Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1G. ágúst 1960 MORCUNBLAÐ1Ð f 19 Ástandið, sem Timinn harmar Á Innflutningsskrifstofuimi: — Komið þér seinna — miklu seinna. < Ein af myndum Storm-Petersens úr bókinni Milliliður allra milliliða og aðrar hugvekjur um þjóðmál eftir Pétur Bene- diktsson, bankastjóra) — Landhelgin Framh af bls 1 Bjartsýni í Grimsby Sir Farndale Phillips, for- maður samtaka brezkra togara- eigenda sagði um væntanlegar viðræður að sú staðreynd að ís- lendingar væru reiðubúnir að taka þátt í þeim sýndi að þeim væri alvara. Hann sagði að til að auðvelda viðræður, hefðu tog- araeigendur fyrirskipað togurun- um að halda sig áfram utan 12 mílna markanna við Ísland næstu tvo mánuði. Sir Farndale Phillips sagði ennfremur, að fréttir frá Grims- by bæru það með sér að tilkynn- ingin um væntanlegar viðræður hafi vakið mikla bjartsýni í Grimsby og að togaraskipstjórar hafi heitið ríkisstjórninni full- um stuðningi meðan á viðræðum stendur. Allt verði gert til að hindra frekari árekstra við ís- land. Ekki er lengur minnzt á verkföll yfirmanna til að mót- mæla erlendum fisklöndunum. Ef ekki . . . En ef hinsvegar ekki tekst að ná samkomulagi um fiskveiði- lögsöguna við ísland, gæti skap- azt miklu verra ástand en hing- að til hefur ríkt, sagði Phillips. Á þetta var bent á nýafstöðnum funduna með ríkisstjórninni, áður en tilkynning var gefin út um viðræður ríkisstjórnanna. — Þar tilkynntu fulltrúar fiskiðn- aðarins ríkisstjórninni að ef ekki næðist samkomulag innan til- skilins tíma, væri það ætlun þeirra að nota sér lagalegan rétt sinn til veiða á opnu hafi innan 12 mílnanna við ísland og að þeir ætluðust til þess að brezka stjórnin veitti þeim vernd við veiðamar. Þolinmæði á þrotum Tilkynningin um viðræður rík isst j órnan na hafa lægt öld- urnar en hinsvegar ríkir mikil óánægja yfir því að ekkert skuli hafa verið gert síðustu þrjá mán- uði til lausnar. Að lokum sagði Sir Farndale Phillips að þolin- mæði skipi tjóranna yrði lokið ef þeir nú yrðu að haida sig utan 12 mílnanna við ísland og pað bæri svo engan árangur. — íbróttir Framh. af bls. 18. ar veður hann einn upp en flýtir sér um of að skjóta og sendir framhjá. Örstuttu síðar á v. út- herji skot rétt yfir Frámmarkið. Og enn fær Skúli tækifæri er hann fær sendingu yfir Rúnar og kiksar á 12 m færi fyrir opnu marki. En á síðustu mínútunni tókst Keflvíkingum Ioks að skora. Hólmbert lék fram og skaut af um 20 m færi. Geir bjó sig undir að verja en þá breytti Guðjón Jónsson stefnu knatt- arins og hann lá í gagnstæðu horni marksins við Geir. 1—0 við hlé. ★ 2 mörk á 2 mín. 1 síðari hálfleik tóku Keflvík- ingarnir öll völd á vellinum. Þeir höfðu yfirburði á miðju vallarins og byggðu upp hverja sóknarlot- una af annari. Náðu þeir oft lag- legum leik og góðu stöðuspili. Á 22. mín. pressa þeir mjög á Frammarkið. Knötturinn berst út til hægri og Páll send ir fyrir þar sem v. innherji skallar laglega í netið. Tveim mínútum síðar leik- ur Högni, sem nú var fram- vörður, fram, kemst gegnum Framvörnina og spyrnir Iag- lega í markið. 