Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 6
6 M OR'flTJ TS Jtl/ÁÐI Ð Fimmfudagur 27. ágúst 1959 Nína Tryggvadóttir hélt þrjár ningar erlendis á sl. ári kirkju listsýi Vinnur nu oð gluggum Þýzkalandi MNA TRYGGVADÓTTIR, list- málari, er hér heima í þriggja vikna sumarfríi, en hún hefur verið búsett í London undanfarin tvö og hálft ár, eins og kunnugt er. Fréttamaður blaðsins hitti hana að máli fyrir nokkrum dög- um og spurði hana um sýningar þær, sem hún hefur haldið síðan hún var hér heima í fyrrasumar. Það kom í Ijós að Nína hefur haldið þrjár sjálfstæðar sýningar í þremur stærstu löndum Evrópu, Þýzkalandi, Frakklandi og Eng- landi á sl. vetri. Fyrsta sýningin var f haust í Wuppertal í Rínardalnum og voru þar til sýnis gluggar og mál- verk eftir listakonuna. Þá var í nóvember sýning á glergluggum í Gallerie la Roue í París og loks í vor sýning á glergluggum og nýjum málverkum í Druan Gall- ery í London. Aðspurð kvaðst Nína hafa unn- ið mikið í gler að imdanförnu. Gluggana sjálfa hefur hún unnið í gluggagerðarverkstæði Oitmans í Linnich í Rínardalnum. — Það er ekki hægt að eiga heima hjá sér þvílíkar birgðir af margvís- lega litum glerjum og öðru sem með þarf, segir hún. Auk þess þarf stundum að brenna glerið í sérstökum ofnum. Áður en Nína kom hingað, var hún að gera uppdrætti að 10 gluggum 1 kirkju, sem verið er að stækka og gera upp skammt frá Linnich, og þangað ætlar hún að skreppa eftir að hún kemur út aftur, til að líta eftir verkinu, en um þessar mundir er verið að vinna gluggana á verkstæðinu. Lofsamlegir dómar í erlendum blöðum í sambandi við sýningarnar þrjár var mikið skrifað um Nínu Tryggvadóttur í blöð í öllum löndunum þremur, og fengum við að líta í úrklippur með um- sögnum um hana. Það er skemmst frá að segja, að dómar gagnrýn- enda eru allir mjög lofsamlegir. Ekki er hér rúm til að birta nema örfáar glefsur úr umsögnunum. Um sýnunguna í London segir t. d. í listatímaritinu Burlington Magazine: Þar voru nokkrir af- bragðs góðir abstrakt glerglugg- ar, sem mundu prýða nútímabygg ingar -hvar sem væri í heiminum. Gagnrýnandi listatímaritsins Apollo segir m.a., að loksins sé á ferðinni kvenmálari með verk, sem ekki séu of skrautleg eða of fáguð. Málverk Nínu séu sterk, litrík og langt frá því að vera uppi í skýjunum. Hann getur þess að um greinilega jafna og áfram- haldandi þróun sé að ræða í verk- um listakonunnar síðustu 10 árin. I Art News and Review í Lond- on segir J. P. Hodin, sem mánað- arlega skrifar dálkinn „Portrait of an artist“, í blað sitt: í uppi- stöðunni í list Nínu Tryggvadótt- ur vottar alltaf fyrir hinu ís- lenzka landslagi með sínum sterku andstæðum og dularfullu fegurð, sem útilokar Rómantízku stefnuna úr verkum hennar. Þetta er íslenzka landslagið, sem Eddu sögurnar eru upprunnar í, í senn villt og fágað. Og Yvonne Hagen segir í París- arútgáfu New York Herald Tri- bune: Eg hefi alltaf dáðst að hinu íhugula og skáldlega andrúms- lofti, sem listakonunni hefur tek- izt að ná með rólegum og einföld- um samsetningum lita og forma. Pictures on Exhibit segir sl. vetur: Eg held að glerið sé henn- ar bezta efni til tjáningar. Þar nær hún að gefa rúminu sérstaka eiginleika. Afstaða þessara verka gagnvart nútímalist er sú sama eins og miðaldaglerglugganna gagnvart sinni samtímalist. í franska blaðinu Cimaise seg- ir, að áhorfandinn verði sér smám saman meðvitandi um hina marg breytilegu og eftirtektarverðu þætti í verkum Nínu Tryggva- dóttur, sem séu einfaldir, ná- kvæmir og klassískir. Og Aujourd ’hui, sem er eitt mest lesna listablað Frakklands segir m.a.: Hún hefur skapað nú- tíma „gotik“ og hefur tekizt að forðast alla smámunasemi, sem svo oft er að finna í nútíma abstrakt glermyndum. Hún hef- ur alls