Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID íriðjudagur 20. ágúst 1963 GUÐRÚN EGGERTSDÓTTIR írá Haukagili, lézt að Borgarspitalanum aðfaranótt sunnudags 18. ágúst. Ágústína Grímsdóttir og systkini hinnar látnu. Eiginkona mín GUÐRÚN ALBERTSDÓTTIR lézt aðfaranótt þess 19. þessa mánaðar. Gísli Kristjánsson, Samtúni 8. MAGNÚS BJÖRNSSON ríkisbókari, lézt í Landsspítalanum 19. þessa mánaðar. v/aðstandenda. Elín Björnsdóttir. Eiginmaður minn KARL GÍSLI GÍSLASON verkstjóri, Meðalholti 17, andaðist föstudaginn 16. ágúst. Fyrir hönd vandamanna. | Nanna Einarsdóttir. Eiginkona mín RAGNHEIÐUR HJALTADÓTTIR sem lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 15. þ. m. verður jarðsett frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 21. ágúst kl. 1,30. Örn Snörrason. Maðurinn minn og faðir EINAR GUÐBRANDSSON vélsmíðameistari, Hlíðardal, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. þ. m. kl. 10,30 f. h. — Athöfninni verður útvarpað. Sigríður Halidórsdóttir, Þökkum öllum nær og f jær auðsýnda vináttu og hlut- tekningu við fráfall og jarðarför RUNÓLFS BJÖRNSSONAR frá Komsá. Sérstaklega þökkum við prófessor Snorra Hallgrims- syni og starfsfólki Landsspítalans fyrir ómetanlega hjálp og nærgætni í veikindum hans. Aðstandendur. Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR ODDSDÓTTUR Rauðarárstíg 34. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Einarsdóttir. íta Einarsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar og tengda- föður TRYGGVA Á. PÁLSSONAR frá KirkjubólL Böm og tengdabörn. Alúðarþakkir til allra fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför ÁGÚSTAR PÁLSSONAR Ingveldur Lárusdóttir, böm, tengdabörn og baraaböm. Innilegar þakkir öllum sem sýndu okkur- samúð við andlát og jarðarför PÁLS TRAUSTA PÁLSSONAR Sigríður Jóhannsdóttir, Hulda Pálsdóttir, Sveinn Einarsson og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við jarðarför VILHJÁLMS GUÐMUNDSSONAR frá Skáholti. Vandamenn. Öllum þeim, er sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför JÓNS ÓLAFSSONAR Urriðavatni, færum við okkar innilegustu þakkir. Nágrönnum okkar þökkum við sérstaklega fyrir hjálpsemi og hluttekningu. Vandamenn. Ágústa Lárusdóttir ÁGÚSTA Lárusdóttir lézt að heimili sínu laugardaginn 27. júlí síðastliðinn á áttugasta og fyrsta aldursári. Lífið ætti að hafa kennt okkur, að dauðinn er ofur eðlilegur gestur, þegar gamalt fólk á í hlut, en oftast kemur hann þó á óvart, og svo var einnig í þetta sinn. ÁgúSta var alla ævi ógift og barnlaus, en hún kimni því vel að hafa frænda- og vinahópinn í kring- um sig, og np þegar hún er öll, finnum við bezt hve mikils virði hún var okkur. Ágústa var fædd 8. ágúst 1882 að Sjónarhóli á Vatnsleysu- strönd. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórðardóttir bónda í Höfða og Lárus Pálsson Jónsson ar í Arnardrangi, en Páll var sonur Guðnýjar dóttur Jóns Stein grímssonar. Börn þeirra Lárusar og Guðrúnar, sem upp komust voru: Pálína, Páll, Ágústa, Ólaf- ur, Jakob, Margrét, Sigurður og Guðrún og eru þrjú yngstu syst- kinin á lífi. Lárus Pálsson bjó lengi á Sjónarhóli á Vatnsleysu- strönd og stundaði lækningar. Arið 1898 fluttist hann til Reykja víkur. Að sögn hans sjálfs var það ekki af því, að honum líkaði ekki vistin á ströndinni, heldur vildi hann fá betri aðstöðu til að koma börnum sínum til mennta. Það sem hann hafði sjálf ur farið á mis við í æsku, vildi hann veita þeim. Lárus reisti sér hús á Spítalastíg 6, og þótt barna hópurinn væri stór, var þar allt- af húsrúm fyrir ættingja og vini, og hafa margir borið heimilinu þá sögu, að það hafi einkennzt af glaðværð og