Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 10
10 MORGIJISRLAÐIÐ Þriðjudagur 16. ágúst 1960 FERÐAMANNA- STRAUMURINN ALDREI áður hefur jafn mikill fjöldi erlendra ferðamanna komið til lands- ins eins og nú í sumar. Má með sanni segja, að hingað hafi legið stöðugur straumur útlendinga. Svo vel hefur viljað til, að sunnanlands hefur veiið einstök veður- blíða, svo að vart er að efa, að fjöldi útlendinganna hverfur héðan með góðar minningar. Þeir munu sjálf- sagt segja vinum og kunn- igjum frá fögru landi og á- nægjulegri dvöl. Það mun svo aftur orka því, að enn fleiri "fýsi að leita hingað til lengri eða skemmri dvalar. Megin ástæðan til þess að ferðamenn leita nú hingað meir en áður, er auðvitað sú, að eftir gengisbreytinguna er verðlag svipað hér á íslandi og í nágrannalöndunum og á ýmsum sviðum mun það þó lægra. Þegar litið er til fjár- hagshliðarinnar er því ísland orðið eftirsótt ferðamanna- land. Hitt er svo alkunnugt og margrætt að hér skortir flest til þess að hægt sé sæmi- lega að taka á móti ferða- mönnum, og er tilgangurinn ekki fyrst og fremst að ræða það vandamál. Enda þót.t hingað koma er- lendra ferðamanna hafi auð- vitað beinust áhrif á hag veit- inga- og gistihúsa, þá njóta einnig fjöimargar aðrar grein ar atvinnulífsins góðs af henni. Þannig þurfa útlend- ingarnir á rr.argháttaðri þjón- ustu að halda. Þeir aka um bæinn í einkabifreiðum, “fara út um landsbyggðina í hóp- ferðabílum, með skipum og flugvélum, þeir koma til rak- arans o. s. frv. En það er ekki einungis þeic, sem þmnustustörf hafa á hendi, sem njóta góðs af ferðamannastraumnum. Nú þegar verðlag er hér sam- bœrílegt vio þáð, sem er í ná- lægum löudum, ganga ferða- menn búð úr búð og skoða þann varning, sem á boðstól- um er. Innkaup þeirra geta orðið íslendingum drjúgur tekjustofn, ekki sízt vegna þess að þeir munu fyrst og fremst kaupa íslenzkar vör- ur. Að því var vikið hér í blaðinu á summdaginn, að út- lendingarnir hefðu keypt upp meginið aí þeim íslenzku silf- urvörum, sem á boðstólum voru. Mikið er einnig keypt af ýmsum vörum öðrum, t. d. ullarvörum og gæruskinnum. Þannig er það ekki ein- göngu verztunar- og iðnrekst- ur, sem góðs nýtur af dvöl ferðamanna í landinu, heldur einnig landbúnaðurinn. Og meðan ferðamennirnir dvelja hér, neyta þeir svo einnig mikils af jandbúnaðarafurð- um. Þeir kynnast hér íslenzka dilkakjötinu, sem yfirleitt mun líka afburðavel. Gæti það haft þýðingu til þess að örva kaup þeirrar vöru er- lendis eftir því sem útflutn- ingur hennar eykst. Og fyrir markaðsmál sjávarútvegsins hefur það líka vafalaust haft nokkra þyðingu, að fjöldi út- lendinga kynnist hér beztu fiskafurðum heimsins. Bankamir fá nú í fyrsta skipti veruiegar upphæðir í erlendum gjaldeyri vegna ferðamannakomunar. Áður héldu ferðamenn að sér hönd- um með öll innkaup og mikið bar einmg á því, að þeir skiptu gjaldeyri sínum á svörtum markaði. Ekki er ólíklegt, að enn muni ein- hverjir þeirra, sem hér fá greiðslur frá ferðamönnum í erlendum gjaldeyri, halda þeim peningum af gömlum vana. Hinir munu þó miklu fleiri, sem gera sér grein fyr- ir því, að íslenzka krónan er nú sízt verri en gjaldeyrir annarra þjóða, vegna vaxt- anna og þeirrar festu, sem skapazt hefur í efnahagslíf- inu. Fljótlega mun því meg- inið af því íé sem ferðamenn flytja til landsins, koma til bankanna. Á það má með réttu benda, að stór nluti þeirra ferða- manna, sem hingað hafa kom- ið, hafa komið til þess að sitja margháttaðar ráðstefnur. I sambandi við þær er ekki ein- göngu tekjuöflun, heldur einnig útgjöld. í því efni vir'ð- ist enn ríkjandi algjört hóf- levsi. Oývíndís VéMUr eru haldnar og jafnvel í hádegis- verðarboðum eru menn nán- ast neyddir til að drekka 5—6 tegundir