Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 3
3 Fimmtudagur 28. marz 1963 MORCVTSBLAÐIÐ Akranes: Aflinn í gær var alls 190 tonn. Aflahæstir voru og jafn- ir þessir fjórir bátar: Ver, Sigurður, Ólafur Magnússon og Reynir, með 18 tonn hver. Allir bátar eru á sjó í dag. — Oddur. Stykkishólmur: Enginn bátur hefur verið á sjó héðan í dag vegna norðan hvassviðris, en undir kvöldið hefur létt til og er búizt við að bátar rói í kvöld. Afli hef- ur undanfarið verið góður, og fimm vélbátar róa héðan, allir með net. Frost var í nótt nið- ur á jafnsléttu, en eftir há- degi kom þíða, þótt fjöll séu enn alhvít. — Árni. Flateyri: Hér hefur verið ágætur steinbítsafli hjá línubátum það sem af er þessum mánuði, en steinbíturinn kom í ár ó- venju snernma, eða þegar um mánaðamótin, og hrotan stað- ið óvenju lengi. Steinbíturinn er alls staðar úti af Vestfjörðum núna, en Fisklöndun í Vestmannaeyjum. (Ljósm. Sigurgeir Jónasson) Góður afli á Vesturlandi, lélegur norðan og austan mestur afli í Látraröstinni. Einn bátUr fékk fyrir skömmu 330 steinbíta á 400 öngla, og gefur það Ijósa hugmynd um hversu mikill fiskur er. Nokkr ir smábátar er þegar byrjaðir að róa með línu og hafa feng- ið mjög góðan afla. Einn bát- ur jær með net og hefur feng- ið ágætan afla, allt upp í 30 tonn í róðri. — Kristján. Súgandafjörður: Hér hefur undanfarið verið reytingsafli, 6—14 lestir af steinbít á bát. í dag er land- lega, en tíð hefur annars verið góð og gott sjóveður. Fiskur- inn hefur verið sóttur vestur undir Barða og suður undir Bjarg. Einn smábátur hefur tvisvar farið á sjó en afli ver- ið heldur tregur, enda lent með línuna í miklum straum í bæði skiptin. — Jón. ísafjörffur: Hér var ágætur afli framan af mánuðinum, en hefur verið sáratregur síðustu daga og nær eingöngu steinbítur. Einn bátur héðan og annar úr Hnífsdal hafa verið á netum, og afli þeirra verið góður. — Garðar. Hólmavík: Hér hefur verið mjög dauft yfir aflabrögðum um tima. Línubátar hafa skipt yfir á net, en sáralítið veitt samt og nokkrir farnir héðan til að reyna fyrir sér annars staðar. — Andrés. Skagaströnd: 3 heimabátar og einn að- komubátur frá Hólmavík, róa nú héðan og er afli heldur að glæðast. Enginn afli hefur verið hér fram að þessu síðan um miðjan febrúar og síðustu vikurnar höfðu sjómenn varla fyrir því að sækja sjóinn. 3 bátar héðan eru farnir suð ur á vertíð og verið er að ljúka við að skipta um vél í m.b. Hrönn, sem er á förum {suður í vikulokin. Heimabátarnir, sem hér eru eftir, eru allir litlir, 18—20 tonn, einn þeirra er á línu og tveir róa með net. — Þórður. Siglufjörffur: Frekar slæmt sjóveður hef- ur verið hér undanfarið, en nokkrir bátar hafa þó róið á línu og einn bátur með net. Aflinn hefur verið rýr, eitt til tvö tonn á bát, en þeir eru yfirleitt um 60 tonn. Einn bát ur er hættur og líklega farinn að huga að síldveiðum en leikmenn hér búast við að síldarvertíð hefjist hér í fyrra lagi. 5 bátar róa héðan núna, og einn bátur hefur verið leigður suður á land. Nokkr- ir trillubátar hafa róið þegar gæftir hafa verið. Togarinn Hafliði hefur verið að veiðum undan Norðurlandi og kom inn með rúm 100 tonn úr síð- ustu ferð. Annars hefur her verið einmunatíð í allan vetur og varla hægt að segja að hér hafi gætt nokikurs vetrar.. — Stefán Hornafjörffur: Hér hefur verið mjög léieg- ur afli, enda aldrei sjóveður fyrir línu- eða færabátana. 