Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 8
€ '.!> C- X. ...» i S 8 Mt O R C U y B T. 4 O I Ð Fimmtudascur 23. marz. 1963 Opinber gjðld innheimt aí tekjum jafndðum Undirbúningi málsins væntanlega lokið á næsta ári — Tollskráin Framhald af bls. 1. Fleira en eitt gjald á hverri vörutegund. Svo sem ljóst má vera af þessu hvíJ.a yfirleitt fleiri en eitt gjald á hverri vörutegund. Á mörgum Iþeirra er vörumagnstollur og verðtollur, að viðbættu áíagi á þau gjöld, enn fremur innflutn- ingsgjald og innflutningssölu-, skattur auk tollstöðva og bygg- ingarsjóðsgjald. Á enn öðrum hvílir vörumagns- og verðtoHur með álagi en eigi söluskattur og innflutningsgjald. Yrði of langt mál að rekja alla möguieika, sem (hiér geta komið til greina. Mestu máli skiptir, að heild- argjöld á aðfluttum vörum geta samkv. gildandi lögum numið frá 0,1% af cif-verði og allt að 268%, og áður en lögin um laekk- un aðflutningsgjalda frá 1961 komu til framkvæmda komust heildargjöld hæst í um 300— 310% af cif-verði. >á má geta þess, að á einni vörutegund eru heildargjöld nú 344%. Brussel-skráin gildir í um 50 Iöndum. Núgildandi tollskrá er um form í höfuðatriðum sniðin eftir allþjóðlegiri fyrirmynd, sem Þjóðabandalagið lét á sinum tíma semja. Var ætlunin sú, að þátttökuþjóðirnar breyttu formi tollskráa sinria í þetta horf. Raunin mun hafa orðið sú, að tiltölulega fáar þjóðir hafa tek- ið þetta form upp. Eftir heimsstyrjöldina síðari hófst á ný alþjóðasamvinna í mörgum greinum og m.a. um tollamáiL Var undirrituð sam- þykkt um vöruflokkun í tol'l- skrám í Brussel 15. des. 1960. í þeirri samþykkt fólst m.a., að tollskrár hinna ýmsu landa skyldu samræmdar að formi til, og var á vegum hlutaðeigandi aðila samin toliskrárfyrirmynd, sem nefnd er í daglegu tali Brússel-skráin (Brússel nomen- elature). Framangreind samþykkt var á sínum tíma undirrituð af ís- lands hálfu, en gildistaka hér á landi var háð fullgildingu, en hún hefur eigi farið fram og er því samþyktin ekki bindandi fyr- ir ísland. Segja má þö, að í und- irrituninni fælist viljayfirlýsing um að taka þetta kerfi upp, ef það þætti henta eftir nánari at- hugun. Er nú fyrirhugað í sam- bandi við hina nýju tollskrá að fullgilda samþykktina . Nú er svo komið, að öll lönd Vestur-Evrópu að undanskildu fslandi hafa tekið upp Brússel- skrána, og munu alls um eða yfir 50 þjóðir hafa komið henni á hjá sér. Sameinuð í einn verfftollstaxta. Gert er ráð fyrir í frumvarp- inu, að sameinuð verði í einn verðtollstaxta eftirtalin gjöld: Vörumagns- og verðtollur ásamt álagi á þau gjöld, enn fremur söluskattur af innfluttum vörum svo og innflutningsgjald, töll- stöðvagjald og byggingarsjóðs- gjald. f>ar eð tvö síðast talin gjöld renna eigi í ríkissjóð, er la'gt til, að þau verði greidd í hlutaðeigandi sjóði sem ákveð- inn hundraðshluti af innheimt- um verðtolli. f>ó er vörumagns- tollur á örfáum vörufegundum. Á hinn bóginn er til þess ætlazt, að innflutningsgjald af benzíni og svonefnt gúmmigjald verði framvegis innheimt sérstaklega eins og hingað til, en rafmagns- eftirlitsgjald af innfluttum vör- um, svo og matvælaeftirlitsgjald verði iagt niður. Rafmagnseftir- litsgjaldið nam 900 þús. 1961 og snatvælaeittirlitsgjaldið 96 þús. kr. Þá er þess einnig að geta, að ekki er innifalið í verðtolli gjald af innfluttum bifreiðum og bifhjólum, samkv. 