Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 6
6 MORCI'NBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. marz 1963 Þýzk kynníng á list- um og bókmenntum Kvennakór SVFÍ og Karlakór Keflavíkur halda hljómleika DAGANA 28,—31. marz fer fram kynning á þýzkum listum og bókmenntum, þjóðlífi og menn inga á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur, í samvinnu við sendiráð Sambandslýðveldis V- Þýzkalands. Kynningin fer fram í Tjarnarbæ og verða þar sýndar kvikmyndir, lesið upp úr verk- um þýzkra skálda og spiluð tón- list efiir þýzk tónskáld. Formaður Æskulýðsráðs Rvík- ur, sr. Bragi Friðriksson, sagði, að tilgangur kynningarinnar væri skref í þá átt að efla skiln- ing og kynningu á högum þýzku þjóðarinnar, menningu hennar og lífsviðhorfum. Þeir hefðu leit að til allra sendiráðanna í Reykja vík um sams konar kynningu; málaleitun þeirra hefði alls stað- ar verið vel tekið og' í ráði væri að efna til norrænnar kynningar é n.k. hausti. Einnig væru á prjónunum áform um íslenzkar kynningar erlendis með þátt- töku íslenzks æskufólks. Þá gat sr. Bragi þess, að sr. B. Kraft fyrrum formaður Æsku lýðssambands Schleswig-Hol- stein, myndi flytja erindi fyrir hóp æskulýðsleiðtoga í sambandi við þessa kynningu. í erindi sínu mundi hann ræða um skipu- lag og starf þýzkra æskulýðsfé- laga og svara spurningum um það efni. Umrætt erindi yrði flutt sunnud. 31. marz kl. 4 e.h. í bú- stað þýzka sendikennarans að Háteigsvegi 38. Dagskrá þýzku kynningarinn- ar er svohljóðandi: Fimmtudaginn 28. marz kl. 8.30 leikur kvartett Björns Ólafsson- ar kvartett op. 18, no. 4 í c-moll, eftir Beethoven; sr. Bragi Frið- riksson flytur ávarp; Juliane og Gísli Alfreðsson lesa úr verkum Schillers á þýzku og íslenzku; hr. G. Martins, fulltr. Æskulýðssam- bands V-Þýzkalands, flytur ræðu; kór þýzkra stúlkna í Rvík syngja þjóðlög; og kvartett Björns Ólafssonar leikur kvartett K 499 í d-dúr eftir Mozart. Föstudaginn 29. marz verða sýndar þrjár þýzkar kvikmyndir, kl. 5, ævintýramyndina „Die Heinzelmannchen"; kl. 7 „Þýzk Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Ólafsfjarðar Ólafsfirði, 2. marz. NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Sjálfstæðisfélags Ólafsfjarð- ar. Fráfarandi formaður, Ásgrím ur Hartmannsson, setti fundinn og stjórnaði honum. Á fundinum voru rædd bæjarmál og almenn flokksmál. í stjórn félagsins voru kjörnir eftirtaldir menn: Jakob Ágústs- son, formaður, meðstjórnendur Ásgrímur Hartmannsson og Þor valdur Þorsteinsson. Ennfremur var kjörið í full- trúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Ólafsfirði. Formaður fulltrúaráðsins er Sigvaldi Þorleifsson, meðstjórn endur Þorsteins Jónssonar og Har aldur Þórðarson. —J. æska í leikjum og íþróttum"; og kl. 9 „Heimsókn til Þýzkalands“, þar sem sýnt er ferðalag til margra fegurstu og söguríkustu byggða og borga í Þýzkalandi. Laugardaginn 30. marz, kl. 2 verður bókmenntadagskrá, dr. phil. Fríða Sigurðsson héldur fyrirlestur um skáldin Goethe og Schiller og Juliane og Gísli Al- freðsson lesa úr þýzkum verkum. Þá verða sýndar þrjár kvik- myndir „Die Heinzelmánnchen“, kvikmynd sem bregður upp mynd af Berlín nútímans (kl. 5), og kl. 7 verður sýnd kvikmynd um þýzka skólaskipið fræga, Pamir, sem fþrst fyrir 7 árum. Um kvöldið verða tónleikar Musica Nova, og verða þar flutt verk eftir Beethoven, Hándel og Hindemith. Þá verða einnig sýnd ir þýzícir þjóðdansar og sýnd kvikmyndin „Spiel im Schloss", sem segir frá sumarnámskeiði ungra hljómlistarmanna í Weik- ersheimhöllinni. Á síðasta degi kynningarinnar, sem er sunnud. 