Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. marz 1963 Hjalpræðislierinn er kirkja á gangstéttinni í JANÚARMANUBI í fyrra Auður Eir með börn sín, Yrsu og Döllu. „Eru þessir fundir vel sótt- ir?“ lauk Auður Eir Vilhjálms- dóttir guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands, önnur íslenzkra kvenna. Hún sagði þá við blaðamann Morgunblaðsins, að hún hefði ekki í hyggju að sækja um brauð fyrst um sinn og var fáorð um framtíðarfyr- irætlanir sínar. Fyrir forvitni sakir hringdum við um dag- inn til guðfræðingsins og spurðum, hvað á daga hennar hefði drifið síðasta árið. „Hvað ég hef verið að gera?“ hváði Auður og heyrð- ist varla í henni fyrir nálæg- um barnsgráti. „Það má riú heyra minna.“ Það kom sem sé á daginn, að þeim Auði Eir og Þórði Erni Sigurðssyni, mennta- skólakennara, varð dóttur auð ið hinn 7. apríl sl. og er sú nefnd Yrsa. Þau áttu eina . dóttur fyrir, Döllu, sem nú er nýlega fimm ára. Einnig kom í ljós, að frúin vinnur enn-hjá kvenlögreglunni og á árinu var hún vígð í Hjálpræðisher- inn og hefur æskulýðsstarf innan hersins með höndum. ★ • ★ „Jú, ég hef hitt mikið af fólki, sem tekur því sem sjálfsögðum hlut að ég gengi í Hjálpræðisherinn, og þetta þykir mér gott fólk og víð- sýnt. Yfirleitt hef ég fundið mikla velvild til Hersins," sagði Auður Eir nokkrum dög um síðar, þegar við spjölluð- um saman. „En sumir hristu höfuðin. Ég veit ekki hvers vegna. Líklega vegna þess að þeir halda að Hjálpræðisher- inn sé sértrúarflokkur. En það er misskilningur. Hjálp- ræðisherinn vinnur innan kirkjunnar hér og víðar og boðskapur hans og lúthersku kirkjunnar er raunar sá sami. f Noregi er Hjálpræðisherinn t. d. nefndur hinn útrétti armur kirkjunnar." „Lætur hjálpræðishersfólk t.d. gifta sig í kirkjunni?“ „Já, já, auðvitað, þar sem Hjálpræðisherinn stendur inn- an kirkjunnar. Við erum með- limir lúthersku kirkjunnar og þiggjum þar skírn, fermingu, giftingu, greftrun og altaris- sakramenti. En eftir brúð- kaupið er höfð vígsluathöfn í Hjálpræðishernum, nýskírð börn eru líka blessuð í Hjálp- ræðishernum, og fyrir jarðar- för í kirkju fer fram athöfn I húsi Hersins. Barnahermenn láta stundum vígja sig sem fullgilda hermenn á ferming- ardaginn". „Og hvað þýðir það fyrir þau?“ „Þá vinna þau sitt her- mannaheit. Þau lýsa því yfir að Guð faðir sé konungur þeirra, Jesús Kristur frelsari Samtal við guðfræðinginn og lögreglu- konuna Auði Eir Vilhjálms- dóttur þeirra og heilagur andi leið- togi þeirra, traust og styrkur. Þau heita því fyrst og fremst að rækja trú sína og efla, að vera trú Guði og Hjálpræðis- hernum og helga sig því að vinna aðra fyrir Krist. Þau heita líka algjöru bindindi á áfenga drykki. Og þar með er baráttan hafin, en tækifærin til að vinna eru sannarlega mörg“. „Lætur Herinn liðsmönnum sínum einkennisbúning í té endurgj aldslaust? “ „Nei, við verðum að kaupa þá sjálf, líka foringjarnir, sem helga Hernum starf sitt nótt sem dag“. „Og hvað segið þið um annað líf?“ „Hvað segir Biblían um annað líf? Hún heitir eilífu lífi fyrir trú á Jesúm Krist — og aðeins fyrir þá trú. Hún boðar glötun án þeirrar trúar. Það er þess vegna, sem við förum út á götur og torg, til að vera kirkjan á gangstétt- inni, til að kalla til þeirra, sem vilja ekki koma“. „Finnst þér Herinn vera virkari þátttakandi í bæjar- lífinu en þú hélzt áður?