3—0 og Fram er brotið lið. En er leið að leikslokum var úthald Keflvíkinga þrotið. Fram náði þungri sókn. Á 37. min. vinna Guðmundur Óskarssonf fyrirgjöf frá vinstri) og Grétar að fyrsta marki Fram. Skoraði Grétar af stuttu færi. 5 mín. síðar ltemst Björgvin innherji í gegn og fær óáreittur að ieika sér að markverði Keflvíkinga og skora 3—2. Það leit út fyrir að Fram ætlaði að jafna. En þeir höfðu illa þolað mótlætið og léku margir af óleyfilegri hörku. Fyrir eitt slíkt brot fá Kefl- víkingar óbeina vitaspyrnu og úr henni skorar Högni gegnum allan varnarvegginn. 4—2. ★ I.iðin Keflavíkurliðið hefur tekið mkilum stakkaskiptum að undan förnu. Án efa hefur aðstoð Al- berts Guðmundssonar haft mikið að segja. En Síðan hann var feng inn til að leggja liðinu ráð og telja kjark í leikmenn, þá hafa þeir unnið Akureyri og Fram er. tapað fyrir Akranesi. Hafa þeir í þessum leikjum skorað 10 mörk gegn 8 — og bjargað sér frá fall- inu. Góður árangur það hjá lið- inu, og Albert til sóma. Liðið er allvel samstillt og get- ur náð góðri uppbyggingu leiks sem kemur jafnvel þeim „sterk- ustu“ úr jafnvægi. Högni nýtist 'mjög vel í framvarðastöðu. Aft- asta vörnin skilar sínu oft mjög vel en sóknarlínan er oft fálm- andi en getur orðið öllum skeinu- hætt ef henni tekst upp. Máttar- stoðir liðsins í þessum leik voru framverðirnir Högni og Guðm. Guðmundsson. Lið Fram var sundurlaust og viljalaust og með svona leik get- ur það afskrifað alla von um sigur. Til marks um viljaleysið má geta þess, að einn leikmanna fór að ræða um úrbræddan bíl á Þingvöllum við dómarann. Það virðist svo sem liðið hafi allt með tekið ,,sjúkdóm“ bílsins. — Kongó Frh. af bls. 1 mumba á tengsli konungsfjöl- slcyldna Svíþjóðar og Eelgiu, og telur það mistök að senda tii Kongó hersveitir frá Svíþjóð, sem sé svo tengt Belgíu. Allir vita, segir Lumumba, að eftir síðustu atkvæðagreiðslu hjá Ör- yggisráðinu, frestaði Hammar- skjöld ferð sinni um sólarhring til þess eins að geta átt fund með Pierre Wigny utanríkisráð- herra Belgíu, sem sé stjórnandi námufélaganna í Katanga og hafi skipulagt kröfur Kalanga um sjálfetæði. Kröfiur Lumumba Þá segir Lumumba að Hammar skjöld hafi algerlega hundsað sig eftir síðustu atkvæðagreiðslu Ör- yggisráðsins, en hafi hins vegar samþykkt allar kröfur Tshombe. Lumumba setur síðan fram kröfur sínar í fimm liðum: 1. Hersveitir Kongó taki þag- ar við gæzlu á flugvöllum landsins af sveitum S.þ. 2. Nú þegar verði sendar her- sveitir frá S.þ., sem ekki eru skipaðar hvítum mönnum, inn í Katanga. 3. Allar sveitir hvítra hermanna í Katanga skuli þegar kallað- ar þaðan. 4. S.þ. leggi Kongóstjórn til flug vélar til flutninga á hermönn- ; um og borgurum. 5. S.þ. geri þegar upptæk öll vopn, sem Belgir hafa látið Katanga í té, og afhendi þau Kongóstjórn. Út í bláinn I svarbréfi Hammarskjölds seg ir að ásakanir Lumumtoa séu al- gjörlega út í bláinn og að hann muni þegar fara til New York til viðræðna við Öryggrsráðið. ; Fulltrúar S.þ. hafi gjört allt sem í þeirra valdi stóð til að fyrir- byggja að sambandið við Lu- mumba færi út um þúfur. Bréf Lumuba beri það með sér að hann sé reiðubúinn til áð leggja álla sína framtíð að veði til að reyna að ná áheyrn ríkja í Af- ríku og Asíu. Þrátt fyrir þennan ágreining i milli Lumumba og Hamimar- skjölds halda áfram herflutning- ar S.