Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. ágúst 1959 MORCUNBLÁÐÍÐ 19 — Blástursaðferðin Framh. af !>ls. 8 ann þenjast. Ef rétt er að öllu farið á þetta þó ekki að ske. Blástmrsaðferðin með öndunarpípu Hinir áðurnefndu samstarfs- menn, P. Safar og M. Mc Mahon, hafa útbúið öndunarpípu úr plasti til notkunar við blástursaðferð- ina. Við notkun hennar verður lífgunartilraunin áhrifameiri, að- gengilegri og auðveldari. Bryggja er á pípunni og á hún að nema við varir sjúklingsins, þegar bú- ið er að koma henni fyrir. Lengri endinn er til notkunar við full- orðna, en sá skemmri við ungl- inga. Ennfremur eru til blásturs- pípur ætlaðar ungum börnum. Margþættar rannsóknir voru gerð ar vestra viðv. notkun öndunar- pípu við blástursaðferðina og birt ist grein um þær í tímariti amer. læknafélagsins, J.A.M.A. 22/3 ’58. A. Þegar notuð er öndunar- pípa, ber hjálparm. að krjúpa fyr- ir aftan höfuð sjúklingsins, opna munn hans og sveigja höfuðuð vel aftur. Hinum rétta stærðar- enda pípunnar er nú rennt nið- ur í kokið, yfir og aftur með tungunni unz bryggjan nemur við varir sjúklingsins. Gætið þess vandlega að ýta ekki tungunni aftur í kokið, heldur ná henni fram og undir öndunarpípuna. B. Takið undir kjálkabörðin, eins og myndin sýnir og lyftið neðri kjálkanum vel fram á við. Blásið nú kröftuglega gegnum pípuendann, sem að yður snýr, 12—20 sinnum á mínútu. Við fyrstu 10—20 blástrana ætti þó að beita meiri hraða og krafti til þess að hafa sem fyrst áhrif á öndunarmiðstöðina. C. Þrýstið nösum sjúkl. saman á milli þumalfingra yðar, eins og myndin sýnir og haldið öllu þéttu um munn og nef. Fylgizt vel með innöndun sjúklingsins, er brjóstið rís og takið þá munninn frá pípu endanum á meðan lungvm sjá sjálf fyrir útönduninni. Dragið djúpt að yður andann og hefjið blástur á ný. Áherzla skal á það lögð, að önd- unarvegi hins rænulausa manns sé haldið opnum allan þann tíma, sem á tilraununum stendur, með því að hækka undir háls og herð- ar, sveigja höfuðuð aftur á við" og halda neðri kjálka fram á við. Þá ber og að fylgjast vel með andliti og andardrætti, með því að hlusta eftir honum, veita hreyf ingum brjóstkassans athygli og svo framv. Ef yður virðist að sjúkl. fái ekki nægilega innönd- un, þá athugið á nýjan leik hvort slím, uppgangur frá maga, eða annað, hindri öndunina. Beitið ennfremur hökunni betur upp á við, ýtið neðri kjálka framar. haldið öllu loftþéttu og blásið kröftulegar. Oft bætir það aðstöðuna við lífg unina að láta sjúkl. liggja á borði eða bekk. Jón Oddgeir Jónsson. Margrét Jónatansdóttir Minning HINN 23. júlí s.l. lézt í Osló ís- lenzk kona, frú Margrét Halvor- sen, en hún hafði búið í Noregi rúmlega fjóra áratugi. Með fáum orðum vildi ég minnast þessarar ágætu konu; eins og til að láta í ljós fátæklegt þakklæti fyrir góð kynni. Margrét Jónatansdóttir, en það var nafn hennar, áður en hún giftist, fæddist að Efstabóli við Önundarfjörð 17. sept. 1889. