Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 22
29. MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. ágúst 1963 / Isiandsmeistarar Fram misstu vonina um titijinn vann 5:2 í mjög goðum leik og hefur sjaldan verið betri ÍSLANDSMEISTARAR Fram misstu í gærkvöldi mögu- lcikann tií að halda meistaratigninni í ár. KR sigraði Fram í gærkvöldi með 5—2 og það gerði útslagið fyrir Fram. Islandsmeistararnir seldu sig þó dýrt, áttu ágæta leikkafla og mjög sterka byrjun. En KR-ingar, sem nú eru eins og annað og betra lið frá leikjunum í vor, náðu fljótt tökun- um á leiknum, léku snilldarvel á köflum og verðskulduðu vel sigurinn 5—2. KR hefur nú átt tvo góða leiki í röð og stefna nú hraðbyri að titlinum. Þeir eiga einn leik eftir við Akureyri n.k. sunnudag. Góður leikur Leikurinn í gærkvöldi var lengst af vel leikinn. Fyrri hálfleikurinn bar þó mjög af hinum síðari hvað leik snevti. Það var hraði, góð hugsun, gullfallegar skiptingar og upphlaup, dugnaður og bar- áttuvilji sem gerðu þennan leik að bezta leik sumarsins milli ísl. liða. arlega hættu. Og smá saman sigu KR-ingar á, „vélin“ komst í gang með hreyfanlega framlínu og Garðar og Sveinn náðu betri tök um á miðjunni — tóku völdin af Birni og Hrannari sem ráðið höfðu þar lögum og lofum fram- an af. Fyrsta „aðvörun" um stórsókn KR var 25 m þrumuskot frá Garðari í þverslá. Glæsilegt skot. Mörk KR markinu við. Sigurþór framkv. hornsp. sem vörn Fram skallar frá en Örn Steinsen nær knettin um sendir vel fyrir til Ellerts sem nær að skalla yfir Geir markvörð og í því kemur Sigur- þór aðvífandi og skallar betur að marki svo varnarmenn Frain sem komnir voru á línuna höfðu enga möguleika til varnar. 5 mín. síðar gefur Björn Helga son vel innfyrir vörn KR. Þar er Grétar og skorar af stuttu færi. Þarna sáu flestir rangstöðu hjá Grétari, en ekki dómari eða línu vörður. Heimir markv. KR Varð bráður við og hreytti einhverju út úr sér svo að dómari krafðist að hann bæði línuvörð afsökun- ar. Olli þetta töfum nokkrum. Á 36. mín. skorar Sigurþór lokamarkið. KR brunaði upp Framh. á bls. 3 Gömlu lögin leikin og sungin“ má segja um leik Akurnes- inga og "Vals. Hér sækir Þórður Þórðarson — og hefur skall- að fram hjá Gunnlaugi markverði. Bollinn er á leik í 'netið. — Ljósm. Sv. Þorm. Góð byrjun Fram Framarar komu mjög ákveðn- ir til leiks og náðu fyrstu 10—15 mín. úndirtökunum og sóttu mun meir. Mark KR komst þó ekki í alv- Orlögin ráðin á Akureyri NÚ eru aðeins eftir tveir leikir í íslandsmótinu. Báðir verða þeir næsta sunnudag. í Reykjavík leika Valur og Fram og það verður baráttan um þriðja sætið í mótinu og nægir Fram jafntefli til að halda því. Hinn leikurinn er á Akur- eyri og miklu þýðingarmeiri. Þar mætast KR og Akureyri. Akureyri þarf að vinna þann leik til að forðast falli niður í aðra deild en KR verður að fá 1 stig til að vinna mótið. 1 Möguleikarnir eru þvi.l Vinni KR vinna þeir mótið; og Akureyri fellur í 2. deild.J i Verði jafntefli, vinnur KRk fslandstitilinn en aukaleikur verður að fara fram milli Akureyrar og Keflavíkur um fallsætið. Vinni Akureyri kemur til aukaleiks KR og Akraness um titilinn og Keflavík fellur í 2. deild. Staðan er nú þannig: Akranes 10 6 1 3 25:17 13 KR 9 6 1 2 25:15 131 Fram 9 4 14 11:17 9? Valur 9 3 2 4 17:20 81 Keflavík 10 3 1 6 15:19 7j Akureyri 9 2 2 5 15:20 6^ Á 21. mín. kom fyrsta markið. Upphlaupið var mjög laglegt. Ellert hóf það á miðju, lék fram, beið lítið eitt meðan Gunnar Fel ixson lék sig frían og í aðstöðu, gaf svo vel til hans og Gunnar skoraði þó Geir markvörður snerti knöttinn. Á 31. mín. skoraði Gunnar aftur. Upphlaupið var á miðj unni og varnarmenn Fram voru tiltækir. Úr návígi Gunnars Fel. og Jóhannesar bakv. Fram hrökk boltinn til Gunnars Guð- mannssonar sem var í góðu færi. en kaus að gefa nafna sínum Felixsyni aftur og hann skoraði laglega úr skáfæri úr teignum. Fram átti „dauðafæri“ á 28. mín. er Björn Helgason sendi til Baldurs Schevings sem var óvaldaður fyrir marki KR en hann skaut hátt yfir. í lokin átti Sigurþór útherji gott skot á mark Fram, en rétt yfir. Bæði lið áttu auk fjölda lag- legra upphlaupa, einkum KR- ingar en varnir be§gja voru góð- ar og markmenn báðir í essinu sínu og unnu vel. ár Markaregn í síðari hálfleik býrjaði KR sókn og áttu tvö mjög góð skot sem Geir varði. Síðan komst Baldur Scheving í mjög gott færi eftir góða sóknarlotu Fram en mistókst og spyrnti utanvið. Þetta var aðvörun