þ. til Kongó, og er talið að innan viku muni þangað komnir 15000 hermenn. — Sigriður Framh. af bls. 3 — Og ætlarðu að vera hon- um trú og trygg? — Já, já. — Upp á hvað hljóða til- boðin, sem þú hefir fengið frá kvikmyndafélögunum? I — Ég veit það ekki al- mennilega ennþá. Það kemur allt í ljós næstu daga.....I Hvernig er annars veðrið heima? Öll erum við íslendingarnir við sama heygarðshornið, líka nýkjörnar fegurðardrottning- ar vestur í hinni sólbökuðu Kaliforníu: — Hvernig er veðrið á fslandi? Loks bað fegurðardrottn- ingin fyrir kærar kveðjur til foreldra sinna heima, en þau eru sem kunnugt er Geir Stefánsson, heildsali og Birna Hjaltested. —E. Pá. SIGURGElft SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutnin gsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Sendi mitt hjartans þakklæti til ykkar allra, sem minntust mín á afmælisdaginn. Guð blessi ykkur öll. Þyri M. Magnúsdóttir. Þakka innilega öllum þeim, er sýndu mér vináttu og hlýhug á 70 ára afmæli mínu 28. júlí s.l. Guð blessi ykkur öll. Magnús Hannesson, Hólum. Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér sæmd og vináttu, með nlýjum orðum og gjöfum og heilla- skeytum á 70 ára afmæli mínu 7/8 1960. Ólafur Jóhannsson, Koti. Móðir okkar JÓHANNA ÁRNADÓTTIR lézt að heimili sínu Snorrabraut 79, föstudaginn 12. þ. m. Fyrir hönd vatidamanna. Þóra Kristjánsdóttir, Magný Kristjánsdóttir. Bróðir minn HJÖRLEIFUR JÓNSSON andaðist að morgni 15. þessa mánaðar. Jörgen Jónsson. Taðir okkar, tengdafaðir og afi ELÍAS F. HÓLM lézt iaugardaginn 13. ágúst. Fyrir hönd okkar systkínanna, tengdadóttur og (>arnabarna. Atli Elíasson. Systir okkar GUÐRÚN ST. JÖNSDÖTTIR Grettisgötu 11, andaðist þriðjudaginit 9. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 18. ágúst kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Valgerður Jónsdóttir, Guðjón K. Jónsson. Fósturmóðir mín DVRFINNA HELGADÓTTIR frá Hólavöllum, sem lézt í Sjúkrahúsi Keflavíkur 10. ágúst verður jarð- sett frá Útskáiakirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 2. Bæn verður frá heimili mínu kl. 1,30 sama daga. Fyrir hönd vandamanna. Halldór Arason, Hólavöllum. Jarðarför móður okkar GUÐRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR kaupkonu, sem andaðist 9 pessa mánaðar fer fram frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 16. ágúst kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Margrét Sveinsdóttir, Ásgrímur P. Lúðvíksson. Útför móður o.kkar SIGRÍÐAR ÞORLÁKSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ingibjörg Einarsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir, lír ifnliildur Sass, Logi Einarsson, Óiafur Haukur Ólafsson. Maðurinn minn GfSLI JÓN GfSLASON frá Hjaltastaðahvammi í Skagafirði, Iverður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudagtnn 18. ágúst kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á kristniboðið í Konsó. Helga Guðmundsdóttir og vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður FÉTURS BERGSSONAR Guðrúu Helgadóttir, Guðný Pétursdóttir, Gunnar Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.