Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 1
/ 24 sfður 50 árgangur 176. tbl. — Þriðjudagur 20. ágúst 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tæpum 2 millj. stoiið úr pósthúsi í Noregi Horten, 19. ágúst (NTB). f NÓTT var brotizt inn í pósthús í Horten í Noregi og talið er að þjófarnir hafi komizt á brott með um 300 þús. norskar krónur (1,8 millj. ísl. króna). Er þetta hæsta upphæð, sem stolið hefur verið úr pósthúsi í Nor egi. Allt bendir til þess að inn- brotið hafi verið framið kl. 3 í nótt, en þá heyrði fólk, sem býr í nágrenni við pósthúsið, bifreið aka inn í húsagarð að baki þess. Vaktmaður, sem ráðinn er til þess að ganga fram hjá pósthúsinu í Horten og bönkum þar nokkrum sinnum á nóttu, fór i eftirlits- ferð kl. 5 og fann þá opinn peningakassa fyrir utan póst- 11 EINS og skýrt hefur verið frá, j hefur brezku lögreglunni tek- izt að hafa hendur í hári þriggja karlmanna og tveggja kvenna, sem grunuð eru um þátttöku í lestarráninu mikla í Buckinghamshire fyrir tæp um hálfum mánuði. Á mynd- |J inni sézt lögreglan leiða tvo mannanna til lögreglustöðvar í borg einni í héraðinu. Fleiri fréttamyndir eru á bls. 10 í blaðinu í dag, þar á meðal frá Langasandi. Hovonabloð sakai Banda- rikin um loft- órds d Kúbu Havana, 19. ágúst (NTB). HAVANABLAÐIÐ „Revolution" skýrði frá því í dag, að um dag- mál s.l. sunnudag, hafi flugvél gert árás á járnbrautarvagn, sem flutti olíu og benzíngeymi í borg inni Gasilda, sem er á strönd- inni í héraðinu Villas. Blaðið segir, að flugmenn flug vélarinnar hafi verið þjálfaðir af bandarísku leyniþjónustunni og séu útsendarar hennar. Telur blaðið að þeir hafi bækistöð í Framh. á bls. 23 húsið. Hann gerði lögreglunni þegar aðvart. Er hún kom á vetívang, kom í ljós, að log- soðið hafði verið gat á hurð- ina á peningageymslu póst- hússins. Gatið var það stórt, að maður gat skriðið inn um það. Telur lögreglan, að hann hafi -síðan handlangað pen ingakassa og peningapoka út til félaga sinna. Þjófarnir skildu tækin, sem þeir notuðu við innbrot- ið, eftir á staðnum og telur lögreglan, að hluta þeirra hafi þeir stolið á verkstæði í nágrenninu. Umfangsmikil rannsókn á þjófnaðinum er nú hafin og aðstoðar lögreglan í Osló við hana. V-Þjdðverjar undirrita Moskvusam komulagið 68 þjóðir hafa nú gerzt að- ilar að samkomulaginu Washington, London, Moskvu, 19. ágúst. — (NTB-AP) — 1 D A G undirrituðu sendimenn Vestur-Þýzkalands í Washington, London og Moskvu samkomulag- ið um takmarkað bann við kjarn orkutilraunum, sem utanríkisráð- herrar þríveldanna undirrituðu í Moskvu í lok júlí. Um leið og sendimenn Vest- ur-Þýzkalands undirrituðu sam- komulagið fyrir hönd stjórnar- innar í Bonn, gaf hún út yfirlýs- ingu til þess að ítreka, að undir- ritunin fæli hvorki í sér viður- kenningu á stjórn Austur-Þýzka- lands né öðrum ríkisstjórnum, sem Vestur-Þjóðverjar hefðu ekki viðurkennt til þessa. Alls hafa nú 68 ríki undirritað Moskvusamkomulagið. Frá því að þríveldin undirrit- uðu Moskvu samkomulagið um takmarkað tilraunabann, hefur stjórn Vestur-Þýzkalands haldið nokkra ráðuneytisfundi til þess að ræða, hvort Vestur-Þjóðverj- ar skyldu undirrita samkomulag- ið. Einnig var ráðgazt um málið við Stjórnarandstöðuna. Á föstu- daginn, að afloknum ráðuneytis- fundi, skýrði stjórnin