Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 20. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 Öhróður um íslendinga rekinn tii baka Fjórðungsmót hesta- manna á Austurlandi 1 VÍÐLESNU norsku vikufolaði, „Vi Menn“ birtist snemma í sum ar aðsent bréí írá norskum manni, sem dvaldi á íslandi á stríðsárunum. Tilefni bréfsins var það, að skömmu áður hafði „Vi Menn“ birt greinar um ís- íand eftir Willy Breiniholst, eink- ar velviljaðar og skemmtilegar, >ar sem hann hrósar m. a. ein- stakri gestrisni og hjartahlýju Islendinga. Þessu hefur hinn norski ' bréfritari, A. L. kallar hann sig, átt bágt með að kingja og hefur þessvegna svelgzt á bg skrifað þá ónotalegustu grein, sem ég hef séð birta i norsku blaði urn ísland. — „A. L.“ læt- ur þéss getið, að síðustu 30 árin hafi hann heimsótt lönd í öllum 'álfum heims, „ Og með höndina við hjarta get ég sagt, að hvengi hef ég orðið fyrir jafn fullkomn- Um durtshætti og ógestrisni í öllu Viðmóti og á íslandi.“ Bréfritar- inn, sem mun hafa verið farmað- Ur á kaupskipi, eða jafnvel á herskipi, segist hafa búizt við því, að vegna gamallar frænd- semi þjóðanna mundu íslending- ar gera sitt til að „gera tilveruna h.'artari fyrir okkur. En í staðinn Virtust þeir telja það lífskyldu Sína að fara með okkur eins og hundaskít („noe hunden hadde lagt p& gulvet“). — Allt er skrif A.L. í þessari sömu tóntegund Og lýsir því talsvert vel geðsmunum hins hrjáða manns, Og gætu þeir ef til vill gefið skýringu á því hversvegna hann hefur ekki eign azt vini eða áunnið sér alúð á íslandi. Hann segir að lokum, hð hann hafi undanfarin ár reynt «ð endurskoða álit sitt á íslend- Sm»um, en það hefur ekki tekizt honum að breyta þvi. Og svo iklykkir hann út með þessu: „ís- lenzka þjóðin mun aevinlega blasa við mér sem ógestrisnasta fólkið sem ég hef hitt, og ísland það land, sem ég á ekki eina ein- ustu notalega endurminningu frá, eftir margar heimsóknir.“ — Eins og vænta mátti hefur þessari köldu kveðju, sem segja *ná að beri vott um stirða geðs- fnuni sendandans, verið mót- mælt. „Vi Menn“ hafa fengið svo möng bréf út af skrifi þessu, að það segist ekki geta birt nema lítið brot af þeim. En þrenn and- mæli hefur blaðið birt. Þau tvö fyrstu 1 blaðinu 24. júlí og það þnðja 7. ágúst. — Kol'björn Spilhaug skrifar: „í „Vi Menn“, 5. júní las ég mér til mikillar furðu bréf A. L. wm ástandið á Islandi á stríðsár- unum. — Ég starfaði á íslandi meir en ár (1943—44) og reynsla mín af samvistum við íslendinga er þveröfug við það seim A. L. skrifar. Éig á aðeins góðar minningar um samveru mína við íslend- inga, bæði í sveitum og í bæjun- um. Mörg vináttuibönd urðu til þá, og margir okkar halda enn sambandi við fslenzka vini okk- ar og oft er okkur boðið að koma í heimsókn til íslands. Ég veit þess dæmi að íslendingar hafa boðizt til að taka þátt í ferða- kostnaðinum, ef við viljum (koma. «— Eins og kunnugt er giftust margir Norðmenn islenzk um konum, sem að því er ég bezt veit kunna vel við sig í Noregi. — Á stríðsárunum var Unnin víðtæk hjálparstarfsemi fyrir Noreg á Islandi. Þeir ls- lendingar eru óteljandi, sem hafa fekið þátt í henni, og þ.að hlýt- ur að vera sárt fyrir vini okkar é íslandi að láta sletta framan í sig jafn ennislágum ásökunum og þeim, sem A. L. ber á bOrð.