Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 2ð áeúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 15 Samtalið við ■ unga mannmn Hann var utan aí landi — úr litlu sjávarplássi — og var að fá upplýsingar um ákveðið mál. — Við fórum síðan að tala um dag- inn og veginn, um dægurmál, en þó aðallega um framtiðina. Þeir eru margir eins og hann — ung- ir, framtakssamir — en efnalitl- ir — þekkja fáa og sjá ekki nein ráð til þess að koma áhugamál- um sínum fram — þessvegna fórum við að ræða málin. Hugmyndir eru ágætar og nauðsynlegar. Það sagði einhver að dýrustu lóðirnar væru und- ir skýjaborgunum, sem aldrei eru reistar. Jú, það er satt, en það eru hamingjusamir menn, sem eiga hugmyndir — eru stund um uppi í skýjunum — hug- myndaflug þeirra á sér lítil tak- mörk. Þeir eru kallaðir ýmsum nöfnum — draumóramenn,, skýjaglópar og ýmislegt annað, en engu að síður eru þeir nauð- synlegir á öllum tímum. Hug- myndir þeirra verða oft að veru- leika. Að vísu sjá þeir það sjald-' an sjálfir — þeir gleymast stund um fljótt. Við vorum að tala um þessa menn. Við vorum að ræða um hugmyndir um framkvæmdir og framtíðina á íslandi. Ágætt og mikið umræðuefni, sem aldrei verður útrætt. Þeir telja sumir að öll okkar afkoma sé undir fiskveiðum kom in. Þessvegna er aflabresturinn svo þungt áfall — en ætti hann ekki að verða til þess, að við förum að hugsa með meiri al- vöru um málin og reyna að finna nýjar leiðir? — Fiskveiðar og fiskvinnsla alls konar verða að sjálfsögðu um langan aldur und- irstaða atvinnuvega þjóðarinnar. En miklu má þar breyta. Dugnað ur fólksins er mikill — en vantar ekki meiri reglusemi, meiri hag sýni? Er ekki stundum lagt í of mikinn kostnað og er ekki hægt að gera aflann verðmeiri? Um þetta allt hefir verið ritað og talað mikið. Margir telja að svo sé. Aðrir segja að um þessi mál eigi aðeins útgerðarmenn og aðr- ir, sem við fiskveiðar og fram- leiðslu starfa, að leggja orð í belg. „Þið getið að vísu borðað fisk — en þið hafið ekkert vit á þessu. — Hugsaðu um þitt og láttu mig um hitt. — Þetta er nú aðalreglan, þegar talað er um endurskipulagningu, nýjar leiðir — hvort sem um sölu eða fram- leiðslu á fiskafurðum er að ræða eða annað. Og þetta á ekki að- eins við í þessu máli, heldur yf- irleitt. Menn taka almennt mjög óstinnt upp, ef óviðkomandi maður gerist svo djarfur að leggja orð í belg um mál, serh hinn telúr sig hafa mesta þekk- ingu á — að leita ráða er ekki almennt gert hér á landi — nema til-útlendinga — það þyk- ir sjálfsagt og eðlilegt. Minni- máttarkennd hefir lengi viljað loða við. Miklar breytingar eru að verða ' 6 öllum flutningum landa og heimsálfa á milli. Stórar og hrað fleygar vöruflutningaflugvélar esu komnar til sögunnar, og nú e>' verið að byggja þotur — flug- vélar — til vöruflutninga ein- göngu. — í Rússlandi eru þegar komnar risaflugvélar, Fh 114 D, sem hafa rúm fyrir 220 farþega, auk farangurs á við tvo járn- brautarvagna. Flugvélar þessar fljúga 900 km á klst. — þetta var árið 1958 — síðan hafa enn orðið miklar framfarir. Vissu- lega munu ekki mörg ár líða, þar til við Islendingar munum senda fiskflökin okkar glæný með flugvéium til neytenda í stóru borgunum í Evrópu og-í Ameríku. Framfarirnar eru svo stórstígar, að við eigum bágt með að fylgjast með, en það er okkur lífsnauðsyn að vita, hvað gerist annars staðar — og reyna að verða ekki aftur úr. Ungi maðurinn hlustaði á þetta allt með þolinmæði, stundum líka með athygli. — Heima í sjávarþorpinu hans fór unga fólk ið flest í burtu, strax og því óx fiskur um hrygg. Það var svo lítið um leiki — atvinna var lítil — helzt á sumrin við síld — annars lítið við að vera. „Nokk- ur atvinna var jú um árið, þeg- ar félagsheimilið var reist, en það er nú búið. Gamla fólkið, miðaldra og börnin eru eftir. Andrúmsloftið heima er allt þrungið af vonleysi. Við vitum, að við verðum að farji héðan. Um þetta talar fólkið. Pabbi og mamma eru hérna vegna hússins, af vana og svo náttúrlega vegna þess, að pabbi hefir dálítið að géra — og svo er ódýrara að búa hér heldur en í Reykjavík. Meira að segja gamla fólkið fer líka til Reykjavíkur. Þegar það verð- ur lasið eða veikt, er það sent suður. Við höfum hér