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum að Efstabóli og siðar í Engidal við Skutulsfjörð eftir að foreldr- ar hennar fluttu þangað. Rúm- lega tvítug fór Margrét til náms við lýðháskóla í Danmörku. Að námi loknu fór hún til Noregs, lærði þar að sauma kvenfatnað og varð meistari í þeirri iðn, Hún stofnsetti saumaverkstæði og síð- ar litla verzlun, Urd í Pilestredet 37 í Oslo, þar sem hún verzlaði með kvenfatnað. Hún giftist í Osló manni sínum, Hans Halvors- sen, sem enn er á lífi, en hann hefur um margra ára skeið átt við vanheilsu að stríða, og ann- aðist því frú Margrét sjálf all- an rekstur verzlunar þeirra. Eigi varð þeim hjónum barna auðið, en þau ólu upp sysurdóttur Margrétar, Olgu, en móðir henn- ar Rannveig sem einnig bjó í Noregi, lézt, er Olga var barn að aldri. Nokkrir þeirra íslendinga, sem í Osló hafa dvalið við nám eða störf, hafa átt þess kost að kynn- ast frú Margréti og njóta hinn- ar óviðjafnanlegu gestrisni á heimili hennar. Var sá, sem þetta ritar, svo heppinn að vera einn þeirra. Námsmanni, sem dvelur fjarri ættjörð sinni, vinum og skyldfólki, er það mikils virði að eiga þess kost að komast á heim- ili landa sinna í hinu framandi umhverfi, tala móðurmál sitt og ræða íslenzk málefni. Hemili frú Margrétar var þannig, að það var líkast því að koma heim til ís- lands að koma þar. Hún átti safn íslenzkra úrvalsbóka, eink- um ljóðabóka, sem hún unni og (las mikið í tómstundum sínum. Engan hef ég hitt, sem kunni aðar vörur á boðstólum. Hún vildi ekki, að neinn yrði fyrir vongrigðum af því, sem keypt var í verzlun hennar. Rúmri viku áður en hún lézt vildi svo til, að ég var á ferð í Osló og heimsótti þá frú Margréti í sumarbústað hennar skammt ut- an við borgina. Hún var þá glöð og hress og ráðgerði að skreppa til „íslands næsta sumar, enda þótt hún liði af hjartasjúkdómi, sem dró nokkuð úr starfsþreki hennar. En líf manna er fallvalt. Vin um og ættingjum auðnast ekki oftar að taka á móti frú Margréti heima á íslandi. Við getum aðeins minnzt mannkosta hennar og góðrar viðkynningar, um leið og við látum £ ljós samúð með manni hennar og fósturdóttur, sem svo mikils hafa misst. Kristinn Björnsson. islík ógrynni ljóða, sem frú Mar- 1 grét. Hún leit alltaf á ísland, sem föðurland sitt og fylgdist með því, sem þar gerðist þótt það yrði hlutskipti hennar að dvelja í framandi landi mestan hluta ævinnar. Hún minntist oft á samferðafólk sitt frá æsku- árum og virtist fylgjast furðu vel með gengi þess. Hina mörgu ættingja sína heima, systkina- börn og börn þeirra virtist hún þekkja með nöfnum og vita deili á, þótt hún hefði aldrei séð margt af þessu fólki. Frú Margrét var óvenjulega greind kona, en jafnframt hlé- dræg og yfirlætislaus. Oft hug- leiddi hún og ræddi vandasöm- ustu rök tilverunnar, en henni var ljóst, að mannleg hugsun nær skammt og flestum spurningum, er snerta líf okkar og hlutverk hér á jörð, verðum við að láta ósvarað. Störf sín rækti hún af alúð og samvizkusemi og verzl- un hennar naut góðs álits, vegna þess að viðskiptavinir gátu treyst því, að hún hefði eingöngu vand- GRN CLAUSEN heraðsdómslögmað ur. Málf’utningsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sítni 13499. ALLI t RAFKERFIÐ Bílaraftækjaverzluu Halldórs Ólatssonar Rauðarárstíg 20. — Sími 14775. Loftpressur með krana, til ieigo. GUSTUR h.f. Sími 23956 og 12424. