Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 18
18 MORCrVNBLAÐlÐ Fimmfudagur 27. agúst 1959 1 gær var sagt frá för handknattleiksflokka Vals, karla og kvenna, til Færeyja. Myndin hér að ofan er af kvennaflokknum ásamt form. félagsins, Sveini Zoega við brottförina. Vals- flokkarnir hlutu í Færeyjum 14f4 vinning í 15 leikjum. Íslandsmót 7. deildar: Þreyftir og meiddir KR-ingar unnu Fram með 1:0 Fátt getur nu hindrað sigur KR i mótinu 1»AÐ voru leikþreyttir KR-ingar sem hlupu til leiks á Laug- ardalsvellinum í fyrrakvöld er Fram og KR skildu heyja sinn síðari leik í íslandsmóti 1. deildar. Þreytan stafaði frá tveggja vikna Jótlandsreisu þeirra, vikuæfingum hér heima með landsliðinu og þátttöku í hinum erfiðu landsleikjum í Danmörku og Noregi. Kjarni KR-liðsins, eða 6 menn, voru í þeirri ferð og komu þrír þeirra meiddir heim. Þessi meiðsli sögðu til sín í leiknum í fyrrakvöld. Ar Þreyta og frískleiki Tvö fyrstu varði KR-vörnin en hið síðasta fór framhjá. Það var því verulegur mun- ur á aðstöðu liðanna. Framliðið hefur nær óskipt verið í hvíld og við æfingar hér heima. Lið þeirra var og miklu frískara að sjá á velli. En þessi frískleiki nægði ekki nema til þess leiks af fjöri og léttleika, eins og kálf- ar á vordegi, inn á milli þreyttra og þungra KR-inganna. Öll festa í samleik og spili var KR-meg- in en drunginn og þreytan, meisðli hinna meiddu og góð frammistaða varnar Fram komu í veg fyrir að hinn rétti enda- hnútur yrði hnýttur á fjölmörg upphlaup, sem fóru laglega af stað. ir Á grasi Það er mjög ánægjulegt að sjá þennan leik á Laugar- dalsvellinum og sjálfsagt að hafa þar eins marga leiki og unnt er það sem eftir er af mótinu. Hví skyldi góður völl- ur sparaður þegar hann er í fullkomnu lagi? Og hver er það sem ekki vill heldur sjá leik á grasi en harðri möl? Það var norðannepja og Fram vann hlutkesrið. Með hröðum en ekki mjög virkum leik sóttu þeir fyrsta stundarfjórðunginn. Þeir áttu nokkur skot sem frá „höf- undanna" hendi voru ekki ýkja hættuleg en stundum gerði KR- vörnin og Heimir í markinu þau hættuleg með klaufalegum og óöruggum leik. En smám saman tóku KR-ing- ar leikinn í sínar hendur og átti Garðar Árnason aðalþáttinn þar í. Komst nú Fram-markið 4 sinn- um í beina hættu. Sveinn Jóns- son missti af stórhættulegri fyr- irsendingu og síðar átti hann skalla í stöng — og knötturinn hrökk út. Örn Steinsen átti gott skot sem Geir varði vel og í hið fjórða sinn tókst Framvörn- inni naumlega að bjarga er leik- ið hafði verið framhjá Geir mark verði. Þessi sókn KR var aðeins brotin með einu hættulegu upp- hlaupi Fram. Náðu þeir pressu á KR-markið og áttu þrívegis á sömu mínútunni skot að markL ic Þórólfur tekur af skarið í upphafi síðari hálfleiks héldu KR-ingar áfram tökum sín um á leiknum. Þó átti Grétar í Fram fyrsta hættulega skotið eftir snarpa sóknarlotu. Eftir það var Þórólfur Beck „meist- ari“ leiksins. Hann brauzt á ó- venjulega glæsilegan hátt gegn- um Framvörnina snemma i hálf- leiknum og átti skot í hliðarnet. En þá tóku meiðsli hans í hægra fæti frá landsleiknum sig upp. En hann gat haldið áfram leik eftir læknisaðstoð. Skömmu síð- ar átti hann glæsilegt skot af 20—25 m færi sem Geir varði. Undir leikslok lék hann á vinstra kanti og sendi þá vel fyr- ir og átti Ellert Sohram góðan skalla rétt utan við stöng. Og 6 mn fyrir leikslok komst Þórólfur í færi á vítateig og knötturinn lá vel við meidda fætinum. En Þórólfur hlífði honum ekki — skaut fallegu skoti — og það réði úrslitum leiksins. ir Nýr kantmaður? Þó KR-ingar væru þyngri af fyrrgreindum ástæðum var leik- ur þeirra afgerandi betri en leik- ur Fram. Það var festa í upp- hlaupum