Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 20. ágúst 1963 MORGUUM.ADID 17 Sr. Páll Pálsson í V'ik: Hrikaleg skemmdarstarfsemi Leiðin milli Reykjavíkur og Víkur í Mýrdal er mér allkunn. Það er því sá vegur, sem ég geri hér helzt að umtalsefni. í fáum orðum sagt er þessi vegur svona um þessar mundi: Víða mjög slæmur í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Árnessýlu, ein allsherj ar hörmung í Rangárvallasýslu, allgóður í Vestur-Skaftafells- fiýslu. Olíubornu eða rykbundnu kafl- arnir frá Rey.kjavík að Hellis- heiði eru lang beztir. f>ar stendur ekkj rykstrókurinn aftan úr bíl- unum og þar er lítið um holur, þar eð ofaníburðurinn hefur ekki rokið úr. Strax austan við Þjórsá og svo öðru hverju Rangárvallasýslu á enda getur að líta og finna það fyrirbæri, sem er vafalaust heims imet í vitleysu. Þar fer fram sú hrikalegasta skemmdarstarfsemi, sem ég hef séð. Hinir glæsilegu, en mjög svo viðkvæmu nýju fólksbílar, sem skipta nú orðið mörgum þúsundum á íslandi, fara um þessar slóðir. Undir þeim kringumstæðum eru eigendur þeirra meira eða minna neyddir til að stórskemma bílana. Ofan- íburðurinn er rokinn út í veður og vind. Eftir eru víðast hvar harðar og þurrar grjóturðir, svo að engu er líkara en ekið sé eftir klettabelti. Við slikan akstur lemst allt í sundur, sem við- kvæmt er og brotnað getur. Laus Sr steinihnullungar fljúga svo til og frá og brjóta dýrar og ekki nærri alltaf fáanlegar framrúð ur, þegar bílar mætast eða ekið er framúr. í veginum á Skóga- og Sól- heimasandi er hins vegar tals- verður ofaniburður ennþá (með fáum undantekningum). Samt er þar mikið „þvottabretti", sem auð vitað á eftir að versna, nema þar birtist einhvern tíma hefill. Undanfarið hefur verið mikill ferðamannastraumur austur í Skaftafellssýslu. Hef ég séð marga nýja bíla koma til Víkur Kveðja Guðrún Magnúsdótt ir skáldkona frá Hraungerði í Garðahreppi - Þú með snilli, Guðrún, gekkst •glæsta Braga vegi, Ijóðadísar fylgi fékkst fram að lokadegi. Stökum gafstu líf og lit, Ijúft svo kítlar eyra. Vísna þinna vængjaþyt víða drengir heyra. Gerir mörgum geðið kátt gamanslaka lipur. Er sem hafi undramátt andans töfragripur. Oft hjá þér viff Óðins full ylnaði huga mínum. Vits og hjartans glæsigull glóði í stökum þinum. Hjá þér ekki hræsni og tál hug né orðum stýrðu, ótryggð, flærð og undirmál ei þinn sóma rýrðu. Skylduverk þú vannst af dug, virðiag manna fékkstu. Eokum að með hetjuhug hinnstu sporin gekkstu. 1 i Vinarkveðju vil ég tjá, vænu þakka kynnin. Holla innri hlýju ljá hugumþekku minnin. — D. Ben. og svo mikið skemmda, að hæpið er að eyða tíma í lýsingu á því, þar sem fæstir mundu trúa að óreyndu. Það eru fyrst og fremst langvar andi þurrkar á Suðurlandi og mikil umferð, sem veldur því, að í ljós kemur á átakanlegan hátt, hversu óvaranlegir og ófullkomn ir vegir okkar eru. Þessi stutta lýsing er ekki sett fram til þess að álasa einum eða öðrum af þeim mörgu, sem með þessi mál hafa haft að gera, heldur til .þess að vekja þá spurn ingu hjá viðkomandi yfirvöldum, hvort þau sjái sér fært að sinna þessum málum svo að í lagi sé eða ekki? í þessu sambandi er rétt að minna á, að Norðmenn og fleiri þjóðir verja mest öllum sköttum og tollum, sem lagðir eru á bíla, til viðgerðar og viðhalds á veg- um. Ef sú leið yrði farin hér á landi og hætt yrði að peðra vega . — Minning Framh. af bls. 14 hefði verið framúrskarandi í því starfi. Hann var mikill skurð læknir, og útheimtu störf hans við sjúkrahúsið, nákvæmrar hjúkrunar, og aðhlynningar. Ágústu var vel til vina, vin- föst í þess orðs beztu merk- ingu, og vinir hennar sem marg ir voru mátu hana mikils, og mundu eftir henni, þegar hen’ni lá mest á. Góðu heilli kynntist ég henni löngu siðar hér í Reykjavík, og var heimilislæknir hennar uim langt skeið. Hún var