Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 16
1« MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 16. ágúst 1960 PATRICIA WENTWORTH Qamlar syndir 45 samtímis heyrt það af hennar vör um, sem jafngildir játningu. Frú Anning séildist eftir saum unum sínum. — Adela Castleton var alitaf sjáifri sér lík. Hún varð að fá máli sínu fram- gengt. En það tekst bara ekki ailtaf. XL. Trevor ofursti hafði orðið ógur lega hneykslaður. Adela Catle- ton, sem hann hafði þekkt í þrjátíu ár. Nei, slíkt og þvílíkt gat maður lesið urh í saurblöð- unum. Ekki svo að skilja, að mað ur sjálfur lesi slik blöð, en mað- ur sleppur bara ekki alltaf við að sjá fyrirsagnirnar. Nei, þetta tók út yfir allan þjófabálk! Hvað var eiginlega þjóðin að verða? Hefðarkona . . . vel uppalin . . . ekkjan hans Geoffrey sáluga Castleton . . . gengur um og myrðir fólk . . . reyndi að myrða James. Hún hlaut að hafa verið kolbrjáluð . . . það er eina skýr- ingin. Band-sjóðandi-hringlandi vitiaus! Maise Trevor var strax farin að segja, að sér hefði nú alitaf fundizt Adela dálitið einkenni- leg. — Og svo þessi hiti, sem hér hefur verið . . . líklega hefur hann ruglað hana alveg. En sem sagt, fannst mér hún alltaf . . . Og svo komu ýms dæmi um ein kennilega hegðun Adelu. Pippa hallaði sér á sterka öxl eiginmanns síns og grét. Grét þangað til fallega hörundið henn ar var allt orðið flekkótt og augun næstum hurfu undir bólgn um augnlokunum. Nú langaði hana ekki til neins annars en um sig, og gleðjast yfir þvi, að gráta . . . með arm Bills utan enginn ætlaði að taka hana fasta fyrir morð, eða fara með hana í fangelsi. Bill mundi vernda hana og honum mundi þykja vænt um hana, jafnvel þótt andlitið á henni yrði ein bólgukássa. Innst í huga sínum lofaði hún Guði -— eins og hún hugsaði sér hann —- að hún skyldi aldrei gefa öðrum karlmönnum auga, eða lofa nein um að kyssa sig, nema Bill. Það yrði náttúrlega, tilbreytingarlít- ið, en hún skyldi nú gera þetta samt. Og nú þrýsti hún sér að Bill og sagði honum þetta innan um snökktið, en hann kyssti ofan á kollinn á henni og þrýsti henni að sér. — Það er gott, Pippa mín, sagði hann. Inni í stóra svefnherberginu hans Octaviusar heitins Hard- wick stóð Carmona og horfði út yfir ljótan garðinn, þar sem stefn ismyndir af skipum uxu í blóma stað, og milli þeirra lá stein- steypustígurinn fram á klettana. Þar hafði Adela Castleton gengið til að fremja morð . . . ekki einu sinni heldur tvisvar og í þriðja sinn hafði hún gengið þar, til þess að myrða James. Og þarna hafði Alan gengið um daginn, lítt vitandi, að hann átti aðeins fáar klukkustundir eftir ólifaðar. Og þarna hafði Pippa komið gang- andi með kjólinn sinn ataðan í blóði. Hún heyrði hurðina opnast og lokast aftur. James kom að baki henni, en hún sneri sér ekki við. Hann stanzaði þarna og horfði líka út. Allt í einu sagði hún: —Hvað fljótt getum við kom- izt burt? — Þú getur komizt burt á morg un, ef þú vilt. Eða ég skil að minnsta kosti ekki í öðru. — Ég átti ekki við það. Ég sagði við. — Ég þarf að bíða eftir réttar haldinu, en ég býst ekki við, að þú þurfir að mæta þar. — Auðvitað fer ég ekki. — Er það svo auðvitað? — Hér, á þessum dásamlega stað, gæti ég hugsað mér að hveðja þennan heim! — Þú veizt, að það er auð- vitað. Hann lagði arminn utan um hana og hún hallaði sér að hon- um. Hún hugsaði með sjálfri sér. Það getur verið sama um það allt ef við bara getum verið saman. Maud Silver var að taia við Frank Abbott inni í morgunstof- unni. Hann sagði. — Ég fer með lestinni snemma í fyrramálið, svo að mér fannst réttara að kveðja ykkur núna og segja þér, að Cardozomálinu er lokið. — Hefur þú talað við Cardozo? — Já, við höfum talað við hann. Þú mannst að hann var að reyna að finna Felipe bróður sinn. Á miðvikudaginn þóttist hann þekkja lík hans, sem hafði verið veitt upp úr ánni, og þar var það, sem ég komst i þetta mál. Fimmtudaginn eftir