Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágðst 1959 Hún horfði á bakið á mannl sínum. Hann var öruggur í göngulagi. Hann þekkti hún líka. Hann gekk svo örugglega, af því að hann var ekki öruggur. Við hlið hans gekk Delaporte. Hægri ermin hékk tóm við öxlina. Hann þótti mikill veiðimaður. Ef til vill var það vegna þess, að hann vantaði annan handlegginn. Hann hafði lært að fara með byssu með öðrum handleggnum. Hann færði sjálfum sér og öðrum sönn- ur á, hvað sá gat, sem ekki hafði nema annan handlegginn. Veru flaug í hug, að hvorki Hermann né Delaporte myndu vernda hana. Aftur leit hún til hliðar á Anton. í návist hans þýddi ekki að vera að ljúga að sjálfum sér. Hún hafði komið til þess að vera nálægt Anton .En hvað myndi það nú kosta, að vera nálægt honum? Veiðimaðurinn í broddi fylking ar lyfti byssunni upp yfir höf- uð sér. Það var merki um, að nú mátti enginn tala framar. Veiði- maðurinn notaði aðeins merki til að gera sig skiljánlegan. Hann skipti hinum litla hóp aftur sundur. Vera, Anton og Her- mann fóru með honum. Hinir með hinum innfæddu. Allt fór þetta fram í þreytandi þögn. Hinn þétti skógur varð dálítið gisnari. Það sást í litla tjörn, en hávaxið gras í kring. Hinum meg in við vatnið lá gata inn í skóg- inn, svo óglögg, að hún sást varla. Þessa götu myndi ljónið koma, grunlaust, ekki verða vart við dauðann, sem beið þess í runnunum. Hvers vegna verða menn að drepa? hugsaði Vera. Hún varð hissa á sínum eigin hugsunum. Hún óttaðist meira um líf villidýrsins en veiðimann anna. Hvíti veiðimaðurinn skipti fólki sínu niður í hinum lágu runnum, sem lágu frá skóginum að tjörninni. Hann valdi sér sjálf um stað gegnt götuslóðanum. — Það var hættulegasti staðurinn. Nokkru fjær var Delaporte, síð- an Hermann. Hjá honum lá Vera í leyni og Anton í nokkurra metra fjarlægð frá henni. Nú var kominn bjartur dagur, og sólin skein við og við á milli skýjanna. Hræðslan greip Veru. Hún vissi, að karlmennirnir voru nálægt, rétt hjá henni. Hermann var vinstra megin og Anton hægra megin. Allir voru lagstir í leyni í runnunum eins og fyrir- skipað var. Hún gat ekki séð neinn. Hún lagðist á grúfu og setti byssuna í stellingar, byss- una, sem hún aldrei myndi nota. Hún hrökk við og fölnaði. Hún heyrði þrusk. Henni datt í hug, að það væri Ijónið og sneri sér við. Það var Anton. Hann lagði fingurinn á munninn og gaf henni til kynna með merki, að Kápur frá kr. 695.— Dragtir frá kr. 500.— Kjólar frá kr. 100.— Pils frá kr. 100.— Útsölunni lýkur á morgun hann áliti ráðlegra að vera hjá henn'i. Hann lagðist niður rétt hjá henni í hið hávaxna gras. Mínúturnar liðu. Það leið hálf- tími, en það bar ekki á neinni hreyfingu. Hægri handleggur hennar lá hjá vinstri handlegg hans. Það var eins og handlegg- irnir þráðu hvorn annan. Vonandi kemur ljónið ekki, hugsaði Vera. Hún leit upp í loftið. Veiðinni myndi verða hætt í síðasta lagi eftir klukku- tíma. Hún átti erfitt með að setja sér fyrir sjónir, að það var hún sjálf, sem lá þarna í runninum. Hún hugsaði um ungmeyjarár sín, um kynni sín af Hermanni og um börnin. Hvað átti hún að sækja til Afríku, til Kongó, á ijónaveiðar? Og hún varð aftur vör við hin undarlegu áhrif frá hinum rýlega, sterka armi karl- mannsins við hlið hennar. Þá gerðist allt skyndilega og án þess að hún hefði tíma til umhugsunar. Ljónið kom í ljós á götuslóðanum, sem lá að hinni litlu, grunnu tjörn. Það var Ijómandi fallegt dýr með miklu faxi. Vera hafði ekki séð ljón áður nema í dýragarði og í hring leikhúsi. Það var sama líkams- lögunin, en þetta hvorttveggja átti ekki saman nema nafnið. — Sérhver vera leit öðruvísi út á bak við grindur, þá var enginn sjálfum sér líkur. Ljónið kom eftir götuslóðan- um, sem veiðimennirnir bjugg- ust við, en