Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUISBLAÐIÐ i>rlðjudagur 16. ágúst 1960 m. Cóð atvinna Lítið fyrirtæki til sölu. Mjög gott fyrir einn mann, sem vildi skapa sér örugga afkomu. Þeir sem vildu athuga þetta ieggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „Góð afkoma — 0745“. N Ý K O M I Ð Spónaplötur 16, 19 og 22 mm, 5x12 fet. HCSASMIOJAIN Súðarvogi 3 — Sími 34195. Til sölu nú þegar vélar til starfrækslu efnalaugar s.s. hreins- unarvél með tilheyrandi fylgifé, fatapressa, raf- magnsgufuketill og þurrkari. Uppl. í síma 33465 frá kl. 10—12 næstu daga. Sjóðari Notaður. sjóðari frá 800 mála síldarpressu til sölu nú þegar. Hagkvæmt verð og greiösluskilmálar. FBIÐRIK JÖRGENSEN T'-vggvagötu 4 — Símar 11020 & 11021. SVEIT Eldri hjón, helzt úr sveit óskast til að veita forstöðu sauðfjárbúi, sKammt frá Reykjavík. Góð húsakynni. Létt vinna. Tiiboð sendist blaðinu fyrir næstu helgi, merkt: „Sveit — 754‘. Vart þarf að kynna lesendum stúlkuna á myndinni, Sigríði Geirsdóttur, þriðju fegurstu konu heims. Hins má þó geta, að Canada Dry flaskan sem hún er með, mun vera sú stærsta á Islandi. Hversu mikið hún tekur skal ekki fullyrt, en hæðin er sex fet. Canada Dry gosdrykki, (í minni flöskum þó), selur H.F. Ölgerðin Egill Skallagrímsson í Reykjavík. Vélbátur fil sölu 28 tonna vélbáíur með öllum venjulegum tækjum, mjög heppilegur til dragnótaveiða, er til sölu nú þegar. Verð og útborgun viðráðanleg. FyRIRGREIOSLUSKRIFSTOFAN fasteigaa- og verðbréfasala Austurstræti 14 3. hæð. Sími 1-24-69, eftir kl. 5. — JÞAÐ er fréttaefni í Grundarfirði, sagði Þórir Þórðarson prófessor við blaðamann Mbl. eitt sinn snemma í sumar. Þú ættir að heimsækja vinnuflokk- inn, sem er að byggja kirkjuna í Grafarnesi. Þetta er ágætt efni í blað- ið. Merk nýjung. Það fellur ekki ferð til Grundarfjarðar á hverjum degi og einn daginn hefur vinnuflokkurinn lokið störf- um þar og er kominn í bæinn. Við hittum þrjú úr flokknum á götu og tökum þau tali. Það er bandarískur piltur, dönsk^ stúlka og íslenzkur guðfræði- \ nemi. Við spyrjum um kirkju bygginguna í Grafarnesi. Benni svarar: Denni, Kalli og Elísabet. — Við vorum þarna tó’.f þegar flest var. Fjórir íslend- ingar, 2 prestar og tveir guð- fæðinemar. Fjórir Bandaríkja menn, hann Kalli hérna, stúlka frá Florida, piltur frá New York ríki og annar frá Colorado. Þá voru piitur og stúlka frá Danmörku, Elísa- bet, og stúlka frá Hollandi og önnur frá Þýzkalandi. ★ — Við erum á vegum Eku- menisku hreyfingarinnar og Alkirkjuráðsins, segir Elísa- bet, Ekumeniska hreyfingi .1 vinnur að samstarfi milli hinna ýmsu kirkjudeilda. I vinnufiokknum voru íulltrú- ar átta kirkjudeilda og við sögðum hvert öðru frá starfi og tilhögun innan hinna ein- stöku deilda. ★ — Við höfðum sameiginleg- ar bænastundir á hverju kvöldi, segir Kalli. — Við vinnum að einingu innan kirkjunnar segir Elísa- bet. Allir kristnir menn trúa á einn Guð en það ei eins og trúa áeinnGuð Alþjóðlegur vinnuflokkur við kirkju- byggingu í Grafarnesi þeir geri sér það ekki alttaf ljóst. — Og þið voruð að byggja kirkju? — Við vorum að vinna við kirkjubygginguna í Grafar- nesi, segir Benni. Það var byrjað að ryðja fjtrir grunn- inum í vor og við unnum þarna í mánuð, 6 tíma á dag. Var byrjað a kapellunni og lokið við að slá upp fyrir veggjum hennar er við fór- um. ★ — Það er ákaflega skemmti legt að vera á íslandi, segn Elisabet. Ég var hérna sum- arið 1658 og vann þá við bygg ingu Langholtskirkju. — Svo var fólkið svo gott við okkur þarna fynr vestan, segir Kalli. — Já það var kalt fyrst þeg ar við komum, og þá voru okk ur lánaðar dúnsængur i vinnu Vinnuflokkurinn í Grafarnesi búðirnar, segir Elísabet. Og svo komu konurnar með tert ur og annað góðgæti í vinnu- búðirnar sitt kvöldið hver. — Við höfðum mjog gott fæði, segir Kalli. Konurngr í þorpinu skiptust á um mats- eldina og maturinn vai allur gefinn. — Einn sunnudaginn, fór- um við til Stykkishólms og héldum samkomu, segir- Elísa bet. Benni flutti ræðu um Ekumenisku hreyfinguna, en við hin sungum. — Við vorum oft boðin heim til fólksins, segir Kalli, og svo fjölmennti það til guðs þjónustu þegar við vorum að fara. ★ — Við sungum mikið, segir Elísabet. Við æfðum negra- sálma og Víst ertu Jesú kóng- ur klár með fjórum röddum. — Elísabet er svo mikil söngmanneskja, segir Benni. Það var þarna smiður úr Reykjavík og við urðum allt- af að syngja fyrir hann eitt lag í hverjum kaffitíma. Hann var mjög ánægður með vinnuflokkinn og sagðist aldr ei hafa haft fólk, sem var svo duglegt að þrauka úti í rign- ingu, sérstaklega kveníólkið. ★ Við kveðjum þetta unga áhugasama fólk, sem helgar heilagri hugsjón starfskrafta sína og leggur lönd undir fót til að vinna kauplaust við kirkjubyggingar. Vinnuflokk ar eins og sá sem var í Grund arfirði eru um allan heim á vegum Ekumenisku hreyfing arinnar og Alkirkjuráðsins. j. h. a. 34-3-33 Þungavinnuvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.