Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. marz 1963 Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Syerrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. IDJA ROGBERANS egar njósnamálið var upp-' lýst hóf kommúnistablað- ið hér á landi strax harðvít- ugar árásir á íslendinginn, sem aðstoðaði logregluna við að komast fyrir um atferh hinna rússnesku njósnara. — Leyndi íér ekki, að „íslenzk- um“ kommúnistum var mest í mtm að ná sér niðri á Ragn- ari Gunnarssyni, þótt hann hefði lengi verið kommúnisti og þrælað fyrir „hugsjónina“. Þessi afstaða kommúnista sýndi svo að ekki varð um villzt, að þeir telja það meg- in skyldu hvers þess manns, sem gengur kommúnisman- um á hönd, að þjóna Rússum og svíkja land sitt og brjóta lög þess, ef það er þeim í hag. Þeim fannst það höfuð- sök, að flokksbundinn komm- únisti skyldi skýra frá því, að verið væri að vega að ís- lenzkum hagsmunum í skjóli diplómatískra réttinda. Jafnframt var auðvitað til- gangurinn með þessum árás- um sá, að votta Rússum traust og sýna þeim, að Ragn- ar Gunnarsson væri imdan- tekningin, sem sannaði regl- una um það, að kommúnistar hér á landi væru fúsir til að taka við eriendum fyrirmæl- um og þjóna hinum rússnesku yfirgangsmönnum. Þar að auki var svo talið nauðsyn- legt að sýna mönnum fram á, að þeir mættu búast við linnulausum árásum, ef þeir gerðust svo djarfir að skýra frá þeirri moldvörpustarf- semi, sem hér hefur verið rekin — og er vafalaust rek- in enn. En þetta framferði komm- únista hefur hvarvetna verið fordæmt, og þeir hafa ekki uppskorið annað en réttmæta fyrirlitningu. ÁRÁS Á SAKSÖKNARA IV ommúnistar láta sér ekki “ nægja það að ráðast á Ragnar Gunnarsson, íslend- inginn, sem upp kom um njósnir Rússa, heldur ræðst blað þeirra af mestu heift á saksóknara ríkisins í gær — að vísu barnalega, en þó leyn- ir innrætið sér ekki. í forsíðu- fregn er því haldið fram, að Ragnar Gunnarsson haTi ver- ið njósnari, þótt upplýst sé, að hann gerði sér fulia grein fyrir því, að myndataka sú, sem hann framkvæmdi eftir óskum Rússa, gat enga þýð- ingu haft fyrir þá og í engu skert öryggi íslands. Þess vegna er ekki um neina sök af hans hálfu að ræða, en hins vegar eru aðdróttanimar í hans garð stórlega refsiverð- ar. — Þegar kommúnistablaðið skýrir frá því, að saksóknari hafi ákveðið, að ekki þyki á- stæða til frekari aðgerða í málinu, að því er embætti hans varðar, bætir það við dylgjum, sem hljóða svo: „En hefði ekki verið hrein- legra að láta dómstólana komast að niðurstöðu um það mál, heldur en formann Sjálf- stæðisflokksins og nánustu embættismenn hans?“ Kommúnistar vita fullvel, að með mál þetta hefur verið farið að lögum. Það var sent saksóknara, en það er hann, sem tekur ákvörðun um það, hvort frekar skuli aðhafast í málinu. Bjami Benediktsson, dómsmálaráðherra, er vanur bæði árásum og dylgjum af hálfu kommúnista,. svo að hvorki hann né aðrir munu kippa sér upp við það, þótt látið sé að því-liggja að hann láti flokkshagsmuni sitja í fyr irrúmi sem yfirmaður dóms- mála, en ræki starf dómsmála ráðherra ekki sem slíkt. Slík- ar árásir falla raunar dauð- ar, því að allir, hvar í flokki sem þeir standa, treysta dóms málastjóm Bjama Benedikts sonar. Segja má, að ekki sé síður ámælisvert að ráðast á sama hátt að Valdimar Stefánssyni, saksóknara, sem engin af- skipti hefur haft af stjóm- málum og frá upphafi gegnt störfum sínum í þágu dóms- mála og réttarfars á þann hátt, að ágreiningslaust er, að þar fari hæfur, réttsýnn og samvizkusamur embættismað ur. Árásimar og dylgjumar í garð saksóknara og annarra embættismanna í dómsmála- og lögreglustjórn eru þess eðlis, að fyllsta ástæða væri til að sækja þá menn til á- byrgðar, sem