Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. ágúst 1959 Hí/iu/'rwffrinig 9 Rogalandsbréf Áma G. Eylands Þyrildreifar TILBÚNI áburðurinn er orðinn mikill liður í búskapnum og dreifing hans er mikilvægt at- riði. Á miklu veltur að vel sé dreift, áburðurinn dýr og árang- urinn mikilvægur, jöfn og góð spretta ef vel er að unnið en getur orðið misjöfn úr hófi, ef ójafnt er dreift, þó að öðru leyti sé jafnt á komið um aðstoðu, svo sem tíðarfar og ræktun. Tvær gerðir af áburðardreif- um hafa verið mest keyptar, sálddreifar og diskadreifar, svo nú hin síðustu ár þyrildreifar. I. Framan af voru sálddreifamir einráðir að heita mátti, það var ekki völ á öðru betra. Með góðri hirðu dreifðu þeir vel og ending vélanna var allgóð. Vanhirtir dreifðu þeir illa og gengu fljótt úr sér, en raunar má segja að svo sé um alla dreifa, hvaða gerð og tegund sem er. Fyrsti diskadreifirinn kom til landsins 1930. Yfirburðir diska- dreifanna komu fljótt í ljós hér sem annars staðar. Ekki nutu þeir þess að fullu hjá bændum. Diskadreifarnir voru dýrari en sálddreifarnir. Ekki held ég að það hafi ráðið kaupum bænda, fremur hitt, þó ótrúlegt sé, að þrátt fyrir það að oft hefur verið bent á gæði diskadreifanna og að sjálfsagt væri að kaupa þá og nota fremur hinum, hafa þeir, sem annazt hafa innflutning og sölu lagt meiri áherzlu á að flytja inn og selja sálddreifa fremur hinum betri diskadreif- um. Þetta hefur artað sig þannig að bóndinn sem pantaði „áburðar dreifi“ án frekari ummæla og skilgreiningar, fékk afgreiddan sálddreifi, tæplega aðrir en þeir sem greinilega tóku fram að þeir vildu fá diskadreifi og ekkert annað, fengu þá. Slík mistök hafa komið víðar fram í vélakaupum bænda. Fyrir nokkrum árum fengu margir bændur, sem báðu um snúnings- vélar, sendar lítt nothæfar gaffla snúningsvélar sér til angurs og meins. Þeir höfðu aðeins beðið um „snúningsvél“ án frekari skilgreiningar og þar við sat. Þeirra varð skaðinn, en skömm- In, skall hún þar sem skyldi? Ég held ekki, þeir sem léku all- marga bændur þannig kunnu víst ekki að skammast sín fyrir svona smámuni. Enda því til að svara, sem frægt er og skjalfest, að litlu skipti þó bóndinn kaupi dýrt og sér í skaða, ef fyrirtækið sem honum selur, er félagseign bændanna og það græðir á tapi bóndans.' „Félagslega þroskaðir menn eiga að skilja þetta, öðrum gengur það miður. II. Svo komu þyrildreifarnir til sögunnar, var fljótt mikið af þeim látið, án frekari skilgrein- ingar. T. d. mælt mjög með þeim í Frey. Hvað var svo hið sanna og rétta? Þyrildreifar eru áratuga gaml- ir að gerð. Lengi var því haldið fram að ekki væri hægt að smíða dreifi er byggðist á því að dreifa með miðflóttaaflshreyfingu. Mið- flóttaaflslögmálið gerði slíkt óhugsandi. I rauninni er þetta óhrakið enn. Samt eru nú smíð- aðar ótal gerðir þyrildreifa. Er hugmyndin um slíka dreifa var tekin upp að nýju, að segja má fyrir nokkrum árum, var á marg- víslegan hátt reynt að bæta galla miðflóttaaflsdreifingarinnar, og því er ekki að neita að sumum verksmiðjum hefur tekizt það sæmilega, en samt er það nú svo að margar gerðir þyTÍldreifa dreifa svo hörmulega illa, að ekkert hóf er á. Enn er það því sem fyrr að bóndinn sem biður um dreifi eða þyrildreifi getur farið illa út úr því, ef seljandi er ekki umhyggjusamur og fróð- ur um slíkar vélar. í skýrslu Verkfæranefndar 1956 er sagt frá reynslu með danskan þyrildreifir, svokallaðan NM-dreifi. Ekki dreifði hann jafnt, en ekki heldur hörmulega. Nefndin segir: „Dreifingin ójöfn og því erfitt að ákveða áburðar- magn“. Annars vísa ég til skýrsl- unnar og mynda í henni er sýna dreifinguna. En nú er sannast sagna að dreifingin með NM-dreifinum, sem nefndin reyndi og gaf um- sögn um, er skinandi afbragð hjá því sem orðið getur ef lakari teg- undir slíkra þyrildreifa verða fluttar inn og seldar bændum. — En hvað orðið er um þá hluti veit ég ekki. Tel aðeins rétt að vekja athygli á því. Ég hef hér fyrir framan mig tilraunaskýrslur sænskar er sýna hvort tveggja að til eru þyril- dreifar er dreifa sæmilega og að líka eru til og seldir fullum fet- um þyrildreifar sem dreifa hörmulega illa. Skal ég nú skýra þetta með tveimur myndum. Mynd 1 sýnir dreifingu með dönskum dreifi, Holbæk. Dreift var kalksaltpétri, 680 kg á ha. Útkoman allgóð eins og myndin sýnir. Með því að ætla vélinni ekki nema 8 metra dreifingu í hverri ferð fengist allgóð dreif- ing. Við að dreifa ókornuðu superfosfati var útkoman langt- um verri, en skal ekki sýnt í þessari grein. Mynd 2 sýnir dreifingu með sænskum dreifi, Frámmestad, dreift var kalksaltpétri, miklu magni eða 1080 kg á ha. — Út- koman er ljót, eins og myndin sýnir, en það skal tekið fram að hún var litlu, en þó ofurlítið betri, þegar ekki var dreift nema 260 kg á ha. Þessar tvær myndir ættu að nægja til að sýna bændum og sanna, að það er mikill munur á hinum ýmsu þyrildreifum og ekki sama hvað keypt er. Og ennfremur að enginn bóndi ætti að kaupa þyrildreifi nema hafa gengið úr skugga um að það sé nothæf gerð. Slíkt má sjá óðara á erlendum tilraunaskýrslum, sem seljendum er engin vorkunn að leggja fram. Það er ekki þörf neinna sérstakra irtnlendra til- rauna til þess að leiða í ljós not- hæfni slíkra véla. Þó verður að minnast þess að gallar á dreif- ingu koma vafalaust meira í ljós er dreifa skal hinum miður vel kornaða Kjarna-áburði, heldur en þegar vel kornaður útlendur áburður á í hlut. Þess vegna get- ur dreifir, sem útlend skýrsla sýnir að dreifir kalksaltpétri all- vel, dreift kjarna miður vel. En sýni útlend tilraunaskýrsla lé- lega dreifingu komaðs áburðar verður líka að gera ráð fyrir að sá hinn sami dreifir dreifi Kjam- anum mjög illa. III. Kostir þyrildreifanna eru: 1. Þeir eru ódýrir. 2. Þeir eru mikilvirkir. 3i Það er fljótlegt og auðvelt að hreinsa þá. A móti kemur: Þeir dreifa yfirleitt fremur ónákvæmt og illa, en munurinn er svo mikill á beztu gerðum þyrildreifa og hinum lakari, að annars vegar má segja að séu vel nothæfar vélar og hins vegar vélar, sem enginn bóndi hefur efni á að nota, sökum þess hve vinnubrögð þeirra eru léleg. rv. En svo eru það flugvélarnar. Nú er fræi sáð og áburði dreift með þeim víða um heim og líka á voru landi íslandi. Þetta er orðið mikið úræði víða og heima er líka mikið af því látið. Vafa- laust að nokkru með réttu, en því miður er ekki sannleikurinn sagður allur, ef marka má það er sagt hefur verið frá þessu í blöðum. Menn virðast ekki hafa áttað sig á því við hvaða stað- hætti og hvenær er réttmætt að nota fiugvélina og hvenær það er óráðlegt. I fyrra eða hitteðfyrra ritaði ágætur maður, en eigi fróður um búvélar og ræktun, skemmtileg- ar hugleiðingar um ræktun þeirra Klaustursbræðra á sönd- unum við Skaftá. Eitt af því er hann vék að í því sambandi var hin mikla víðátta, sem vart yrði komizt yfir að vinna á, en bót fann hann í máli, að *ú væri hægt að nota flugvélar til að bera á slík flæmi. Kostnaðarhlið málsins ræddi hann eigi, sem ekki var von. Nú sé ég í blöðum að flugvél