ekki misst sjónar af nátt- úrunni og ekki útilokað hana úr verkum sínum, en frá henni hef- ur hún einmitt þessa hlýju. Það er eins og einhver ósýnileg hendi hafi varpað handfylli af glóandi steinum yfir skraufþurran eyði- merkurflöt, hafi síðan raðað þeim saman á ný, þangað til mynduð- ust margvíslegar bylgjandi lita- öldur og þá loks kælt þá í því formi, svo að þeir megi eilif- lega bera vitni um yfirvegaða sköpun. Þetta eru, eins og áður er sagt, aðeins glefsur úr dómunum um listsýningar Nínu Tryggvadóttur á síðasta ári. Hennar er getið sem alþjóðlegs listamanns, sem upprunninn er á Islandi í bókum um listamenn og listaverk okkar tíma. T.d. er á hana minnzt í grein um „Glerlist á okkar öld“ í tímaritinu Das Kunstverk og birt mynd eftir hana minnzt í grein um „Glerlist list á þessari öld. Einnig á húa myndir á tveimur síðum í vönd- uðu hefti af Quadrum, sem gefið er út í Bruxelles af Palais de Beaux Arts. Frá sýningu Nínu Tryggvaoóttur Ungmennafélagið Ólafur Pá í Dalasýslu 50 ára úr skrifar daglega lífinu j Reiðgötur vantar F TM síðastliðna helgi fór stór U hópur hestamanna og kvenna í skemmtiferð upp að Kolviðar- hóli, og dvaldist í tjöldum um nóttina. Var mikil þátttaka í ferðinni og gaman að sjá alla >á fallegu hesta, sem nú eru í eigu Reykvíkinga. Að vísu rigndi svo mikið um nóttina, að sumir munu hafa vaknað í pollum um morguninn. En enginn er verri þó hann vökni og ekki eyðilagði það ánægjuna. Áhugi Reykvíkinga fyrir þess- ari ágætu og gömu íþrótt fer greinilega vaxandi. En þegar þeir eru orðnir svona margir, sem um helgar bregða sér á bak góð- um gæðingum, verður það enn þá tilfinnanlegra að reiðvegi vantar alveg meðfram bílveg- unum. Þó bílstjórar vilji fúslega fara varlega framhjá ríðandi mönnum og draga úr ferð, er ekki hægt að ætlast til slíks þeg- ar um stóra og dreifða hópa ríð- andi manna er að ræða. Ög þó hestar reiðmannanna séu óhrædd ir við bíla, þarf ekki mikið út af bregða til að slys verði, þegar umferðin er mest á þjóðvegunum kringum bæinn, t. d. ef gott er veður á sunnudögum og allir, sem vettlingi geta valdið streyma út úr bænum. Meðfram vegunum í næsta ná- grenni bæjarins þurfa að koma reiðgötur, a. m. k. verður að gera ráð fyrir þeim, þegar nágrenni bæjarins er skipulagt. Alltaf byggist meira og meira og þrengra verður milli girðing- anna og veganna. Ættu hesta- mannafélögin að vinna af alefli að þessum málum, áður en það er orðið of seint og tryggja það, að reiðgötur verði meðfram ve- um í nágrenninu í framtíðinni. Ríðandi menn víkja til hægri MÉR sýnist, að flestir hesta- menn hafi áttað sig á því, að samkvæmt nýju reglunum, eiga þeir að víkja á hægri veg arbrún, á móti umferðinni, þó einstaka maður virði ekki þá reglu. En ég held; að bifreiðastjór- arnir viti það ekki nærri allir, að til þess er ætlazt að hestarnir fari fram hjá þeim hægra megin. Annars virðist mér að yfirgnæf- andi méiri hluti bifreiðastjora hafi fullaa skilning á því, að Minntist afmælisins med veglegu hófi sl. laugardag SUNNUDAGUR 26. júlí sl. var haldið hátíðlegt 50 ára afmæli Ólafs Pá í Laxárdal. Frú Kristjana Ágústsdóttir, formaður félagsins, setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Saman var kominn mikill fjöldi eldri og yngri félaga. Friðjón Þórðarson, sýslumaður, stjórnaði dagskránni. Undir borðum fluttu ræður og ávörp þessir menn: Sigtryggur Jónsson, hreppstjóri, Hrappsstöðum, Jóhann Bjarnason frá Búðardal, Ólafur Bjarnarson, bóndi, Brautarholti, Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum, Páll Ólafsson frá Hjarðar- holti, fyrrv. ræðismaður og Eggert Ólafsson, prófastur, Kvenna- brekku. Einnig var sameiginlegur söngur undir stjórn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðarnesi. Heiðursfélagar