gestrisni. Ágústa, næstelzta dóttirin, iærði hjúkrun hjá frú Bjarhhéð- insson, og hjúkrunina gerði hún að ævistarfi sínu. Lengst vann Agústa að hjúkrunarstörfum hjá mági sínum Guðmundi heitnum Guðfinnssyni lækni á Hvoli, en þar vann hún rúm fimmtán ár. Eftir að til Reykjavikur kom, vann hún á nuddstöfu Jóns Kristjánssonar læknis, en mest stundaði hún hjúkrun í heima- húsum. Hjúkrunarstörfin voru Agústu einkar lagin. I starfi sínu bar hún með sér mildi og hlýju, en jafnframt var yfir henni festa og myndugleiki, sem vakti traust og sjálf fann hún bezt ábyrgð- ina á herðum sér. Allt varð að víkja fyrir velferð sjúklingsins, og margar urðu vökimæturnar, ef svo bar undir. Og þannig var það einnig í hennar einkalífi, að hún var bezt, þegar mest á reyndi. Ágústa hafi ánægju af bókum, og aldrei leið henni vel, ef hún hafði ekki eitthvað að lesa. Hún hafði yndi af að rifja upp atvik frá gömlum tímum, segja frá kjörum fólks í þá daga og kunni kynstur öll af sögum og sögnum, fór vel með og lifði sjálf í frá- sögninni. Heimili hennar var með sér- stökum hætti. Það var notalegt, gamalt og gróið. Fátt þeirra muna, sem þar voru, mundi fólk kæra sig um að hafa í híbýlum sinum í dag, en hjá Gústu fór allt vel, og hún nostraði og sýsl- aði við hlutina í kring um sig og var ánægð með umhverfi sitt. Hún hafði lag á að láta öllum liða vel, sem komu til hennar, og var vinföst og vinmörg. „Það verður hver að ganga Beztu þakkir fyrir góðar gjafir, heimsóknir og kveðjur á sjötugsafmæli mínu hinn 1. júlí 1963. Hermann Eyjólfsson oddviti Olfushrepps. Öllum þeim, er heimsóttu mig, sendu mér gjafir, heilla- og vinarkveðjur á 70 ára afmæli mínu 24. júlí, þakka ég af alhug. Vigfús Sigurðsson, Bakkastíg 3, Vestmannaeyjum. sína götu“, sagði hún stundum, og lif hennar sjálfrar bendir tjl, að hún hafi haft á réttu að standa. Ég er ekki fær um að dæma, hvort líf Ágústu hafi ver- ið hamingjusamt, ég kynntist henni aðeins á efri árum og, sé of mörg smáatriði til að geta dæmt um heildina. Þó finnst mér, að svo hafi verið. Beiskja og kali í garð annarra náði aldrei tökum á henni. Hún hafði á- nægju af starfi sínu, yndi af bókum, fallegum hlutum og þeg- ar vinirnir komu í heimsókn. Gestrisni hafði hún vanizt frá bernsku, hjálpsemi var henni geð gróin og glaðværðin hafði oft yfirhöndina, einkum þegar hún var sjálf veitandinn. Ágústa var nýkomin heim eft- ir rúmlega þriggja mánaða legu á sjúkrahúsi, þegar hún lézt. Það skyggði á hjá henni síðustu árin, að hún óttaðist að verða ekki sjálfbjarga og þurfa að yf- irgefa heimili sitt, en það vissu allir, að þaðan mundi hún nauð- ug fara. Daginn, sem hún kom heim, var hún glöð eins og barn. Þá ríkti ánægjan eins og þá stundiná mundi enginn, að óvíst var, hvort hún yrði fær um að -bjarga sér til lengdar. Við lát Ágústu þökkum við henni góðvildina og hlýjuna og eiginleikann til að gleðjast og kryggjast með öðrum, eins og hún sjálf ætti í hlut, og við vilj- um trúa því, að hún hafi enn á ný átt í vændum góða heim- von. Guffrún P. Helgadóttir NÝVERIÐ lézt hér i bæ Ágústa Lárusdóttir, elzta barn Lárusar Pálssonar, hómopata, og hans merku konu. Sá, er þetta ritar, var um skeið eins konar tökubarn þessara góðu hjóna, þá í fyrsta bekk Menntaskólans, skó- og fatalítill og að mestu auralaus. Þeir, sem þá áttu því láni að fagna að kynnast heim- ili þessara hjóna, munu seint gleyma því. Barnahópurinn glæsilegi, hjartahlýjan, góðgerð- arstarfsemin, en fyrst og fremst að hjálpa þeim sjúku. Ég hygg að á þessum tíma hafi Lárus Pálsson á marga lund ver ið einn mesti læknir þessa lands. Hann læknaði ekkí eingöngu með lyfjum, sem þá voru fá og smá, heldur ef