Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. ágúst 1960 MORCUl\nr 4 OIÐ 3 Með gullúr á hand- leggn- um í GÆR átti Morgunbl. sim- tal við Sigríði Geirsdóttur, fegurðardrottningu íslands, sem fyrir helgina var úr- skurðuð „þriðja fegursta stúlka í heimi“ af þar 'tii kjörinni dómnefnd á Langa- sandi. Sigríður er flutt af hótelinu, þar sem hún bjó meðan á keppninni stóð og til Swanson hjónanna, Sem hafa undanfarin ár verið ísienzku þátttakendunum í þessari al- þjóðlegu fegurðarsamkeppni til aðst-oðar. — Hjá þeim dvel ég í viku, meðan ég er að átta mig á þessu öllu saman, sagði Sigríður. — Og hvað svo? og2500 dala ávísun í tðskunni Tilboð frá kvikmynda- félögunum. — Ég er búin að fá svo mörg tilboð að ég heí ekki ákveðið neitt um hverju Fegurð'ardvottningarnar þrjár: Ungfrú Columbía, sem varð nr. 1 í kvöldkjól, sem einnig var • kjörin fegursta stúlka heims, ungfrú Venezuela, sem varð nr. 1 í þjóðbúningi, og Sigríður Geirsdóttir, fegurðardrottning íslands,, nr. 1 í sundbol með stuttu, felldu pilsi. StAKSUINAR Lúðvík kominn á stjá Eins og kunnugt er, kröfðust kommúnistar þess á dögunum í blaði sínu með stærsta letri þvert yfir forsíðuna, að Alþingi yrði kvatt saman til að ræða um landhelgismálið. Á þá kröfu j hefur síðan ekki verið minnzt | einu orði. Var hún raunar svo j fáránleg að Þjóðviljamönnum sjálfum hefur skitizt, að ekki mundi sú aðferð tjóa til þess að I reyna að berjast gegn því að reynt yrði að koma í veg fyrir I frekari árekstra á miðunum. Þá | var farið að leita að nýjum ráð- ! um til þess að hindra sættir í deilunni. f gær var svo trompinu slegið út. Lúðvik Jósefssyni, nykomn- um heim frá Tékkóslóvakiu. Er birt forsíðuviðtaí við hann. Ekki eru þó afrek hans rakin að þessu sinni og skal Morgunblaðið því hlífa honum við að rifja frammi stöðu hans í landhelgismálinu upp nú, þó getum við ekki stillt okkur um að minna hann á hót- unina um, að Rússar hæfu veið- ar innan 12 mílnanna, ef við ekki værum hlýðnir við þá. Á móti sakaruppgjöfinni Hið eina, sem eftirtektarvert ' er í viðtalinu, er þar sem segir: „Sakaruppgjöfin var regin skyssa og hreint undanhald í j málinu af hálfu ríkisstjórnarinn 1 ar“. Út frá þessari staðhæfingu er svo dregin sú ályktun, að við- ræðurnar við Breta til þess að reyna að koma í veg fyrir áfram j haldandi árekstra séu sama eðlis ! og sakaruppgjöfin og hvort- ! tveggja séu svik við þjóðina. Þeir munu ekki vera margir, sem sammmála eru Lúðvik Jó- J sefssyni um það, að sakarupp- gjöfin hafi verið reginskyssa og hreint undanhald. Vex vegur j hans í málinu því ekki af þeirri staðhæfingu. Hitt er svo rétt, að Isvar ríkisstjórnarinnar við mála leitun Breta um viðræður, er byggt á sömu hófsemd og skyn- semi og sakaruppgjöfin. Þess vegna nýtur hvorttveggja sama skilnings og almenns stuðnings. honum. Svo hafa borizt tilboð frá Columbia-kvikmyndafé- laginu, Warner Brothers og ýmsum öðrtam. Á morgun fer ég mn til Hollywood í reynslumyndun. Auk þes§ hef ég fengið vinnutilboð sem ljós myndafyrirsæta. — En þú ert frekar að hugsa um