Fram um fyrra markið. Á 16. mín. er horn á KR. Hall- grímur framkvæmir spyrnuna vel, en Heimir slær frá og Hal'- grímur fær knöttinn aftur, lyftir fyrir markið og Grétar Sigurðs- son skallar í netið- mjög laglega. KR svarar þessu 3 min. síðar er knötturinn gengur frá Ellert á vallarmiðju til Gunnars Guð- mannssonar, þaðan út á kant til Sigurþórs, fyrir aftur til Gunn- ars Fel. sem kemst innfyrir og skorar þó Geir snerti knöttinn og hálfverði. Sumir sáu rang- stöðu í þessu marki en ekki dóm ari eða línuvörður. Á 29. mín. bæta KR-ingar 4. Gömlu kempurnar nesi tryggðu sigur — yfír Val í lélegum leik AKURNESINGAR sigruðu Vals- menn á sunnudag í 1. deildar- keppninni með 3 mörkum gegn 1. Þar með hafa Akurneslngar lokið leikjum sínum í deildinni í ár, hafa krækt sér I 13 stig og eiga því enn möguleika svo fremi að KR fái ekki að minnsta kosti 3 stig i Ieikjum sínum við Fram og Akureyringa. Léleg knattspyrna Sigur Skagamanna var fylli- lega verðskuldaður. Veður setti sinn svip á leikinn, SA-strekk- ingur var og léku Valsmenn und an í fyrri hálfleik, skoruðu sitt eina mark á 11. mín og höfðu forystu í hálfleik. Hálfleikurinn var**annars nokkuð jafn — léleg knattspyrna hjá báðum — en Skagamenn áttu þó ekki færri tækifæri. Það kom því ekki á óvart þó sókn þeirra yrði nær látlaus er þeir höfðu strekking- inn með sér. Þeir hreinlega léku sér að Valsmönnum á köflum. Skagamenn voru betri og verðskulduðu sigurinn. En knattspyrnan var vægast sagt handahófskennd og léleg. Bætti ekki úr skák að plast- knöttur léttur og lipur var notaður. Kom skortur flestra leikmanna beggja liða á knatt meðferð átakanlega í ljós, því léttur knöttur speglar vel kunnáttuna. Þarna voru 5 af 20 knattspyrnumönnum, sem KSÍ hefur valið til landsleiks- ins við England. Enginn þeirra stóð sig vel — bezti leikmað- ur vallarins var kornungur piltur, Hermann Gunnarsson Val, sem var eini leikmaður- inn sem sýndi tilþrif. Forysta Vals Valsmenn sóttu nokkuð í byrj- un, en Skagamenn ná • einnig dágóðum upphlaupum. í einu þeirra á 10. mínútu, braut Árni Njálsson gróflega á Tómasi út- herja, sem var kominn fast að marki. En brotinu sleppti Hauk- ur dómari Óskarsson. Knettinum var sparkað fram og úr þeirri spyrnu sóttu Vals- menn upp miðjuna. Bergsveinn fékk knöttinn næsta óvænt en skaut snöggt og fast léttum bolt- anum og Helgi var broti úr sekúndu of seinn. Með venju- legum bdlta skal efað að mark hefði orðið. Þetta Var eina mark hálfleiksins. Skagamenn áttu all- góð færi til að jafna, en tókst ekki. Val tókst ekki heldur að auka forskotið. Leikurinn var jafn. Mörk Akraness Skagamenn náðu öllum tökum á leiknum eftir hlé. Þeir jöfn- uðu á 10. mín. eftir sókn á vinstri væng. Skúli Hákonarson átti fallegt skot rétt innan víta- teigshorns, vindurinn hjálpaði til, boltinn fór í boga fram hjá markverði, innan á stöng og í netið. Fallegt mark. Tveim mín. síðar sóttu Þórð- ur og Ingvar en Ingvari mistókst herfilega í góðu færi. Ingvar jafnaði þetta upp á 20. mín. Hratt upphlaup var að marki Vals og boltinn stefndi framhjá marki en Ingvar náði honum og vippaði laglega milli varnarmanna og markvarðar 2—1.. frá Akra- Lokamarkið kom á 28. mín. Sveinn Teitsson sendi háa send- ingu að marki Vals. Gunnlaug- ur og Þórður Þórðarson lentu í baráttu. Þórður hafði betur, af höfði hans fór boltinn í net- ið. Liðin Gömlu kempurnar settu svip á Akranesliðið. Þó Þórður og Sveinn séu ekki í fullri þjálfun, og svipir hjá sjón miðað við það sem áður var, er erfitt að ímynda sér að án þeirra væru Skaga- menn nú með 13 stig. Jón Leós, Helgi Dan og Ingvar skiluðu og sínum stöðum í þessum leik móti Val svo og Skúli Hákonarson, sem er eini sívaxandi maðurinn í liðinu. Ríkharður var óvenju slappur einkum í skotum sínum, en dugnaðurinn brást ekki. Eini maður Valsliðsins sem stóð sig vel var Hermann Gunn- arsson. Allir hinir eru upp og niður, tilviljun ræður mestu, að Árna markverði undanskildum en hann grípur helzt oft til grófra aðgerða. — A. St, Hnnnes fékh góðn dómn HINN 14. ágúst sl. fór fram í Stokkhólmi landsleikur milli Svíþjóðar og Finnlands, sem andaði með jafntefli 0—0. — Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi leik þennan og í sænskum blöðum er farið lofsorðum um dómarastörf Hannesar. Svíar lýsa furðu sinni á því að þetta skuli hafa verið fyrsti landsleikur er Hannes dæmir svo vel þykir þeim hann hafa dæmt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.