Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 8
8 MORCU N B LAÐIÐ ■4 triðjudagur 20. ágúst 1963 Spjöll unnin á Grasgarð- inum í Laugardalnum TTM helgina voru unnin spjöll á Crrasgarðinum eða botaniska 'safninu í Laugardal. Þegar Starfsmenn komu til vinnu á 'mánudagsmorgun var búið að ‘róta þar í beðunum með skóflu, *traðka á plöntum eða ganga fevo nærri þeim og rótum þeirra ineð skóflum að þær eru stór- iskemmdar og eyðileggja heil- 'mikið af laukum ofan í jarðveg- Inum. Er þetta geysilegt tjón, því rr.jög mikil fyrirhöfn og vinna lliggur í að safna plöntutegund- um í safnið, sem á 280-240 teg. íslenzkra plantna, ag með inn- fluttum plöntum alls á annað þúsund. Mestar skemmdirnar urðu einmitt í beðum, þar sem eru plöntur er 1 fyrra voru fengnar frá Noregi og kostuðu mikið fé og fyrirhöfn, að því er Kafliði Jónsson, garðyrkjustjóri bæjarins tjáði blaðinu. Sagði Hafliði, að þetta væri ekki í fyrsta skiptið, sem slíkt ætti sér stað meðan á veiðitim- anum stendur og menn vaða inn í garðana til að ná í maðk. Hefði hann iðulega orðið að fara út á nóttunni til að stugga við maðkatínurum. En um þessa helgi var hann ekki heima. Finnst honum að vonum æði hart að ekki skuli vera hægt að hafa frið með slíkt menningar- verk sem botaniskt safn er fyrir fólki, sem veður um garðana og spillir gróðrinuim. Enda hefur fólk enga lagalega heimild til að fara þannig með eigur ann- arra hvort sem það eru einka- garðar eða opinberir garðar. Biður Hafliði þá, sem kynnu að hafa orðið varir við manna- ferðir þarna í garðinum um- rædda nótt, að veita honum sjálf ium eða lögreglunni upplýsingar um það; Góðir gestir trá Fœreyjum Gunnlaugur Briem í f yrsta símtalinu. Icecan opnaöur í gær Eykur mjög öryggi vegna HAVNAR HORNORKESTUR — Lúðrasveit Þórshafnar í Færeyj- um — minnist sextugsafmælis síns um þessar mundir með heim sókn til íslands. Heldur flokkur inn nokkra tónleika hér í borg- inni og nágrenni hennar, og voru hinir fyrstu í samkomuhúsi Há- skólans sl. laugardag. Sá, sem þessar línur ritar, hefir haft kynni af Færeyingum, síðan hann var barn, og aldrei nema góð ein. Honum er í barns minni þátttaka færeyskra sjó- manna í skemmtunum Seyðfirð- inga fyrir 30—40 árum, kvæða- kunnátta þeirra og fölskvalaus sönggleði og hinn sérkennilegi dans, stiginn á tréklossum svo að undir tók í Bjólfi og Strand- artindi, með háttvissu en þó breytilegu hljóðfalli og svip- miklum lögum. Þeir voru ávallt hæverskir og prúðir, og snyrti- mennska þeirra auðsæ, þótt ekki væru þeir skartbúnir. Munu þeir jafnan hafa verið aufúsugestir á mannamótum þar eystra og vel metnir í hvívetna. Þrátt fyrir gömul og góð kynni af Færeyingum kom Lúðrasveit Þórshafnar mér alger lega á óvart á tónleikum sínum á laugardaginn, og svo mun flest um hafa farið, er þar voru. Tón- listarlíf í Færeyjum hefir verið talið mjög á frumstigi, og fyrir skömmu var skýrt frá því í ís- lenzkum blöðum, að Rögnvaldur Sigurjónsson hafi nú í sumar haldið þar hina fyrstu píanótón- leika. En leikur lúðrasveitarinn- ar reyndist vera með þeim brag, sem sómi mundi vera að hvar sem væri, og sýnist með ólíkind- um, að hljóðfærafiokkur, sem skipaður er áhugamönnum ein- um, skuli geta náð slíkum ár- angri, nema þar sem tónlistar- iðkun er útbreidd og á allháu stigi. Ber þetta fagurt vitni hæfi- leikum og alúð þeirra manna, sem hér eiga hlut að máli, og má þykja líklegt, að sú