Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. marz 1963 MOnClJlSlil. AÐJÐ 13 Bidault fær ekki vist í Portúgal iatarlaus í hörku- frosti í 6 vikur Lissabonn, 27. marz — NTB. Talsmaður utanríkisráðu- neytis Portúgals skýrði frá því í dag, að Georges Bidault, fyrrv- forsætisráðh. Frakka, yrði ekki veitt landvistarleyfi í Portúgal. Eins og skýrt hef- ur verið frá, kom Bidault til Portúgal í gærkvöldi ásamt einkaritara sínum, og ferðuð- ust þeir báðir undir fölsku nafni. NOTKTJN á oliíu og benzíni Ihefur stóraukizit ihér á landi síð- ustu árin og mun inniflutning- urinn nú vera örðinn yfir 400.000 tonn á ári. Er því mál til komið að athiuga um að koma upp olíu- (hreinsunarstöð hér á landi, en talið er, að lágmarks afköst slíkr ar stöðvar þurfi að vera nálægt 500.000 tonn árlega, til þess að starfræksla hennar borgi sig fj'árhagslega. ! Er efalítið, að þegar olíuhreins unarstöð hefur tekið hér til starfa þá muni margt breytast vegna þess, hversu mikill efnaiðnað- ur fylgir slíkri starfrækslu. Skal aðeins bent á, að um 5% tjara fæsit við hreinsun olíunnar og yrðu það 25.000 tonn, ef miðað er við 500.000 tonna afköst. Verð ur þá fyrst hægt að fara að gera varanlega vegi í stárum stíl, en semetntvegir earu svo hostnaðar- Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði, að Bidault væri heimilt að halda til hvaða lands er hann kiysi. Sagði talsmaður- inn, að strangur lögregluvörður myndi gæta Bidaults þar til hann yfirgæfi Portúgal. Bidault og einkaritari hans búa í litlu gistihúsi í Lissabon og í dag skýrði eigandi gistihúissins fréttamönnum frá því, að for- sætisráðherrann fyrrverandi .væri þungt haldinn af inflúensu. Eins og skýrt var frá í gær, telja menn, að Bidault fari frá Portúgal til Suður-Ameríku. samir, að við getum seint lagt mikið af þeim. Hér skal ekiki farið út í ein- staka liði stofnkostnaðar, rekstr arkostnað eða slíkt, heldur að- eins bent á, að þessi framkvæmd er ein hinna mörgu, sem bíður úrlausnar. Mun slíkt fyrirtæki eiga eftir að breyta mörgu og gefa mikinn arð í aðra hönd. Væri því sjálfsagt, að olíuihreins unarstöðin yrði fyrsta hlutafélag ið, sem stofnað yrði og starfrækt, sem almenningshlutafélag á Is landi. Hagsmunir þjóðarinnar eiru þairna sameiginlegir, þess vegna ætti að gefa fólkinu í landinu tækifæri til að eignast sliíkt fyrirtæki. Nokkrar athuganir hafa verið gerðar á þessu máli erlendis, og má telja, að auðvelt verði að fá fjáöhagslega og tækmlega að- stoð — ef —og þegar samstaða er fengin hér á landi. Gísli Sigurbjörnsson. FYRIR RÚMUM sjö vikum, nánar tiltekið 4. febrúar sL lagði lítil tveggja sæta einka- flugvél upp frá borginni White Horse í Kanada og var förinni heitið til Seattle. Vélinni flaug maður að nafni Ralph Flores, 42 ára mormónaprestur, raf- virki og flugmaður og hafði hann tekið einn farþega, tvi- tuga stúiku Helen Klaben að nafni. Eftir 4. fehrúar spurðist ekki meir til vélarinnar fyrr en nú fyrir nokkrum dögum, er í ljós kom, að hún hafði rekist á fjall í British Colum- bia. Flugmaðurinn og stúlkan fundust lifandi, en slösuð og mjög aðframkomin af hungri og kulda. Þau höfðu ekki feng ið annað en vatn í sex vikur. Þau höfðu haft meðferðis tvær ávaxtadósir og tvær sard ínudósir og lifðu á því fyrstu vikuna ásamt tannkreminu sínu. Síðan höfðu þau ekki annað en bræddan snjó að nær ast á. Stúlkan hafði handleggs brotnað og hlotið opið bein- brot á fæti og var drep komið í sárið. 