Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. ágúst 1960 MORCUNBLAÐIÐ 11 \ Sigurður A. IViagnússon: Honum var kalt á gldðinni Annan dag hátíðarinnar er enn löng guðsþjónusta í kirkj- unni, enda er þetta sunnudagur. Til þorpsins eru komnir nokkrir aðkomuprestar og einn biskup, aðstoðarmaður gamla biskups- ins í Serres sem er ekki lengur ferðafær. Einn aðkomuprestanna prédikar í kirkjunni og fer hörð um orðum um það ókristilega athæfi, þá römmu forneskju sem hér sé við lýði. Þorpsbúar taka skömmunum með jafnaðargeði og axlaypptingum, þær eru orðn ar árlegur viðburður. Messan stendur ekki nema rúma þrjá tíma í dag, og að henni lokinni býður biskupinn um 20 helztu framámönnum þorpsins til miðdegisverðar hjá gjaldkera þorpskirkjunnar. Leið togi „stynjendanna", Barbajorgí, er meðal boðsgesta, og þar eð ég er eini útlendingurinn í þorpinu þykir sjálfsagt að ég sitji veizl- una. Biskupinn og prelátar hans eru lærðir menn, en vita iítið um siðinn sem fékk svo harða út- reið í kirkjunni áðan. Þeir spyrja Barbajorgí spjörunum úr. Hann situr við annan enda borðsins, gegnt biskupi, órakaður, í ó- hreinni flibbalausri skyrtu, ó- menntaður maður sem á erfitt með að orða hugsanir sínar eða skilja sumar af spurningum bisk upsins. En hann er ósveigjanleg- ur í sannfæringu sinni. Biskupinn er flugmælskur, brosljúfur og elskulegur í um- vöndun sinni. Hann segir að eld- dansinn sé rammheiðinn og hér sé sjálfur Satan að verki. Menn megi ekki láta það blekkja- sig að siðurinn hafi fengið kristilegt yfirbragð. Satan sé útsmoginn og taki á sig ýmis gervi, hann komi oft fram sem ljóssins eng-' ill. Síðan kom biskup með langa útlistun á heilögum ritningum og vitnaði einkum í líf heilags Antóníusar sem varð fyrir mörg um og miklum hrellingum af hendi Satans. Barbajorgí brosti góðlátlega, kvaðst ekki geta svarað öllum hinum lærðu útlistunum, en kraft urinn sem „stynjendurnir“ öðl- uðust væri guðdómlegur, því gæti enginn neitað. Hann sagði frá því, að áður en hann gerðist „stynjandi“ sjálfur hefðu bæði börn hans og skepnur verið sleg- in alls konar krankleik hvað eftir annað, en nú væri alveg tekið fyrir það. — Já, Satan sér um sína, sagði biskupinn brosmildur og vitnaði í Job til dæmis um það að guðs- börn lifðu ekki ævinlega í jarð- neskri velsæld. — Þið megið gjarna banna okkur að dansa, sagði Barbajorgí, en það er vitatilgangslaust, því við getum ekki hætt. Við viljum gjarna komast hjá að dansa, en okkur er ekki sjálfrátt: dýrlingurlnn grípur okkur döns um við hvað sem hver segir, ef ekki fyrir opnum tjöldum, þá með leynd; og það er í rauninni miklu betra. Síðan sagði Barbajorgi sögu úr þorpinu þar sem hann ólst upp. Þar var prestur sem var and- vígur „stynjendunum“, og dag- inn fyrir hátíð heilags Konstan- tínosar stal hann helgimyndun- um, skar af þeim fórnargjafirnar og faldi myndirnar undir altar- inu. En „stynj endurnir“ vissu strax hver hafði stolið helgi- myndunum og hvar þær voru. Þeir sóttu þær og hófu elddans- inn eins og ekkert hefði í skorizt. Enn fyrir glæp sinn var prestur inn „gripinn" af dýrlingnum og knúinn til að dansa á höndunum yfir eldinn. Nokkru síðar sturl- aðist bæði hann og kona hans. Barbajorgí kvaðst ekki hafa vitað neitt um „stynjendurna“ þegar hann var ungur, því þeir dönsuðu með leynd í þorpinu hans. Hann heyrði bara stundum tónlistina frá húsinu þar sem þeir komu saman. í Agía Elení vissu þorpsbúar líka fátt um framferði „stynjendanna" fram til 1946. Biskupinn var jafnósveigjan- legur og Barbajorgí og lét ekki sannfærast af sögum hans. Þorps búar sátu þöglir undir ræðu bisk ups, þó mér væri kunnugt um að þeir voru allir andvígir skoð- unum hans. Þar sem ég var að- komumaður áræddi ég að leggja fyrir hann nokkrar spurningar og fékk miklar þakkir írá þorps búum eftir veizluna. Ég benti honum á að „stynjendurnir“ væru að allra dómi guðhrædd- ustu og grandvörustu