Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 20. ágúst 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Slgurður Bjarnason frá Vigur * Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðaJstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. MALEFNI OG GROÐI ¥»að hefur vakið athygli, að *■ enda þótt stjórnarblöðin hafi bent á gróða þann, sem dótturfélag SÍS hefur haft á því að leigja ygrnarliðinu olíu geyma í Hvalfirði, hefur Tím- inn ekki fengizt til að ræða það mál. Fyrirgangur blaðs- ins var hinsvegar ekki svo lítill, þegar það fyrst skýrði frá samningunum um endur- nýjun birgðastöðvar í Hval- firði, að menn hefðu þá hald- ið, að Framsóknarmenn vildu ræða þetta mál frá öllum hliðum. Meginatriði málsins er það, að dótturfélag SÍS á gömlu olíugeymana í Hvalfirði og leigir þá fyrir hátt gjald. Er þarna um að ræða einhvern gróðavænlegasta rekstur, sem þekkist hér á landi. Atlantshafsbandalagið tel- ur, að geymarnir séu nú orðn- ir svo lélegir, að ekki sé á þá treystandi,.og þess vegna hef- ur verið óskað eftir því að heimild fengist til þess að byggja nýjá geyma til að anna því hlutverki, sem birgðastöð í Hvalfirði er ætl- að. Atlantshafsbandalagið hef- ur óskað eftir að byggja þessa geyma sjálft og ekki talið sig þurfa að leita til olíufélags Framsóknarflokksins um neina milligöngu í því efni. Það er þetta, sem Framsókn- arforingjunum gremst svo mjög, að þeir hafa tekið upp hatrammari árásir á þá samn inga, sem nú er rætt um, en sjálft hið löggilta málgagn heimskommúnismans. Auðvitað verður Hvalfjörð ixr ekki frekar herskipa- eða kafbátastöð, þótt Atlantshafs- bandalagið eigi sjálft þá geyma, sem þarf til að nægar birgðir af brennsluolíu séu Hvalfirði, heldur en í dag, þeg ar olíufélag SÍS hefur eigna rétt yfir geymunum. Munur inn er samt mikill að mati Framsóknarforingjanna. — í öðru tilfellinu fá þeir auðfeng inn gróða, en ekki hinu, og það sker úr um afstöðu þeirra. AFNÁM VERÐ- LAGSEFTIRLITS * ¥¥ér í blaðinu hefur marg- sinnis verið á það bent, að verðlagseftirlit væri sízt til þess fallið að bæta hag neyt- enda, þegar frjálsræði ríkti í verzlun og nægilegt vörufram boð væri. Svo oft hafa rökin fyrir því, að afnema ætti verðlagseftir- lit verið rakin hér, að óþarft er að endurtaka þau, en til- efni þess að nú er enn minnzt á verðlagseftirlitið er það, að sl. sunnudag birtist ritstjórn- argrein í Tímanum, þar sem því var umbúðalaust haldið fram, að Sjálfstæðismenn væru sérstakir stuðnings- menn verðlagseftirlits. Ritstjórar Tímans vita það fullvel, að Sjálfstæðismenn eru andvígir verðlagseftirliti og vilja koma því sem fyrst fyrir kattarnef. Viðreisnar- stjórnin hefur frá upphafi stefnt að því að leysa viðjar af atvinnurekstri landsmanna og hefur áorkað miklu í því efni. Á undanförnum árum hef- ur líka verið rýmkað um verð lagshömlurnar, þótt vissulega sé það rétt, að enn séu eftir leifar af þessu úrelta kerfi, sem þegar ætti að vera búið að afnema. En Sjálfstæðismenn ráða ekki einir stjórnarstefnunni, og Morgunblaðið hallar áreið- anlega ekki réttu máli, þótt það segi, að samstarfsflokkur Sjálfstæðismanna, Alþýðu- flokkurinn, hafi meiri trú á verðlagseftirliti en Sjálf- stæðismenn og það sé fyrir áhrif hans, sem ekki hefur verið lengra gengið í afnámi verðlagseftirlits. Það er líka hægurinn á að vita hið sanna í þessu máli, því að Alþýðublaðið hefur oft ar en einu sinni rætt um nauðsyn þess að viðhalda verðlagseftirliti að einhverju leyti. Hitt er annað mál, að Viðreisnarstjórnin lofaði því í upphafi