1 manninum höfðu brotnað nokkur rifbein. Ekki höfðu þau svefnpoka, en reyndu að klæða sig í þau föt, er þau höfðu meðferðis, og gátu útbú ið sér einhverskonar tjaldskýli og höggvið sér brenni í bál. Snjór var og frostið á nótt unni komst niður í fjörutíu stig á Celsíus. Það varð þeim til bjargar, að Flores tókst að höggva SOS í hjarnið, en það verk tók hann þrjá daga. Þegar hinir aðframkomnu ferðalangar voru komnir í sjúkrahús og farnir að hressast örlítið fengu blaðamenn að ræða þá. Ungfrú Klaben kvaðst hafa tekið sér far með Flores vegna þess, að hann hefði selt það helmingi ódýrara en flugfélög- in. Hún sagðist sjá þann kost við þetta ævintýri, að hún hefði grennzt heil ósköp, — en hún léttist um fimmtán kíló og Flores um tuttugu, áður hefði hún haft tilhneigingu til offitu. Þá sagði hún, að trúar styrkur Flores hefði haft á hana sterk áhrif og varanleg og þakkaði hún honum, að þau skyldu lifa hörmungar hung- ursins af. Hún hefði lesið bibl íuna, bæði testamentin og ígrundað sitt fyrra líf rækilega og væri sér nú fyllilega ljóst, hvernig henni bæri að verja líii sínu. Húin kvaðst ekki hafa verið hrædd, en dálítið undr- andi yfir því, hvað Guð sendi hjálpina seint, en það hefði hann eflaust gert af ásettu ráði til þess að þeim gæfist tími til yfirvegunar og iðrunar. Þá JSl sagðist ungfrú Klaben hafa fundið ljóðabók'í flugvélarflak inu og lesið hana sér til mik- illar ánægju, Stúlkan, sem er frá Brook- lyn, kvaðst hafa mikla ánægju af ferðalögum, og þess vegna hefði hún ráðið sig til vinnu í Alaska. Næst hefði förinni ver ið heitið til Hong Kong og síð- an áfram umhverfis hnöttinn. Ralph Flores var frá San Bruno í Kaliforníu, maður kvæntur og sex barna faðir. Hann hafði um hríð unnið sem rafvirki við radarstöð í Alaska og var á heimleið. Lokagreinin um almenningshlutafélög — Auðvelt að fyrirbyggja að hlutaféð safnist á fáar hendur — Hagsmunir almennings tryggðir — Lýðræðisleg sam- staða eðlileg og nauðsynleg — Kommúnistar styrkja málið með andstöðu við það — Uni þetta m.a. fjallar Vettvangurinn í dag. ÞBGAR rætt er um opin hluta- félög er eðlilegt, að spurt sé þeirrar spurningar, hvort ekki sé líklegt, að völdin í þeim safnist á fáar hendur; þau byggist á yfirráðum yfir hlutafénu og þvi sé hætt við, að auðmenn geti tryggt sér þar undirtökin með kaupum nægilega margra hluta- bréfa. Stundum eru opin hluta- félög þannig upp byggð, að ekki er reynt að stemma stigu við því, að tiltölulega fáir menn geti haft þar veruieg áhrif. Almenn- ingur kaupir engu að síður bréf í slíkum félögum, eins og t.d. Ford í Bandaríkjunum, af því að menn hafa trú á velgengni félaganna og verulegum arð- greiðslum. En ýmsar leiðir eru til að eporna við því, að áhrif ein- stakra hluthafa verði mikil — og þær leiðir eru farnar þegar um eiginleg almenningshluta- félög er að ræða. Þegar slík fé'- lög eru stofnuð, er auðvelt að dreifa hlutafjáreigninni, einfald- lega með því að selja hverjum einstaklingi ekki nema ákveðna tölu hlutabréfa. Sú leið var t.d. farin, þegar Volkswagen-verk- smiðjunum