Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1960, Blaðsíða 20
Kristnir menn sjá bls. 8. ifptiiMijMíb IÞROTTIR eru á bls. 18. 184. tbl. — Þriðjudagur 16. ágúst 1960 Fimm piltar stela 30 þus kr. Keflnvík, 15. ágúst. UNDANFARNAR þrjár vik- Ur hefur hver innbrotsþjófn- aðurinn rekið annan hér í bænum. Eru þeir orðnir 14 samtals, á um það bil þrem vikum. Lögreglunni hefur nú tekizt að hafa uppi á þjófun- um. — ★ 30—40 ÞUS. KR. Þjófarnir voru aðallega í peningaleit, en stálu auk þess nokkuð af sígarettum og fatnaði. Telur lögregian að peningar og verðmæti þýfis sé milli 30—40 þús. kr. * VEt. YFIRVEGAÐ t Fyrir skömmu handtók lögreglan fimm pilta á aldr- inum 15—18 ára. Ilafa þeir viðurkennt, að hafa verið hér að verki í öll skiptin. Hvert innbrot hafði verið framið að vel yfirlögðu ráði. Sumar nætur brutust piltarnir inn á 2—4 stöðum í bænum. Nokk- uð af þýfinu fannst, en pen- ingunum voru þeir búnir að eyða, svo og tóbaksbirgðum. Stærstu þjófnaðirnir voru í kaupfélaginu og í verzlun Nonna og Bubba. Piltamir eru nú undir sér- stöku eftirliti lögreglunnar unz dómur gengur í máli þeirra. — HSJ. PÉTUR HANNESSON fyrrver- andi póst- og símstöðvarstjóri á Sauðárkróki, lézt að heimili sínu í Kopavogi siðastliðinn laugardag. — Pétur var fæddur 1893 á Skíðastöðum í Lýtings- staðahreppi, en dvaldist lengst af á Sauðárkróki. Þar gengdi hann fjölmörgum trúnaðarstörf- um, var m. a. formaður Spari- sjóðs Sauðárkróks, sýslunefndar- maður og hreppstjóri um skeið. Pétur Hannesson fluttist fyrir skömmu til Kópavogs og gengdi þar starfi póstafgreiðslumanns. AIvarlegt slys á Þrengslavegi Jafntefli? ÞRltíJA einvigisskák þeirra Frið riks Ólafssonar og Freysteins Þorbergssonar var tefld í gær- kvöldi. Friðrik hafðí hvítt. Kom upp Nimzo-indversk vörn. írey- steinn brá fyrir sig nýjung sem Smyslov notaði á kandidatamót- inu 1959. Friðrik náði yfirburða- stöðu og vann skiþtamun, en slakaði á og lenti í timahraki. Freysteinn náði sóknaraðstöðu sem dró mjög úr vinningslíkum Friðriks, sem varð að gefa skipta muninn aftur áður en skákin fór í bið. Biðstaðan: Hvítt- Kc2, Hc6, Be3 peð: f3, g2, h2. — Svart: Kh7, He7, Bb4, peð' f7 og g7 ALVARLEGT umferðarslys varð austur á Þrengslavegi, sennilega hið fyrsta þar, um nónbil á sunnudaginn. Bíll flaug þar út af veginum með þeim afleiðingum, að honum hvolfdi, og slösuðust tvær konur alvarlega. Eru þær nú í Landakotsspítala. Á Missti stjórn á bilnum Tildrög slyssins virðast vera þau, að sá sem bílnum ók, hafi hreinlega misst stjórn á honum, er hann kom þangað, sem vegur- inn sveigir upp að Skiðaskáian- um í Hveradölum. Bíllinn fór þar í gegnum vegatálmanir, yfir gula kantsteina, og út í hraunið, og virðist hafa farið 2—3 veltur. Læknir kom á slysstjðinn skömmu á eftir. ir Konurnar meiddust 1 bíinum voru frú Sigrún Sigurðardóttir, Tjarnarbraut 3 í Hafnarfirði, og tnaður hennar, Nikulás Oddgeirsson, sonur þeirra, Grétar, og kona hans, Sjöfn Kristinsdóttir, með lítinn dreng sinn, en þau búa í Hátúni 4 hér í bænum. Hafði Nikulás ekið bilnum, Mercedes Benz, G- 2016. Konurnar meiddust báðar alvarlega. Sjöfn mjaðmagrindar- brotnaði, en Sigrún hafði fengið mikið högg á háls og herðar. Varð sjúkrabíllinn að aka mjög hægt á hinum harða og þurra vegi vegna þrauta Sigrúnar í höfði og hálsi, er hann flutti hinar slösuðu konur í Slysavarð- stofuna. Þaðan voru þær fluttar í Landakotsspítala. Mennirnir höfðu sloppið ómeiddir að heita má, einnig iitii drengurinn. i Mercedesbíllinn frá Hafnar- S • firði, eftir veltuna við • j Þrengslaveg. — Hann er j S talinn ónýtur. — Ljósm. Sig- s | urður Harðarson). Peningum stolið í Isótel-boi ðstofu Á LAUGA RD AGSK V ÓLDIÐ var stolið 400 krónum í borð- stofunni á Hótel Garði. Ein af þjónustustúlkunum nafði lagt frá sér peningaveski á eitt borðanna, en þar var þá enginn. Að lítilli stundu liðinni kom stúlkan inn í borðstofuna og sá