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er gtum ódýr-.ra að auglýsa í Morgunblaðinu, en í öðrum blöðum. — Jttergimblaftid LtJÐVlK GIZURARSON héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa, Klapparstíg 29 sími 17677. SVEINBJÖRN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Sírai 19406. RAGNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Símil7752. Lögfræðistörf og eignaumsýsla. Gísli Einarsson liéraðsdómslögma^ur. Laugavegi 20B. — Sími 19631. MáUltitniiigsskrifstofa. Gólfslípunin Barmaiilið 33. — Simi 15657 Krúsjeff ] gagnrýnirj ! Aden- i ; ] auer MOSKVU laust eftir miö- noetti sl. — NTB-Reuter. — NIKITA KRÚSJEFF, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, komst svo að orði í boðskap til Konrad Adenauers, kanslara Vestur- Þýzkalands, sem kunngerður var í nótt, að ástandið milli Sovét- ríkjanna og Vestur-Þýzkalands sé komið á afgerandi stig. Ævarandi ágreiningur Spurningin er sú, segir hann, hvort við eigum að taka höndum saman um að endurvekja gagn- kvæmt traust, burtséð frá hug- sjónalegum ágreiningi. Sá ágrein ihgur hefur ætíð verið og mun verða milli okkar, en enginn skynsamur maður er þeirrar skoðunar, að hann eigi að fjarlægja með styrjöld, segir í boðskapnum. Spilla sameiningu Krúsjeff gagnrýnir hörðum orðum utanríkisstefnu Vestur- Þýzkalands og segir að sú af- staða, sem ríkisstjórn landsins hefur tekið til sameiningar Þýzkalands, breikki aðeins bilið milli hinna tveggja þýzku ríkja. Leggur hann áherzlu á, að und- irritun þýzks friðarsamnings mundi verða heppileg lausn á vandamálinu um sameiningu landsins. Próf. Dann- meyer, staddur hér í bænum f DAG og á morgun^ dvelst hér ! Reykjavík kunnur íslandsvinur, prófessor F. Dannmeyer frá Ham- borg. Prófessor Dannmeyer er for seti þýzk-íslenzka félagsins í Ham borg og hefur ætíð látið sér mjög annt um málefni íslands og greitt götu fjölmargra íslenzkra náms- manna, er til Þýzkalands hafa leitað á undanförnum áratugum. Prófessor Dannmeyer verður hjá Gísla Sigurbjrnössyni, for- :<-jóra Elliiheimilisins þá daga sem hann dvelst hér í Reykja- vík að þessu sinni. Hann kom til landsins fyrir nokkru og hefur dvalizt í Hveragerði. Prófessor Dannmeyer varð 79 ára í gær. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu í tilefni af 60 ára afmæli mínu. Ágúst Pálmason, Langholtsvegi 182 Þakka Hjartanlega gjafir og hlýjar kveðjur á 60 ára afmæli mínu 8. ágúst s.L Nils G. Nilsen Þakka hjartanlega heimsóknir, góðar gjafir og heilla- skeyti á áttræðisafmæli mínu 22. ágúst s.1. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Jónsdóttir,BlómvaIIagötu 13 Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist í Heilsuverndarstöðinni 26. ágúst. Guðmundur Árnason, Árni Árnason Halla Aðalsteinsdóttir, Guðrún Pálsdóttir Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, SVEINSlNU SVEINSDÓTTUR Nesveg 58 fer fram föstudaginn 28. þ.m. frá Fossvogskirkju kl. 13,30 Tryggvi Benónýsson, Ásgerður Tryggvadóttir, Sveinn Tryggvason. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför ARINBJÖRNS ÞORVARÐARSONAR Kirkjuvegi 15, Keflavík Ingibjörg Pálsdóttir, synir tengdabörn og barnabörn. Þökkum hjartanlega öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns og föður okkar. ÞÓRARINS JÓNSSONAR ' verkstjóra, Skólavegi 18, Vestmannaeyjum Sigrún Ágústsdóttir og börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.