Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 1
20 síðut m Lumumba vill hvíta á brott Hammarskjold fer til l\lew York Leopóldvillej 15. ágúst. — (NTB-Reuter) — FORSÆTISRÁÐHERRA Kongó, Patrice Lumumba, lýsti því yiir í kvöld að ríkis- stjórn hans bæri ekki lengur traust til Hammarskjölds, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, og krefst Lumumba þess að Öryggisráð SÞ sendi þegar í stað nefnd fulltrúa 14 Afríku- og Asíurikja til Kongó til að sjá um að ákvörð un ráðsins um brottflutning belgískra hermanna verði íramfylgt. Fréttir frá stöðvum SÞ í Leopoldviile herma að Dag Hammarskjöld muni nú fara til New York og leggja fyrir Öryggisráðið skýrslu um grundvallarágreining þeirra Lumumba varðandi starfs- svið hersveita Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Talið var að Hammarsikjöld íæri strax á mánudagakvöíd, en Lumumba hefur skýrt frá því, að hann hafi óskað eftir að Hamm arskjöld frestaði förinni um einn sólarhring svo að fulltrúum Kongóstjórnar gefizt tækifæri að verða honum samferða og túlka sinn máistað. Bréfaskipti Ágreiningur þeirra Lumuba og Hammarskjölds kemur greinilega í ljós í bréfum þeirra, sem birt hafa verið í Leopoldville og New York. Ekki er vitað hvort Hamm- arskjöld lætur að ósk Lumuba um að fresta förinni í einn sól- arhring. Ágreiningurinn milli S.þ. og Kongó er í því fóiginn að Lumuba telur eiga að veita stjórnmáia- lega og hernaðarlega aðstoð við að knýja Katangastjórn og Tshom be forseta til undirgefni við Kongó, en Hammarskjöld telur að hersveitir S.þ. séu einungis í Kongó til að tryggja frið í land- inu. Lumumba endurtekur í bréfi sínu í dag þá fullyrðingu sína að Hammarskjöld sé leppur Belgíu- manna og hegði sér eins og hin eina löglega ríkisstjórn Kongó sé ekki til. Hammarskjöld byggir afstöðu sina á þeirri ákvörðun Öryggis- ráðsins frá 9. ágúst sl. að her- sveitir S.þ. megi ekki á neinn hátt skipta sér af innanrikis- ágreiningi í Kongó. Þessi ákvörð- un ber það með sér að Lumumba getur ekki látið heriið S.þ. kúga Katangahérað til að sameinast Kongó. Konungsfjölskyldurnar I bréfi sinu í dag bendir Lu- Framh. á bls. 19. Denn/s Welch talar um oforð Bretastjórnar Vill ekki segja í hverju þau eru félgin MARGT er nú skrifað i Bret- landi um fiskveiðideiluna milli Breta og íslendinga og væntan- legar viðræður deiluaðila. — Af blaðaúrklippum og fréttaklaus- um, sem Mbl. hafa borizt, má sjá að margra grasa kennir í skrifum brezkra blaða um málið, og gæt- ir þar margvisiegra missagna. MBL. aflaði sér fregna af því í rússneska sendiráðinu, að Þórarni Þórarinssyni ritstjóra Tímans hefði verið boðið til Rússlands til þess að vera við réttarhöldin yfir bandaríska flugmanninum Powers. Sumir af forsvarsmönnum brezks sjávarútvegs hafa sagt að brezka stjornin hafi gefið þeim loforð, sem ekki megi ljósta upp á þessu stigi málsins. Þá hóta þeir, að brezkir togarar fari inn fyrir 12 mílna fiskveiðilandhelgi Islendinga, ef ekki náist það sem þeir kalla hagstæðir samningar fyrir Breta, og einnig heyrast raddir um löndunarbann á is- lenzkan fisk. Eins og kunnugt er, hefur ís- lenzka rikisstjórnin eingöngu orðið við beiðni brezku stjórnar- innar um að ræða landhelgis- málið við hana, en engin loforð gefið í því sambandi. — Miða viðræðurnar að því að kanna til hlítar öll úrræði til að koma í veg fyrir áframhaldandi árekstra á miðunum, og hefur ís- lenzka ríkisstjórnin jafnframt áréttað rétt Islands til 12 mílna fiskveiðiögsögu og lýst yfir, að hún muni vinna að framgangi Þórarinn í „friðar“-boði í Rússiandi Sendiráðið tjáði Mbl. að boðið hefði verið sent beint til Þórar ins frá „Friðarnefnd Ráðstjórn arríkjanna” og