Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVWRLAÐIB Fimmtudagur 28. marz 1963 Tollar á bifreiða- varahlutum lækkar úr 77°/o MIKIÐ VANDAMÁL hefur skapazt undanfarin ár í sam- handi við tollun á varahlutum í bifreiðar, bátavélar og land- búnaðarvélar. Stafar þetta af því, að sömu hlutir eru að miklu leyti notaðir í báta, bif-. reiðar og landbúnaðarvélar, en aðflutningsgjöld hins vegar mjög misjöfn. Á bátavélum og varahlutum í þær eru heildargjöld nú um 21% (af bátavélum í nýsmíði eru þó engin gjöld), á vélum og varahlutum í hjóladráttar- vélar um 34% og á vélum og varahlutum í bifreiðar um 77%. Afleiðingin af þessu er sú, að með öllu móti er reynt að koma sem mestu af þessum varahlutum í lægsta tollinn, 21%. Eru tollayfirvöld í hin- um mesta vanda með þetta og I® að sjálfsögðu skapast oft og tíðnm mikið misrétti milli inn flytjenda. Á öllum framangreindum vélum og vélahlutum, nema í 35% bátavélum 200 hestöfl og stærri, verður einn og sami tollur 35%. Við það lækkar tollur á bifreiðavarahlutum úr 77% í 35%, tollur á varahlut um og vélum í dráttarvélar stendur í stað, en tollur á báta varahtlutum og bátavélum minni en 200 hestöfl' hækkar úr 21% í 35%. Af vélum af þessari stærð, sem sannanlega eru settar í báta eða notaðar til raflýsinga á sveitabæjum end urgreiðast svo 25%, þannig að tollurinn verður í reynd 10%. Tollur á bátavélum stærri en 200 hestöfl og stærri lækkar úr 21% í 10%. Tollur á hjóla- dráttarvélum lækkar úr 35% í 10%. Á hinn bóginn verður tollur á vörubifreiðum, sendi ferðabifreiðum, almenningsbif reiðum og jeppum 40% (nú 38%) en á fólksbifreiðum 90% í stað 81%. Er þessi hækkun tolls á fólksbifreiðum gerð ti'l að mæta að nokkru leyti Iækk un tolls á bifreiðavarahlutum úr 77% í 35%. Stjórnarkjöri í Frama lýkur í kvöld Listi lýðræðissinna er A.-listinn STJÓRNARKOSNINGIN í Bifreiðastjórafélaginu Frama heldur áfram í dag í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 26 .Kosningin hefst kl. 1 e. h. í dag og lýkur kl.9 í kvöld. Þrír listar eru í kjöri í sjálfseignarmannadeild félagsins og tveir í launþegadeild. I.isti fráfarandi stjórnar, sem studdur er af lýð- ræðissinnum, er A-listi í báðum deildum. — Framsóknarmenn og kommúnistar eru svo með sinn hvorn listann í sjálfseignarmanna- deild, sem að nokkru leyti er skipuð sömu mönnum og svo hafa þessir flokkar sameiginlegan lista í launþegadeild. Kosningabaráttan í félaginu hefur verið sótt af sérstakri heift af andstæðingum fráfarandi stjórnar og þó einkum vissum hópi Framsóknarmanna undir forystu formannsefnis þeirra í sjálfseignarmannadeild. — Hafa vinnubrögð hans verið með þeim hætti í sambandi við kosn- ingarnar, að einsdæmi má telja í verkalýðshreyfingunni. Sú saga er öllum Framafélögum kunn, svo óþarfi er að rekja hana sér- staklega. Fyrrihluti aðalfundar félagsins var haldinn í fyrrakvöld. Á þeim fundi rakti Bergsteinn Guðjóns- son og aðrir ræðumerm lýðræðis- sinna þau mörgu hagsmunamál, sem núverandi forustumenn fé- lagsins hafa barizt fyrir og þann mikla árangur, sem náðst hefur í þeirri baráttu tii hagsbóta fyrir gtéttina. Andstæðingar stjórnarinnar höfðu ekkert til málanna að leggja enda staðfest á fundinum, að þeir höfðu ekki um árabii komið fram með neina þá til- lögu í félaginu, sem til hagsbóta hefði horft fyrir bifreiðastjóra. Sérstaka athygli vakti h-in auma frammistaða framsóknar- fyrirliðanna, sem komu tveir með skrifaða ræðu, en tókst vart að