það fór ekki eins að og þeir höfðu gert ráð fyrir. Það fór ekki að tjörninni. Það drakk ekki. Það reisti upp hausinn og þefaði. Einu sinni leit það við, eins og það væri að hugsa um að snúa aftur til skógarins. Því næst fór það af stað, hægt, tígu- lega, læddist eins og risavax- inr köttur. Það fór í kring um tjörnina. Nú var það komið sama megin og veiðimennirnir, sem biðu eft- ir því. Laufið skrjáfaði undir fótum þess. Nú var það ekki nema í nokkurra metra frá Veru og Anton. Vera hafði lært, að ljón gæti stokkið níu metra. Fjarlægð in milli hennar og ljónsins var nú orðið engir níu metrar. Byssa Antons fór í hálf hring. Hlaupið fylgdi ljóninu eins og segulnál. Dýrið gekk fram hjá Veru og Anton. Það staðnæmd- ist og þefaði aftur. Nú hlýtur það að vera hér um bil á móts við Hermann, hugsaði Vera, og hún hafði óðan hjartslátt. Vera og Anton heyrðu ekki það sem ljónið hafði bersýnilega heyrt. Það hlaut að hafa orðið einhver hreyfing í runnunum. Ljónið hljóp burt. Það var óðara komið inn í runnana. — Á sama andartaki reið af skot. — Anton stökk á fætur. „Liggið þér kyrr“, kallaði hann til Veru. Hún vissi ekki, hvað rak hana til þess, en hún hlýddi honum ekki. Hún stóð upp með byssuna tilbúna á handleggnum og hún elt: Anton gegn um kjarrið eins og hún væri dáleidd. Hún lokaði augunum snöggv- ast til að sjá ekki það, sem áreið anlega var að sjá. Hún fann það greinilega á sér, að Ijónið var ekki dautt og að það hafði kom- ið Hermanni að óvörum. Nú leit hún yfir staðinn, þar sem hún stóð fyrir aftan Anton. Hermann var horfinn. Ljónið stóð fyrir framan þau í ekki meira en fimm eða sex metra fjarlægð. Kúla hafði sært það í höfuðið, en þó ekki banasári. Faxið á því var rautt. Dýrið öskraði og öskrið gall eins og þrumugnýr í kyrrðinni. Það sem síðan gerðist sá Vera eins og í draumi. Anton reif skyrtuna eldsnöggt af sér. Ljónið bjóst til stökks — í áttina til þeirra. Anton ýtti Veru til hliðar. Um leið kastaði hann skyrt- unni frá sér í stórum boga. Hún lenti á runni. Ljónið hikaði hálfa sekúndu — því næst stökk það á runninn, þar sem skyrtan lá. Anton hleypti af rólega. Ljónið öskraði ennþá einu sinni, en því næst datt það nið- ur og lagaði úr því blóðið. Það var með skyrtu A_.tons á milli tannanna. Á meðan Vera stóð þarna eins og orðin að steini, fór að lifna yfir í runninum. Hvíti veiðimað urinn kom fyrst í ljós. Því næst sáust höfuðin á majornum og Delaporte. Loksins sá hún hið Ijósa höfuð Hcrmanns, sem kom fram undan tré. Þetta var henn- ar fyrsta veiðiferð en hún vissi nákvæmlega, hvað gerzt hafði. Hermann hafði hreyft sig ógæti lega, þegar hann sá Ijónið. Ef til vill ætlaði hann að flýja. Ljónið hafði orðið hans vart. Þegar það hljóp inn í runninn, skaut majórinn, en drap ekki Ijónið. Hermann hafði stokkið upp til að bjarga sér. Ljónið hafði snöggvast orðið ringlað og hikað. Skyndilega stóð það fyrir fram- an Anton og Veru. Skyrtan beindi athygli þess frá hinum nýja ofsækjanda, bragðið heppn- aðist. Skot Antons hitti það í hjartað. Nú stóðu veiðimennirnir nokk uð álengdar í kring um ljónið. Vera sá allt, sem gerðist. Hún sá hina mennina og hún leit í augu mannsins síns, sem enn báru merki um angistina. Hvíti veiðimaðurinn gaf bend- ingu um, að Ijónið væri dautt. „Vera“, kallaði Hermann í sömu andránni. Hann gekk hægt til konu sinn- ar. Hún kom ekki á móti hon- um. Hún var máttlaus í hnján- um og fannst hún ætla að detta. Hún vafði handleggjunum um mitti Antons og hallaði höfðinu að brjósti hans. Hann lét byssuna síga og lagði handleggina um herðar hennar. Þannig stóðu þau, þegar Her- mann kom til þeirra. Anton lét Veru ekkert til sin heyra í þrjá daga eftir að þau komu aftur frá Elisabethville. — Hún var ein í stóra húsinu á hæð inni, þaðan sem sást