31. marz, verða sýndar tvær fagrar og lærdóms- ríkar kvikmyndir fyrir börn á barnasamkomu Dómkirkjusafn- aðarins kl. 11. Um eftirmiðdag- inn verða endursýndar kvik- myndir þær, sem sýndar voru -á föstudaginn og áður hefur verið greint frá. Að siðustu skal geta þess, að í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í Austurstræti verður þessa daga sýning á þýzkum bókum og í glugga Morgunblaðsins verða til sýnis ýmsar myndir frá Þýzka- landi. • Vantar leikvöll í ört vaxandi borg, eins og Reykjavík, er alltaf nóg af óleystum verkefnum. Annað væri óeðlilegt. Allir hafa skilj- anlega áhuga á því, að fram- kvæmdir í eigin hverfi gangi fyrir, en það er í mörg horn að líta hjá borgarverkfræðingun- um. í rauninni er furðulegt, hve hraður gangurinn hefur verið. En margt bíður auðvitað úr- lausnar. í dag birtir Velvak- andi tvö bréf, þar sem kallað er á framkvæmdir. „Mamma við Sundin'* skrifar: „Velvakandi sæll! Hefur þú nokkurn tíma ekið eftir „Sund unum“ á góðviðrisdegi? Ég held, að þú kæmist ekki mikið áfram, hér er þvílík mergð af börnum á götunni. T. d. við Efstasund, frá Holtavegi að Brákarsundi, búa 66 börn inn- an fermingar (flest 2ja til 10 ára, og ég hef enga ástæðu til að ætla þau færri á öðrum hiut um þessa svæðis. Við höfum hér í nágrenninu vöggustofu og dagheimili, en á næstu leikvelli KÓR kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík og Karlakór Kefla- víkur halda nú í þriðja sinn sam- eiginlega hljómleika, sem verða 29. og 30. marz og 1. apríl í Nýja Bíó í Keflavík og 3. og 4. apr. í Gamla Bíó hér í Reykjavík. Flutt verða eingöngu verk úr óperum og óperettum, og hafa fæst þeirra áður verið flutt hér opinberlega af íslenzkum kórum og einsöngvurum. SJÖ EINSÖNGVARAR. Sjö einsöngvarar syngja með kórunum á þessum tónleikum, en þeir eru Eygló Viktorsdóttir, Snæbjörg Snæbjarnard., Erlingur er 20 — 30 mín. gangur. Mikið yrðum við þakklát fyrir leikvöl'l á túnið í nágrenni Brákarborg- ar, jafnvel þótt hann yrði ekki merkilegri en sá, sem var við Sunnutorg. P. S. Tvisvar hefur verið ekið á eitt barnið mitt, (sem betur fer án teljandi meiðsla), og nú segi ég alltaf: Farðu nið- ur á tún. Jú, þau fjölmenna á túnið, börnin, en halda svo áfram inn á Gelgjutanga. Sand- kassi mundi stöðva þennan hóp, því að enn eru þau á þeim aldri“. Velvakandi sér ekki betur, en konan hafi mikið til síns máls, þótt hann sé annars ókunnugur í þessu hverfi. • Torfarinn gangstígur „Gerðari“ sendir þetta bréf: „Háttvirti Velvakandi! Milli Stóragerðis og Grensásvegar liggur fjölfarinn gangstígur. Um þennan stíg streyma dag- lega hundruð skólabarna úr hinu nýja og fjölmenna hverfi, sem myndazt hefur í kringum Vigfússon, Vincenzo Maria Demetz, Hjálmar Kjartansson, Haukur Þórðarson og Böðvar Pálsson. Hver kór er skipaður um 25 mönnum. Þau verkefnin, sem kórarnir taka til meðferðar eru