3 bátar róa héðan á net, 3 á línu og 3 á handfæri. Allir að- komubátar eru farnir héðan. Fyrrihluta marz komu hér á land 335 lestir úr 70 sjóferð- um, en síðan um áramót hafa aðeins komið 1947 lestir úr 331 sjóferð. Nú eftir miðjan mánuðinn hafa bátarnir feng- ið einn góðan róður. — Gunnar. Vestmannaeyjar: Aflabrögð hafa hér héldur verið að glæðast undanfarna daga, en hins vegar hefur ó- tíð truflað þau nokkuð, því bátarnir hafa sjaldnazt get- að vitjað daglega né hreinsað vel um netin. í gær var lík- lega einn skársti afladágurinn á vertíðinni, enn þess ber þó að gæta, að hjá mörgum bát- um var um tveggja nátta fisk að ræða. Sumir bátar komu með góðan afla, yfir 30 lestir, en mun minna hjá öðrum. Heildaraflinn í gær var liðlega 1000 lestir af um það bxl 60 netabátum. Tveir bátar fengu feiknarafla í þorsk nót, Ófeigur og Hringver, báð ir yfir 40 lestir. Botnvörpu- vbátar hafa ekki getað verið að vegna veðurs, en handfæra ir, þá sjaldan þeir hafa kom- bátar hafa ekki getað verið izt út. Það hefur hjálpað neta- bátunum á hve grunnu vatni netin eru lögð. — Björn. Þorlákshöfn: HÉR hafa landað 7-9 bátair að undanförnu, og afli um 100 lestir á dag. Tíðin hefur ver- ið ansi rysjótt og ekkert stór- fiskirí komið enn. Hæstur í gær var Haförn úr Vestmanna eyjum, sem var með 17 lestir. Allir bátar voru á sjó í dag þótt sjóveður væri ekki gott er á leið daginn og kl. 8 voru fimm bátar komnir að með afla frá 1600 kg til 13,5 lest- ir. Fjórir eru ekki enn komn- ir að enn biða utan við höfn- ina vegna þess hve sjólag er vont við bryggjuna. ■— Magnús. Sandgerði: ENGIN veiði hefur verið hér á línubátunum síðan í febrúar og undanfarna daga hefur verið slæmt sjóveður. Mikill fiskur kom með loðn- unni, sem reyndar ekki kom nema nótabátunum að gagni, og aflabrögð vægast sagt ver- ið mjög léleg að undanförnu 9 bátar róa með net, 8 með línu, 3 með nót og einn látill bátur er á handfærum. í gær var aflinn heldur að glæðast hjá netabátunum og í dag eru allir bátar á sjó, þótt veður sé ekki sem bezt. — Páll. Keflavík: HJÁ Keflavíkurbátum hafa verið lélegar gæftir og lítill afli að undanförnu. Flestir bátarnir róa með net og mesti afli í gær var 11 tonn. 2-3 bátar hafa róið með þorsknót en lítið getað athafnað sig. Linubátar voru á sjó í dag og hafa um 6-10 tonn en hafa lítinn frið fyrir togurum. Hafnarfjörffur: UM 20 bátar leggja nú upp í Hafnarfirði og róa allir með net. Mjög litill afli hefur bor- izt á land undanfarið, enda hafa gæftir verið lélegar og líti ðum fisk. Eldborgin sem hefur róið með þorsknót lá inni siðustu viku vegna gæfta leysis, en fór út í morgun. Reykjavík: í Reykjavík hafa aflabrögð netabátanna verið góð þó mis- jöfn að undanförnu. í gær- kvöldi var von á tveimur bátum með mjög góðan afla, Hafþór með um 55 lestir, en hann yrði þá jafnframt afla- hæsti báturinn héðan, og Helga með 40—50 lestir. Bæði Hafiþór og Skagfirðingur munu í gær hafa losað 500 tonn á þessari vertíð. Sumir bátairnir sækja vestur undír Jökul og koma þá með