yfir Leopold- ville og langt inn í landið, á heið skírum dögum. Hermann var á ferð um úransvæðið með Dela- porte og ætlaði að vera fimm daga í burtu. Vera hafði lítið að starfa. Börnin voru í skóla fyrri hluta dagsins, en síðari hlutann léku þau sér með Lúlúu, ungu, svörtu stúlkunni, sem Hermann hafði ráðið og þau hændust að henni þegar í stað. Siðkvöldin í maí voru undarlega svöl. Vera reyndi að lesa á meðan hún spil aði klassiska tónlist á plötur. — Hún hafði tekið plötusafn sitt með sér frá Brússel. En hún lagði alltaf bókina frá sér eftir stutta stund. Hún fann, að hún gat ekki fylgzt með efninu. Hug- ur hennar leitaði hvað eftir ann- að til Antons Wehr. Hún reyndi að telja sér trú um, að það sem hefði áhrif á hana, væri hugrekki hans, — grunnfær, karlmannleg ur eiginleiki, sem hún hafði aldrei metið mikils. Hann var þá ekkert hræddur við villidýr. En hvað svo? Það var hægt að vera fullkominn þrjótur og vera ekki hræddur við villidýr. Líklega voru fullkomnir þrjótar ekki hræddir við villidýr. En það var eins og hún væri knúin til að vera alltaf að bera bræðurna sam an. Annar var prúður, fyrir- myndar heimilisfaðir, iðinn, efn- aður og ávallt í samræmi við samkvæmisreglur. Hinn kærði sig sig ekki vitund um samkvæm isreglur. Hann var iðjuleysingi, harðlyndur, ruddalegur og mann- hatari. Samt minnkaði traust hennar á Hermanni með hverj- um deginum, en traust hennar á Anton óx daglega. Þetta kom 'ekki heim og saman. Gat hún ekki hugsað um neitt annað? Seinni hluta dags, þriðja dag- inn, sem hún var ein, var hringt í símann í stofunni, þar sem Vera var ein. Það var Anton. „Hvernig hefur yður liðið eft- ir ljónaveiðina, Vera?“ spurði hann í léttum tón. „Þökk fyrir, ágætlega". „Hvernig væri það, að sýna yður í kvöld annað, sem er hroll vekjandi, — næturlífið í Leopold ville“. „Hermann er farinn í ferða- lag. Það var hlegið í heyrnartólið. „Það er einmitt þess vegna, að ég hringdi til yðar“. „Ég fer ekki út nema Hermann sé með mér“. SHlItvarpiö Fimmtudagur 27. ágúst: 8.00—10 20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Á frívaktinni44, sjómanna* þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til- k.). — 16,30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagskrá frá Færeyjum (Sigurður Sigurðsson). 21.00 íslenzk tónlist: Tónverk eftir Jón Nordal og Skúla Halldórsson. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland, V. lest- ur. (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hreinlæt- ið“ eftir Evu Ramm. VIII. lestur (Frú Álfheiður Kjartansdóttir). 22.30 Sinfónískir tónleikar: a) Hljómsveitartilbrigði eftir Bor is Blacher um stef eftir Pagan ini. RIAS-sinfóníuhljómsveit* in í Berlín leikur Fereno Fricsay stjórnar. b) Píanókonzert eftir Einar Eng lund. Höfundurinn og sinfóníu hljómsveit finnska útvarpsins leikur. Stjórnandi Nils-Éric Fougstedt. 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 28. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónieikar. —. 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir. Tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir) 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Brixham til Billings* gate. (Bárður Jakobsson lögfr.). 20.55 Tónleikar: Fílharmóníska ríkis* hljómsveitin í Hamborg leikur lög úr óperttunum „Maritza greifafrú“ og „Sirkusprinsessan" eftir Kálman. Richard Muller* Lampertz stjórnar. 21.10 Ferðaþáttur: „Horft af Helga* felli“. (Sigurlaug Björnsdóttir kennari). 21.25 t»áttur af músiklífinu (Leifur Þórarinsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hreinlæt* ið“ eftir Evu Ramm. IX. lestur. (Frú Álfheiður Kjartansdóttir). 22.30 Ólafur Stephensen kynnir nýj* ungar úr djassheiminum. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.