að lina á verðlags höftunum, þegar jafnvægi hefði náðst og vöruframboð væri nóg, þótt stjórnin teldi nauðsynlegt að viðhalda verð lagseftirliti þar til þessu marki hefði verið náð. Viðreisnarstjórnin hefur fram að þessu efnt fyrirheit sín, og Morgunblaðið treystir því, að þess verði ekki langt að bíða að verðlagseftirlitið verði afnumið. En ekki þyrfti það að koma flatt á neina þótt Tíminn tæki þá þveröf uga afstöðu og segði, að nú ætti að hleypa verðlagi lausu og okra á almenningi. FEBRÚARLOK 1963 voru það aðeins þrjú ríki, sem höfðu að fullu greitt framlög sín til reksturs Sameinuðu þjóðanna árið 1963. Það voru: Finnland, Holland og ísland. í lok maí 1963 höfðu, auk þess- ara þriggja rítja, eftirtalin lönd einnig greitt allt framlag sitt til reksturs ársins 1963: Cameroon Chad Kongó Danmörk (Leopoldville) Malaya Ethíopia Guinea Lebanon Luxembourg Nigeria Spánn Greiðslur til S.Þ. Iraq Libya Madagascar Saudi Arabia Venezuela Alls höfðu því 19 ríki greitt að fuílu framlög sín fyrir árið 1963. Ógreidd voru þá framlög að upphæð $81.664.930, en búast má við, að verulegur hluti fram laganna greiðist í júlímánuði, því ýmsar þjóðir byrja fjárhags- ár sitt frá 1. júlí árlega. ÓGREIDD FRAMLÖG TIL VARNARLIÐSINS í NÁ- LÆGUM AUSTURLÖNDUM Hinn 31. maí voru ógreidd framlög til þessa varnarliðs samtals $27.337.658. Stgerstu skuldunautarnir voru: Argentína Belgía Búlgaría Hvíta Rússland Kína Kúba 856,376 157,778 129,306 443,761 4,198,836 191,000 Tékkóslóvakía Ethíopía Ungverjaland Iraq Luxembourg Mexico Perú Pólland Rúmenia Saudi Arabia Spánn Súdan /Ukrania Sovét-Rússland Egyptaland 822,112 65,084 402,928 76,598 34,108 527,028 94,408 1,269,004 375,230 55,309 867,140 71,118 1,700,104 14,218,288 1,284,742 Ukrania Sovét-Rússland Bretland Bandaríkin 1,582,727 11,951,498 5,941,632 28,588,836.19 Norðurlöndin eiga að greiða; Danmörk $ 451,230 Finnland * 295,699 Noregur 349,562 Svíþjóð 1,015,280 ísland 31,965 FRAMLÖG TIL KONGÓ Hinn 31. maí voru ógreidd framlög til friðarráðstafana í Kongó þessi hjá neðangreindum löndum: Argentina Austurríki Belgía Brazilía Búlgaría Hvíta Rússlamd Kína MOTMÆLI VERK- FRÆÐINGA CJamtök verkfræðinga hafa ^ sent frá sér mótmæli vegna bráðabirgðalaganna um lausn verkfræðingadeil- unnar og eru þau mótmæli helzt til stóryrt. En það er orð inn siður í þessu landi, að hvers kyns samtök noti sér- hvert tækifæri til að mót- mæla hinu og þessu og bera fram kröfur rétt eins og ríkis valdið, og stjórnarvöld al- mennt, séu örgustu andstæð- ingar borgaranna og samtaka þeirra. Sízt dettur Morgunblaðinu í hug að draga úr því, að verk fræðingar eigi að vera vel launaðir. Hvarvetna bíða mikilvæg verkefni lausnar, sem tæknifróðir menn og vel haenntaðir verkfræðingar þurfa að leysa. En sannleikur- inn er sá, að enda þótt verk fræðingar hafi staðið í stöðug um deilum árum saman, hef- ur þeim ekki tekizt að tryggja þau kjör, sem þeir sjálfir teldu viðunandi, og ekki fer hjá því að mönnum detti í hug, að þeim hafi oft sézt yfir hið fornkveðna, að kapp er bezt með forsjá. Nú verður það óháður gerð- ardómur, sem sker úr um launakjör verkfræðinga. Nið- urstaða kjaradóms var með þeim hætti, að þar var veru- legt tillit tekið til menntunar og ábyrgðar, og fyrirfram er ekki hægt að ætla annað, en sá gerðardómur, sem nú mun ákveða kjör verkfræðinga, hafi fulla hliðsjón af mennt- un þeirra og ábyrgð. Þess vegna er heldur ekki ástæða til að gera því skóna, að kjör verkfræðinga verði verri eftir úrslit gerðardóms- ins en þau hefðu verið, þótt