kjörnir. Að loknu borðhaldi í veitinga húsinu var haldið til samkomu- húss félagsins að Sólvangi. Þar söng Vorboðinn, söngfélag Lax- dælinga, nokkur lög undir stjórn Magnúsar Jónssonar. Því næst rakti Sigtryggur Jónsson sögu félagsins, Páll Ólafsson frá Hjarð arholti flutti ávarp, en hann var fyrsti formaður þess. Lýsti hann því yfir, að hann og kona hans frú Hildur, hefðu ákveðið að færa félaginu nokkra fjárhæð að gjöf, er verja skyldi til að efla söngstarfsemi á vegum félagsins. Að loknu ávarpi hans söng Vor- boðinn frumsamið ljóð eftir hann, er tileinkað var þessum afmælis- degi. Nokkrir gamlÍF félagar voru gerðir áð heiðursfélögum og öðrum, er áður höfðu hlotið þá viðurkenningu, voru ennfremur afhent heiðursskjöl sín. Þessir félagar voru heiðraðir: 1. Páll Qlafsson frá Hjarðar- holti, nú til heimilis í Hafnar- firði. 2. Ásta Ólafsdóttir frá Hjarðar holti, húsfreyja að Brautarholti. 3. Kristín Ólafsdóttir frá Hjarð arholti, nú læknir í Reykjavík. 4. Björn Sýrusson frá Hömr- um, nú til heimilis í Reykjavík 5. Sigtryggur Jónsson frá Hömrum, hreppstjóri, Hrapps- stöðum. 6. Jóhann Bjarnason frá Leið- ólfsstöðum, nú búsettur í Reykja vík. 7. Jakob Benediktsson, bóndi og vegaverkstjóri, Þorbergsstöð- um. gæta þarf fyllstu varúðar, þeg- ar ekið er fram hjá ríðandi mönnum. Skrautgarðar alls ekki ljótir í ár MAÐUR nokkur hringdi til Velvakanda. Kvaðst hann vera óánægður með þá ákvörðun Fegrunarfélagsins að veita ekki verðlaun fyrir fallegustu garð- ana í bænum í þetta sinni. Þó illa hafi viðrað fyrri hluta sumars og mikið skemmzt í görðum, þó væru margir fallegir garðar í bænum. T. d. virtist sér sumir garðarnir, sem hlutu verðlaun í fyrra og árinu áður, sízt ljót- ari núna. Hann væri ekki frá því, að þeir væru meira að segja heldur ferskari en venjulega á þessum tíma. Aftur á móti sagðist hann hafa orðið þess var, að fólk, sem gam- an hefur af því að skoðd fallega garða, færi ekki í gönguferðir um bæinn í því augnamiði núna, þar sem það tryði því, að ekkert væri að sjá og skrautgarðarnir ekki svipur hjá sjón. Það væri sem sagt vitleysa, og vill hann hvetja bæjarbúa til að láta ákvörðun Fegrunarfélagsins ekki verða til þess að þeir missi af því að njóta þess að sjá garð- ana i sínu fegursta skrúði. 8. Hallgrímur Jónsson frá Ljár skógum, stöðvarstjóri, Búðardal. Af hálfu Egils Benediktssonar, veitingamanns í Reykjavík, var því lýst yfir, að hann og nokkrir aðrir fyrrverandi formenn umf. Ól. Pá, hefðu ákveðið að færa félaginu gjöf, er síðar yrði af- hent. Kvæðalestur. Að lokum lásu Jóhann Bjama- son og Ragnar Þorsteinsson upp nokkur kvæði, er birzt höfðu 1 blaðinu „Vetrarbrautin", er eitt sinn var gefið út á vegum félags ins. Voru það frumsamin Ijóð eftir Jón frá Ljárskógum, Jóhann Bjarnason og Jóhannes úr Kötl- um Hallgrímur Jónsson' frá Ljár skógum las og upp frumsamið kvæði, sem ekki hefur áður birzt. Að síðustu sungu allir þjóðsöng- inn. Afmælishátíð þessi fór hið bezta fram í alla staði. Veður var ágætt. Ljóst er, að félag þetta á langa og merka sögu að baki og hefur átt marga og góða íé~ laga innan sinna vébanda, er all- ir minnast félagsstarfsins með gleði og þakklæti. Er það von manna, að Jélagið megi áfram lifa og starfa á sama grundvelli og gert hefur verið. Stjórn Umf. Ólafs Pá, skipa nú: Kristjana Ágústsdóttir, Búð- ardal, formaður, Benedikt Jó- hannesson, Saurum, gjaldkeri, og Jens Guðbrandsson, Höskulds- stöðum, ritari. Meðstjórnendur: Bjarni Finnbogason og Friðjón Þórðarson, Búðardal. Fréttaritari. Klinikstúlka Reglusöm og hreinleg stúlka óskast til starfa 'á tannlækn- ingastofu i Vogunum, frá 1. okt. Skrifuð umsókn leggist inn á tannlækningastofu mína. GUNNAR SKAFTASON Snekkjuvogi 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.