Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUWBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1959 Böðvar Hallsteinsson Skorholti MINNINGARORÐ rYRIR ári á björtum og yndis- fögrum degi, eða nánar tiltekið laugardaginn 16. ágúst, bjó sig heiman óvenjulegur fjöldi sveita fólks utan Skarðsheiðar og margt lengra að, t. d. frá Keflavík, Reykjavík og Akranesi og stefndu að Skorholti í Leirár- jg Melasveit. Allra erindi var að fylgja til grafar heiðursbóndan- um og ljúfmenninu BöðvaFi Hallsveinssyni. Hann var jarð- settur aö Saurbæ í Hvalfjarðar- strandarhreppi við hlið foreldra • sinna, sem voru þar áður jörðuð á sínum tíma. Böðvar heitinn var fæddur 27. okt. 1900, að Skipanesi, en fluttist barn að aldri að næsta bæ Skor- holti með foreldrum sínum Stein- unni Eíríksdóttur og Hallsteini Ólafssyni, sem bæði voru Borg- firzkrar ættar. Hann dvaldizt eft ir það, æ síðan á þeim stað og andaðist 7. ágúst á Akranesspít- ala eftir nokkra vikna erfiða sjúkdómslegu. Eins og nærri má geta um mann, sem aldrei yfirgaf sitt — æskuhoimili og foreldra á meðan þeirra naut við og tvö yngstu systkini sín, sem þar tóku við búsforráðum ásamt honum að þeim látnum, unni hann heimili sínu og systkinum heilshugar. — Hann var sannur, heilsteyptur sveitamaður og bóndi, helgaði jörð sinni og sveit alla sína starfs (wku. Hjalpsemi hans við náung- ann, velvllja og hugulsemi, var viðbrugðið og heimili þeirra syst kina víðþekkt að gestrisni. Ekki taldi hann eftir sér að bæta við sig verkum systkina sinna, ef honum fannst það liggja betur við að þau færu að heiman til hjálpar eða vinnu við félagsleg störf, þegar þess var einhvers staðaT þörf. Þó verður mér og líklega mörgum fleirum, hann minnisstæður sem barnavinur- inn. Á ég þar um ótal minnis- stæðar endurminningar og um- sagnir mæðra, sem átt hafa bö-.n sín á heimili þeirra systkina. Og þegar ég sá alla drengina, er ver- ið höfðu í Skorholti undanfarin sumur (en voru nú að vísu orðmr stórir menn), standa upp í Saur- bæjarkirkju og raða sér upp við líkkistu hans til að bera hann úr kirkju síðasta spölinn til graf- ar, svifu þessar minningar fyrir sjónum mínum eins og kvik- myndir. Öllum hafði hann reynzt jafn veL Verið þeim leiðtogi og ^fyrirmynd í öllu dagfari og hátt- um. Aðeins einni mynd af mörg- um get ég ekki stillt mig um að bregða upp: Böðvar heitinn var hestamaður að eðlisfari og átti er ég kom hér í nágrenni hans gæðing búinn öllum kostum hins bezta hests. Sjaldan lét hann það samt eftir sér að koma hon- um á bak, en lánaði hann stund- um vinum sínum spottakorn og gladdist yfir þeirra yndisstund, sem þeir áttu í samveru við hest hans. Einu sinni var ég á ferð hér í nágrenni við Skorholt og sá þá hilla ur.dir þrjá menn á hestum. Ég þekkti fljótt að þarna var Bóðvar á ferð á góðhesti. sínum ásamt tveim börnum. Gæð ingurinn tiplaði spor við spor og froðufelldi af fjöri en lék samt ljúflega við hann. Mér fannst það freistandi fyrir Böðvar að riða hraðar á svo góðum vegi, en um það var ekki að tala, því dýr farmur var á hinum hestununi og fyrir börnin var ferðin farin. Þannig var Böðvar, allt hans Jíf sifelld fórn og umönnun fyrir annarra hag. Jafnvel þegar ég sá hann í síð- asta sinn nokkrum dögum fyrir andlát hans þá orðinn helsjúkur, svo vart heyrðist mál hans, var hann fullur samúðar með öðrum sem veikindi og slys höfðu hent. Hann var athugull vökumaður, yfir öllu, sem í kringum har.n var og lífsanda dró. Vinur manna og málleysingja. Vann erfiðis- vinnu sína löngu tíð, vegna ósérplægni sinnar orðinn lúinn maður um aldur fram. Hann var glaður í viðmóti og hafði glöggt auga og eyra einnig fyrir hinu kátbroslega í lífinu. Hefði hann aðeins verið seinna á ferðinni, það er að segja ungur nú, er víst að fleiri hefðu fengið að heyra til hans og skemmta sér vel við