Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 28. marz 1963 MORCI’ISBLAÐIÐ — Kenna þeim. . ? spurði Agn- es sakleysislega. Alec Dillworth, sem var þarna viSstaddur, glotti að þessu, eins og hann var vanur. — Jú, frú Dunkeriey.. hann vill kenna þeim, að allt, sem bjarminn af sir Danieþ fellur á, verðskuldi kurteisi umheimsins. Oft hafði hún séð manninn sinn verða vondan við Alec, en í þetta sinn hélt hún, að hann ætlaði að Iemja hann. — Hver bað þig um að gjamma fram í æpti hann. Þetta kem- ur mér sjálfum ekkert við, ég get fullvissað þig um, að ég er ekkert að hugsa um sjálfan mig í þessu sambandi. Geturðu ekki hugsað þér, að ég geti litið á konuna mína sem sjálfstæða veru, sem eigi heimtingu á kurt eisi, sjálfrar sín vegna? Dillworth hafði engu svarað. Hann hafði staðið þarna, og brosti nú ekki lengur, en var með þennan tvíræða svip á and- litinu, sem var honum sú brynja, sem Dan gat aldrei komizt gegn um. Og hvenær sem Agnes minnt ist þessa atviks, þá var það þessi svipur á Alec, sem hún mundi en alls ekki það sem Dan öskr- aði síðast: „Annaðhvort bjóða þeir okkur báðum éða sleppa okkur báðum.“ Og þarna’ sem hún sat við eld inn og beið eftir Dan, sem hún gat heyrt vera að bjástra í bún ingsherberginu við hliðina, var hún ánægð með allt eins og það var. Hún vissi eins vel og hann — þótt hún hefði ef til vill ekki getað komið orðum að því — að Dan hafði ánægju af því að fara með hana á mannamót, svo að hver sá, sem vissi hvað hann hafði verið, skyldi líka vita hvað hann var nú. Og hvað var við það að athuga? Ef Dan hafði ánægju af þessu, var hún reiðubúin að veita honum hana — og þó meira væri. Jólablaðið af Dunkerleys lá á borðinu við hiðina á henni. For- síðan, sem hafði verið viðhafnar laus hina ellefu mánuðina af ár- inu, var nú með litum í þetta sinn. Þarna vOru greinar og glugg arnir á þorpskirkju, sem gul birt an skein gegnum, út yfir hvítan snjóinn. Hún fletti heftinu eins og annars hugar. Þarna var grein undirrituð: „Ritstj.“ Það var Alec Dillworth. „Með þessu blaði ljúkum við árganginum og með bæði ánægju og þakklæti. Þakklæti til lesendahópsins, en þátttaka þeirra hefur sannfært okkur um, að við séum að vinna þarft verk. Ánægju vegna þess, að við höfum getað gefið les- endum okkar verk beztu höf- unda sem nú eru þ'ekktir, svo sem ungfrú Söru Armytage, eða birt byrjendaverk annarra, sem eiga áreiðanlega eftir að verða frægir. Þar má fyrst og fremst nefna ungfrú Hesbu Lewison.... Agnes brosti. Hesbu Lewison. Alltaf skyldi þurfa að hafa hana til sýnis. Það var samkvæmt skip un frá Dan. Hún var merkasta uppgötvun hans, þetta árið. Það voru „Órabelgirnir,‘, sem höfðu valdið straumhvörfum fyrir tímaritið og höfðu gert það að aðal- timaritinu, sem allir /ildu lesa. Jæja, ég óska henni til hamingju, hugsaði Agnes. Hún var ágætis stúlka, enda þótt hún minnti dálítið á ljóta andarung ann. Hún heyrði fótatak Dans á á- breiðunni, skammt frá sér og þegar hún sá hann í speglinum að baki sér, gladdist hún við það, Þrátt fyrir gráu hárin, sem voru tekin að gera vart við sig við gagnaugun, var hann ennþá ung ur og laglegur maður. Samkvæm isfötin fór honum líka vel. Hann laut fram kysisti ofan á höfuðið á henni, hallaði sér yfir öxl henn- ar og tók upp tímaritið úr kjöltu hennar. Hann fletti því, þangað til hann kom að framhaldskafl- anum af „Órabelgjunum". — Næsta skref er, að við verðum að gefa hana út í bókaformi, sagði hann. „Næsta skrefið“.. Hvað hún var farin að þekkja þetta orðatil tæki hans. Allt frá því, að „Blá- kaldar staðreyndir“ voru næsta skrefið á' eftir prentsmiðjunni í Stockportgötu í Manchester, haíði alltaf verið eitthvert „næsta- skrefið“, sem veifaði bendi til Dans um að halda á- fram. — Ekki er það neitt fyrir þig, sagði hún. — Þú ert ekki bóka útgefandi. — Ekki ennþá. Hann starði á vegginn að baki henni, og hún fann að nú vissi hann ekki af henni. — Sjáðu til, sagði hann eftir nokkra þögn. — Þegar við erum með framhaldssögu eftir höfund eins og Söru Armytage, er ekkert frekar fyrir okkur að gera. Hún er bundin í báða skó hjá öðrum útgefendum, hvað bókaútgáfurétt snertir. En það er allt öðru máli að gegna með ungl ing, sem við erum sjálfir að koma á framfæri. Við gætum sett það upp, að útgáfa á sögu sem framhaldssögu, gæfi okkur líka rétt til útgáfu í bókaformi. Þessi saga selst í 100,000 eintökum, skal ég bölva mér upp á. Og það getur orðið drjúgur skildingur. — En höfum við nokkra þörf á meiri peningum, Dan? spurði hún. Þetta var svo fráleit spurning, að hann heyrði hana bókstaflega ekki. — Það geta orðið fleiri en Hesba Lewison, sagði hann. — Og þegar þetta er komið veru lega í gang, koma fleiri höfund- ar til okkar, alveg eins og þeir koma til annarra útgefanda, og það án þess