leyfa sér slíkt framferði. Tilgangurinn er líka sá að reyna að grafa und- an trú manna á réttsýni ís- lenzks dómsvalds. Hinu er ekki að leyn^, að framköma kommúnista hefur lengi verið með þeim hætti, að menn kippa sér ekki upp við árásir þeirra, heldur má segja að þá fyrst beri menn fullt traust til þeirra, sem í ábyrgðarstöðum eru, þegar kommúnistar reyna að of- sækja þá. Það er sönnunin fyrir því, að þeir sinni em- bættum sínum af samvizku- semi og trúmennsku við ís- lenzka hagsmuni. Þess vegna í námabæ einum í Frakklandi fóru konur námamanna meS þeim í kröfugöngur. VERKFAIjIj franskra kola- námumanna hefur nú staðið tæpan mánuð eða frá 1. marz s.l. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum krefjast náma- menn 11% kauphækkunar þegar í stað, styttri vinnu- viku og lengra sumarleyfis. Námamennirnir, sem krefjast bættra kjara, vinna allir í námum, sem reknar eru af ríkinu. En verkamenn, sem vinna fyrir einkafyrirtæki, hafa haft þau kjör, sem verk- fallsmenn krefjast, frá því á s.I. ári. Mikil samúð ríkir með verk fallsmönnum í Frakklandi og Gallupkönnun, sem gerð var þar 1 landl fyrlr skömmn, leiddi í ljós, að 79% lands- manna eru fylgjandi því að stjórnin verði við kröfum þeirra. Starfsmenn í mörgum starfsgreinum hafa gert sam- úðarverkföll með námamönn- um. Hafa þau verkföll staðið allt frá stundarfjórðungi til sólarhrings. Meðal þeirra, sem gert hafa samúðarverkföll eru járnbrautarstarfsmenn, starfs- menn gasstöðva og raforku- vera. Hafa verkföll þessi vald ið miklu umferðaöngþveiti og menn hafa orðið að vinna við kertaljós. Verkfallsmenn í kröfugöngu. Ríkisstjórnin hefur boðið verkfallsmönnum 8% kaup- hækkun sem kæmi til fram- kvæmdar smátt og smátt. Námumennimir höfnuðu til- boðinu. II® J UTAN ÚR HEIMI nenna embættismenn ef til vill ekki að sækja rógber- ana til saka. VELMEGUN UM ALLT LAND 17ið upphaf viðreisnarinnar * boðuðu Framsóknarmenn það sem kunnugt er, að hér mundi verða kreppa, sam- dráttur og móðuharðindi af manna völdum. Þetta átti að ganga yfir landslýð allan. Síðan var tekið að halda því fram, að verst mundi við- reisnin koma við sjávarþorp- in úti um land og sveitimar. Enn tala Framsóknarmenn um það, að „hlutur lands- byggðarinnar haldi áfram að rýrna,“ og þannig megi ekki fram halda. Morgunblaðið getur vissulega tekið undir það að hlutur landsbyggðar- innar eigi ekki að rýrna, en það fullyrðir, að gagnstætt því, sem Framsóknarmenn halda fram, þá hafi viðreisn- in einmitt leitt til þess, að aldrei hafi fjárhagur þeirra, sem út um land búa verið betri en einmitt nú. Það er sama hvaða sjávar- þorp menn sækja heim, hvort sem það er norðanlands, vest- an eða austan. Alls staðar er sömu söguna að segja, vel- megun er meiri en nokkm sinni áður, atvinnutæki rísa upp og viðfangsefnin eru meiri en menn fá við ráðið. Auðvitað væri æskilegt að framfarasóknin væri enn hraðari. Takmörk eru samt fyrir því, hvað mikið menn geta afrekað. En meginatrið- ið er það, að nú er allt öðru vísi umhorfs en áður var. Uppbótakerfið, höftin, boðin og bönnin, sem Framsóknar- menn og kommúnistar segj- ast ætla að innleiða á ný, léku landsbyggðina grátt. Þess vegna vilja menn ekki hverfa frá viðreisninni og taka aft- ur upp hina afturhaldssömu stjórnarhætti Höfðin^leg gjöf Vopnafirði, 25. marz: —. Jón Runólfsson frá Böðvarsdal ! Vopnafirði, nú til heimilis I Reykjavík, hefur nýlega sent Vopnafjarðarkirkju 25 þúsund krónur að gjöf. Gjöfin er til mina ingar um Guðnýju Eiríksdóttur, konu hans, og dóttur þeirra, Gu8 björgu Sigríði. Sóknarbörn Vopna fjarðarkirkju eru Jóni mjög þakk lát fyrir þann hlýhug, sem hann sýnir með þessari rausnarlegu gjöf. — Sigurjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.