Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 28. marz 1963 tiHil 1 H Yi 'í :»% Ifi MORGV NBLAÐIÐ Sigríður dóttir frá Hallgríms- Kalastöðum Með fáemurrt orðum langar mig að kveðja hina öldnu frænd- konu mína, Sigríði Hallgríms- dóttur frá Kalastöðum á Stokks- eyri, sem nú hefir lokið einför sinni hér í lífi, og votta henni síðasta þakklæti mitt og barna minna fyrir tryggð og vináttu í þeirra garð. Hún lézt á Elliheim- ilinu Grund hinn 6. þ.m. og var jarðsett í kyrrþey að hennar eigin ósk, frá Fossvogskapellu, hinn 15. þ.m. Hana skorti réttan mánuð á 85 ára aldur. Sigríður var fædd í Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka, 6. apríl 1878, og voru foreldrar hennar Hallgrímur skipasmiður og formaður þar, og Stefanía Magnúsdóttir, bónda og smiðs í Snóksnesi í Flóa Stefánssonar. Hallgrímur var kunnur maður þar eystra fyrir alhliða atgervi og einkum fyrir smíðar. Hann var sonur Jóhannesar, síðar bónda í Grænhól í ölfusi, Jóhannssonar bónda á Kotferju Hannessonar spítalahaldara og lögréttumanns í Kaldaðarnesi (1747—1802) Jóns sonar. Móðir Hallgríms var Guð- rún Magnúsdóttir í Kotleysu Gíslasonar, merkisformanns á Kalastöðum Eyjólfssonar sterka á Litla-Hrauni (1711—1754) Símonarsonar. Töldum við Sig- ríður til frændsemi í báðar þess- ar ættir, enda eru þær fjölmenn- ar m.jög í Stokkseyrarhreppi. Guðrún, amma Sigríðar, varð kona bórðar silfursmiðs í Bratts- holti Pálssonar, og eiga þau margt afkomenda. Búskapur Hallgríms og Stefan- íu í Borg varð ekki langur, því áð hún andaðist úr mislingunum sumarið 1882 á bezta aldri. Árið eftir brá Hallgrímur búi og stað- festi ekki ráð sitt aftur. Fluttist hann að Kalastöðum í Stokks- eyrarhverfi og átti þar síðan heim.a til æviloka og jafnan við þann stað kenndur, var lausa- maður og stundaði smíðar og sjó- mennsku. Hann lézt árið 1912. Aðra dóttur áttu þau Stefanía ér Ragnheiður hét. Hún var all mörg ár rjómabústjóri við Baugs staðarjómabú, fluttist síðan ti’l Reykjavíkur og dó þar ógift í inflúenzunni 1918. Sigríður fluttist að Kalastöð- um með föður sínum 5 ára göm- ul í fóstur til hjónanna þar, Sig- urðar formanns Eyjólfssonar og Þóru Jónsdóttur frá Óseyrar- nesi. Þar m.un Sigríður lengst af hafa verið til heimilis, meðan faðir hennar lifði, en á árunum 1912—15 var hún vinnukona á Hæli í Gnúpverjahreppi hjá hin- um merku hjónum Gesti bónda Einarssyni og Margréti Gísla- dóttur. Tók Sigríður mikla tryggð við það heimili, enda átti hún þar síðan jafnan vinum að mæta. Tveimur árum síðar, 1917, fluttist Sigríður alfarin að austan ti'l Reykjavíkur, þar sem hún átti heima síðan. Stundaði hún jafn- an saumaskap og vann alla tíð af miklu kappi, einnig eftir að heilsan fór að bila fyrir elli sak- ir og þreytu. Lengst mun hún hafa saumað fyrir klæðskera- stofu Vigfúsar Guðbrandssonar, klæðskerameistara. Heimili átti hún í marga áratugi í húsi Þór- unnar sál. Jónsdóttur, kaupkonu á Klapparstíg 40. Eftir að Sigríður hafði misst mánustu skyldmenni sín, mátti hún heita einstæðingur í lífinu. Og þó er það ekki alls kostar rétt að orði komizt. Hún átti allt- af nokkuð að hugsa um og fórna Smurt brauð og snittur Opið frá kl. 9—11,30 e.h. Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Simi 18680 umhyggju sinni. Að baki því er löng og atbyglisverð saga, sem hófst fyrir 80 árum — djúp og rótgróin tryggð við æskuvinkonu hennar, sem náði til niðjanna og tengdi hana venzlaböndum við fjóra ættliði. Með Sigríði ólst upp á Kalastöðum bróðurdóttir Þóru húsfreyju, Valgerður Hin- riksdóttir frá Ranakoti, frábær- lega aðlaðandi stúlka, sem misst hafði kornung föður sinn. Þær fóstursysturjxar munu hafa verið sam.an fram um tvítugsaldur og bundust traustum vináttubönd- um. En loks skildust leiðir. Val- gerður giftist Páli Grímssyni, verz-lunarmanni á Eyrarbakka, síðar útvegsbónda í Nesi í Sel- vogi, en varð skammlíf og dó frá börnum þeirra ungum. Sneri Sig- ríður þá hug sínum til barna æskuvinkonu sinnar. Einkum tók hún ástfóstri við elztu dóttur Valgerðar, Jónínu Margréti, er síðar varð kona m.in, og studdi okbur á margvíslegan hátt á frumibýlisárum okkar hér í Reykjavík. En svo fór, að hin dapurlega saga endurtók sig. Nina mín dó frá mörgum börn- um obkar ungum, en tryggð Sig- ríðar var enn söm við sig. Nú voru það börnin hennar, sem hún bar fyirr brjósti. Og alveg sér- staklega tók h>ún tryggð við elztu dóttur okkar, Gerði, og gekk henni í góðrar ömmu stað, eftir því sem kostur var .Við velferð hennar og hamingju lagði hún alla alúð til síðustu stundar. Til allrar hamingju höfðu Gerður og maður hennar, Halldór Arinbjarnar, læknir, bæði vilja og getu til þess að launa gömdu konunni að nokkru langa tryggð og ræktarsemi. Á heimili þeirra átti hún vist at- hvarf, þegar hún vildi, hin síð- ustu árin. Og hún lifði það að sjá fjórða ættliðinn rísa á legg á heimilum barnabarna Valgexðar, æskuvinkonu sinnar. Sigiriður Hallgrimisdóttir var um margt sérstæður persónu- leiki, sem seint mun gleymast þeim, er veruleg kynni höfðu af henni. Hún var mjög dul í skapi og bældi niður hinar heitari til- finningar, stundum undir hjúpi hálfkærings og tvíræðrar glettni. Þetta var skelin, sem að um- heiminum sneri. Þeir, sem skyggndust innar, kynntust hjartahlýrri, lífsreyndri konu, sem helgaði sig hugsjón vinátt- unnar, ekki í orði, heldur í anda og verki. Það fengu börn okkar Nínu að reyna, og því kveðja þau hana ásamt mér með virð- ingu og þökk fyrir allt gott. Guðni Jónsson. Verzlunarslarf JUngur reglusamur piltur óskast til afgreiðslu- starfa í karlmannafataverzlun. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: , 6389“. VÖRUKYIMIMIINiG verður í verzlunum okkar í dag og á raorgun sem hér segir: í dag, fimmtudag, kl. 4 — 6 í Kjörbúð- inni Austurveri, Skaftahlíð 22—24. Á mogun, föstudag, kl. 4 —6 í Melabúðinni, Hagamel 39. Kynntar verða hinar vinæslu norsku „Bergene-súpur“. AUSTURVER H.F. I ÞESSARI VIKU FEGURÐARSAM- KEPPNIN. heldur áfram. Númer fjögur i úrslitum er Thelmr Ingvars- dóttir, þekkt sýningurstúlka úr Reykjavík, sem að undanförnu hefur starfað í Kaupmanna- höfn og París. ÞAÐ ER TIZKA AÐ TRÚA EKKI. Er fermingin úreltur siður? Er mæðutónninn nauðsynleg- ur. Er nauðsynlegt að vera kirkjurækinn? Þessum spurn- ingum og mörgum fleiri svarar sér Emil Björnsson í athyglis- verðu viðtalL I SKAMMDEGIS - FJÖTRUM. Það fer mjög í vöxt, að starfs- menn stórra fyrirtækja eigd í tillitslausu innbyrðis kapp- hlaupi um hærri stöður innan fyrirtækisins. Þessi saga fjall- ar um sérstaka tegund geð- veiki, sem af þessu kapphlaupi getur hlotizt. LAUSNARGJALDIÐ. Smásaga eftir hinn heimskunna höfund Pearl S. Buck. Hún fjallar um barnsrán og við- brögð foreldranna. ÆTLARÐU Á LÝÐHÁSKÓLA? Vikan hefur talað við Bjarna M. Gíslason um danska lýðsháskóla og Bjarni segir allt af létta um þessar menntastofnanir. VARAHLUTIR í HJARTAÐ. Fram til þessa hefur reynzt ófært að bjarga því, þegar hjartalokur bila. En nú eru þær einnig húnar til. Grein og myndir. LIÐSVEIT MYRKURSINS. IV. hluti. Margt fleira er í blaðinu. ofsláttur af öllu í dag og næstu daga munum við selja allar tómstundavörur og leikföng allskonar með minnst 25% afslætti. Komið meðan úrvalið er Allt til tómstundaiðju Flugmodel — Skipamodel — Hverskonar leikföng fyrir fólk á öllum aldri TÓMSTUNDABWÐIN | Aðalstrceti 8, — Sími 24026 |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.