lesa það, sem þeim hafði verið fengið upp 1 hendur. Framafélagar! Kosningu lýkur í kvöld. Baráttan er hörð og tví- sýn. Lýðræðissinnar voru í minni hluta í fulltrúakjörinu í haust til þings ASÍ, eftir að Framsóknar- menn og kommúnistar höfðu lagt atkvæði sín saman. Sigur vinnst því ekki nema því aðeins, að all- ir þeir Framafélagar, sem eru andstæðir sundrungaröflunum, sameinist í raunhæfri baráttu fyrir áframhaldandi uppbygg- ingu félagsíns, baráttu til bættra kjara undir forustu hins reynda formanns félagsins, Bergsteins Guðjónssonar. Munið X A-listinn. Afhendir trúnaðarbréf SENDIHERRA Póllandis, herra Kazimiers Doross afhenti ný- lega forseta íslauds trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum. Greiða 450 þús, fyrir Loxú í Leirúrsveit I SVEINN KJARVAL, arkitekt, og nokkrir félagar hans hafa tekið á leigu Laxá í Leirársveit og greiða þeir um kr. 450 þús. fyrir ána. Áður hafði Sölumiðstöð hrað frystihúsanna ána á leigu og greiddi fyrir 128 þús. kr. Mörg tilboð bárust, en tilboð Sveins i Kjarval og félaga var hæst. Þrjár stengur má hafa í ánni í einu og miðað við leiguna, sem þeir félagar greiða, kost- ar um 5000 kr. á dag fyrir stengurnar þrjár. Laxveiðitíminn er yfirleitt í þrjá mánuði. í M..s. Mille Heering I siglingu. Nýja skipið afhent i maí EIMSKIPAFÉLAG tslands hefur keypt nýtt 1500 tonna skip frá Danmörku, eins og Morg- unblaðið skýrði frá í gær. Það heitir nú Mille Heering og er 4 54 árs gamalt. Eimskip hefur sent blaðinu eftirfarandi fréttatil- kynningu um kaupin: „Foirstjóri Eimskipafélagsins, Óttarr Möller undirritaði hinn 21. þ.m. í Kaupmannahöfn, samn- ing um kaup á vöruflutninga skipinu m.s. „Mille Herring“ með þeim fyrirvara að samþykki stjórnar Eimskipafélagsins feng- Hefur unnið 8 minka og 9 tófur Þúfum, 27. marz. GÍSLA refaskyttu hefur geng- ið vel að undanförnu við veið- arnar. Hann er búinn að vinna 8 minka og 9 tófur. Það virðist vera mikið um þessi dýr hér viðs vegar, einkum refi. — P-P. Kópavogur SPILAK V ÖLD i Sjálfstæð- ishúsinu í Kópavogi annað kvöld kl. 20.30. Fyrsta kvöld í framhalds- keppni. Leikritið Andorra frum- sýnt í gærkvöldi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi í gær leikritið Andorra eftir sviss neska rithöfundinn Max Frisch. Leikritinu var ágætlega tekið og var leikhúsið að vanda full- skipað. Forsetahjónin voru meðal gesta. Leikstjóri var Walter Firner, prófessor frá Vínarborg. Frœðslu- rtámskeið í Valhöll Fræðslunám skeiðið um at- vinnu- og verka lýðsmál, sem staðið hefur yfir undanfarnar vik ur í Valhöli við Suðurgötu held- ur áfram i kvöld kl. 8,30. Á þeim fundi mun Sveinn Björnsson, verkfræðingur flytja fyrirlestur um samstarfs- nefndir og kerfisbundið starfs- mat. Þátttakendur eru beðnir að fjölmenna og mæta stundvíslega. ist fyrir kaupunum, auk nauð- synlegra leyfa aí hálfu opin- berra aðila. Á fundi sínrnn 1 gær sam- þykkti stjórn Eimskipaifélagsins að festa kaupin á skipinu. Seljandi skipsins er Fabrikant Peter F.S. Heering í Kaupmauna höfn. Stærð skipsins er, sem lokað hlífðarþiLfarsskip, 2360 tonn D. W., og sem opið hlífðarþiljfars- skip, 1500 tonn D.W. Lestarrými er 99.300 rúmfet (Bale). Skipið er smíðað í Aarhus Flydediok og Maskinkompagni og var afhent eigendum í októtoer • Til vinnu á ny? Helsingfors 27. marz (NTB) VERKFALL ríkisstarfsmanna í Finnlandi stendur enn og í gær höfnuðu verkfallsmenn sáttatil- boði ríkisstjórnarinnar. Stjómin hefur nú sent hverjum