þessi: lokakaflinn úr Töfraskyttunni eftir Weber, dans úr Kátu kon- urnar frá Windsor eftir Nicolai, atriði úr Systir Angelica eftir Puccini og aría kór og séxtett úr Lucia de Lammermoor eftir Donnizetti. Einnig verða fluttir stórir úrdrættir úr tveimur óper- ettum, Keisarasyninum eftir Lehar og Nótt í Feneyjum eftir Háaleitið, og úr Smáíbúðahverf inu, auk fólks úr þessum hverf um, sem erindi á í strætisvagna annað hvort á Grensásvegi eða í Stóragerði. í húsum þeim, sem Reykjavíkurborg lét reisa við Skólagerði, búa 60 barnmargar fjölskyldur, sem meira og mínna þurfa á þessum gangstíg að halda. Þetta er því meiri- háttar umferðaræð fyrir gang- andi fólk. Eins og sæmir mikilli um- ferðaræð, er oft búið að grafa í stíginn, bæði þversum og eítir endilöngu. Hefur hann því ver- ið ein forarvilpa árið um kring. Ekki skal borgaryfirvöldum leg- ið á hálsi fyrir að hafa ekki áhuga á þessum stíg, því að í allan vetur hafa verkamenn unnið við að grafa í hann. Lauk þessum framkvæmdum fyrir nokkrum dögum með því, að jarðýta kom og afmáði öll graftarmerkin, og síðan var þykku lagi af sandi hellt yfir. Það greip því mikil eftir- vænting um sig meðal hinna mörgu, sem stíginn nota, eftir því hvenær hellurnar kæmu. ----------------------------- Johann Strauss. Söngstjóri er Herbert Hriberchek Ágústsson, sem undanfarin ár hefur haft á hendi stjórn beggja þessara kóra, en Vincenzo Maria Demetz hef- ur annazt raddþjálfun þeirra. Við flygilinn verður Ásgeir Beinteinsson, Ákveðið er, að kórarnir fari i söngferð til Vestmannaeyja um páskana og haldi tvenna hljóm- leika þar á páskadag. Formaður kvennakórsins er frú Gróa Pétursdóttir, en formað ur karlakórsins er Böðvar Páls- son. Meðfylgjandi mynd var tekin á sameiginlegri æfingu kóranna s.l. sunnudag. (Ljósm.: Morgun. blaðsins Sveinn Þormóðsson). Moskvu, 19. marz (NTB). YFIRMAÐUR utanlandsflugs rússneska flugfélagsins Aero- flot lýsti því yfir í dag að Bandaríkjamenn hefðu gert allt til að hindra að komið yrði á beinum flugferðum milli Moskvu og New York. En vonbrigðin létu ekki á sér standa, því að malbika á stíg- inn! Svona stígúr á ekki marga málsvara, því að við hann byr enginn. Hann hefur ekkert nafn og ekkert ljós. E. t. v. er eðlilegt, að borgaryfirvöld- in geti ekki gert mikið meira fyrir þennan stíg, þegar höfð eru í huga þau ógrynni verk- efna, sem gatnagerðin þarf að sinna. En ef leynast skyldi við kvæmt hjarta hjá einum verk- fræðinga hennar, þá beini ég þeirri ósk minni til hans, að láta ekki malbika heldur heliu- leggja. — Nafn og ljós getur svo komið seinna". — Þetta segir nú „Gerðari'*. Það er nú svo, að í hverfum, sem eru að byggjast, myndast gjarnan stígar eftir slóðir fólks, sem styttir sér leið milli staða. Þessir stígar myndast, þar sem leiðin er stytzt, og skiptir þá engu máli, þótt margar nauð- synlegar framkvæmdir verði að gera á svæðinu, svo sem allur skurðgröfturinn, sem „Gerðari” minnist á. Við skul* um vona, að þeim sé lokið, fyrst ætlunin er að malbika stíginn. Ekki veit Velvakandi, hvers vegna „Gerðari" vill heldur láta helluleggja hann, nema e. t. v. af því að hann býst við, að því verki yrði fyrr lokið ea malbikun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.