áfengis. Þetta er sannkallaður „flottræfilshátt- ur“, sem útlendingamir gera grín að og hið fyrsta þarf að uppræta. Að þessum glæsi- boðum kveður svo rammt, að suma dagana em þeir sem ráðstefnumar sitja í þremui slíkum. Slíkt fyrirkomulag er auðvitað engum til ánægju og okkur til vansæmdar og tjóna. A rústunum AÐ MORGNI hins 9. þ. m. barst klukknahljómur út yfir borgina Nagasaki í Japan. Klukkunum var hringt til að minnast þess, að 15 ár vom liðin síðan hryllilegasti atburðinn í sögu borgarinnar gerðist — er Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengj unni, sem jafnaði mikinn hluta borgarinnar við jörðu — aðeins þrem dög- um eftir að kjarnasprengj- an var íyrst notuð í hern- aði, þegar Hiroshima var eydd. —• Klukknahljómur- inn var upphaf óbrotinnar minningarathafnar, sem þúsundir alvörugefinna borgarbúa tóku þátt í. 0 70 þús. fórust Talið er, að um 70 þúsund manns hf.fi farizt í kjarn- orkuárásinni á Nagasaki, flest ir í sjálfri sprengingunni, margir brunnu til bana í hin- um miklu eldum, sem víða gusu upp — og loks tróðst fjöldi manns undir, til dauðs, þegar fólkið ruddist í ofsa- hræðslu út úr borginni, eins og þegar dauðskelkuð dýr merkurinn flýja undan sléttu- og skógareldum. Og enn er fólk að deyja af afleiðingum geislunar eftir hina miklu sprengingu, og er sérstakt sjúkrahús starfandi í Naga- saki fyrir um 250 „geislunar- sjúklinga". • Eins og fuglinn Fönix Af efri myndinni, sem fylgir hér með, má gera sér nokkra hugmynd um þá gíf- urlegu eyðileggingu, sem varð í Nagasaki fyrir 15 árum. En borgin hefir risið úr „ösk- unni“ eins og fuglinn Fönix, svo sem siá má á neðri mynd- inni, en hún er tekin fyrir skömmu — á sama stað og hin efri 15 árum áður. — Þegar kjarnorkuárásin var gerð á Nagasaki, voru íbúar hennar um 150 þúsund, en þeir eru nú orðnir um 340 þúsund tals- ins. Ný íbúðarhús, skólahús, opinberar byggingar og verk- smiðjur hafa verið reistar á rústunum Velmegun ríkir nú í Nagasaki, sem er nýtízkuleg iðnaðarborg — og er t. d. önn- ur helzta miðstöð japanska fiskiðnaðarins í dag. En þrátt fyrir góða daga nú, gleymist ekki hörmungadag- urinn fvrir 15 árum. — Borg- arstjóri Nagasaki gaf skýrslu um atburðinn til ríkisstjórn- arinnar hinn 1. sept. 1945. — Hann sagði, að gefið hefði ver ið loftvarnamerki hinn 9. ágúst, en ekkert gerðist. Ekki hafði þó verið gefið merki um, að hættan væri liðin hjá, þeg- ar borgarbúar sáu þrjár fall- hlífar svífa í áttina til jarðar. — Þæ: voru undanfari sprengjunnar, sagði borgar- stjórinn. reis • Eins og spilaborg Síðan kvaðst borgarstjór- inn hafa séð ógurlegan „blossa ‘, sem hann svo kall- ar, er bJindaði hann gersam- lega í bili, og um leið fund- ið heita loftbylgju skella á sér. Síðan heyrði hann gífur- legan návaða — og um leið tóku byggingar að hrynja hundruðum saman, eins og spilaborgir. — Borgarstjórinn sagði að sprengjunni virtist hafa venð „beint að verk- smiðjuhverfunum í nox-ður- hluta borgarinnar" — en þar varð mest tjónið. Höfnin og aðalver.Uunarhverfið — um það bil tvær mílur frá sprengjustaðnum — urðu ekki fyrir yerulegum skemmdum. Einnig sluppu íbúðarhverfi, þar sem hæð bar milli þeirra og sprengingarinnar, með minni hóttar skemmdir. — í skýrslu sinni slcýrði borgar- stjórinn frá því, að símastaur- ar og tré á nærliggjandi hæð- um hafi þverkubbazt við sprenginguna, sem eldspýtur væru — af því megi nokkuð ráða kraft hennar. - ★ - Algengasta lýsingin á Naga saki eftir kjarnorkusprenging- unna var sú, að því væri lík- ast, sem yfir borgina hefði gengið snöggur, en geigvæn- lega öflugur hvirfilvindur, sem engu eirði, þar sem hann fór yfir. bldmleg borg.. Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTAN IIR HEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.