síðustu ár- in oft sárþjáð, kvartaði ekki en taldi sig hamingjusama að njóta ástríkis læknishjónanna á Vífils- stöðum og annarra vina og vanda manna. Ég kom oft til hennar síðustu árin, og minnist margra ánægjustunda, ekki síst er hún minntist gamalla og góðra tíma, margra vina og óeigingjarnra verka öðrum til handa. Líf hennar var eins og gengur ekki alitaf rósum stráð, en henni heppnaðist það „að fleyi og frægð var bjargað framúr þröng var ratað, engum vini glatað“. þegar loks var náð höfn. J.Sv. peningum í allar áttir samtímis, ætti að reynast auðvelt og fljót- legt að bæta á raunhæfan hátt úr þessu ófremdarástandi, sem ríkir í vegamálum okkar. Flestar meriíúngarþjóðir telja það fráleitt og fáránlegt, að ausa yfir sig lúxusbílum til þess aðal lega að brjóta þá í sundur á einu sumri eða svo. Til þess að við förum að hugsa í svipuðum dúr, þarf fulla með- vitund, en ekki rænuleysi. (Ritað skömmu fyrir vígslu Skálholtskirkju). THRIGE Rafmagnstalíur 3x220/380V. fyrir 200—500 og 1000 kg. þunga. wKBm ( LUDVIG SIORR Tæknideild öitrnt ft.itfkij M.s. Baldur fer á morgun til Rifshafnar, Hjallaness, Búðardals, Skarð stöðvar og Króksfjarðarness. Vörumóttaka í dag. M.s. Skjaldbreið fer vestur um land til Akur- eyrar 24. þ. m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð, Ólafsfjarðar og Dalvíkur. — Farseðlar seldir á fimmtudag. Félagslíi Knattspyrnufélagið Yalur Knattspyrnudeild Meistara- og 1. flokkur. Æt'ing í kvöld kl. 8.30. Þjálfari. Útsala á ullargarni, stendur yfir í nokkra daga. Notið gott tækifæri. Austurstræti 7. 7/7 sölu öflugt vélahreingerningafyrir- tæki í fullum gangi. Góðir möguleikar fyrir þann, er vill skapa sér sjálfstæða atvinnu. Htisa & Skipasalan Laugavegi 18, III. hæð. Sími 18429. Eftir kl. 7, sími 10634. Hafnarfjörður Ung barnlaus hjon óska eftir 2ja— 3ja herb. íbúð í Hafnar- firði eða nágrenni. Vinna bæði úti. Uppl. í síma 50939 milli kl. 7 og 8. uorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Síld & Fiskur, Austurstræti 6 Vana múrara vantar til að múra 114 ferro. íbúð í Kópavogi. Tvær íbúðir koma jafn- vel til greina. — Upplýsingar eftir kl. 5 í síma 22480 í dag og næstu daga. Viljum ráða strax SÍRHÆFÐA LAGERMENM til oð veita BETRI BÍLUM RETRI ÞJÖIUUSTÚ Bílabúð SIS hefir opnað í nýju húsnæði í Ármúla 3. Mikil söluaukning í nýju hús- næði gerir okkur nauðsynlegt að ráða tvo sérhæfða lagermenn til starfa við varahlutaþjónustu umboðsfyrirtækja okkar en þau eru m. a. General Motors, Opel og Vauxhall. Nánari upplýsingar gefur Starfs mannahald SÍS, Sambandshús- x inu. i Starfsmannahald VÖNDUÐ II n FALLEG H ODYR u n öiqurpórjórisson &co Jlafiuiiytnrti 4- Heildverzlun með fitfanga og pappírsvöru til sölu. Lítill lager. Húsnæði í Miðbænum geur fylgt. Góð verzlunar- sambönd. JÓN BJARNASON hæstaréttarlögmaður Skólavörðustíg 3A — Sími 11344. Framtíðarstarf Viljum ráða ungan duglegan mann með verzlunar- skólapróf eða hliðstæða menntun. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf óskast sendar fyrir 25. þ, m. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ÁRNI SIEMSEN umboðsverzlun ' Suðurgötu 3 — Pósthólf 1106. Það tilkynnis hér með að félag vort og Thule Ship Agency, 11 Broadway, New York, N. Y., hafa í dag birt eftir- farandi tilkynningu sameiginlega í Reykjavík og New York: „H.f. Eimskipafjeag íslands og Thule Shpi Agency, Inc., tilkynna hérmeð, að 31. ágúst 1963 mun Thule Ship Agency hætta að starfa sem aðalumboðsmenn h.f. Eimskipafélags íslands í Bandaríkjunum“. H.f. Eimskipafjelag íslands tilkynnir hérmeð, að frá og með 1. september 1963 fer A. L. Burbank & Co Inc„ 120 Wall Street, New York 5, N. Y. með umboð félags- ins í Bandaríkjunum sem aðalumboðsmenn. Reykjavík, 13. ágúst 1963. lif. Eimskipafélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.