svo mætti að orði komast, með mætti sálarinn- ar, sem vera má að oft sé frá góðum framliðnum kominn, eða frá sjálfum Guði. Á þessum tíma, sem ég dvaldi þar, fékb ég oft leyfi Lárusar til þess að sitja inni hjá honum er hann spurði og rannsakaði sjúklinga og ég veitti því sérstaklega at- hygli, hversu nákvæmlega hann spurði þá um aðdraganda og gang sjúkdómsins, og ég hygg að hafi komið honum að góðu haldi jafn náttúrugreindum manni. Mér þótti gaman að sögu, sem maður að norðan sagði mér ný- verið um Lárus. Móðir þessa manns hafði um langt skeið þjáðst af þunglyndi, margir iækn ar höfðu reynt, en án árangurs, að hjálpa henni, en engin lyif dugðu. Lárus, eins og vant var viðbragðsharður, hélt alla leið norður í land og mun það vera all erfitt ferðalag. Þunglyndi konunnar eyddi hann máské með einhverjum lyfjum, en hann gerði annað, hann fékk sjúk- linginn smám saman til þess að taka á sig spjarirnar og koma niður í stofu. Þegar sú þraut var unnin, tók hann upp á því að kenna henni að spila á spil og þar á meðal „Fúkk”, sem er mikið gleðispil. Þannig var hann og þessvegna vann hann oft sigur við það, sem hinir lærðu læknar glímdu við án árangurs. Jafnvel nú á dögum reynist mörgum reyndum lækni erfitt að glima við þunglyndið. Þar er margt sporið erfitt, bæði lækni og sjúklingi. Það er langt síðan að ég hef heyrt minnst á þetta merka heimili og langar til að bæta örlitlu við, jafnvel þó um stutta minningargrein sé að ræða, og að gefnu tilefni, þegar minnst er hér á hina látnu heiðurskonu, Ágústu Lárusdótt- ur, elsta barn læknishjónanna. Þetta hús þeirra á Spitala- stígnum var merkilegt hús. Börn- in tápmikil og heimilishættir með ágætum, og eitt sem var sérstaklega eftirtektarvert að þetta var á þeim tíma einskonar uppeldisstöð fyrir gáfaða menntamenn. Það má vel vera að vinur minn séra Sigurður Lárusson, sem ég svaf hjá og var hann þá, sem nú, öruggur til góðra hluta,hafi átt nokkur upptök að því hversu margir ungir menn komu þangað, venju lega á kvöldin. Og margir þess- ara manna hafa orðið þjóðkunn- ir menn, hver á sínu sviði. Ég minnist Guðbrandar Magnús- sonar, málsnjall og gáfaður, og ef ég man rétt, einn af forustu- mönnum ungmennahreyfingar- innar. Þangað kom einnig Þór- bergur Þórðarson, ungur að aldri og feiminn, en kvæði eftir hann höfðu þá birst í einhverju viku- blaðanna, þjóðkunnur þá og þegar. Þangað komu og Kvaran bræður, gáfaðir og sérstaklega fannst mér kveða að Ragnari. Þangað kom einnig Sigurgeir, síðar biskup, og margir aðrir. Þarna var talað um áhugamál þjóðarinnar, ræður fluttar og kvæði þulin. Þegar þetta skeði minnist ég séra Jakobs Lárus- sonar, síðar prests, Ólafs bróðir hans, er var nafnkunnur læknir, mikilll sikurðlæiknir eiftir þeirra tíma mælikvarða og hetja í blíðu sem stríðu, sem kunnugt er þeim er bezt þekktu hann, sið- asta æviárið. Og dæturnar glæsi- legu Ágústa og Margrét, er síð- ar giftist Guðmundi Guðfinns- syni, lækni að Stórólfshvoli. Mun þeirra hjóna lengi minnst " I Rangárþingi. Þá minnist ég Pál« föður Lárusar Pálssonar, leik- ara, er reyndist hinn mesti hag- leiksimaður í sinni iðn. Yngst var að mig minnir Guðrún, sið- ar kona yfirlæknisins á Vifiis- stöðum, þá ung með siðar fléttur, oft spyrjandi um skéldskap. AMt var fólk þetita gáfað og glað- vært. Gamla konan, frökem Ágústa sem nýlátin er, bar af flestum stúlkum, er þá voru hér j Reykjavík, að fegurð og sköir- ungisskap. Hún líktist pabba sán um í því að vilja af fremsta megni hjúkra og lækna, og réð- ist ung til mágs sins, Guðmund- ar lœknis, sem hjúkrunarkona. Eftir heyrði ég haft að Ágústa Frarr.h. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.