morð- ið á Alan Field, tók hann aftur þannen framburð sinn og kom með lygasögu um, að Felipe hefði fótbrotnað illa á unga aldri, en þetta lik bar engin merki slíks beinbrots. Þegar það kom í ijós, að hann hafði verið hérna í Clifton, morðnóttina, var sýni- legt hversvegna hann breytti framburði sínum svona. Felipe hafðí í fórum sínum eitthvert ættarskjal, þar sem skýrt var frá felustað einhvers sjóræningja- fjársjóðs — maður kannast við þá úr gömlum reyfurum. Einhver frændi þeirra hafði fundið hann og grafið hann í garðinum sin- um, en svo var hann bara myrt- ur sjálfur áður en hann gat kom- ið fjársjóðnum í peninga og hús- eignin hans var seld fyrir skuld um. Þetta sagði Cardozo okkur allt saman, og ég held jafnvel, að sagan hafi verið sönn. Og hann sagði, að í hvert sinn, sem húsið var selt seinna, hefðu þeir frændur jafnan misst af því. Ann aðhvort vantaði þá skjalið eða þá kaupverðið, en vitanlega varð þetta allt að fara mjög leynt. En nú er húsið enn einu sinni til sölu. Felipe hafði verið svo heimskur að trúa Alan Field fyr- ir öllu saman, en hann fullyrti, að hann gæti útvegað kaupverð ið hér heima. Hvað næst gerðist, veit José ekki. Hann komst í rifrildi við bróður sinn út af þessum félagskap við Alan Field, og þeir forðuðu sér burt frá honum, svo að hann vissi alls ekki, hvar þeir voru eða höfðust að. Og svo rétt fyrir skömmu heyrði hann, að þeir hefðu sézt saman hér í landinu. Maðurinn, sem sá þá, þekkti Felipe vel og gaf auk þess góða lýsingu á Alan Field. José varð hræddur og sneri sér til lögreglustjórans. Þegar hann kom þangað á mið- vikudaginn hafði hann þekkt lík bróður síns og komizt að því, hvar Alan var niður kominn. Þá þóttist hann þess viss, að Alan hefði myrt Felipe og haft skjalið á brott 'með sér. Og svo fékk hann sér híl og fór að elta hann. Eftir það gekk allí til, eins og þér er kunnugt. Hann fór til frú Anning, en misti af honum þar, komst í slagtog með Marie, sem var til í tuskið, og þau fóru i „Káta fiskimanninn". Hún hefur lofað að taka orðsendingu til Fields, þegar hún færi heim, en henni liggur ekkert á heim. Þau fara þangað heim um klukkan ellefu og hún leikur á ungfrú Anning . . . áreiðanlega ekki í fyrsta sinn. Fer inn og læsir á eftir henni, og svo undir eins og hún heldur að öllu sé óhætt, kemur hún niður aftur og fer út um borðstofugluggann. Eins og hún sagði, var veðrið gott til að fara út að ganga i. — Þá hlýtur að hafa verið kom ið undir miðnætti. Þau eru rétt að leggja af stað, þegar Marie j hnippir í ermina hans, og hvíslar j að honum. Einhver annar er að j fara út um þennan þægilega borð ; stofuglugga. Þau standa graf- j kyrr og maður stekkur niður úr j glugganum. Þegar hann er far- j inn, segir Marie: „Þetta var Mon sieur Field“, og Cardozo verður I reiður. Hann vill fara á eftir j honum og gera upp reikningana j við hann, en Marie er því alLs j ekki samþykk. Hún reynir að fá hann til að fresta því til morg- J uns. Hún segir, að hann sé reiður og muni gera uppistand, og þáj komist hún í bölvun — jafnvel geti lögreglan komizt í málið, og hvernig þætti honum það? Card- ozo verður að játa, að hann langi ekki sérlega til þess og lætur segj ast. Þau tala saman dálítið leng- ur, og þá segist hann ætla að vera forsjáll og stilla sig, en hversvegna ættu þau ekki að ganga fram á klettana og sjá, hvað yrði af Alan? Og þau gerðu það. Þegar ég hugsa nánar um það, þá hafa þau rétt sloppið við j að rekast á frú Anning, sem fór út um glerdyrnar á setustofunni. Hún hlýtur að hafa verið á leið- ’ inni niður stiginn til fjörunnar' áður en þau komu þangað sem hann gengur út úr klettastígn-' um. Þau gengu svo eitthvað lengra áfram og sáu þessvegna ekki frú Castleton, koma gang- andi niður stíginn frá Klettabrún og fara niður í fjöruna líka. En þau gengu ekki langt. Allt í einu sá Cardozo glampann af vasa- ljósi í fjörunni — því að Field kveikti á sínu þegar hann fór inn í