16. gr. laga nr. 4/1960 um efnahagsmál. Hámarkstollur 125%. Hámarkstolluir i frumvarpinu er 125% eða hinn sami og í lög- um uim lækkun aðflutningsgjaida 1961. Af þessu leiðir, að í til- lögunum er gert ráð fyrir laekk- un tolla á mörgum vörum, sem eru með hærri toll en 125% (er hér sem annars staðar mið- að við þau gjöld, sem verðtoli- ur kemur í staðinn fyrir) og lögin frá 1961 tóku ekki til. Á sumum þeirra hefur tollur ver- ið færðujk niður í 125% og á öðrum niður fyrri það og jafn- vel niður fyrir 100%, ef ástæða hefur þótt til vegna samræming- ar eða af öðrum orsökum. Að því er snertir aðrar vörur, þær sem eru fyrir með heildartoll lægri en 125%, hefur aðal regl- an verið sú, að tollur hefur ver- ið settur nálægt núgildandi tolli og látið standa á heilum eða ■hálifum tug. Þó eru nokkxar vör- ur með 1, 2, 3 eða 4% toll. En þó að algengast hafi ver- ið að setja tollinn nálægt nú- gildandi heildartollprósentu, eru fjölmargar undantekningar f rá þeirri reglu, og eru þær miklu fleiri til lækkunar en til hækk- unar. Hér hefur samræmingar- og lagifæringarsjónarmið iláðið miklu, en einnig hafa verið lækk aðir tollar á ýmsum vörum, og hafa þar ráðið sömu sjónarmið og við setningu laganna frá 1961, sem áður er getið. Þá hafa og verið lœkkaðir tollar á ýmsum vörum, sem taldar voru með ó- hæfilega há aðflutningsgjöld. Það skal tekið fram, að fjárþarf- ir ríkissjóðs hafa sett slákum tollalækkunum þrengri skorður en æskilegt hefði verið. Alg«ngasta tollpróscntutalan 35 % Aligengasta tollprósentutalan í frurrivarpinu er 35%. Er sá toll- ur á flestum hrávörum og öðr- urn rekstrarvörum til innlends iðnaðar, nema til sjávarvöru- og landbúnaðarvöruiðnaðar. Enn fremur er þessi tollur almennt á byggingarvörum, iðnaðarvél- um, ýmsum tækjum og fjölmörg um öðruim vörum. Segja má, að 3'5% tollur hafi yfirleitt verið settur á vörur, sem hafa slopp- ið við innflutningsgjald. Vörur í þeim flokki eru flestar nú með 33-37% heildartolli, en allmikið hefur kveðið að því að vörur með hærri, stundum mjög háum, heildartolli hafi verið færðar niður í 35% vegna þess að þær eru taldar eiga heima í þeim gjaldflokki. Á hinn bóginn hafa einnig nokkrar vörur með 30% toll eða lægri verið færðar upp í 35% vegna þess, að hliðstæð- ar vörur fá þann toll. í sumum tilfell'um* hafa þó vörur, sem vegna skyldleika síns við aðrar vörur hefðu átt heima í 35% flokki verið settar í 30% eða 25% vegna þess, að þær hafa verið með um 20% toll og ekki hefur verið talið rétt að hækka þær í 35%. Fyrir neðan 35% eru svo fjöl- margar vörur, sem frá upphafi hafa verið tollaðar eða síðar verið settar í lágtollaflokk (að- allega við tollskrárbreytinguna 1954). Hér hefur tollur yfirleitt verið settur sem næst því, sem hann er nú, þótt allmörg frávik séu frá þffirri reglu. Fyrir ofan 35% eru vörur, sem auk innflutningssöluskatts eru nú með innflutningsgjald eða með háan toll án innflutn- irigsgjalds. Þar kveður langmest að fullunnum neyzluvörum, sem flestar hafa verið með innflutn- ingsgjaldi. Trave dreginn til Reykjavíkur LANDHELGISGÆZLAN hefur verið beðin um að draga þýzka togarann Trave til Reykjavíkur, en hann strandaði við