I Þýzkalandi var breytt í almenningshlubafélög. Þar var hlutafjárdreifingin svo mikil, að enginn hluthaifi fékk að kaupa hlutabréf fyrir hærri fjárhæð en sem svaraði til nokk- urra þúsunda króna. Ef ríkisfyrirtæki, eins og t.d. Sementsverksmiðjunni, væri breytt í almenningshlutafélag og hlutabréfin seld á hagstæðu verði eins og gert var, þegar Skipulagsbreytingin varð hjá Volkswagen-verksmiðjunum, væri eðlileg mjög mikil dreif- ing, svo að öruggt væri, að allir þeir, sem vildu verða hluthafar, fengju keypt bréf, — og yfirleitt allir jafnmikið. En ef einstak- lingar stofna til almenningshluta- félags, myndu þeir naumast keppa að því, að dreifing hluta- fjárins yrði svo mikil, að flestir hluthafanna ættu e.Lv. aðeins nokkur þúsund krónUr, heldur mundi magn hlutafjár, sem hver einstaklingur fengi upphaf- lega keypt, verða hærra, væntan- lega ekki minna en nokkrir tug- ir þúsunda, þó að auðvitað væri ekki amazt við smærri hluthöf- um. □ Ekiki ætti að þurfa að hafa fleiri orð um það, hve auðvelt er að dreifa hlutafénu við stofn- un almenningshlutafélaga. Þar þarf ekki annað en ákvörðun stofnenda um það, að enginn fái að kaupa nema takmarkað magn hlutabrófa. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir, að bréfin safnist síðar á fáar hendur? Þau ganga kaupum og sölu á frjáls- um markaði; og gæti þá ekki farið svo, að fáir menn keyptu mikinn hluta þeirra? — Til er einfalt ráð til að fyrirbyggja það. Þannig mætti setja í stofnsamn- ing félagsins ákvæði um, að eng- inn mætti eiga nema einhverja ákveðna hlutafjárupphæð eða þá t.d. að enginn fengi greiddan arð nema af vissri hlutafjáreign, þannig að eilítill áhugi væri fyrir því að eiga meira. Til slíkra ráða ætti þó ekki að þurfa að grípa, heldur eingöngu að takmarka atkvæðisrétt hvers einstaks hluthafa, eins og raunar er lögákveðið, því að hlutafélaga lögin kveða svo á, að engiíin hluthafi geti farið með atkvæði fyrir meira en 20% hlutafjár, þótt hann eigi meira. Auðvitað yrði þessi takmörkun að vera mklu meiri í félagi, sem réttnefnt væri almenningshlutafélag. í Volkswagen er slík takmörkun svo mikil að enginn má fara með atkvæði fýrir meira en 1/10.000 hlutafjárins og enginn má greiða atkvæði samkvæipt umboðum fyrir meira en 1/50 alls hlutafjár. Svo mikil takmörkun kemur að sjálfsögðu ekki til greina hér í fámenninu, enda má vera, að í hinu þýzka fyrirtæki sé of langt gengið í dreifingu hluta- fjár og atkvæðisréttar, því að nauðsynlegt er, að allmargir hluthafar hafi verulega fjárhags- muni af því að fyrirtækið sé vel rekið og ríflegur arður greidd- ur. Hluthafarnir mega því ekki allir vera svo smáir, að þá muni lítið um arðinn, sem þeir fá og finnist naumast svara kostnaði að beita áhrifum sínum á stjórn félagsins. Þegar opin hlutaifélög verða stofnuð hér á landi, verða þeir, sem að því standa, að meta það, hve mikið þarf að dreifa hluta- fjáréign og atkvæðisrétti — og þeir, sem hyggja á hlutabréfa- kaup, þurfa að kynna sér ákvörð un stofnendanna áður en þeir gera upp hug sinn. f þessu efni hljóta ákvarðanir beggja aðila að byggjast á stærð félagsins, tilgangi þess og líkum fyrir því, hve almennur áhugi sé fyrir þátt töku. í því efni verða engar algildar reglur gefnar. En þegar'verið