hefðu sendi ráðsmenn þar enga milligöngu haft. Samkvæmt þessu hafa fregn irnar af „friðar”-baráttu Þórar ins í Tímanum síðustu mánuð ina borizt víða og af mikilli velþóknun verið fylgzt með þeim í Kreml. Mbl. er ókunnugt um að öðrum blöðum hafi verið boðið að senda mann til að vera við réttarhöldin. „Máttur sterlingspundsins” Welch kvað fulltrúa brezka fiskiðnaðarins fegna því að við- ræður hefjist nú, en vonaði að ekki þyrfti að greiða árangur of dýru verði, Fundarmenn end- urtóku þá skoðun sína að það ríki, sem einhliða færir út fisk- veiðilögsögu sína og hindri á þann hátt brezka fiskimenn, eigi ekki að fá aðstöðu til fjárhags- legs gróða i Bretlandi. Vonuðust þeir til að utanríkisráðherrann notaði sér mátt sterlingspunds- ins við samningana. Algjört trúnaðarmál Áður hafði Welch lýst því yfir að brezka stjórnin hefði nú í fyrsta sinn tekið upp raunhæfa stefnu í þessu máli, og að hún hefði í fyrsta sinn í tvö ár Réttarhöld hefjast í Moskvu á morgun í máli Powers flugmanns, sem stýrði U—2 vélinni, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum hinn 1. maí sl. Foreldrar Powers og eigin- kona eru nú í Moskvu til að fylgjast með málinu, og áttu þau í gær 70 mínútna fund með skipuðum verjanda hans Mihail Grinev. Samkvæmt fréttastofufregnum mun Grin ev hafa fullvissað Powers- fjölskylduna um að hann mundi gera sitt bezta til að bjarga lífi flugmannsins. Myndin er af foreldrum Powers. gefið forsvarsmönnum iðnaðar- ins loforð. Skipstjórarnir vissu nú hvað þeim bæri að gera og hvert stefnt væri. Tillögur ríkis- stjómarinnar brezku væru al- gjört trúnaðarmál, og mætti ekki á þessu stigi skýra frá þeim, en fulltrúar skipstjóranna höfðu sambykkt tillögurnar með örlitlum breytingum Frh. á bls. 19 Kýpur lýðveldi í dag ályktunar Alþingis frá 5. maí Kýpur 1959. Munu hótanir brezkra raða- manna þar engu breyta. I frétt, sem Mbl. barst frá Grimsby í gær, segir svo: Dennis Welch, formaður fé- lags yfirmanna á togurum í Grimsby, hefur varað meðlimi félags síns við því að frekari árekstrar á Islandsmiðum geti orsakað það að viðræður Breta og íslendinga verði að engu. Var þetta á fundi, sem haldinn var í félaginu til þess að gefa Welch tækifæri til að skýra með limum frá viðræðum er ýnwir aðilar fiskiðnaðarins hafa átt við Christopher Soames, fiskimála- ráðherra, og Home lávarð, hinn nýja utanríkisráðherra Breta. Nicosia, Kýpur, 15. ágúst. —• (Reuter) —- A MIÐNÆTTI í nótt öðlast langþráð sjálfstæði. En erfiðíega gengur að mynda hina fyrstu ríkisstjórn landsins. Makarios erkibiskup, sem verð ur forseti hins nýja lýðveldis, fór þess á leit við Nicos Krani- diots, sem áður var í EOKA- hreyfingunni, að hann tæki embætti utanrikisráðherra, en Kranidiotis neitaði, án þess að gefa nokkva skýringu á neitun- inni. Kranidiotis var áður aðal- ráðgjafi Mákariosar og sendifull- trúi hans í Grikklandi. 700 mannslíf En aðrir ráðherrar hinnar forsetaefni og Fadil Kutchuk varaforsetaeíni verða settir inn í embætti sín á morgun. 1 hinni nýju rík'isstjórn munu eiga sæti menn, sem tóku þátt í bardögum gegn Bretum þau fjög ur ár sem neyðarástand ríkti á eyjunni, en í þeim átökum létu um 700 manns lífið áður en Bretar iétu aí 82 ára stjóm sinni þar. Má til dæmis nefna Polycarpos Georghadjis, væntanlegan innan- ríkisráðherra, en hann barðist ötullega með EOKA og höfðu Bretar lagt 5.000 sterlingspund til höfuðs nonum, eftir að hann hafði þrisvar strokið úr fanga- búðum þeirra. Samkvæmt samningum frá því í fyrra, verða aðeins þrír ráð- herranna tyrkneskir Kýpurbúar, nýju ríkisstjórnar og Maiiarios hinir allir grískættaðir. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.