Vest- mannaeyjar um sl. mánaðamót. í Reykjavík á að fara fram viðgerð á togaranum, en hann verður ekki dreginn þangað fyrr en trygging fyrir skilvísri greiðslu á umsömdum eða dæmd um björgunarlaunum liggur fyr- ir, svo og vottorð um að togar- inn sé sjófær. Á FUNDI Sameinaffs þings í gær skýrffi Gunnar Thoroddsen fjár- málaráffherra frá athugunum, sem nú standa yfir á vegum ríkis stjórnarinnar til undirbúnings því, aff útsvör, skattar og önnur oPinber gjöld verffi innheimt af tekjum skattþegna jafnóffum og þær falla til. Kvaffst ráðherrann þess mega vænta, aff unnt yrffi aff leggja fyrir Alþingi frum- varp um þetta efni á næsta ári, að loknum ýtarlegum undirbún- ingi málsins. Krefst mikils undirbúnings. Fjármálaráðherra ræddi allýt- arlega um ýmsa þætti þessa máls í tilefni fyrirspurnar frá Eggert G. Þorsteinssyni um hvað undir- búningi þess liði. Þ.á.m. skýrði ráðherrann frá því, að yfirgrips- miklar athuganir væru nauðsyn- legar, til þess að umrædd skipan yrði tekin upp. í Noregi hefði t.d. verið búið að vinna að málinu í AKUREYRX, 25. marz. H.M.S. RUSSEL, sem kom mik- iff viff sögu, er landhelgisdeilan viff Breta var sem hörffust, er nú i síðustu eftirlitsferff sinni viff íslandsstrendur. Skipið er á för- um til Bretlands til gagngerffrar viffgerffar og breytinga og mun ekki vera væntanlegt aftur til núverandi ætlunarverks síns viff Ísland. Fréttamönnum gafst kostur á að ræða um stund við Allan Snell, skipherra, er Russel lá við bryggju á Akureyri á sunnu- daginn. Hann kvað skipið hafa byrjað eftirlitsstörf hér við land í janúar 1958, en sjálfur hefur hann haft stjórn þess á hendi í tæp tvö ár. Hann kvaðst jafnan hafa haft íiina ágætustu sam- vinnu við yfirmenn íslenzku land helgisgæzlunnar og óarðskip- anna og hafa eignazt góða kunningja í þeirra hópi. Sér- staklega minntist hann þess með ánægju, er hann flutti Eirík Kristófersson til Bretlands í vet- ur, er hinn íslenzki sægarpur sótti heimboð Barry Andersons, sem var yfirmaður á Russel, þegar „þorskastríðið“ brauzt út. Á Russel er 140 manna áhöfn, í sömu flotadeild eru þrjár frei- gátur aðrar, Duncan, Malcolm og Palliser. Skipið sem mun leysa Russel af hólmi, heitir Keppel. Eftirlitsskipin skiptast á um varðgæzlu og eftirlit m.eð brezk- um togurum við ísland og Norð- ur-Noreg, eru ýmist eitt eða tvö á sveimi á þessum slóðum í senn, meðan bin eru í heimahöfn. ' 6—7 ár, þegar löggjöf um það hefði verið sett árið 1952, en hið nýja innheimtukerfi hefði síðan komið til framkvæmda þar í árs- byrjun 1957. Sl. haust kvaðst ráð herrann hafa kynnt sér athuganir, sem yfir stæðu í Danmörku, m.a. rætt við danska fjármálaráðherr ann og aflað gagna. í framhaldi af því hefði undirbúningur málsins verið falinn ríkisskattstjóra, sem hefði hann nú með höndum og yrði honum hraðað eftir föngum. Ef sú ríkisstjórn, sem færi með völd hér á næsta ári, hefði áhuga á málinu, ætti að vera unnt að flytja um það frumvarp á því ári og mætti þá a.ö.l. láta kerfið koma til framkvæmda í ársbyrj- un 1965. Fleiri kostir en gallar. Enda þótt gjaldainnheimta jafn óðum hefði reynzt hafa nokkra erfiðleikaií för með sér og væri kostnaðarriieiri í framkvæmd, Snell skipherra kvaðst saíkna margs, er hann hverfur nú frá íslandsströndum, séi’staklega í YFIRLITSSKÝRSLU bygginga fulltrúa Kópavogskaupstaðar um byggingu íbúðarhúsnæðis á ár- inu 1962 töldust í ársbyrjun í byggingu 431 íbúð, þar af full- gerðar á árinu 137 íbúðir — samtals 56.594 m3, en hafin bygg- ing á 87 íbúðum, sem verða 39.