem vita hið rétta í þessum málum leiðrétti rangfærslur, því sjálfsagt er að hafa það sem sannara reynist. Selfossi í júlí 1959. Björn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.