“ „Nordimann" birtir annað bréf í sama blaði: „Ég las með vaxandi ógeði hina beisku lýsingu A. L. á „ógest- risnasta fólkinu“ sem hann hef- ur nokkurntima hitt fyrir — í mörgum ferðum sínum til ís- lands á stríðsárunum. — A. L. minn góður! Það getur alls ekkf verið skemmtilegt að leggja svona ritmennsku á sig — nú á jessum tímum vaxandi samhugar meðal þjóðanna eftir fimibulvet- urinn — til þess eins að spúa svona beisku og gömlu galli? — Annars hefur þetta náð tilgang- inum. Nokkur hundruð ísland- ingar í Noregi eru sárir út af þessari einhliða „gagnrýni“. Við Norðmenn sem þekkjum landið og þjóðina blygðumst okkar er við lesum þetta. I móttökunni hjá sendiherra Islands i Osló 17. júní heyrðum við mörg og beisk um- mæli um skrif hr. A. L. Það er nú þrátt fyrir allt svo, hó- í veröldinni, að sumir eiga auðvelt en aðrir erfitt með að umganigast menn og skepnur. Sumir eru andfúlir — sumir ropa súru. Þetta er kannske ekki þeim sjálfum að kenna — þó að oft sjái maður auglýst meðul gegn slíku, bæði í „Vi Menn“ og víð- ar. Viljið þér ekki reyna eitthvað af þessum meðulum, herra A. L.? Bréf Pers Varins læknis Hinn ágæti íslandsvinur Og einn þeirra Norðmanna, sem m jst kynni höfðu af íslending- um á stríðsárunum, dr. Per Var- vin, hefur mótmælt A. L. í bréfi, sem „Vi Menn“ birti 7. ágúst: Hann skrifar: „A. L. birtir í blaði yðar 5/6 ummæli um ísland og íslend- inga, sem telja verður. bæði vill- andi og ósönn. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við slíkan mann sem samkvæmt eigin upp- l.'singum hefur verið í norska lið inu á Islandi á stríðsárunum, og hefur tekizt að komast undan 'hinni alkunnu íslenzku gestrisni. Ég starfaði á íslandi í ca. ZVz ár sem læknir í norska liðinu þar, Oig leyfi mér þessvegna að andmæla sumum verstu illmæl- unum sem A. L. ber á borð. íslendingar hafa gamallar menningar sinnar og hinnar fögru tungu að gæta. Það er varla hægt að lá þeim, þó að þeim stæði nokkur uggur af am- erískum áhrifum, eftir að erlent lið svo þúsundum skipti var sezt að í jafn fámennu landi. Ég tel það ekki tiltökumál þó nokkurrar varúðar gætti gagn- vart einkennisbúnu gestunum. En íslenzka þjóðin var alhuga með okkur í baráttunni gegn nazismanum. Það er heldur ekki rétt að Norðmönnum hafi verið neitað um afgreiðslu á veitingastöðum á íslandi. Það kemur ekki heim við mína reynslu, og mér finnst það einkennilegt og ráðgáta, að A. L. skuli hafa tekizt að fá neitun þegar hann bað um að fá „'kandinaviska" máltíð. Ég bjó á Hótel Borg í 6 mánuði og var oft gestur þar síðar og sá þá jafnan menn úr norska hernum, liðsforingja og óbreytta liðs- menn. sem sátu þar yfir glasi Og skandinaviskum mat og fengu sér svo snúning með fallegum ís- lenzkum stúlkum. En sem kunnugt er hefur Óli norski ekki svo sjaldan þann leiða vana að þurfa að slást og verða uppvöðslusamur þegar hann hefur fengið sér neðan í því. Þegar svo er ástatt er mönn- um neitað um afgreiðslu alls staðar í veröldinni. Ég veit ekki hvort svo hefur verið ástatt um A. L. Það kom því miður oft fyr- ir, að norska herlögreglan varð að skerast í leikinn gagnvart