“ „Já. Það er auðvitað ekki mitt hlutverk að hrósa Hjálp- ræðishernum. En það var einmitt eitt af því, sem dró mig að Hernum, að þar var unnið af ósérhlífni og unnið í kyrrþey, þar fann ég mikla víðsýni en litla hleypidóma". „Viltu nefna eitthvað af starfsemi Hjálpræðishersins?“ „Fyrst og fremst prédikun- arstarfið. Sem alheimshreyf- ing rekur Hjálpræðisherinn barnaheimili, elliheimili, mæðraheimili o. s. frv. út um allan heim, gefur út Herópið, starfrækir umfangsmikla leit- arþjónustu að fólki, sem lengi hefur ekkert spurzt til o. fl. Hér eru rekin 3 gesta- og sjó- mannaheimili o. fl. En mark- miðið með öllu starfi Hjálp- ræðishersins er að boða Jesúm Krist, allt starfið er. knúið á- fram af lönguninni til að vinna einstaklinginn fyrir Jesúm. Hjálpræðisherinn lítur ekki á þjóðfélagsstarf sitt eða fjölmennar útisamkomur sem beztan árangur af starfinu, heldur á syndarann við bæna- bekkinn". „Og heldurðu að enn sé sama þörf fyrir Hjálpræðis- herinn og. í upphafi?" - „Já, ég er viss um það. Tímarnir hafa auðvitað breytzt mikið og þjóðfélags- starfið hlýtur að breytast með breyttum kröfum. En annars á Hjálpræðisherinn ekki að breytast — hann á alltaf að vera hjálpræðis-her, og á með- an neyð er til og meðan sýnd er til er þörf fyrir hjálpræðis- her“. „En hvernig stóð á því að þú kaust frekar að starfa inn- an Hersins en t.d. KFUK, þar sem þú starfaðir áður?“ „Það var köllun Guðs. Ég get ekki svarað spurningunni öðruvísi. Ég kynntist Hjálp- ræðishernum fyrir alvöru i Edinborg fyrir 3 árum, þegar ég dvaldist þar með manni mínum. En mér þykir eftir sem áður jafnvænt um KFUK. Hvernig ætti annað að vera?“ „Og þú hefur með æsku- lýðsstarfið í Hernum að gera?“ „Já. Við höldum fundi á hverju þriðjudagskvöldi og þangað mega allir koma á aldrinum 14—30 ára. Á fund- unum förum við í leiki, flutt- ir eru smá fræðsluþættir, fyr- irlestrar, lesnar sögur, leiknar plötur, talað saman, hafðir vinnufundir, sungnir her- söngvar o. s. frv. Og ekki má gleyma Biblíulestrinum, sem er aðalatriðið". „15—30 á fundi. Ungt fólk, bæði utah Hers og innan“. „En segðu mér eitt, hvaða hlutverki þjóna vitnisburð- irnir á Hersamkomum?" „Þeir eru til þess að gefa hinum kristnu tækifæri til að játa trú sína og gefa viðstödd- um tækifæri til að heyra um persónulega reynslu hinna * „En svo við vendum okkar kvæði í kross. Hvað viltu segja mér af starfi þínu í kven lögreglunni, þú ert búin að starfa þar lengi?“ „Já, við og við á námsárum mínum og óslitið síðan í októ- ber“. „Eru margar lögreglukonur í Reykjavík?“ „Við erum þrjár, tvær eru úti við og ein í skrifstofunni“. „f hverju er starfið fólgið?“ „Verksvið okkar er að leið- beina stúlkum sem eiga í erf- iðleikum". „Það er sjálfsagt við mörg vandamál að glíma?“ „Ekki get ég neitað því; ég vona bara að við fáum bráð- um stúlknaheimili“. „Hefiurðu ekki lítinn tíma til að sinna heimilinu jafn- framt vinnunni?