einstök- uim verkfallsmanni fyrirspurnar- bréf, og eiga þeir að svara fyrir n.k. laugardag hvort þeir hygg- ist halda verkfallinu áfram eða verða við tilmælum stjórnarinn- ar uim að snúa aftur til vinnu. Stjórnin gerir ráð fyrir að hluti verkfallsmanna verði við óskum hennar um að hefja vinnu á ný þó samningar hafi ekki tekizt. Forsætisráðherra Jórdaniu fer frá Amiman 27. marz (NTB) Forsætisráðherra Jórdaniu, Wasfi Zell, lagði í dag lausn- arbeiðni fyrir Hussein Jórdan íutkonung. Hussein tók lausn- arbeiðnina þegar til greina og fól Samir Rifari, fyrrv. forsætis- og utanríkixráðherra stj ómarrny ndun. • Skólaböm í kröfugöngn. Kaupmannahöfn 27. marz (NTB) ÞRJÚ hundruð skólabörn fóru í kröfugöngu til ráðhússins í Kaupmannahöfn í dag. Krefjast börnin þess, að skóli þeirra verði fluttur úr núverandi húsnæði, sem þau segja að sé svo slæmt að ekki einu sinni rottur haldist þar við lengur. • Óeirðir í Ankara Ankara 27. marz (NTB) SEXTÁN menn særðust, er til óeirða kom í Ankaira í dag. Hófust óeirðirnar, er stúdenit- ar fóru í mótmælagöngu að höfuðstöðvum réttlætisflokks- ins til þess að mótmæla því, að fyrrv. forseti Tyrklands, Celal Bayar, hefur verið láit- inn Iaus. Stúdentar hótfu grjót kast að höfuðstöðvum flokbs- ins, en starfsmenn hans svör- 1958 og er því um 4% árs gam- alt. Það er styrkt til sigUnga I ís. Aðalvél skipsins er af Bur- meister & Wain gerð, 1400 hest- öfl, og ganghraði um 12 sjó- miílur. í skipinu eru öll nauðsynleg siglinigatæki. Skipshöfnin er 21 manns. Eitt 2ja manna herbergi er fyrir farþega og eitt sjúkra- herbergi. Skipið er vandað og lákist í mörgu öðrum skipum Eimskipafélagsins hvað útbún- að snertir. Samkvæimt samningi á skipið að afhendast eigi síðar en Í maá n.k. Eins og áður hefur komið fram í fréttum verða verkefni þessa nýja skips svipuð og m.s. „Mána foss“ uðu með því að kasta blek- byttuim og öðru lauslegu í stúdentaina. Nokkrir stúdent- ar réðust inn í bygginguna og þá kom tii óeirða milli þeirra og stanfsimanna flokksins. Eina og fyrr segir særðust 16 menn í óeirðunum og þeim linnti ekki fyrr en her og slötokvi- lið hafði verið sent á vetit- vang. Þetta var fjórði dagur- inn í röð, sem farnar voru hópgöngur í Ankiara til þess að mótmæla því, að Celea Bay ar var sleppt úr haldi. • Drápu ferðamenn. EHsabetville 27. marz (NTB) MENN, sem klæddir voru ein- fcennisbúningi Katanga'hers, stöðvuðu í gær jámhrautariest, sem var á ferðum milli Rhodesíu og EMsabetville. Þeir ruddust inn í lestina Og kröfðust skilríkja af ferðamönnum. Síðar ráku þeir alla menn af Baluba-æftflokki og alla Kasaibúa út úr lestinni. Tveir menn sýndu mótfþróa og voru þeir skotnir á staðnum. • Viðræður um bandalag Arabaríkja Kairó 27. tnarz (NTB) FRÉTTASTOFAN Mið-Aust- urlönd skýrði frá því í dag, að viðræður ráðherra Sameinaða ArabalýðveLdisins, íraks og Sýr- lands um bandalag Arabaríkja, hæfust að nýju 6. apríl n-k. Eina og kunnugt er hófust viðræður um þetta mial í Karió skömimu eftir að byltingin var gerð i Sýrlandi, en þeim var fresbað áður en ráðherrarnir höfðu kom iat að samikomuiagi. • 6 Rússar dæmdir til dauða Moskvu 27. marz (NTB-AP) TASSFRÉTTASTOFAN skýrðl fiá þvi í dag, að sex menn hafðu verið dæmdir til dauða í Sverd- lovsk fyrir að hafa stolið gulli úr gulinámuim í ÚraL Einnig voru 4 dæmdir í 15 ára fangelsi fyrir smærri þjófnað úx námun- um. Erlendar frétfir j í stuttu máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.