þá að veskið var horfið og með öllu sem í því var. Ráðizt á konu f svefni Kynningarkvik- mynd um ísland UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur haft forgöngu um að iáta gera kynningarkvikmynd um ísland. Er hún í litum og með ensku tali. Fréttamönnum var í gær boðið að sjá kvikmyndina, en sýningartimi hennar er um 25 mínútur. Það er kvikmyndafélagið Amö Studio í Kaupmannahöfn, sem framleiðir þessa mynd og ann- ast dreifingu hennar, en tttan- ríkisráðuneytið hyggst kaupa nokkur eintök og hafa tii ráð- stöfunar í sendiráðum íslands erlendis. Kvikmyndin heitir á ensku „This is Iceland“ og er unnin úr kvikmyndasafni Kjartans O. Bjarnasonar. Hefur Gísli Guð- mundsson annast khppingu myndarinnar og samið textann á ensku, en yfirumsjón með verk- inu hafði Bjarni Guðmur.dsson, blaðafuiltrúi ríkisstjórnarinnar. MAÐUR nokkur situr nú í Stcininum í sambandi við árásarmál. Varð ung kona fyrir árás á heimili sínu að- faranótt sunnudagsins. Maður hennar var ekki heima og hafði hún ekki læst íbúð sinni en vaknaði við það, um klukkan 4, að gripið var fyrir kverkar hcnnar. Árásar- maðurinn hafði þegar lagt á flótta. Konan var gripinn ofsa hræðslu og hraðaði sér út úr húsinu og heim til foreldra sinna, sem eiga heima ki korn frá. Snemma á sunnudagsmorg- uninn hafði maöur verið hand tekinn í sambandi við málið og situr hann í gæzluvarð- haldi. Konan ber þess greini- leg merki að hún haföi verið gripin kverkataki. Terzo tók mann oi Goða ÍSLENINGUNUM, sem sigldu ítölsku skemmti- snekkjunni Franz Terzo til Grænlands, líður öllum vel. Skip.st jorinn, Þröstur Sig- tryggsson, sagði við kom- una til Sukkertoppen á vesturströndinni, að þeir hefðu fengið gott veður mestan hluta leiðarinnar. Við Hvarf hefðu þó verið 9 vindstig og mikill sjór, en allt gengið að óskum. „Við höfð im haft fregnir af því, að Julianehábsbugtin væri íslaus og ætluðum þangað inn“. sagði Þröstur, „en komumst hvergi vegna borgarísjakanna. „Á þeim slóðum tókum við um borð háseta af togaranum Þor- móði goða. Það var Gunnar F. Jónsson, 31 árs, og var 1 hann tábrotinn. Komum við með hann til Færeyinga- hafnar að kvöldi 6. ágúst og skildum hann þar eftir. Á leiðinni þangað lentum við í mjög slæmu veðri, en allt gekk þó vel sem fyrr. Og til Sukkerloppen komum við að kvöldi þess 7.“, sagði Þröstur. Vikuyfirlit Fiskifélagsins Reitingsafli fyrir Austfjörðum Engin síld í GÆR veiddist engin síld og skipin lágu í landvari, flest skip í Austfjörðum. Ægir fór út frá Loðmundar- firði kl. 19 í gær, en fann enga síld á leitartæki og var á leið til lands kl. hálf ellefu. Akraborg fékk 50 tonn af ágætum ufsa við Grímsey I gær. I SÍÐUSTU viku veiddist engin síld fyrir Norðurlandi, en reitings afli var fyrir Austfjörðum. Si. laugardag voru þrjú skip með yfir níu þúsund mála afla. Hæst var Guðrún Þorkelsdóttu, Eski- firði, með 10.810 mál og tunnur, Eldborg, Hafnarfirði, með 9.569 og Þorbjörn, Grindavík, með 9215. Um vikuaflann segir á þessa leið í skýrslu Fiskifélagsins: Síðastliðna viku var bræla á Norðurmiðum og engin herpi- nótaveiði. Á Austurmiðum var hagstætt veiðiveður fram eftir vkunni og reitingsafli. Vikuafl- inn var 90.744 mál og tunnur (í fyrra 114.566). Síðastliðinn laugardag var heildaraflinn sem hér segir: Töl urnar í svigum eru frá sama tíma í fyrra. í salt 125.483 uppsalt tunnur (201.204). 1 bræðslu 632.288 mál (730.601). í frystingu 15.741 uppmæld. tunnur (17.430). Útflutt ísað 834 uppmældar tunnur. Samtals 744.346 mál og tunnur (949.235). 241 skip höfðu aflað 500 mál og tunnur og þar yfir og fylgir hér með skrá yfir þau skip. Hjólkoppum stolið STOLIÐ hefur verið hjólkoppum af amerískum bíl, þar sem hann stóð við húsið Grettisgötu 66. — Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um mál þetta varð- andi eru beðnir að gera rann- sóknarlögreglunni viðvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.