kvikmyndirnar, er það ekki? Ætiarðu í einhvern skóla fyrst? ■— Nei, ég hugsa að ég fari beint í kvikmyndaleik. Ann- ars er ég varla búin að átta mig á þessu. — Hvernig varð þér við, þegar þú varðst útneínd nr. 3? Flutti beztu ræðuna. — Eg veit það eiginlega ekki. Fyrst voru stöðugar myndatökur í hálftíma, og þegar það var búið fór ég beint heim og steinsofnaði. Ég hugsaði ekkert. En dagmn eft ir fannst mér þetta allt sam- an alveg dásamlegt. Ég var líka með 2500 dollara ávísun í töskunni minni og nýtt gull- úr á handleggnum. Annars ♦-------- Sigríður Geirsdóttir með verð launagripinn, sem hún hlaut, er hún var kjörin eftirlætis- fyrirsæta ljósmyndaranna úr hópi 52 fegurðardísa víðsveg- ar að úr heiminum. — Sama kvöld flutti hún beztu ræðuna af öllum stúlkunum. var ég farin að búast við að komast í úrslitin, því ég var búin að vinna einhver verð- laun á hverju kvöldi frá því keppnin byrjaði, fyrst fyrir það, að koma fram í sund- bol, næsta kvöld fyrir að flytja beztu ræðuna, klædd þjóðbúningi og einnig fyrir að vera að vera bezta fyrir- sæta ljósmyndaranna. Annars voru hinar, sem komust í úr- slitin fallegar og vel mennt- aðar stúlkur og töluðu allar mjög góða ensku. — Hvað ætlarðu að gera við verðlaunin? — Ætli ég fái mér ekki ein hverja tilsögn, leigi mér íbúð og eitthvað þessháttar. — Þú ert þá ekki væntan- leg heim í bráð? Ekki heim í bráð. — Nei, ég fer ekki heim í bráð, nei. Ég er búin að fá innflytjendaleyfi, fékk það áður en ég fór að heiman. — Ætlarðu að setjast að á Langasandi, þar sem þú ert heiðursþorgari? — Nei, nei, ég sezt að í Hollywood ef í það fer. Þetta er bara smáborg hérna. — Þú minntist á að þú hefðir fengið mörg tilboð, nokkur hjónabandstilboð þar á meðal? — N-ei, ég er líka trúlofuð, eiris og þú veizt. Framhald á bls. 19. Hverjir eru vinir Tímans? í Tímanum í gær er rætt um viðræðurnar við Breta. Þar seg- ir á þessa leið: „Það er talað um það að miklu þurfi að fórna fyrir vestrænt lýðræði og samheldni. Lýðræðis þjóðirnar séu vinir okkar íslend inga“. Síðan eru heimspekilegar hug leiðingar um það, hverjir séu eiginlegir vinir og vægast sagt mjög dregið í efa að vestrænar lýðræðisþjóðir séu vinveittar ís- lendingum. Timinn undirstrikar svo stað- hæfingu sína um að vestrænar þjóðir séu okkur óvinveittar með því að segja að málaleitun Brefa hefði átt að svara á eftir- farandi hátt: I Næsta skrefið | „Ef þið byrjið á ofbeldinu að nýju, munum við smia okkur til stjórnar Bandaríkjanna og heimt ‘ , um þá vernd, sem við eigum < kröfu til — samkvæmt samningi. 71 Ef því er neitað, ætti ekki að »| þurfa að tyggja í þessar þjóðir j hvert hlyti að verða okkai. næsta I skref“. ! Hér með er skorað á Tímann að skýra hvað hann á ’við með þessum orðuin, þótt þess þurfi ; varla, því að hugmyndin er sjálf sagt sú að við þá segðum okkur ’ úr Atlantshafsbandalaginu. En meöal annarra orða: Af hverju krafðist Hermann Jónasson þess > ekki, að Bandaríkjamenn herj- uðu á Breta, meðan hann var --f orsætisi'æð herra ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.