er að ræða um hættuna á því, að hlutafé safn- ist á fáar hendur í opnum hluta- félögum og þau verði þannig ekki til að dreifa efnahagsvald- inu, heldur jafnvel hið gagn- stæða, þá má líka á það minna, að þeir sem efnaðir eru hér- lendis, eiga yfirleitt ekki mikla lausa peninga, heldur er fé þeirra bundið í fasteignum og rekstri. Ef þessir aðilar ætluðu að kaupa hlutabréf í stórum stíl, yrðu þeir að selja aðrar eignir, svo að ekki væri um neina samþjöpp- un auðs að ræða. Eiginlegt al- menningshlutafélag mundi líka verða með mikilu hlutafé, naum- ast mikið undir 100 milljónum, og e.t.v. svo hundruðum milljóna skipti. Hér eru varla til menn, sem meirihlutavaldi gætu náð í slíkum félögum, jafnvel þótt eng ar takmarkanir væru á hluta- fjáreign og atkvæðisrétti. □ f þessum greinum hefur eng- in tilraun verið gerð til að af- marka, hvað talizt gæti almenn- ingshlutafélag og hvað ekki. Sannleikurinn er líka sá, að erfitt getur verið að greina á milli slíkra félaga og annarra hlutafélaga. Nafnið skiptir held- ur ekki meginmáli, en aldrei yrði þó talað um almennings- hlutafélög nema um verulega dreifingu hlutafjárins væri að ræða og rækilega frá því géngið, að smáir hluthafar væru ekki ofurliði bornir af fáurn stórum, heldur hefðu þeir raunveruleg áhrif á stjórn fyrirtækisins með atkvæði sínu. En hvaða líkur eru til, að opin hlutafélög verði stofnuð hér? Lagalegar forsendur eru þegar fyrir hendi til þess að slík fé- lög verði stofnuð með fullum árangri, og pólitískar forsendur ættu líka að vera lyrir hendi. Raunar er ástæða til að ætla, að allir íslenzkir lýðræðisflokk- ar mundu styðja almennings- hlutafélög. (Kommiúnistar uhdir strika nytsemi þeirra með and- stöðu við þau). Um Sjálfstæðis- flokkinn er það að segja, aS hann hefur þetta mál þegar bein- línis á stefnuskrá sinni. Alþýðu- blaðið hefur vikið að þeirri hug- mynd, að almenningshlutafélag yrði stofnað til að hrinda í fram_ kvæmd því miikilvæga verkefni að nota fyllstu og stórvirkustu tækni til að byggja ódýrara íbúðarhúsnæði, og í Tímanum hafa birzt greinar til stuðnings þessu máli. Það hefur líika verið rætt á fundum Framsóknar- manna og um áramótin birtist erindi, sem Rristján Friðriksson flutti á þeirra vegum, þar sem m.a. segir: „Nú kemur áð því, að sum verkefni eru þess eðlis, að þau krefjast stórra fyrirtækja, til þess að við verði komið nú- tíma tækni. Þar viljum við sem minnst beita ríkis eða bæja-auð- valdi, þó við teljum það ekki forkastanlegt í öllum tilvi'kum. Þess í stað ber að mynda opin hlutafélög. með almennri þátt- töku borgaranna, og þar á að vera skylda að greiða arðinn út til hluthafanna, þ.e.a.s. það sem fram yfir kann að vera hæfilegt varasjóðsframlag og nauðsynlega sjóði til endurnýjunar fram- leiðslutækjanna.“ í þessu landi deilnanna váeri sannarlega ánægjulegt, ef lýð- ræðissinnar gætu sameinast um eitthvert mikilvægt nýrnæli; og ástæða er til að ætla, að svo verði um stofnun almennings- hlutafélaga, sem hafin verði yfir pólitískt dægurþras. Að þvi ber að vinna til hags fyrir al- þjóð. — Fylgjendur einkarekstr- ar, samvinnu og „blandaðs hag- kerfis“ ættu allir að geta stutt hugmyndina um almennings- hiutafélóg. Ey. Kon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.