Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 1
24 síður 50 Srgangur 73. tbl. — Fimmtudagur 28. marz 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins TORFELLD LÆKKUN TOLLA 100 MILLJÚN! RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Albingi frumvarp tii laga um nýja tollskrá. Felur hún í sér mikla lækkun aðflutningsgjalda, sem oemur 97 millj. kr. miðað við innflutning ársins 1962, eða um 8,3% lækkun á tollabyrðinni í heild. Er tollskránni ætlað að taka gildi 1. mai nk. Tollafgreiðslur á vörum verða ekki stöðvaðar, meðan frumvarpið er- til meðferðar á Albingi. Þessum höfuðreglum var fylgt við samningu frumvarpsins: a) Að núgildandi aðflutningsgjöld, ásamt viðaukum, væru yfirleitt sameinuð í eitt heildargjald, verðtoll, á hverja vörutegund. b) Að samræmdur verði eftir föngum tollur á skyldiun vöru- tegundum. e) Að fyrrgreindur verðtollur verði ekki hærri en 125% á neinni vöru. d) Að heildartekjur ríkissjóðs rýrnuðu ekki um of. e) Að um flokkun og niðurröðun vara í nýju tollskránni væri fylgt hinni alþjóðlegu tollskrárfyrirmynd, Briissel-skránni svo- neindu. URBOTATOLL innlheimt gjald af innfluttum bifreiðaíhjólbörð iim og slöngum, svonefnt gúmm'ígjald, er nemur 6 kr. af kg. Þá er innheimt sér- stakt innfkitiningsigjEild af benz- íni, 1,47 kr. á lítra, og einnig gjaid ai fob-verði bíla. Framihald á bls. 8. MEÐ BRÉFl dagsettu 8. des. 1959 fól G-unnar Thoroddsen fjármálaráðherra fjórum em- bæittismönnum að endursikoða fiúgildandi lög um tollskrá, svo og önnur gildandi lög um að- flutningsgjöld. Þessir emibættis- menn voru Jónas H. Haralz, þá- verandi ráðuneytisstjóri, Klem- ens Tryggvason, hagstofustjóri, Sigtryggur Klemenzson, ráðu- neytisstjóri, og Torfi Hjartarson, tollstjórL Síðar var svo Pétur Sætmundssen, viðskiptafræöing- ur, kvaddur til starfsins ásamt éðurgreindum mönnum, en Jón- ®s Haralz baðst um svipað leyti undan störfum sakir annrikrs við önnux verkefni. Núgildandi aðflutningsgjöld. Hér fer á eftir staitt yfirlit um þau aðflutningsgjöld, sem nú eru jnnheimt. Yfirleitt eru tvenns konar gjöld á hverri vörutegund, lág- ur vörumagnstollur og verðtoll- ur, þó voru nokkrar vörutegund- ir tollfrjálsar m,eð öllu eða höfðu aðeins vörumagnstoR. Frá 1947 hafa þessir tollar verið innheimt ir með álagi, sem nemur 340% é vörumiagnstall og 80% á vearð- toll . Innflutningsgjald er reiknað af tollverði vara að viðbættum aðfliutningsgjöld'um og 10% á- eetlaðri álagningu. Gjaldflokkar eru þrír, 15%, 30% og 40%, og nær gjaldið fyrst og fremst tii vara, sem ekki eru taldar brýn- er nauðsynjar. Söluskattur af innfluttum vör- um nemur 15% af tollverði vöru að viðbættum aðflutningsgjöld- vrn og 10% áætlaðri álagningu. Allmargar vörutegundir eru und- anþegnar skatti þessurn, einkum helztu rekstraxvörur lmdbúnað- ar og sjávarútvegs. Tollstöðvagjald og gjald í Byggingasjóð ríkisins nema hvort um sig 1% af vörumagnsbolli og verðtolli með viðaukum. Rafmagnseftirlitsgjald nemur %% af innkaupsverði rafmagns- vara. Matvælaeftirlitsgjald er 1 eyrir af hverjum iítra gosdrykkja, 2 aurar af hiverju kg aldinsultu, Ikattfis og kakos, 3 aurar af kg ediki og ediksýru og 6 aurar af kg á kryddvörum. Lækkun aðflutningsgjalda. Með lögum frá 1961 voru aðflutnings- gjöld lækkuð verulega á allmörg- um hátollavörum. Var þá bæðí haft í huga að lækka með þess- um hætti vöruverð til álmennings og að vörum þessum væri smygl- að til landsins vegna þess, hve há aðflutningsgjöld þær báru. Þótti rétt að fá úr þvi skorið, hvort gjaldalækkuniin mundi ekki draga úr smyglinu. Bendir sú reynsla, sem þegar hefur fengizt til þess að svo muni vera. Samkvæmt