menn þorps ins, og þess vegna kæmi mér það einkennilega fyrir sjónir að þeir væru djöfulóðir. Biskupinn brosti af hluttekn- ingu út af skilningsleysi mínu og lyfti hendinni: Já, þetta er ein- mitt hinn mikli leyndardómur. Satan sækist fyrst og fremst eft ir þeim beztu meðal kristinna manna. Um hina þarf hann lít að hugsa. Það var komið fram á varir mér, hvort hann áliti sjálfan sig þá öruggari fyrir djöflinum en Barbajorgí, en ég áttaði mig á að slík spurning væri naumast viðurkvæmleg. Hinss vegar minnti ég hann á að orþódoxa kirkjan notar ýmiss konar „hjálp argögn“ í helgihaldi sínu, svo sem reykelsi, kerti, alls kyns helga dóma og helgimyndir. Ef elddansinn væri „stynjendunum“ styrkur í trú þeirra og gerði eng um öðrum mein, hvers vegna væri kirkjan þá að amast við honum? En þetta er skurðgoðadýrkun, og kirkjan getur ekki lagt bless un sina yfir hana, svaraði bisk- upinn. — Og hver eru skurðgoðin? — Eldurinn. Þetta er ævaforn elddýrkun. — En í augum „stynjendanna" er eldurinn tákn hins illa sem þeir verða að vinna bug á. — Já, já, en það er seinni tima skýring til að gefa þessu kristilegan svip. Satan kann sitt fag, sannið þið til. Hann kemur Oft fram sem engill ljóssins og gerir jafnvel góðverk, ef hann sér sér hag í því. — Er þá nokkur vegur að greina verk Satans frá verkum Guðs? — Það er erfitt á stundum, sagði biskupinn og brosti breitt. En með bæninni hefst það. — Ætlar kirkjan þá að banna elddansinn? — Nei, við trúum ekki á bönn. Ef Guði er elddansinn þóknan- legur verður honum haldið á- fram. En sé hann Guði vanþókn- anlegur, deyr hann út af sjálfu sér fyrr eða síðar. Þá gast ég upp og sagði amen. Seinna um daginn hófu „stynj andi, eintóna músíkin hljómaði með helgimyndirnar. Sama sker- endurnir“ göngu sína um þorpið allan daginn meðan fámenn fylk- ingin gekk hús úr húsi með hina ginnheilögu gripi, herbergi úr herbergi í hverri íbúð þorpsins og í hvert einasta gripahús. Þann ig var vernd dýrlingsins tryggð fyrir komandi ár, en hver þorps búi lagði af mörkum nokkra skildinga fyrir blessunina. Þenn an dag komust „stynjendurnir“ ekki yfir nema rúman helming húsanna í þorpinu. Um kvöldið var enn mikill gleðskapur á torginu, dans og dynjandi hljóðfærasláttur. Það glumdi í gjallarhorni farandleik- hússins og frá þorpskránni hljóm aði ómstríð músík sígaunanna. „Brúðarmarkaðurinn“ var í full um gangi og dans piltanna á þreskipallinum fjörugur. Ég var boðinn ásamt hrepp- stjóranum og konu hans til kunn ingja þeirra sem ber nafn dýrl- ingsins og átti því nafndag (í Grikklandi er ekki haldið upp á afmælisdaga). í húsi hans voru saman komnar nokkrar fjöl- skyldur. Viðurgerningur var ein- faldur, brauð, vín, ostur og ólífur, en gleðskapurinn og hjartahlýj- an voru þeim mun ríkulegri. Ég varð auðvitað að svara enda- lausum spurningum um land mitt og þjóð. Grikkirnir dáðust einkum að tvennu í fari útlendinga: Þolin- mæði þeirra að svara sömu spurn ingum hvað eftir annað og lát- lausum klæðaburði þeirra. „Þeg ar við förum til ókunnra staða tökum við með okkur allt okk- ar fínasta púss og látum aldrei sjá okkur öðruvisi en spari- klædda með hálsbindi og burst- aða skó. En þið komið hingað í sandölum og ferðafötum, jakka lausir og óþvingaðir. Við erum svo helvíti montnir og eigin- gjarnir". Slík sjálfskrufning er ekki ó- algeng í Grikklandi og kemur gestinum ævinlega jafnskemmti- lega á óvart, því yfirleitt er Grikkjum fest annað tamara en sjálfsgagnrýni. En þessar játning ar eiga sennilega rætur að rekja til gestrisni þeirra og dálætis á útlendingum. —o Þriðji dagurinn leið með sömu sólstöfuðu og iðjulausu hægðinni eins og dagarnir á undan. Tón- list „stynjendanna" hljómaði um þorpið meðan þeir luku við hús- vitjanir sínar. Ég sat lengi dags undir stórri trjókrónu við þorps krána og ræddi við ungu menn- ina um allt milli himins og jarð ar. Þeir voru flestir furðulega