skúrinn og eins gerði frú Castleton. Þegar Cardozo sá Ijós ið, hélt hann, að þar væri Field kominn og að þarna væri góður staður til að tala við hann undir fjögur augu. Hann sneri því við, gekk niður í fjöruna og kom að skúrnum, eins og frú Anning hefur lýst því. Finnst þér annars ekki þessi skýrsla hennar merki leg? Þú ert búin að heyra hana tvísvar: Tók hún nokkrum breyt ingum? — Varla um eitt einasta orð, Frank. En mér finnst þetta ekki nema eðlilegt. Síðan hún varð veik, hefur hún ekkert haft um að hugsa, en þegar svona válegir viðburðir koma til sögunnar, fór hún að taka eftir því, sem gerðist betur en áður. Og mér er næst að halda, að þessi bati verði varanlegur. Hún sagði söguna eins og krakki eða ómenntuð manneskja hefði gert, og ekkert annað komst að á meðan, og þess vegna varð sagan sönn og ná- kvæm. — Þú hittir naglann á höfuðið, eins og þú ert vön. Jæja, svona var nú sagan um Cardozo og ekki meira, að ég held. Hann náði auðvitað í skjalið, sem hann var að leita að, alveg eins og frú Anning sagði. Og ef hún hefði ekki komið með þennan einfalda en sannorða framburð sinn, hefði það getað kostað hann lifið. Enginn hefði getað trúað á sak leysi hans, ef skjalið hefði fund- izt á honum, blóði drifið, eins og það var. Hann gat þvegið sér um hendurnar, eins og Marie var svo forsjál að skipa honum, en hann gat ekki þvegið blóðið af skjal- inu, og ef það hefði fundizt á honum, þá . . . — Hvar var skjalið, Frank? SBlItvarpiö 8.00— 12.00 12.55 15.00 16.30 19.25 19.30 19.40 20.00 20.30 20.55 22.00 22.10 22.25 23.20 Þriðjudagur 16. ágúst 10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). ,,A ferð og flugi“: Tónleika*. kynntir af Jónasi Jónassyni. Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). Veðurfregnir. Veðurfregnir. Erlend þjóðlög. Tilkynningar. Fréttir. Erindi: Um fiskrækt (Gísli Ind- riðason). Píanótónleikar: Anna Aslaug Ragnarsdóttir frá Isafirði leikur: a) Frönsk svíta í G-dúr eftir Baen. b) Sex tilbrigði eftir Beethoven um ítalskt óperulag, „Ne cor piu4*. c) Svartálfadans eftir Grieg. d) ,,Til vatnaliljunnar** eftir Mac- Dowell. e) ,,Gosi“ (Pinocchio) eftir Ren- ato Bellini. f) ,,Juba“, negradans eftir Nat- hanile R. Dett. Utvarpssagan: ..Djákninn í Sand ey“ eftir Martin A. Hansen; XIII. (Séra Sveinn Víkingur þýðir og les). Fréttir og veðurfregnir. Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttlr). Dagskrárlok. a r Á d . á ' — Það fcú ratar — Já ■væðið. Miðvikudagur 17. ágúst. 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðuríregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Ur Grænlandsferð; II: Frá Bratta hlíð til Garða (Sveinn Einarsson). 21.50 Islenzk tónlist: „Systurnar í Garðshorni**, svíta fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal (Björn Olafsson og Wilhelm Lanzky- Otto leika). 21.15 Afrek og ævintýri: Biðin langa, — þriðji og síðasti hluti frásagn- ar Olivers La Farges (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). 21.40 Tónleikar: NBC-hljómsv. leikur ungverska rapsódíu nr. 2 eftir Liszt og rúmenska rapsódíu nr. 2 eftir Enesco; Leopold Stokowski stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður i Havana" eftir Graham Greene; I. (Sveinn Skorri Höskuldsson magister þýðir og les). 22.30 Um sumarkvöld: Gustav Winckl- er, Alma Cogan, Haukur Morth- ens, Jörgen og Greta Ingmann, Mouloudji, Mary Thomas, Giu- seppe Scarola, The Little Gaelis Singers og Deep River Boys skemmta. má með sanni segja að um vatnasvæðið Tómas! heria, ég gjörþekki — Ferð þú á veiðar með pabba þínum? — Já, þegar hann lætur mig gera bað Er mér er illa við það. PAW WANTð ME TO BE A TRAPPER LIKE HIM... BUT I PON'T LIKE TO KILL THIN6S. MR.TRAIL/ Pabbi vill að ég verði veiðimað- ur eins og hann, en mér er illa við að drepa skepnur, Markús! Framköllun Kopering ★ FJiót afereiðsla. F ó t ó f i x Vesturveri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.