en við næstu nágrannar hans er heyrðum hvernig hann á græskulausan hátt þó, gat stælt hvers manns rödd og látbragð. Svo miklum leikarahæfileikum var hann gæddur, enda komst hann ekki hjá því, að leika ýmis smáhlutverk í félagsskap ungta félaga hér áður fyrr. Því má og skjóta hér inn, að Böðvar heitinn var föðurbróðir þeirra systra Steinunnar og Hallbjargar Bjarnadætra, sem allir lands- menn þekkja til. Böðvar var heiðursfélagi í U. M.F. sveitarinnar og léði því fyrr- á árum mikið lið og vinveittur því alla tíð. Enda sæmdi sá fé- lagsskapur hann látinn með fögru minningarriti. Fleiri erfiðleikar og alvarleg veikindi en veikindi og dauði Böðvars heitins steðjuðu að Skor holtsheimilinu í fyrra sumar, sem vöruðu út allan sláttinn og getur flest sveitafólk sett sig inn í hvað fyrir því er að verða. En vegna góðrar veðráttu (í fyrrasumar) áttu sveitungar auðvelt með að rétta hjálparhönd við heyskap- inn og gerðu það líka eftir þörf- um. Fyrir þennan sjálfsagða greiða fa.-.nst Skorholtssystkinum þau þurfa að gjalda. (En nú bið ég þau að fyrirgefa, þó ég segi frá því, sem þau sjálf vilja ekki hafa hátt um). Á jólunum sendu þau jólagjafir til allra barna a þeim heimilum, sem lögðu fram hjálp þeim til handa í þessum erfiðleikum. Sum þessara barna höfðu árum saman fengið jóla- kveðju og gjafir frá þessum þrem systkinum sameiginlega, en nú — nú voru þær sem hinzta kveðja frá barnavinum Böðvari. Á bet- ur viðeigandi hátt gátu þau syst kinin ekki minnzt hans. Þetta var sannarlega gert í hans anda. Okkur sveitungum Böðvars heitins fannst hann fara fyrir aldur fram og söknum hans hlýja viðmóts. En sárastur er harmur kveðinn að þeim systkinum hans sem með honum bjuggu og hann studdi með atorku sinni og ást- ríki svo vel, að aldrei bar skugga á samband hans og þeirra. Ég hefði viljað senda fyrr þessi fá- tæklegu minningarorð. En, að þau koma nú, þó um síðir sé, sýnir þar á móti að ekkert hefur rykfallið og svo djúp spor á hann í hugarheimi mínum og minna, að vonandi mást þau ekki að sinni. Blessuð sé minning hans. Ó. I. J. Ungur reglusamur maður getur fengið atvinnu við iðnað strax. Framtíðasatvinna möguleg. Upplýsingar um aldur, ásamt fyrri störfum, sendist afgr. Mbl. merkt: „Ábyggilegur—4843“ Rennismiður óskast Upplýsingar í síma 14965 og 16053. Vörulyfta tveggja tonna vörulyfta til sölu. II. Benediktsson h.f. Hafnarhvoli — Sími 11228 Husgagnosmiðir - Trésmiðir Eftirtaldar trésmíðavélar og verkfæri eru til sölu: Fræsari, Hjólsög Bútasög, Hulsubor, Afréttari, Bandsög, Þykktarhefill. Ennfremur Límofn, Blokk- þvingur, Lakksprautuáhöld, Suðuáhald fyrir sagar- blöð, Smergelmótor, 5 nýjir hefilbekkir, 50 þvingur o. fl. áhöld. Allar vélarnar eru í bezta ásigkomulagi, og sumar sem nýjar. Þeir, sem vilja kaupa allar vélarnar og áhöldin, geta fengið sérlega hagkvæma greiðsluskil- mála mánaðarlega. Uppl. í síma 10388 kl. 4—6 virka daga. Afgreiðslustarí Óskum eftir stúlku og afgreiðslumanni strax. Unglings- piltur kemur einnig til greina. Sunnuhúðin Laugateig 24 Fram tíðaratvinna Ungur algerlega reglusamur maður óskast til Bygg- ■ingarefnaverzlunar til aksturs og afgreiðslustarfa. Umsóknir er geta um aldur og fyrri störf, ásamt mynd sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „Ábyggilegur—4725“ Gurðsláttnvélar Bankastræti 7 — Laugavegi 62 Nýjar vörur Damask, mikið úrval Hörlakaléreft kr. 30.60 Finsk efni í úrvali ódýrt og gott silkifóður SKEIFAM Blönduhlíð 35 — Sími 19177 Snorrabraut 48 — Sími 19112 Gólf, sem eru áberandi hrein, eru nú gljáfægð með: SELF POLISHIMG mm Reynið I dag sjálf-bónandl Dri-Brite fljótandi Bón. Mjög auðvelt í notkun! Ekki nudd, — ekki bog- rast, — endist lengi, — þolir allt! Jafn bjartari gljáa er varla hægt aö ímynda sér! fœst allssfaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.