frá því, að hún myndi undirrita samkomu- lagið, með þeim fyrirvara, að það fæli ekki í sér viðurkenningu á stjórn Austur-Þýzkalands né nokkurs annars ríkis, sem hún hefur ekki viðurkennt til þessa. I dag undirrituðu sendimenn Vestur-Þýzkalands í Washington, Moskvu og London samkomulag- ið og um leið gaf stjórnin út yfirlýsingu þar sem segir, að hún líti á sig, sem einu lögmætu stjórn Þýzkálands og muni aldrei viðurkenna stjórn Austur-Þýzka- lands. Þessi yfirlýsing var send til allra landa, sem Vestur- Þýzkaland hefur stjórnmáiasam- band við. ★ ^ Sendiherra Vestur-Þýzkalands í Moskvu er í leyfi um ’ þessar mundir vegna veikinda, en í f jar- veru hans gegnir Guenther Scholl embætti sendiherra og und irritaði hann samkomulagið. —* Sendimenn þeir, sem undirritað hafa í Moskvu hafa allir haldið stuttar ræður, en Scholl stóð upp og sagði aðeins: „Þakkir, kærar þakkir. Ég hef engu við að bæta.“ Þegar túlkur hafði þýtt orð Scholls fyrir rússnesku fulltrú- ana, sem viðstaddir voru, litu Framh. á bls. 23 Brezka lögreglan leit- ar 2ja lestarræningja London, 19. ágúst (NTB). í DAG unnu brezkir leynilög- reglumenn að rannsóknum á far- Réttarhöld í Helander- málinu hefjast á ný Stokkhólmi, 18. ágúst. — (NTB) — Á MORGUN, þriðjudag, hefjast á ný réttarhöld í máli sænska - biskupsins Helanders, sem var dæmd- nr frá hiskupsemhætti í Strængnæs biskupsdæmi 1954. — Sem kunnugt er var Heland er sakaður um að hafa samið og dreift hundruðum nafn lausra bréfa með rógi um keppinaut sinn við biskups- kosningarnar í Strængnæs 1952. Helander hefur aldrei hvikað frá, að hann sé sáklaus af ákærunni og eftir að dómur féll í máli hans hófst hann þegar handa um að fá það tek- ið upp að nýju. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum, sem hæstirétt- ur féllst á að ný réttarhöld færu fram í málinu. Ástæðan til þess að hæsti- réttur féllst á að taka mál Helanders upp á ný voru gögn, sem biskupinum hafði tekizt að afla sér með aðstoð lögfræðinga frá því að hann var dæmdur. Frá því að samþykkið fékkst hefur réttarhöldunum verið frestað nokkrum sinn- um meðal annars vegna veik- inda -Helanders, sem nú er 67 ára. Ráðgert er að dómur í máli Helanders falli um eða eftir áramótin. Helander þegalistum flugvéla, sem fariS hafa frá London til útlanda a9 undanförnu. Tilgangurinn með þessum rannsóknum er að finna dvalarstað skötuhjúanna, sem talið er að hafi verið viðriðin lestarránið mikla fyrir tæpum hálfum mánuði. i Grunur féll á hjúin þegar lög- reglunni var tilkynnt, að þau hefðu keypt dýra bifreið daginn eftir að ránið var framið og borg að hann út í hönd. Lögreglan komst á spor bifreiðarinnar fyrir þremur dögum og stóð hún þá i nágrenni Lundúnaflugvallar. Er það skoðun lögreglunnar, að eig- endur bifreiðarinnar hafi flúið til útlanda þegar net lögreglunn- ar fór að þrengjast um ræningj- ana. Sem kunnugt er hafa þrír karlmenn og tvær konur verið tekin höndum grunuð um aðild að lestarráninu. Lögreglan leitar nú með að- stoð sporhunda í nágrenni bónda bæjarins í Buckinghamshire, þar sem fullvíst þykir að ræningj- arnir hafi haft bækistöð, þegar þeir frömdu ránið. Fyrrv. eig- andi bóndabæjarins hefur skýrt frá því, að hann muni kaupa hann aftur og selja almenningi aðgang að honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.