full um og uppvöðslusömum Norð- mönnum á ýmsum matstöðum í Beykjavík. Og svo peningarnir! Jú, er það ekki ótækt, að íslendingar skyldu Héraði, 22. júlí FJÓRÐUNGSMÓT hestamanna á Austurlandi var háð að Egils- stöðum á laugardag og sunnu- dag 20. og 21. júlí. Að mótinu stóðu Hestamannafélagið Frey- faxi Fljótshéraði og Hestamanna fél. Hornfirðingur, auk Búnaðar sambandanna á svæðinu, sem sáu um kynbótasýningarnar. Á laugardag var veður gott, sólskin, einkum framan af og suðlæg gola. Á. sunnudagsmorg- un var austan strekkingur og tals verð rigning og leit illa út. En er lejð að hádegi þornaði upp og var úrkomulaust s.d., en þokuloft og kalsaveður, sem spillti nokkuð fyrir mótinu. Fyrri daginn fór fram sýning kynbótahrossa, bæði á hryssum og graðnestum. Voru sýndar og dæmdar um 30 hryssur og 6 graðhestar. Afkvæmi voru sýnd með 2 hestunum. Á laug- ardaginn fór einnig fram góð- hestakeppni. I dómnefnd kynbótahrossa voru: Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur, formaður, ráðunautarnir, Páll Sigurbjörns- ekki veita Óla norska ókeypis? A.L. gerist svo djarfur að stað- hæfa, að allir þeir sem hann var með hefðu verið sömu skoðunar og hann um íslendinga. Ef svo er n ' maður vænta þess, að þeir láti til sín heyra hér í blaðinu. Norðmenn sem settust að á ís- landi eftir orustuna í Hafurs- firði fluttu menninguna með sér að heiman. Þeir varðveittu hana Og ræktu hana í riti og ræðu. Þeir höfðu einnig með sér þá eigind sem við köllum gestrisni, og hafa ekki gleymt henni allar þessar aldir. Ég hafði mýmörg tækifæri til þess að koma á ýmsa staði víðsvegar um landið á stríðsár- unum, og viðtökurnar sem maður fékk á bæjunum voru svo hlý- legar og gestrisnin svo ffamúr- skarandi að því fá ekki orð lýst. „Ertu Norðmaður? Vertu vel- 'kominn!“ Það má heita í grófasta lagi að brennimerkja heila þjóð — eins og A. L. gerir í hinum lúa- lega skrifi sínu — á grundvelli einstakra og mjög svo einkenni- legra atvika, sem hann hefur upplifað í íslandsferðum sínum. — Dr. Per Varvin.“ — „Vi Menn“ telur ekki þörf á að birta fleiri bréf um málið, því að öll þau, sem borizt hafi 'hnigi í sömu átt og þau þrjú, sem ’birt eru hér að framan. En nú er eltir að vita hvort A. L. eða ein- 'hverjir „með sömu reynslu" og hann verða til þess að reyna að færa sönnur á sleggjudóma hans. ESSKÁ. son og Egill Jónsson; ennfremur Ingimar Sveinsson Egilsstöðum og Sigfinnur Pálsson Stórulág. Dómnefnd í góðhestakeppn- inni skipuðu: Þorlákur Ottesen Reykjavík, Áímann Guðmunds- son Egilsstaðakauptúni og Hall- dór Sæmundsson Bóli Austur Skaft. Með nefndinni starfaði ennfremur Bogi Eggertsson úr Reykjavík. Á sunnudaginn var almenn samkoma er hófst kl. 2 sem Pétur Jónsson á Egilsstöðum setti með ræðu. Þá flutti ávarp Steinþór Gestsson bóndi á Hæli. form. Landssambands hesta- manna, sem var gestur mótsins. Síðan lýsti Gísli Þorkell Bjarnason dómum á kynbóta- hrossum, og voru þau sýnd jafn- óðum og þeim riðið hring á sýn- ingarsvæðinu. Úrslit í góðhesta- keppni kynnti Bogi Eggertsson úr Reykjavík og voru góðhest- arnir einnig kynntir áhorfend- um, með hringreið á sýningar- svæðinu. Af hryssum voru dæmdar beztar: 1. Dögg, frá Höfn í Horna firði, eigandi frú Guðrún Ing- ólfsdóttir. 