áfram hefði verið haldið vinnudeilum og smáskæru- hernaði. Þess vegna vita sam- tök verkfræðinga líka harla lítið um það, hverju þau eru að mótmæla. Kúba Tékkóslóvakia Frakkland Ungverjaland Iran Iraq Mexico Filippseyjar Pólland Portúgal Rúmenía Saudi Arabia Suður Afríka Spánn Ukrania Sovét-Rússland Egyptaland Venezuela Júgóslavia AUs námu ógreidd framlög $72,283,000. Mörg lönd höfðu ekkert greitt til þessara ráðstaf- ana frá því að þær hófust í júlí- mánuði 1960. ÁÆTLUÐ FRAMLÖG TIL REKSTURS SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 1963 YFIR $ 1,000,000. $ 400,000 425,000 2,876,000 410,000 141,000 1,109,000 5,752,000 205,000 2,218,000 14,186,000 734,000 99,000 76,000 602,000 64,000 1,853,000 162,000 757,000 53,000 1,250,000 772,000 4,237,000 32,053,000 258,000 303,000 300,000 Vatikaninu, Rómaborg, 14. ágúst — AP: •Páll páfi VI útnefndi í dag nýjan erkibiskup í Milano. Heitir sá Giovanni Colombo, og var annar tveggja aðstoð arbiskupa í Milanó, þegar nú verandi páfi var þar erkibisk up. Colombo er fæddur árið 1902 og var vígður prestur ár ið 1926. Ástralía Kanada Kína Frakkland Indland Ítalía Japan Svíþjóð $ 1,294,537 2,451,553 3,624,299 4,667,518 1,599,041 1,789,993 1,804,206 1,015,280 Verður næsti geimfori blnðamoður? í Moskvu, 31. júlí. — (AP - NTB - AFP): — Málgagn sovézka varnamála-, ráðuneytisins, „Rauða stjarn' an“, segir í dag, að e.t.v. verði næsti geimfari Rússa | blaðamaður. Sérstakur fréttamaður ] blaðsins, Melnikov, liðsfor- ingi, skrifar grein um geim- vísindastöðina við Baikonur ij Mið-Asíu og segir þar meðal/ annars frá fundi blaðamanna j og manns þess, sem þekkturl er undir nafninu „höfundur- ( inn mikli“ — en hann er if raun réttri sá, er mestan þáttj hefur átt í gerð sovézku geim ' faranna. Maður þessi sagði blaða-1 mönnunum, að brátt yrði ( einn starfsbróðir þeirra val- inn til þess að fara í geim-' ferð. Hann yrði aðeins að uppt fylla eitt skilyrði, að hafa ( gott og sterkt hjarta, —| síðan yrði hann sendur út í ] geiminn við „þægilegri að-' stæður en nokkur f lugferð l hefur upp á að bjóða“. A-þýzkum Ianduntæravörðum kennd hundsömun flóttumannu Tveir verðir ílúðu til V-Berlínar Berlín 15. ágúst — AP. TVEIR A-þýzkír Iandamæra- verðir skýrðu frá því í dag hvernig þeir hefðu flúið til V- Berlínar yfir Glienicker-brúna á meðan tveir rússneskir varð- menn, sem þarna voru einnig, fægðu rauða stjörnu á þaki varff- skýlis þeirra. Tvímenningarnir flúffu til Vestur-Berlínar snemma aff morgni 13. ágúst, á tveggja ára afmæli Berlínarmúrsins. Varðmennirnir tveir sögðu að áður en til flóttans kom hefðu þeir sett sig í samband við toll- verði frá V-Berlín við hinn enda brúarinhar og spurzt fyrir um hvernig þeim yrði tekið fyrir vestan ef þeir flýðu. Síðán hefðu þeir afhent vél- byssur sínar og sjónauka við hvíta línu, sem skiptir A- o@ V- Berlín. Landamæraverðirnir skýrðu frá því að þeir hefðu haft fyrir- mæli um að skjóta aðeins sam- síða Aiörkunum milli borgarhlut- anna og gæta þess að kúlurnar færu ekki inn á landssvæði V- Berlínar, er þeir skytu á flótta- menn. Greindu þeir einnig frá því að A-þýzkum landamæra- vörðum væru nú kenndar að- ferðir til þess að handsama flótta menn, sem reyndu að komast vestur yfir mörkin. Báðir lýstu þeir undrun sinnl yfir því hver/su vel þeim hefði verið tekið af v-þýzku lögregl- unni. Sögðu þeir að þeim hefði verið tilkynnt að reyndu þelr flótta, myndi v-þýzka lögreglan afhenda þá A-þýzkum yfirvöld- um þegar í »tað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.