þeirra og spilið allt virkara. Hörður og Hreiðar báru höfuðþunga varnarinnar, en Garð ar framvörður var bezti maður liðsins. í framlínu bar Þórólfur af þrátt fyrir meiðslin. Uppbygg- ing hans og gegnumbrot verða æ hættulegri fyrir mótherjanna, og stundum er unun á að horfa. Þór- ólfur átti ágætan leik á vmstri kanti, kom þar sannarlega á ó- vart, því ekki var hann hættu- minni þar en á miðjunni. Mót- staðan var að vísu minni þar en á miðjunni. it Á réttri braut Hjá Fram fór mikill kraftur og mikil fyrirhöfn í hlaup sem enga uppskeru gáfu. Oft náðu þeir hröðum samleik miili 3—4 manna en svo kom þetta gamla, að vita ekki um framhaldið, gleyma köntunum, hópast inn undir mark andstæðingsins skipu lagslaust. Uppstilling liðsins var breytt t.d. lék Guðjón framvörð en Reynir Karlsson útherja. Guð- mundur Óskarsson var miðherji en Grétar á sínum gamla innherja stað. Breytingamar voru hiklaust til bóta og leikur liðsins var betri nú en um langt skeið. En ennþá vantar það sem afgerandi er. Rúnar Guðmundsson var bezti maður liðsins og átti einn sinn bezta leik í sumar. Án hans hefði illa farið. Baldur Schewing vakti athygli en leikur hans, svo léttur og skemmtilegur sem hann er, verður oft — alltof oft — án tilgangs. Guðjón átti og góðan. leik sem framvörður og þessir þrír landsliðsmenn Fram skáru sig nokkuð úr. Reynir sótti allt um of úr útherjastöðunni sem hann var skipaður í og Guðmund- ur Óskarsson var liðinu ekki sá kraftur í miðherjastöðu sem hann er í innherjastöðu. ir í myrkri Dómari var Magnús Pétursson — oftast góður, en stundum dá- lítið tilviljanakennt á hvort liðið hann dæmdi og ágreiningur hans cg línuvarða var mjög tíður. Hvað veldur? Myrkur grúfði yfir vellinum undir leikslok. Bæði áhorfendur og leikmenn sögðu eftirá, að þeir hefðu ekki fylgzt sem vera bæri með leiknum og leikmenn kvört- uðu yfir að slæmt væri að reikna út hraða knattarins við slíkar að- stæður. En því þá ekki að byrja fyrr. Um það var beðið í blaðinu í gær — en óskinni synjað. Það gæti svo farið að myrkur réði úr- slitum í mótinu — þótt ólíklegt sé, því nú getur fátt hindrað sig- ur KR. — A. St. r I hnattflugi á einum hreyfli SAN JUAN, Puerto Rico, 26. ágúst. — (Reuter). — Peter Gluckman eða „úrsmiðurinn fljúgandi“, eins og hann hefur verið nefndur, lagði í dag af stað héðan í einshreyfils flugvél sinni áleiðis yfir Atlantshaf til Santa Maria á Azoreyjum. Sagðist hann vonast til að ná þangað á 20 klukkustundum. Gluckman er 33 ára gamall Bandaríkjamaður af þýzkum uppruna og hyggst hann fljúga umhverfis hnöttinn sam- tals meira en 22,800 mílna leið. Hann hóf ferðina í San Francisco síðastliðinn laugardag. Veiztu það? Landsliðsmenn fslands sem léku í Kaupmanna- höfn í vikunni sem leið höfðu samtals að baki 80 landsleiki eða rúmlega 7 leiki hver maður að meðaltalL < Landsliðsmenn fslands í ► 4 sama leik voru samtals 271 ► árs gamlir — eða nálega 25 ára að meðaltali. Liðsmenn Danmerkur voru samtals 282 ára — eða ca. 26 ára að meðal 4 talL Að í Danuiörku eru um eða yfir 80 þúsund drengir undir 16 ára aldri sem iðka knatt- spyrnu hjá íþróttafélögum. Það er hærri tala en í nokkru öðru landi. í Danmörku eru um eða yfir 90 þúsund leik- menn 16 ára gamlir og eldri. f Danmörku eru 1360 félög sem iðka knattspyrnu. Ag Að fslandsmet Svavars Markússonar í 1500 m hlaupi, 3:47,8 mín. sem sett var í Svíþjóð í fyrra er ná- kvæmlega sami tími og hið glæsilega Olympíumet er Ný- sjálendingurinn Lovelock setti í Berlín 1936 og varð heimsfrægur fyrir, — enda stóð það til 1953. Að fslandsmet Kristleifs Guðbjörnssonar í 5 km hlaupi 14:33.4 er 5.2 sekund- um lakara en hinn heims- frægi finnski hlaupari Nurmi náði