tveggja nátta fisk, en aðrir suður í Röst. Nótabátarnir eru nú all* ir komnir á síld og kom Haf- rún með 400 tunnur og Hann- es Hafstein með um 700. í gær var éljagangur á stóru með krapahríð. Norðaustan svæði hér suður og suðvestur lands létti til með suðaustan undan. Náði þetta veðurlag til golu upp úr hádeginu um leið Suðurlands, og á Vestfjörðum og samskilin, sem sjást á kort var allhvöss norðaustanátt inu, færðust vestur eftir. SIAKSTEIWII Atvimmuileysi eða virmuþrælkun Alþýffublaffiff birti í gær greini upp úr málgagni Alþýffuflokks- ins í Vestmannaeyjum. Er þar rætt um áróffur stjórnarandstöff- unnar varffandi vinnumálin, og kon-dzt að orffi á þessa leið: „Fullyrffingar stjórnarandstæff- inga um vinnuþrælkun eru ó- neitanlega dálítiff broslegar, þeg- ar haft er í huga, hvað söma menn sögðu, þegar efnahagsráð- stafanir núverandi ríkisstjórnar voru til umræðu á Alþingi. ★ Þá fundu stjómarandstæffing- ar viffreisnarráffstöfunum þaff hvaff mest til foráttu aff þær myndu draga mjög úr eftirspurn eftir vinnu, aff aukvinna myndi hverfa með öllu og fullyrt var að mikiff atvinnuleysi myndi skapast. Samtímis var svo vinstri stjórninni hrósaff á hvert reipi fyrir, hve aukavinna hefði ver- iff mikil í tíff hennar. Þessum hrakspám. og fullyrffingum vax svo haldið linnulaust áfram, af mismunandi mikilli andagift. aff sjá hungurdauða í stóriun stíl framundan, sbr. kenninguna um móðuharffindi af manna völd- um“. ÓÍSu reyk Blaffið heldur áfram: „Aff lokum fór svo, aff ekki nokkur lifandi maður var far- inn aff taka mark á þessum áróðri. Reynslan sýndi, aff stjórn- arandstæðingar óffu reyk í þessu máli, eins og svo mörgum öðr- um. Nú voru góff ráff dýr. — Ekki mátti viffurkenna a® mönnum hefffi missýnzt, því þá hefffi trú manna á óskeikulleik forystunnar beðið alvarlegan hnekkL ★ Þá var þaff aff einhverjura snjöllum manni datt í hug Iausn- arorðiff: VINNUÞRÆLKUN. —. Nú var allt í einu hætt viff at- vinnuleysiskenninguna og vinnu- þrælkunarkenningin tekin í not- kun i staffinn. Hugmyndaflugið ríffur ekki viff einteyming, þegar hætt er aff lýsa satra timabili sem tíma- bili atvinnuleysis, samdráttar og móðuharðinda annars vegar og tímabili vinnuþrælkunar hins vegar“. Njósnir Kússa og kommúnista Síðan uppvíst varff um njósn- ir Rússa og Tékka hér á Isiandi hafa augu margra íslendinga opnazt fyrir þeirri hættu, sem landi þeirra og þjóff er búin af hinum alþjóðlega kommúnisma, Þaff er líka orðið flestum ljóst, aff Rússar ætlast til þess af kommú nistum hér á landi, aff þeir hjálpi til viff njósnir um ör- yggi landsins. Og vitanlega verffa kon-.-núnistar viff þessum óskum Rússa. Þannig hefur þetta ver- ið í fjölmörgum öffrum löndum og þannig er þaff hér. Kommún- istar hér á landi er ekkert öffru- vísi en flokksbræffur þeirra ann- ars staffar. Þeir eru alltaf reiffu- bxinir til þess aff hlýffa hinu rússneska kalli. Rússland og Sovétríkin eru þeirra andlega föffurland, en ekki ísland. Þeit telja sér skylt aff þjóna Rússum en svíkja íslenzku þjóðina. ★ Þetta er hroffalegur sannleik- ur, en engu aff síffur sannleikur, sem hver einasti fslendingur ver# j ur að gera sér Ijósan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.