Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 10
10 MORCVivnr4 t>ið Fimmtudagur 27. ágúst 1959 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Aslciftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EIGN HANDA OLLUM I'1ITT af meginstefnuskrár- í atriðum Sjálfstæðisflokks ins er, að flestir einstakl- íngar hins íslenzka þjóðfélags séu efnahagslega sjálfstæðir. Sjálf- stæðismenn benda réttilega á, að aðeins sterkir einstaklingar geta myndað og haldið uppi sterku, farsælu og réttlátu þjóðfélagi, sem fært er um að tryggja borg- urum sínum velmegun og at- vinnuöryggi. Leiðin til þess, að sem flestir einstaklingar verði efnahagslega sjálfstæðir, er að áliti Sjálf- stæðismanna sú, að athafna- og viðskiptafrelsi ríki í landinu. Þjóðfélaginu ber að sjálfsögðu að vernda hinn minni máttar gegn því að verða troðinn undir. Og fullkomin tryggingalöggjöf er nauðsynleg til að tryggja lífs- kjör aldraðs fólks, þeirra, sem verða fyrir slysum og sjúkdóm- um eða öðrum skakkaföllum í lífinu. En því aðeins getur þjóðfé- lagið haldið uppi fullkominni tfygg'ingastarfsemi, sem kost- ar mikið fé, aðbjargræðisvegir þess séu reknir á heilbrigðum grundvelii og meginhluti þjóð arinnar séu efnahagslega sjálfstæðir einstaklingar. Meginvilla hinna sósíalísku flokka er x því fólgin, að þeir gera ráð fyrir því að þjóðfélag, sem byggt er upp af efnahags- Iega veikum einstaklingum, geti risið undir fullkominni félags- málalöggjöf og skapað velferðar- ríki, sem tryggi borgurum sín- um* félagslegt og atvinnulegt ör- yggi. En sú mótsögn, sem í þess- ari kenningu felst er svo augljós, að um hana er naumast þörf að ræða. Eign handa öllum Takmark Sjálfstæðismanna er þannig að sem flestir þjóðfélags- borgarar séu fjárhagslega vel stæðir. Þeir telja að eign sé ár- angur þjóðfélagslega nauðsyn- legs sparnaðar. Það er skoðun þeirra að eign skapi ábyrgð og eðlilega hlutdeild í samfélaginu! Þess vegna eigi takmarkið að vera eign handa öllurn þjóðfé- lagsþegnum. Undanfarið hefur verið all- mikið um það rætt, hvernig fundið verði hentugt form fyrir- tækja með almenningsþátttöku, sem leyst geti af hólmi einhliða opinberan rekstur. 1 því sam- bandi hefur verið bent á það, að í ýmsum löndum, þar á meðal Vestur-Þýzkalandi, Englandi og Bandaríkjunum, hafa verið gerð- ar tilraunir með ný fonn at- vinnurekstrar. Stofnuð hafa ver- ið stórfyrirtæki með þátttöku mikils fjölda manna, sem síðan fá eðlilegan arð af eign sinni í fyrirtækjunum og taka þátt í stjórn þeirra. Er þegar fengin mikilvæg reynsla af þessu rekstr arformi, sem hefur þótt gefast mjög vel. Mikið gæfuspor 1 þessu sambandi má á það benda að sjálfir höfum við ís- lendingar riðið á vaðið með stofnun stórfyrirtækis með al- mennings hlutdeild. Er þar um að ræða Eimskipafélag íslands, sem mtm hafa talið um 13000 hluthafa er það var stofnað. — Óhætt er að fullyrða, að hin fá- menna og fátæka íslenzka þjóð hefði ekki getað hrundið í fram- kvæmd stofnun Eimskipafélags- ins án þessa sameiginlega átaks. Þjóðin þurfti að eignast eigin verziunarskip og tók höndum saman um myndun samtaka til þess að kaupa þau. Blandast engum hugur um það, að þar var hið mesta gæfuspor stigið. Nauðsyn vinnufriðar íslendingum er einnig á því höfuðnauðsyn að tryggja, betur en tekizt hefur undanfarin ár, vinnufrið í landi sínu. Hin sí- felldu stórátök milli stétta og starfshópa um kaup og kjör hafa haft í för með sér mikið tjón fyrir þjóðina. Við verðum þess vegna að finna og fara einhverj- ar nýjar leiðir, sem eitt geti þeirri tortryggni, sem er megin- orsök hinna tíðu verkfalla og átaka á vinnumarkaðinum. — Raunhæfasta leiðin í þeim efn- um er áreiðanlega sú að skapa aukna ábyrgðartilfinningu alls almennings gagnvart rekstri atvinnutækjanna. En slík aukin ábyrgðartilfinning fæst helzt með því, að fólkið sjálft verði að meira eða minna leyti þátttak- endur í uppbyggingu fyrirtækj- anna, á svipaðan hátt og gert er með hlutdeildarfyrirkomulaginu í þeim löndum, sem minnzt var á hér að ofan. Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa hvað eftir annað flutt til- lögur um það að rannsakaðir verða möguleikar á uppbygg- ingu hlutdeildar- og arðskipti- fyrirkomulags í atvinnu- rekstri landsmanna. Á það hefur einnig verið bent, hvort ekki kæmi til greina að byggja hinn unga stóriðnað landsmanna á hlutdeildar- fyrirkomulagi. Þessum ábendingum hefur ekki verið næglegur gaumur gefinn. Samvinna verkalýðs og vinnuveitenda Verkalýður og vinnuveitendur verða að taka upp nána og ein- læga samvinnu um þessi mál. Það er ekki nóg að einstakar rík- isstjórnir, eins og til dæmis vinstri stjórnin, heiti því að stjórna landinu í nánu samráði við verkalýðssamtökin. — Það tryggir ekki vinnufriðinn. Sú staðreynd sannaðist bezt á hinu stutta valdatímabili vinstri stjórnarinnar. Vinnufriðurinn í þessu landi hefur sjaldan verið stopulli heldur en einmitt þá, þrátt fyrir hin glæstu fyrirheit um að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum skyldi fyrst og fremst mörkuð í samráði við launþegasamtökin. Hér er um mikið alvörumál að ræða, sem þjóðin hefur ekki efni á að skjóta stöðugt á frest. Sjálf- stæðisflokkurinn mun gera það sem í hans valdi stendur til þess að laða vinnuveitendur og verka- lýðssamtök til samvinnu um lausn þess. Sú úrlausn verður ekki fundin með valdboðum held- ur með frjálsu samkqmulagi aðila og einlægum vilja þeirra til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu, báð- um aðilum og þjóðfélaginu í heild til farsældar. I VATNIÐ í hinu djúpa Toplitzvatni, skammt frá Salzkammergut, er ískalt og dökkt sem blek. Á hverjum degi eru dregnir upp út því stórir kassar og kistur, sem úr velta milljónir enskra pundseðla — falskir — en svo vel falsaðir, að hrollur fór um sérfræðing Englandsbanka, þegar hann sá þá. Leyndardómar Endrum og eins kemur það líka fyrir, að út úr einhverjum kass- anum velti þéttskrifuð skjöl, sem í er að finna margvíslegar upp- lýsingar um síðari heimsstyrjöld ina. Sterkur orðrómur Þetta byrjaði í rauninni skömmu eftir lok síðari heims- styrjaldar, þegar orðrómurinn í héraðinu umhverfis Toplitz-vatn- ið fór að taka á sig fasta mynd. Allir vissu, að í þessu héraði, sem nærri stríðslokum hafði ver- ið vettvangur leynilegra vopna- tilrauna Þjóðverja, hafði sitthvað markvert skeð. Og smám saman komst eftirfarandi á gang: í vatninu lágu allir þeir fölsku pundsseðlar, sem stærsta peninga fölsunarstöð allra tíma í Saehsen hausen hafði búið til með það fyrir augum að skapa glundroða í fjármálum Englands. Auk þessa leynivopns Hitlers áttu svo að liggja þarna dagbækur Himmlers og ýmsar merkar upplýsingar um starfsemi Gestapo og þýzku leyni þjónustunnar. Pundseðlarnir eru fundnir í milljónatali, og auk þess leyni- upplýsingar um þá aðferð, sem Englandsbanki notaði við að númera þá, mjög vel gerð eftir- líking af vatnsmerkisstimpli og fleira slíkt. Dagbækur Himmlers hafa á hinn bóginn ekki fundizt, þrátt fyríl orðróminn um að þær væru þarna niðurkomnar. Þarna hafa hins vegar fund- izt skjöl, sem kunna að vekja mikla athygli og þegar hafa valdið margri andvökunótt hjá ýmsum Þjóðverjum, sem héldu að fortíð þeirra væri gleymd — en óttast nú að hún hafi aðeins verið geymd á botni Toplitz-vatnsins. Og niðri liggja enn margir tre- kassar og kistur. Þýzkt vikublað stendur að björgunarstarfinu Að þeim björgunarstörfum, sem þama hafa átt sér stað að undanförnu og áformað er að taka upp að nýju eftir mánaðar- tíma, stendur vestur-þýzka viku- blaðið „Der Stern“. Sú staðreynd bendir strax til þess, að þær upp- götvanir, sem þarna verða gerð- ar, muni naumast liggja lengi i þagnargildi. Þvert á móti hefur blaðið þegar gert blöðum um all- an heim tilboð um birtingu á skjölum þessum — og greiðslan, sem það vill fá fyrir sinn snúð, er gífurleg. Þegar „Der Stern“ fékk leyfi til að kanna, hvað hæft væri í orðrómi þeim, sem áður var lýst, var það skilyrði sett, að austur- ríska ríkisstjórnin skyldi taka við öllu sem fyndist í Toplitz-vatn- inu og síðan kveða upp úr með hvernig eignarréttinum væri háttað og hvað af því skyldi birt. Þær fregnir berast hins vegar frá Toplitz-vatninu, að miklum hluta þess, sem upp úr vatninu kemur, sé smyglað út úr Aust- urríki — og það er a. m. k. víst, að