skarpir og skemmtilegir viðræðu, þó menntun þeirra væri í mörgu áfátt. Þeir voru eins og allir Grikkir haldnir óslökkvandi fróð leiksþorsta samfara aðdáanleg- um hæfileikum til að meta og vega staðreyndirnar sem fyrir lágu. Um fimmleytið var húsvitjun um „stynjendanna" lokið og þeir hófu að dansa á þorpstorg- inu með helgimyndirnar í broddi fylkingar. En brátt héldu þeir aftur til kónakj til að undirbúa elddansinn sem fram átti að fara um kvöldið. Þorpsbúar voru á einu máli um að seinni eiddans- inn væri janfvel betri en sá fyrri, því þá væri fátt um aðkomufólk. Eric Williams og kona hans komu aftur til þorpsins undir kvöld í Landrover sínum, og vor um við einu útlendingarnir. Við sátum í bráðabirgðakránni hjá torginu og biðum þess að eldur- inn yrði kveiktur. Á því varð löng bið. Sól var hnigin og rökkrið setzt að þegar boðin komu frá kónaki. Bálið var tendrað og glóðin tilreidd. Hún var stærri um sig og meiri í sér en fyrsta daginn. Svo kom fylkingin dansandi inn á bersvæð ið við þungan bumbuslátt og ískr andi tóna „lýrunnar". Enn gerðist það sama og fyrsta daginn, „stynjendurnir" dönsuðu kringum glóðina nokkra hringi, síðan tóku fáeinir sig út úr hópn um og nálguðust glóðina, hörf- V uðu frá, komu að henni aftur, og I skyndilega tók einn karlmann- ' anna undir sig stökk og hentist yfir eldinn. Fleiri fylgdu á eftir, « og um stund tóku fjórar mann- eskjur þátt i elddansinum, þrír karlar og ein kona. Að þessu sinni var leiðtoginn, Barbajorgí, meðal dansaranna. Seiðurinn magnaðist í heitu húmi kvölds- ins, hróp og stunur elddansar- I anna skáru kvöldkyrrðina eins i og hárbeittar hnífseggjar, og tón listin varð stöðugt máttugri og áleitnari. En allt i einu sló þögn á hóp- inn og það var sem dansararnir } lömuðust örstund. Gegnum mann þyrpinguna kringum bersvæðið ruddist ungur maður, berfættur, og æddi út á glóðina í trylltum dansi. Hann var sýnilega í leiðslu ; og dansaði með hálflukt augu. j Þegar hann hafði farið tvisvar | yfir glóðina hljóp einn „stynj- endanna“ til hans með helgi- mynd og lét hann kyssa hana. j Síðaq hélt hann áfram dansin- um yfir glóðiha langa hríð, en j það dofnaði yfir dansi hinna. j Pilturinn dansaði af æ meiri inn- j lifun, sneri sér þráfaldlega í I hringi á glóðinni, var algerlega frá sér numinn. Dans hans tók fram öllu sem ég hafði áður séð þarna á torginu. „Stynjendurnir“ reyndu nokkrum sinnum að stöðva hann, en hann var áfjáð ur að halda áfram. Um síðir var samt hringurinn rofinn og dansararnir fóru yfir til hússins sem þeir höfðu heim sótt eftir elddansinn fyrsta kvöld . ið. Þár beið þeirra sem fyrr mál ' tíð, en þeir dönsuðu fram og aft ur um herbergin lengi vel áður en þeir hefðu lyst á matnum. Pilt urinn var enn í leiðslu og dansaði af miklum innileik. Þegar loks var setzt að borðum j náði ég tali af piltinum og fékk að skoða iljar hans. Þær voru mjúkar og með öllu ósviðnar, ekki einu sinni rauðar. Þegar ég spurði hann að aldri, hikaði hann andartak en sagði svo. „23, nei 24 ára“. Hann kvaðst vera ný- kvæntur, hefði losnað úr her- þjónpstu fyrir sjö mánuðum, en fyrir þremur mánuðum hefði hann misst föður sinn. Hann var á engan hátt tengdur „stynjend- unum“ áður en hann dansaði á eldinum. — Vissirðu fyrirfram að þú ! mundir dansa? — Nei, ég vissi það ekki fyrr en rétt áður. Ég sat hjá kránni með félögum mínum þegar dans ararnir komu inn á torgið. Allt í einu sagði ég við félagana: „Ég verð að dansa á eldinum“. Þeir héldu ég væri að grínast og spurðu hvort ég væri fullur. Ég hafði lítið drukkið og sagði við einn þeirra. „Leggðu höndina á brjóstið á mér og finndu hjart- sláttinn*. Það var hjartsláttur- inn sem knúði mig til að dansa. Svo fór ég úr skónum og hljóp út á torgið. Framh. á bls. 17. \ Elddans í Mlakedóníu III. j ) i A leið til torgsins með helglmyndirnar. Barbajorgí ber bumbuna. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.