hefur verið notuð til þess að sá fræi og bera á Hólasand milli Mývatnssveitar og Laxárdals og þykir vel að verið. Einnig er upplýst að flugvél hafi verið notuð til að bera á sandgræðslu- svæðin á Hólsfjöllum og einnig í hraunlandi ofan við Gunnars- holt. Hér er ólíku saman að jafna: annars vegar eggslétt sand ræktun við Skaftá og Hólasandur svo jafn og auðveldur umferðar með bíla og vélakost að engum erfiðleikum veldur, og hins vegar grýtt land og ójafnt í mesta máta, þar sem venjulegum vél- úm verður ekki við komið. — Flugvélin er hið eina tæki, sem hægt er að nota við að bera á „ófærurnar" svo að nokkur af- köst verði. Það er stórkostlegt að geta gripið til þeirrar tækni og gleðilegt, að Sandgræðsla íslands skuli nú vera orðin þess umkom- in að nota þessa tækni og vinnu- brögð. — En þegar ég heyri að notuð sé flugvél til að bera á Hólasand og sá þar fræi, þar sem traktorum og mikilvirkum áburð ardreifum verður auðveldlega viðkomið, þá er sannarlega ástæða til að benda á misskilnv inginn og hvað er hið rétta í þessu máli. Það er í stuttu máli þetta: Þar, sem auðvelt er aðkomu og umferðar með bíla, traktora og áburðardreifa, er langtum ódýr- ara að nota bíla og traktora og stórvirka áburðardreifa heldur en flugvél, og auk þess verður verkið betur af hendi leyst. Þó að víðátta sé mikil er líka hægt að vinna verkið með svo stórum tökum að slíkt er enginn hemill á framkvæmdum. — Þannig tel ég að sé ástatt á Hólasandi. Þannig þarf að átta sig á hlut- unum én gína ekki við öllu stóru og nýstárlegu, sem því sjálfsagða og rétta. Hamingjan gefi að Sandgræðsl an hafi fjárráð á næstu árum tii að bera á víða og mikið með flugvél þar sem annarri tækni ódýrari verður ekki viðkomið. En hamingjan gefi líka að svo glögglega verði að unnið, að menn sjái muninn að bera á land sem ekki er fært öðrum vélum en flugvélum og að sá í og bera á skeiðvallarsléttar lendur, sem enginn vandi er að vinna á með þeim tækjum öðrum, sem ódýr- ari eru í notkun og betur vinna. Verkefnirt eru mikil og óþrjót- andi, en það munu peningamir ekki vera, þess vegna þarf að nota þá sem bezt. 14. ágúst 1959. Árai G. Eylands. 77/ sölu 6 herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr, selzt fokhelt. Upplýsingar í síma 3-30-28 eftir kl. 19. Ú fgerðarmenn sem þurfa að fá stálnótabáta sína sandblásna og málmhúðaða, ættu að láta okkur taka við þeim, nú er sildarvertíð lýkur. — Grunnmálum einnig ef þess er óskað. RyðKreinsun & Málmhúðun s.f* Sími 35400 íbúðir til sölu Til sölu skemmtilegar og rúmgóðar 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í húsi í Háaleitishverfi. íbúðirnar eru seldar fokheldar með fullgerðri miðstöðvarlögn að öðru leyti en því að ofna vantar. Bílskúrsréttur getur fylgt. Fagurt umhverfi. Hægt er að afhenda íbúðimar strax. Lán á 2. veðrétti til 5 ára fylgir. Sumar íbúðarstaerðimar eru að verða uppseldar. FASTEIGNA & VERÐBKÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314. Útgerðarmenn Getum boðið til afhendingar á næsta ári nokkra eikarbyggða FISKIBÁTA frá fyrsta flokks dönskum skipasmíðastöðv- um. Teikningar og aðrar upplýsingar á skrifstofu vorri. Höfum verið beðnir að selja norskan * 235 tonna STÁLFISKIBÁTAR byggðan 1956 í mjög góðu ásigkomulagi. Báturinn er með frystikerfi. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Simar 1-14-00. % 1. mynd. Dreifing með Holbæk-dreifi, allgóð dreifing. (Láréttu tölurnar að neðan tákna metra)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.