bezt. Timi hans 14:28.2 var heimsmet í 12 ár. Valur vann fikranes 4-2 í GÆRKVÖLDI fór fram á Laug- ardalsvellinum leikur Vals og Akraness í 1 .deild. Hófst hann í björtu síðsumarskvöldi — lauk í rigningu og dimmu. Því ekki að byrja fyrr, t.d. kl. 7,30. Úrslit leiksins urðu þau að Valur sigraði með 4 mörkum gegn 2. Leikurinn var mjög spennandi. Gæfan fylgdi hinum rauðklæddu en flest blés á móti hinum gulklæddu Skagamönn- irm. Staðan í hálfleik var 2—0 fyr ir Val. Akureyringar unnu Keflvíkinga KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 24. ágúst. — Mikið fjör var í knatt- spyrnulífinu á Suðurnesjum um síðustú helgi. Á laugardaginn var fór fram bæjarkeppni milli Ak- ureyrar og Keflavíkur. KeRpt var á grasvellinum í Njarðvík. — Leikar fóru þannig að Akureyri sigraði með 5 mörkum gegn 4. Leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilega leikinn. Jakob Jakobsson IBA var bezti maður á vellinum. Ennfremur kepptu Akureyring ar og Keflvíkingar í 3. flokki og sigraði Akureyri með 3 mörkum gegn 1. Sama dag fór einnig fram á Njarðvíkurvellinum undanúrslit í 5. flokki íslandsmótsins og kepptu KR og IBK í annað skipti, því fyrri leik þessara fé- laga lauk með jafntefli. Kefl- víkingar sigruðu með 1 marki gegn engu og keppa þeir til úr- slita við Fram, en sá leikur fer fram í Reykjavík. A sunnudag kepptu Keflvík- ingar og Sandgerðingar. Leikar fóru þannig að Keflavík sigraði með 7 gegn 1. Ennfremur kepptu Keflvíkingar og Njarðvíkingar í 2. flokki og varð jafntefli 2 gegn 2. — B. Þ. 38 sundmenn lögðu af stað yfir Ermarsund í nótt Greta Anderson og Paul Herron ætla oð reyna oð synda fram og til baka ÞRJÁTÍU og átta sundmenn og -konur hugðust leggjast til sunds frá Gris Nez-höfða í Frakklandi Fjöldi íslenzkra skemmtikrafta á hljómleikum NOKKRIR íslenzkir skemmti- kraftar hafa verið valdir til að koma fram á hljómleikunum með ameríska söngvaranum Frankie Lymon, sem verða í næstu viku. Má þar fyrst nefna hinn vinsæla dægurlagasöngvara Ragnar Bjarnason, sem syngja mun þekkt innlend og erlend dægur- lög. Steinunn Bjarnadóttir, hin kunna leikkona úr mörgum reví- um og gamanleikjum mun syngja nýjar gamanvísur. Þá mun hljóm sveit Ólafs Gauks leika nokkur lög auk þess sem hún annast allan undirleik, en í hljómsveit- inni er m.a. Árni Elfar píanóleik ari og hljómsveitarstjóri í sam- komuhúsinu Röðli. Kynnir hljóm- leikanna verður Svavar Gests. Ákveðið hafði verið að hefja sölu aðgöngumiða ekki fyrr en 'á mánudag, en sökum sífelldra fyrirspurna hefur verið ákveðið að hefja forsölu aðgöngumiða á morgun, föstudag. laust eftir miðnætti sl. og reyna að synda yfir Ermarsund til Dover í Englandi. Fram og til baka. Samkvæmt Reuters fréttum i gærkvöldi hugðust tveir kepp- endanna, danska sundkonan Greta Andersen og bandaríski sundgarpurinn Paul Herron, reyna að synda bæði fram og til baka, ef aðstæður leyfðu. Þau hafa bæði æft sig af kappi að undanförnu, Greta í höfninni í Kaupmannahöfn og næsta ná- grenni hennar, en Paul við suð- urströnd Englands, þar sem hann hefur dvalið síðan um miðjan júlí og beðið eftir hentugum að- stæðum, til að reyna sundið báð- ar leiðir. Þau Greta Andersen og Paul Herron voru bæði meðal þátt- takenda í sundkeppninni yfir Ermarsund í fyrra, en þá sigraði Greta og lauk sundinu á 11 klst. 1 mín., lítið eitt lakari tíma en egypzki methafinn Hassan Abdel Rehiu árið 1950. Há verðlaun. Það er hinn kunni sumargisti- húsaeigandi Butlin, sem gengst fyrir slíkri keppni á ári hverju, og heitir hann sigurvegaranum jafnvirði 3000 bandarískra daia í verðlaun, en alls nema verðlaun í keppninni um 5500 dölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.