- 986 m3. í byggingu I ársbyrjun 1963 eru 381 íbúð, samtals 158.858 m3, þar af fokheldar eða lengra komnar 272 ibúðir, samtals 111.- 828 m3. Af opinberum byggingum voru í smíðum í árslok 5 hús — sam- tals 14.453 m3, og var hafin bygg- ing á einni, þ.e. 1. áfanga heilsu- verndarstöðvar — 2.354 m3. — Tvær byggingar fullgerðar, þ. e. 2. áfangi Gagnfræðaskólans 2.250 m3 og Kópavogskirkja 2.400 m3, en ófullgerðar fjórar, þ. e. Fé- lagsheimili, Dagheimili, Heilsu- verndarstöð og Pós.t- og sím- stöðvarhús, þar af fokhelt eða lengra komið 12.157 m3, og af því þegar tekið til fullra afnota 4.240 m3. — Við árslok voru í byggingu 15 iðnaðarhús — samtals 38.862 m3, kvað GTh það eindregna skoðun sína og sannfæringu, að þessi skip an hefði miklu fleiri kosti en galla. Hefði fyrirkomulag þetta þegar verið tekið upp í Englandi, írlandi, Þýzkalandi, Austurríki, Hollandi, Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu, auk þess sem það væri víðar í undirbúningi. Skattafdráttur — áfdráttarskattur í ræðú ráðherrans kom það m.a. fram, að hann hefði leitað til skattstjórans í Rvík, Halldórs Sig fússonaT um uppásturigu um ís- lenzkt heiti á skattheimtufyrir- komulag þetta. Hefði skattstjór- inn m.a. bent á orðið „afdráttur*4 í þessu sambandi, en það væri gamalt í málinu, hefði verið not að í skyldri merkingu af Magnúsi Stephensen í Klausturpóstinum. Mætti þá tala um t.d. afdráttar- skatt eða skattafdrátt, eftir sam- hengi hverju sinni. Að ræðu ráðherrans lokinni þakkaði fyrirspyrjandi greinar- góðar upplýsingar og lét í ljós von ir um góðan framgang málsins. Hið sama gerði próf. Ólafur Björnsson, sem þó kvaðst áður hafa verið nokkuð vantrúaður á fyrirkomulag þetta, vegna þess kostnaðarauka, sem því fylgdi við innheimtu. hefði veðráttan í vetur verið ævintýri líkust. Áhöfn Russels mun nú öll tvístrast og fá önn- ur verkefni í brezka flotanum. Sjálfur kvaðst skipherrann fara í land og taka við forstöðu þjálf- unarstöðvar og herskóla flotana í Suffolk, er heim kæmi. Sv. P. þar af hafin bygging 9 húsa, samtals 24.873 m3, en lokið bygg- ingu 8 húsa, samtals 14.303 m3. í ársbyrjun 1963 teljast 1 byggingu 7 iðnaðarhús, samtala 20.559 m3, þar af fokhelt eða lengra komið, 18.141 m3, og þeg- ar tekið til fullra afnota 1.110 m3. — Bæjarráð Kópavogskaupstaðar ákvað á fundi sínum 12. marz sL úthlutun 115 lóða til byggingar íbúðarhúsnæðis fyrir samtals 155 íbúðir, sem skiptist þannig: 45 lóðir fyrir keðjuhús. 48 lóðir fyrir einbýlishús. 19 lóðir fyrir tvíbýlishús. og lóðir fyrir 3 stigahús á fjöl- býlislóðum. Með tilliti til skilyrða bæjar- ráðs fyrir úthlutun lóða til íbúð- arhúsnæðis má búast við, að hafnar verði byggingar á öllum þessum lóðum á árinu 1963. —■ Unnið er að skipulagningu iðn- aðarsvæða bæjarins og hefur bæjarráð þegar úthlutað nokkr- um lóðum til byggingar iðnaðar- húsnæðis. ' (Frá skrifstofu bæjarstjóra) H.M.S. RUSSEL. „Russel" hverfur af Islandsmibum Byggmgaíramkvæmdir ■ Kópavogi á s.l. ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.