ekkert opinbert eftirlit er með því, hvað fram fer. Og það er margt undarlegt sem skeður á þessum slóðum. Stjórn- andi björgunarstarfsins, Loehoe, hefur m. a. skýrt frá því, að skemdarverkamenn hafi haft sig ý frammi á staðnum og — skorið á símastrfengi. Ef þetta hefði ekki verið uppgötvað í tíma, hefði allt það, sem verið var að bjarga, sokkið í vatnið á nýjan leik. Þá segir hann, að þeir félagar hafi fengið fjölda hótunarbréfa frá Þýzkalandi. Og æ fleira furðulegt fólk skýtur upp kollinum á staðn um. Meðal þeirra, sem fylgjast með björgunarstarfinu, eru fulltrúar frá INTERPOL, alþjóðarannsókn arlögreglunni, og Scotland Yarld, samkvæmt ábendingu Englands- banka, en einnig eru á staðnum sendimenn frá bandarísku leyni- þjónustunni, FBI, og er aðal- ástæðan til nærveru þeirra sögð vera orðrómur um að í skjölun- um sé að finna sannanir á því, að þýzkir og bandarískir herforingj- «ar hafi á síðustu dögum styrjald- arinnar tekið höndum saman um að fela gull og aðra fjármuni. Þá má geta eins af beztu kvik- myndaframleiðanda í Austurríki, Franz Antel, sem lagt hefur leið sína til Toplitz með það fyrir aug- um að krækja sér í kvikmynda- réttinn yfir því, sem þar fer fram. Sannanir fyrir peningafölsun — Spjaldskrár Gestapo Það merkasta, sem fram til þessa hefur fundizt í þessu leynd- ardómsfulla fjallavatni, eru ' á- þreifanlegar sannanir fyrir hin- um stórkostlegu peningafölsun- um er fram fóru í Saohsenhaus- en-fangabúðunum að undirlagi Hitlers og Himmlers. Þeim var stjórnað af SS mönnum og nokkr- ujn beztu peningafölsurum heims, en margir fanganna voru látnir vinna að framleiðslunnú Hafa fundizt í kössunum úr Toplitz-vatninu listar með nöfn- um 146 fanga — þ. á. m. margra Norðmanna — sem nazistar knúðu til að hjálpa sér við föls- unina. Margt fleira hefur einnig komið £ ljós við björgunarstarfið í Toplitz-vatninu og kann ýmis- legt af því að hafa mikla stjórn- málalega þýðingu, þó að ekki verði um það fullyrt á þessu stigi málsins. Af því má a. m. geta um spjald- skrár, sem Gestapo hélt yfir fuli. trúa sína í Þýzkalandi og annars staðar í heiminum. í þeim hópi eru áreiðanlega margir, sem ekki hafa gert ráð fyrir að upp um þá kæmist eða þeir yrðu látnir svara til saka. Og það er því sízt að undra, þótt þetta valdi nú áhyggjum hjá ýmsum. Þá hafa fundizt ýtarlegar upp- iýsingar um skemmdarverk, leyndar undankomuleiðir og sitt- hvað fleira, sem allt getur haft vissa þýðingu. Loks er því svo haldið fram, að þarna sé að finna sannanir fyrir því, að ýmsir hátt- settir aðilar meðal bandamanna hefi verið bendlaðir við starfsemi nazista. Þegar peningaseðlar, gull og skjöl voru skömmu fyrir lok styrjaldarinnar flutt til Austur- ríkis, var tilgangurinn sá, að nota það síðar, þegar það gæti komið að gagni. Ekki er hins vegar vitað, hvers vegna því var kast- að í Toplitz-vatnið, en gizkað hefur verið á, að það hafi' annað hvort verið vegna þess, að SS- mennirnir, sem önnuðust flutn- inginn, hafi orðið felmtri slegnir eða þeir hugsað sér að lifa sjálfir á þessum feng síðar. Það er þó vitað með vissu, að eftir styrjaldarlokin hafa nokkr- ar árangurslausar tilraunir ver- ið gerðar, til þess að ná fjár- sjóðunum upp. Snemma á árinu 1946 fund- ust við vatnið lík tveggja Þjóðverja, sem gegnt höfðu þýðingarmiklum trúnaðar- störfum í tilraunadeild þýzka sjóhersins, og fjórum árum siðar fundust enn tvö lík — sem reyndust vera jarðneskar leifar tveggja þýzkra verk- fræðinga, sem áður höfðu tekið þátt í tilraununum við Toplitz-vatnið. í Austurríki verða æ hærri þær raddir, sem krefjast þess að austurríska ríkisstjórnin, sem eins og áður var getið hefur fram til þessa látið björgunarstarfið sig litlu skipta, geri þegar ráð- stafanir til að halda uppi á staðn- um því eftirliti, sem á sínum tíma var skilyrði fyrir leyfinu til björgunarstarfs hins þýzka blaðs. Og enn víðar vakna nú spurningarnar: Hvað er í raun- inni að gerast við Toplitz-vatnið — og hvað er hulið í trékistun- um? T oplitz - vatnsins Falsaðir peningaseðlar, spjaldskrár úestapo og margvísleg stríðsskjöI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.