umræddum vörum var settur einn verðtollur á hiverja vörutegund í stað vöru- miagnstolis og viðauka á hann, verðtolls og álags á hann og imn- var innflutningssöluskattur, toll- flutningsgjalds. Á hinn bóginn stöðva- og byggimgarsjóðsgjald látið halda sér. Önnur gjöld. Auk þeirra gja.lda, sem þegar er getið, er Gunnar Thoroddsen Miklar jarð- hræringar hér á landi Sjá bls. 24 Kúbanskir útlagar skjóta á sovézk skip Rússar mótmæla v/ð Bandarikin Moskvu og Washimgton 27. marz (NTB) SOVÉTRÍKIN mótmæltu í dag við Bandaríkin áráfi kúbanskra gagnbyltingarmanna á sovézkt flutninga.sk ip í hafnarborginni Isabelle-la-Sagua á Kúbu 17. marz s.l. Sovétstjórnin telur Bandaríkin bera ábyrgð á árás- inni, þvi að án vopna frá Banda- ríkjunum gætu kúbönsku útlag- arnir ekki gert slíkar árásir. Talsmaður utannikisráðuneyt- is Bandaríkjanna mótmæUi þvi síðar í dag, að Bandaríikin bæru ábyrgð á árásinni. Sagði talsmað urinn, að Bandaríkjastjórn gerðd allt, sem í hemnar valdi stæði tál þess að hindra að slíkir atburð- ættu sér stað á Karabiahafi. Skömmu eftir að inniihald mót mælaorðsendimgar Sovétríkjanna var birt, skýrði blað eitt á Flór- idaskaga frá því, að sl. þriðju- dag hefði sveit Kúbanskra út- laga „Oommandi 1“ skotið á ann að sovézikt flutningaskip í höfn-' inni IsabeHa-la-Sauga. Hefði skipið skemmzt svo mikið, að orðið hefði að draga það á land. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: Veruleg kjarabót fyrir almenning I stað tollaringulreiðar kemur einn verðtollur A F J ÖLMENNUM Varðar- fundi í gærkvöldi var Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra frummælandi um nýju toll- skrána. Veik hann þar að ýmsum atriðum, m.a. því, að breytingarnar miðuðuð að því að örva atvinnulífið og skapa með því auknar tekjUr á ýmsa lund. Væri því ekki svo mjög að óttast tekjurýmun ríkis- sjóðs, þótt tollstigar lækkuðu. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra hóf mál sitt á því, að tollskráin ætti sér langan aðdrag- anda, en ákveðið hefði verið rúm lega hálfum mánuði eftir mynd- un núverandi ríkisstjórnar að hefja endurskoðun hennar. Hún hefur þegar verið lögð fram á Alþingi. Af gefnu tilefni tók ráðherrann fram, að tollaf- greiðsla mundi ekki stöðvast, meðan tollskráin væri í með- förum þingsins, en hún gengi í gildi 1. maí, nema eitthvað óvænt kæmi fyrir. Tollskráin er mikill lagablák- ur, meðal stærstu þingskjala, og mikil vinna liggur í samningu hennar, þar sem okkar beztu sérfræðingar hafa verið að verki. ToIIamálin komin í mikla flækju Einn höfuðtilgangur endurskoð unarinnar var að gera öll að- flutningsgjöld einfaldari en nú er. Núgildandi tollskrá er frá 1939 og var merkur áfangi á þeim tíma. En síðan hafa tolila- málin lent í meiri flækju en dæmi þekkjast til Lnokkru landi, sem við kunnum skil á. Það var svo um skeið, að ár eftir ár vr nýjum tollum bætt við eða þeim gömliu breytt. Kom það til af því, að sj ávarútveg u rinn þoldi ekki hina miklu verðbólgu og þurfti þvá að gnípa til ráð- stafana til að hrinda þessum að- alatvinnuvegi þjóðarinnar af stað, og voru ráðstafanir til þess oft gerðar af fljótfærni. Voru þar Ihelzt tvö sjónarmið, sem réðu, annars vegar að ná inn þeim teikjum, sem þurfti, og hins vegar að halda vísitölunni niðri með því að hækka aðflutnings- gjöld á þeim vörum, sem ekki komu inn í vísitöluna eða höfðu lítil áhrif á hana. Margvísleg gjöld af mismun- andi grunni Kemur þar ekki aðeins til, að um margvísleg gjöld sé að ræða, heldur eru þau og reiknuð af mismunandi grunni. Nefndi ráð- herrann dæmi þess, ,að á tiltekna vörutegund væru lögð 9 mis- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.