þjóð, sem leggur slíka kostgæfni við tóm- stundaiðju sína, muni ekki slá slöku við .annað. Koma Havnar Hornorkesturs hingað mun enn glæða virðingu íslendinga fyrir hinni gáfuðu og dugmiklu bræðraþjóð sinni í Færeyjum. Havnar Hornorkestur er skip- að þrjátíu hljóðfæraleikurum undir stjórn Th. Pauli Christian- sen, bæjarfulltrúa í Þórshöfn, sem jafnframt er formaður sveit arinnar. í hópnum er margt manna, sem hafa náð ótrúlegri leikni á hljóðffri sín, þó að af beri hinn enski kennari og aðal- einleikari sveitarinnar, Robert Oughton. Samleikur er og með ágætufn, tárhreinn og fágaður, samtök góð og yfir öllum leikn- um og framkomu hljóðfæraleik- aranna er virðulegur hófsemdar- og menningarblær. Th. Pauli Christiansen stjórnar liði sínu með hógværri festu og smekk- vísi, og sá agi og regla, sem þar ríkir, er til fyrirmyndar. Það var ánægjulegt, hve marg ir áheyrendur voru á tónleikun- um í samkomuhúsi Háskólans. Þegar lúðrasveitin gekk á sviðið undir færeyskum fána og hóf leik sinn með þjóðsöngvunum, hinum íslenzka og færeyska, vann hún þegar hug og hjarta allra viðstaddra. Síðan rak hvert við- fangsefnið annað, og yrði of langt að telja þau hér. Færeysk kvæðalög í útsetningu Roberts Oughtons vöktu verðskuldaða at hygli, svo og þættir úr tonverki eftir Waagstein, þekktasta tón- skáld Færeyja, og syrpa af ís- lenzkum lögum féll í góðan jarí veg. Leikni einstakra hljóðfæra- leikara og hljóðfæraflokka kon ljóst fram í ýmsum íburðarmei viðfangsefnum, og var þeim óspart klappað lof í lófa, sem og sveitinni í heild, og þakkaði hún undirtektir með nokkrum auka- lögum. Að tónleikunum loknum hélt Lúðrasveit Reykjavíkur þessum gestum sínum rausnarlegt sam- sæti að Hótel Sögu. Formaður Lúðrasveitarinnar, Björn Guð- jónsson, bauð þá velkomna og óskaði þeim til hamingju með tónleikana, en Th. Pauli Christ- iansen hafði orð fyrir sínu liði og þakkaði ágætar móttökur. KL. 2 í gær var hinn nýi sæsími ICECAN. sem liggur um Græn- land til Nýfundnalands, tekinn í inotkun fyrir almenn talsíma- og skeytaviðskipti við Ameríku. Talaði Gunnlauigur Briem, póst- og símamálastjóri þá til Montne- al við mr. Bowie, aðalforstjóra Canadian Overseas Telécom- munication Corporation, sem ásamt Mikla norræna ritsíma- félaginu er eigandi sæsímans, en í Montreal í Kanada verður samtenging fyrir viðskipti við aðra staði í Ameríku. Eins og kunnugt er, var þessi sæsími lagður í lok síðasta árs og þá farið að nota hann fyrir öryggisfjarskipti alþjóðaflugþjón ustunnar, en hann bilaði stuttu síðar, hvað eftir annað, meðal annars vegna óvenju stórra ís- Starfsfólk á veit- ingahúsum semur rM sl. mánaðamót varð að sam- xomulagi milli starfsfólks í veit- ingahúsum og stjórnar Veitinga- og gistihúsaeigendafélagsins að hækka allt mánaðarkaup um Fiæðslundm- skeið uð Búðum EINS og sagt hefur verið frá hér í blaðinu efnir Verka- lýðsráð Sjálfstæðisflokksins til fræðslunámskeiðs um atvinnu- og verkalýðsmál að Búðum á Snæfellsnesi fyrstu vikuna i september. Á námskeiðinu verða fluttir fyrirlestrar um ýmiss þau efni er sérstaklega varða málefni launþega og samtaka þeirra. Þá verða sýndar fræðslukvikmynd- ir og haldnir málfundir. Nauð- synlegt er að þeir sem hafa hugsað sér að taka þátt í nám- skeiðinu tilkynnti það sem allra fyrst í skrifstofu Verklýðsráðs í Valhöll við Suðurgötu, símar: 17100 og 17807 og þar verða gefnar allar nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðsins. jaka við Grænland. Var því frestað að taka hann í notkun fyrir almenn srmaviðskipti þar til nú, er viðgerðum er lokið. Undanfarið hefur símasamband ið við Ameríku því farið fram um Bretland og að nokkru leyti um beint radíósamband, þegar um skeyti var að ræða. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tryggja sæsímann í grennd við Grænland, meðal annars með löngum borholum í igegnum fjall þar, sem sæsíminn er leiddur í gegnum niður í mikið dýpi og frekari fram- kvæmdir í sama skyni verða gerðar síðar. Mbl. lagði þá spurningu fyrir Gunnlaug Briem, póst- og sima- Á SKARÐI í Meðallandi stóð kirkja frá öndverðu og fram undir miðja 17. öld. Þar eru nú ekki aðrar minjar um byggð en fáeinir steinar í 1 hleðslu utan í melholti. Stund- um glittir í nokkrar hvítar tennur í svörtum sandinum, ’ sem vitna um legstað liðinna kynslóða í þessari sandauðn. « Sl. laugardag voru nokkrir' „gamlir“ Meðallendingar að skoða sig um á þessum forna kirkjustað. Þá fundu þeir í sandinum gamlan helgigrip — ' altarisstein, sem að fornu var látinn liggja á altari kirkjunn EINS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu afhenti Ólafsfjarð- arkaupstaður frú Jónínu Sæ- borg stóra minningargjöf um eig inmann sinn, Evan Sæborg, og skyldi fénu varið til að koma á fót elliheimili í kaupstaðnum. Jónína Sæborg fór utan sl. laug ardag, og rétt fyrir brottförina gekk bæjarstjórinn í Ólafsfirði, Ásgrímur Hartmannsson á fund hennar og afhenti henni skraut- ritað skjal, þar sem sagt var,. að bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefði samþykkt að útnefna hana sem 1 heiðursfélaga í viðurkenninga- flugsins málastjóra, hvaða breytingar yrðu á tal- Og skeytasambandinu við Ameriku með tilkomu ICECAN strengsins. Hann sagði að skeytin yrðu fljótari en aðallega væri þetta varaleið, sem einkum var sett vegna flugsins. Ef bilar öðru hvoru megin, þá rná hafa samband hina leiðina. Búið var að opna línuna, en hún bilaði við Grænland. Jak- arnir fóru dýpra en ráð hafði verið fyrir gert. enda sl. ár óvenjulegt ísár. Var erfitt að komast þarna að til viðgerða vegna íss, en viðgerðin ekki svo mikil, eftir að hægt var að kom- ast að henni. Verður enn haldið áfram aðgerðum til að fá þarna meira öryggi fyrir strenginn. ar til að minna á að eitt sinn , voru öll ölturu úr steini. Var ‘ þá kaleikurinn gjarna látinn , standa á þeim. Brot úr all- mörgum slíkum steinum fund ust við uppgröft í Skálholti 1 og nokkrir eru til á Þjóð- minjasafninu. Steinninn, sem • fannst á Skarðskirkju, er fag- ur og látlaus helgigripur og óskaddaður og hafa verið ' grafnir á hann fimm litlir krossar. Brotið er af öðru efra horni hans. Þessi forni helgigripur mun framvegis verða látinn liggja á altarinu í Langholtskirkju. skyni fyrir „höfðinglegar gjaflr til elliheimilisbyggingar hér og sérstæða velvild og vinarhug til byggðarfélagsins og Ólafsfirð- inga allra.“ Ennfremur afhenti hann frúnni stórt málverk af Þing- völlum, sem er gjöf frá Ólafs- firði, en áður hafði kvenfélagið þar gefið frú Jónínu Sæborg stóra litmynd af Ólafsfirði. Jónína Sæborg þakkaði fyrir þ--in mikla heiður, sem sér hefði verið sýndur, og góðar gjafir, og fl -ti öllurn Ólafsfirðingum sín- a beztu þakir. Jón ÞórarinsSon. Fundinn helgigripur Jónína Sæborg heiðurs- borgari Ólafsfjarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.