2. Yrpa, Haralds Guðnasoiiar á Eyjólfsstöðum á Völlum og 3. Elding, Sverris Þor steinssonar Klúku í Fljótsdal. Af stóðhestunum varð nr. 1 Blesi, eign Hestamannafél. Frey faxi og 2. Sleipnir Þrúðmars Sig- urðssonar bónda í Miðfelli Horna firði. Góðhestar: Nr. 1 Þokki, eig- andi Gunnlaugur Sigurbjörns- son Tókastöðum Eiðaþinghá, nr. 2 Blakkur, Ingimars Bjarnason- ar Jaðri, Suðursveit, 3. Léttfeti, Einars B. Björnssonar Eyjum í Breiðdal. Síðar um daginn fóru fram kappreiðar á skeiðvelli Freyfaxa á Þórsnesmóum. Þar mættu 21 hestur til leiks á stökki í 350 m. vegalengd. 3 hestar voru reynd- ir á skeiði en náðu ekki tilskild- um tíma. Úrslit í stökkinu urðu þessi: 1. Þytur á 26.8 sek. eig- andi Gunnar Guðmundsson Hlíð arbergi, Mýrum, A. Sk. 2. Gletta á 26.9 sek. eig. Birna BenediktsT dóttir, Beinárgerði, Vallahreppi S. Mtfl. 3. Blesi á 27.1 sek.,eig. Snæþór Sigbjörnsson, Gilsár- teigi Eiðahreppi S.-Múl. Vallarstjóri var Pétur Jónsson á Egilsstöðum. Ræsir: Gunnar Egilsson, Egilsstaðaflugvelli og dómnefnd: Þrúðmar Sigurðsson, Miðfelli, A. Sk„ Guttormur Þormar, Geitagerði, N.-Múl. og Bogi Eggertsson, Reykjavík. Um kvöldið var dregið í happ- drætti er Freyfaxi efndi til. Vinningurinn var reiðhestur. EFTIR því sem framkvæmd- 1 um við stórhýsi Silla og Vaida og Útvegsbankans miðar áfram breytir Austurstræti meira og meira um svip, þar verður stöðugt stórborgar- legra um að litast. Myndina tók Ól. K. M. í gaer 1 dag af framkvæmdunum. 1 Fjöldi manns var á mótinu og margt hesta, m. a. úr Reykjavík, úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Margt manna og hestar úr A- Skaft., frá Möðrudal og Víðidal á fjöllum og víðast af Austur- landi, nema Vopnafirði. Bæði kvöldin var dansleikur í Ásbiói á Egilsstöðum. Ölvun var ekki mikil á þessari sam- komu. Hið óhagstæða veður spillti mjög fyrir áhrifum og ánægju af mótinu. Þrátt fyrir það mun samkoma þessi hafa verið flest- um þátttakenda nokkurs virði og mörgum drjúgur skerfur í sjóð góðra minninga, einkum þeirra, sem enn finna leyniþráðinn, er hangir milli hests og manns — J. P. Kappreiðar í Dölum ÞANN 7. júlí sl. hélt hestamanna félagið „Glaður" kappreiðar að Nesodda í Dölum. Skráðir voru 28 hestar til keppni. Úrslit urðu þessi: Skeið: 1. Hrollur, Sigurðar Ólafssonar, Reykjavík, 24,8 sek. 2. Skeifa, Sigurborgar Jónsdótt- ir, Hvanneyri, 25,0 sek. 3. Litla-gletta, Sigurðar Ólafs- sonar, Rvík, 25,2 sek. Folahlaup: 1. Brana, Guðm. Ágústssonar, Kirkjuskógi, 20,3 sek. 2. Þokki, Guðnýjar Jónasdóttut, Geirshlíð, 20,4 sek. 3. Faxi, Páls Egilssonar, Borg arnesi, 20,4 sek. 4. Stjarni, Dagbjarts Dagbjarts- sonar, Rvík, 20,9 sek. 300 metra hlaup: 1. Tilberi, Skúla Kristjórissonar, Svignaskarði, 23,6 sek. 2. Blesi, sami eigandi 23,7 sek. 3. Sóti, Jóns Jósefssonar, Núpi, 24,1 sek. 4. Kópur, Ólafs Ragnarssonar, Hundadal, 24,8 sek. Beztan tíma hafði Móri, Skúla Kristjánssonar í undanrás 23,1. Veður var gott, enda mótið fjölsótt. Dómnefnd skipuðu þeir Gísli Þorsteinsson, Þorgeirsstaða hlíð, Hjörtur Ögmundsson, Álfa tröðum og Albert Finnbogason, Erpsstöðum. Ræsir var Jón Jósefsson, Núpi. — B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.