ekkert heimili fyrir það. — Ég vil ekki fara að heiman, ég vil reyna að hjálpa til við að byggja upp þetta byggðarlag. Ættin mín er héðan — hér hefi ég alizt upp og ég trúi því, að hægt sé að lifa hér mannsæmandi lífi, ef tekið er á málunum með festu, einurð og dugnaði“. Mér þótti vænt um að heyra þetta og spurði: „Hvað heldur þú, að hægt sé að gera þarna hjá ykkur — mér hefir verið sagt að þetta allt sé hálfgert á hausnum, uppboðsauglýsingar hafa birzt margar frá ykkur og fólkið flyzt í burtu“. „Jú, þetta er rétt. En við eig- um þó marga möguleika. Fyrst og fremst er ennþá nokkuð af fólki eftir — og. ef við getum bent því á verkefni, sem veita atvinnu allt árið, þá er mikið unnnið. Þá fær það aftur trúna á framtíð staðarins og þá get- um við hafizt handa“. „En hvað viltu láta gera?“ „Við gætum sett upp verk- smiðju til þess að fullvinna gær- ur. Fjáreignin er talsverð þarna og sláturhúsið okkar er ágætt. Gæruverksmiðja þarf ekki að vera stór — en í sambandi við hana, þurfum við að koma upp saumastofu. — Skinnin okkar eru verðmæt — gærurhar eru nú seldar að mestu saltaðar úr landi. Fjármagnið þurfum við að fá að láni, og þess vegna ætt- um við að hafa samvinnu við þá, sem kaupa skinnin fullunn- in. Þeir ættu að vera fáanlegir að lána fé til framkvæmdanna gegn því, að þeir fái skinnin með hagstæðu verði fyrir báða“. „Já, þetta væri náttúrlega ágætt svo langt sem það nær, en ekki getur gæruverksmiðjan ein stöðvað unga fólkið í því að flytja til Reykjavíkur“ sagði ég. — „Það er rétt — en þessi verk- smiðja er byrjun — meira kem- ur á eftir. Fyrst þurfum við að vinna bug á óhug og deyfð — vonleysinu — og það gerum við með nýjum framkvæmdum. — Við getum notað hornin af kind- unum til þess að gera úr þeim hnappa og áburð á blómin úr mergnum. Ennfremur væri hægt að vinna verðmæt lyf úr kirtlum kindanna. — Það er hægt að gera óteljandi margt, ef hagsýni, fram kvæmdaafl og íjármagn er fyrir hendi". Thelma, Laila og Lísa sýna fallega en ódýra kjóla frá stærsta vöruhúsi Parísar UM LEH5 og tízkuverzlanir í París halda sýningar á nýj- ustu kjólunum ásamt inni- haldi þeirra, eru einnig mikl- ar sýningar í stóru vöruhús- unum. Þar eru kjólarnir í allt öðrum verðflokki, flestir kosta frá 450 Og upp í 4000 krónur. Á þessum myndum eru stúlkurnar í kjólum frá Printemps vöruhúsinu, en það eru kjólarnir, sem prýða göt- ur Parísarborgar. Kjólum frá tízkuverzlununum er hins vegar meira tjaldað / síðdegis drykkjum og á frumsýning- um. Þrjár af glæsilegustu sýn- ingarstúlkum Parisar, Thelma frá íslandi, Lísa frá Dan- mörku og Laila frá Svíþjóð, hafa valið sér af fötum Printemps, módelkjóla, sem allar konur vildu eiga. Laila í skyrtukjólnum, ódýr, fallegur og sportlegur. Thelma i heilli i>eysu, meS skotthúfu og trefil í sama lit — klæðilegur búningur. Lisa í regnkápu og með Sherlock Holmes húfu, sem er feikna vinsæll haustklæðnað- ur nú i París. Kápan og hatt- urinn kosta samtals um 300 kr. islenzkar. „Vissulega — en hvar ætlarðu að fá fjármagnið?" „Frá fólkinu sjálfu. Að vísu á það ekki mikið fé, en við al- menna þátttöku, starfrækslu, fá- um við ómetanlegt afl — sam- vinnu og samúð fólksins". Samtalið við unga manninn var miklu lengra. A hverjum degi er nauðsynlegt að tala við unga manninn, það er hann, sem á að halda uppi atvinnu í land- inu um ókomin ár. — Skylda okkar hinna sem eldri erum, er nú að leiðbeina og benda á, einnig að vera með í framkvæmd um í orði og í verki. Við tölum oft um viðreisn •— um viðskipta- og fjármálamögu- leika, stundum líka um gengis- Thelma í vélprjónuðum kjól frá Printemp í París, verð hans um 450 isl. kr. % í S S S s S s s V } s s s s s J s s s s s s s lækkun og skatta. Náttúrlega er það ágætt að ræða þessi mál öll, en þó held ég, að nauðsynlegast sé núna að TALA KJARK í unga fólkið, sem ætlar suður. Við þurf um að gera mikið átak, til þess að sem víðast um land verði blómlegt atvinnulíf. — Áætlun um það skulum við sjálf gera og síðan framkvæma. — Við þekkj- um okkar mál bezt, hversvegna þurfum við svo oft að fara yfir lækinn til þess að sækja vatn? Gísli Sigurbjörnsson. Stulka óskast s t r a x. Hressingarskálinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.