“ „Það læt ég állt vera. Ég byrja ekki að vinna fyrr en eftir hádegi og vinn til fimm. Ég hef alveg ágætis konu, sem sér um börnin fyrir mig með- an ég er í vinnu. Morgnarnir fara í að stússast kringum börnin, elda matinn og tala við eldri dóttur mína. Og það verð ég að segja, að guðfræði- menntun mín hefur komið mér að hvað beztum notum við að svara spurningum dótt- ur minnar. Ég þarf stundum að vinna á kvöldin, heimsækja danshús og sjoppur“. „En segðu mér eitt að lok- um. Heldurðu að samband þitt við Herinn geti orðið þér fjöt- ur um fót, ef þú tekur prests- vígslu og tekur að þér venju- leg prestsstörf?“ „Nei, þvert á móti. Ég held það hljóti að verða mér ó- metanleg hjálp. Ég get ekki orðið prestur nema lifa dag- lega í og af orði Guðs. Og þú veizt það er margt, sem togar mann burtu. Þess vegna þarf maður aðhald, og það hef ég í Hjálpræðishernum, hvatningu og uppörvun, þar finn ég gróðurmold fyrir trúna mína“. Hg. Bjarni Kjartansson BJARNI Kjartansson, kaupmað- ur, var fæddur hinn 25. október 1905 að Hömrum í Þverárhlíð í Mýrarsýslu, og ólst þar upp. For- eldrar hans voru hjónin Kjart- an Bjarnason, ættaður úr Hvít- ársíðu, og Kristín Árnadóttir. Tvö systkini Bjarna eru búsett hér í bæ, þau Margrét Kjartans- dóttir og Guðbjörn Kjartansson. Kvæntur var Bjarni Margréti Sigurjónsdóttur, sem lifir mann sinn. Var heimili þeirra á Hóls- vegi 11 hér í bænum. Stundaði Bjarni sjómennsku á yngri árum og sjóróðra á smá- bátum. Var hann um skeið for- maður smábátaeigendafélagsins Björg. í Sjómannadagsráði var hann frá stofnun þess. Lengst af hafði Bjarni sjálf- stæðan atvinnurekstur á hendi og rak nú síðustu árin húsgagna- verzlun á Hverfisgötu 50 hér í bænum. Bindindismálin voru Bjarna mjög hjartfólgin og varði hann miklum tíma til starfa á þeim vettvangi. Hann var meðal stofn enda Reglu Músterisriddara hér á landi, var um skeið varafor- maður Reykjavíkurdeildar Bind- indisfélags ökumanna. Á síðast- liðnu sumri, er hann hafði þeg- ar kennt þess sjúkdóms, sem varð banamein hans, vann hann að undirbúningi að vegaþjón- ustu B.F.Ö. En mest mun hann hafa unnið að félagsmálum í þágu Góðtemplarareglunnar. Við sem vorum með honum og konu hans í stúkunni „Dröfn“ undan- farin ár, eigum margar góðar endurminningar frá þeim árum. Fór þar saman virðing hans fyr- ir tilgangi og siðum Reglunnar, einlæg fórnarlund og mikill starfsvilji. Bjami Kjartansson lézt 23. þ. m. eftir þunga legu og verður jarðsunginn í dag kl. 3 frá Foss- vogskirkju. Við þökkum þér samveruna, Bjarni. Blessuð sé minning þín. Félagar í stúkunni „Dröfn“. Lætur sér næp;ja Dettifoss ÁSBJÖRN Ólafsson, heild- sali, ferðast mikið milli landa eri aldrei nema með Gullfossi. Lætur það þó ekki hamla för sinni í þetta sinn, þó Gúllfoss sé brunninn en lætur sér nægja Dettifoss. Fer Ásbjörn með hon- um á þriðjudag til Rotterdam og Hamborgar, þar sem hann fer af skipinu og heldur til Kaup- 1 mannahafnar. Týndi sparifénu sínu TÓLF ára gamall hafnfirzkur drenguir var í gser á leið í Spari- sjóð Hafnarfjarðar, þar sem hann ætlaði að leggja inn á siparisjóðs* bók sína aura, eem hann átti sjálifur. Er hann gekk niður Merk urgötu og var korninn á mót* við slökkvistöðina varð hann þess var að hann hafði týnt rúmum þúsund krónum innan úr bókinni. Þótt hann gengi þá þegar til baka sömu leið varð leit hans árangurslaus. Ef einhverjir hafa fundið þessa peninga, eru þeir vinsam- legast beðnir að skila þeim til lögreglunnar, svo pilturinn geti komið þeim á þann stað, sen* þeim var upphaflega ætlaðux.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.