áð hafa tímaritið nokkuð í huga. Það gæti verið starf fyrir Laurie. Eg gæti látið hann stjórna þeirri deild. — Já, en, Dan, þú veizt, að Laurie hefur ekki snefil af áhuga á bókum. Þú veizt eins vel og ég, að hann opnar ekki bók allt ár ið. Henni þótti vænt um drengja brosið, sem breiddist út yfir and litið á honum. Hvað kemur það málinu við? sagði hann. — Það er ekki starf útgefandans að lesa bækur, heldur að selja þær. Hann getur alltaf fengið aðra til að lesa þær fyrir sig. Hann leit á hana bliðlega, og dáðist að gljáanum í silkifelling unum í kjólnum hennar, frá hné og niður að gólfi. — Þú eldist ekki um eina mínútu, Ag, sagði hann. Eg get varla trúað því, að þú eigir að verða orðin amma eftir örfá ár. — Eg hef nú heldur ekki séð rieitt, sem bendi til þess! sagði hún, hissa. — Ekki það? svaraði hann í ertnitón. Á ég nú að þurfa að hafa gætur á öllu innanhúss um leið og á aurunum. En taktu eftir því, sem ég segi, að jafnvel þó að ég setti ekki á stofn bókaút- gáfu, mundi aurarnir fyrir „Óra- belgina" ekki fara út úr fjöl- skyldunni. Hún leit á hann hissa. — Já, en, Dan. ... Hann hló og hafði gaman af þessu. — Eg segi ekki meira. Hananú! Réttu mér höndina. Nei hina! Hann renndi hring á fingur hennar — fallegum ferstrendum smaragði í gullklóm fyrir um- gerð. —• En, góði minn, jólin eru ekki fyrr en á morgun. —• Hver er að tala um jól? Þetta er bara gjöf til góðrar ömmu! — En ég á svo mikið af skart gripum. — Jæja, þá ættir að þakka guði, að þú skulir ekki vera Tyrki. Ég mundi ganga með hringi í nefinu, ef það væri tízka Þú átt það skilið, Ag. Veiztu það? Hún gat engu svarað honum og svo gengu þau niður í setu- stofuna. aJllltvarpiö Fimmtudagur 28. mar* 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi bændavikunnar: a) Um júgurbólgu (Jón Guð* brandsson dýralæknir). b) Landnám ríkisins (Stefán Sigfússon). c) Maðurinn og starfið, eftir Pál Zóphoníasson (Páll H. Jónsson flytur). 14.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum (Dag rún Knstjánsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 13.30 Þing- fréttir. — 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi saga og sagnfræði (LÚ3 vík Kristj ánsson rithöf.). 20.25 íslenzkir söngvarar kynna lög eftir Franz Schúbert; IL Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari syngur átta lög. Við hljóðfærið: Árni Kristjánsson. 21.00 Raddir skálda: Þorsteinn Jóns son frá Hamri les ljóð og Jón Óskar smásögu. 21.45 Hljómsveit Ríkisútvarpssins leikur. Stjórnendur: Hans Antolitsch og Bohdan Wod- iczko. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar 40). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XII. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Harmonikuþáttur (Reynir Jónasson). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 29. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.05 Lesin dagskrá næstu viku. 13.15 Þáttur bændavikunnar: Frá tilraunastöðvunum á Hvann- eyri, Skriðuklaustri og Akur- eyri. 14.15 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttur (12). 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan"! Guðmundur M. Þorlákssoa talar um Steingrím Thorstein- son. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar, 19.30 Fréttir. 20.00 Úr sögu siðabótarinnar; III, erindi: Nýr siður á Skálholts- stað (Séra Jónas Gíslason), 20.25 Tónleikar: Píanósónata nr. 12 í As-dúr op. 26 eftir Beet- hoven (Svjatoslav Rikhter leikur). 20.45 í ljóði: Alþýðufólk, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. 21.10 „Lítið næturljóð", hljómsveit- arverk (K525) eftir Mozart. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að« all" eftir Þórberg Þórðarson; XVII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og véðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (41). 22.20 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list. 23.30 Dagskrárlok. ALLTAf FJOLGAR YOLKSWAGEN monna híll! Hann er ódýr í rekstri og með loftkældri vél. Hann hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli og lætur vel að stjórn við erfið skilyrðL Hann er með nýtt, endur- bætt hitunarkerfi. Volkswagen-útlitið er alltaf eins og því eru endursölu- möguleikar betri. — VERÐ FRÁ KR. 121.525.— PANTIÐ TÍMANLEGA SVO AÐ VIÐ GETUM AFGREITT EINN TIL YÐAR FYRIR VORIÐ. HEÍLDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KÚREKI Um morguninn leggur Kalli upp í hina löngu íerð til Windmill búgarðs- ins. — -K - * — — Það er aldrei hægt að fá stund- arfrið begar bæði bófar og skuldabréf dembast yfir mann, Elding. Teiknarú Fred Harman — Þarna er einhver, sem er heldur betur að flýta sér. — Þarna er kúreki að veifa okkur. Þú manst eftir að halda þér saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.