Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. Sgúst 1963 William Drummond: MARTRÖÐ — I»egar við vorum að hreinsa fötin, fundum við þessi spil í erminni. 14 leiðslunni. Hún heyrði fótatak- dð fara fram bjá lyftunni og upp á hæðina fyrir ofan, en stanza þar. Nú fannst henni sinn eig- inn andardráttur vera eins og hávaði. Maðurinn, sem hafði stanzað fór eitthvað að fást við lyftudyrn ar. Hann var að opna þær með einhverju verkfæri. Hún hugs- aði: — Ef honum tekst að opna, getur hann sagað sundur vírinn, og lyftan dettur alla leið niður í kjallara og brotnar í spón. Hún ætlaði að æpa upp, en hugsaði, að betra væri að láta það bíða. — En þegar hann fer að saga, ætla ég að æpa eins og vitiaus manneskja. En hann fór bara ekki að saga. Þess 1 stað kallaði hann: — Frú Newton! Halló, frú Newton! Röddin heyrðist illa gegn um allt sem á milli var. Hún var ekki eins og. sú í símanum, og reyndar ekki lík neinni sem hún þekkti; en hann vissi nafnið henn arf- Hún svaraði ekki. Eina von hennar var óvissan hjá mann- inum. — Eruð þér þarna innilokuð? Heyrið þér til mín, frú Newton? Hún hnipraði sig upp að veggn um í lyfturmi og greip fyrir munn sér. Hún skyldi ekki æpa fyrr en hann byrjaði að saga. En þá kipptist lyftan allt í einu til. Hann hafði stigið niður á þak- ið á henni, svo að glumdi í öllu. Hann var eitthvað að gera. Hún heyrði hann tauta fyrir munni sér, en í bili vissi hún ekki, hvað hann var að hafast að. En þá sá hún sér til skelfingar, að hleri var á þakinu. Hann ætl- aði ekki að saga sundur vírinn, heldur ætlaði hann að koma og myrða hana í lyftunni, í allri dimmunni þar. Ennþá stillti hún sig. Ef hún væri innilokuð, yrði hann það líka. í sama vetfangi og hann stykki inn í lyftuna, ætlaði hún að öskra upp og berjast svo við hann þangað til einhver kæmi. Þá gæti hún loksins sannað Tony og Beu og lögreglustjóranum, að hún væri ekki að verða brjáluð — og maðurinn færi í fangelsi, þar sem hann ætti að vera. Hún leit upp. Hún heyrði marr- ið í hleranum, þegar hann opnað- ist, og síðan sá hún skuggamynd- ina af höfði og herðum af manni í grárri skímunni. Hann horfði niður og höndin kom yfir brún- ina á hleragatinu, og eitthvað í henni, líklega hnifur af því að skammbyssa myndi gera ofmik- inn hávaða. Nema það væri skammbyssa með hljóðdeyfi á. . Utan úr myrkrinu kom Ijós- geisli. Hann lenti í horninu lengst frá henni, en færði sig svo til og áður en varði skein hann á hana. Hún átti bágt með að stilla sig um að æpa upp, en tókst það þó, með naumindum. — Eruð þér þarna, frú New- ton? sagði röddin. En það var ekki sönglið, heldur hlý og sterk rödd Bryans Younger. — Guð minn góður! sagði hún. — Guð sé lof! Og hún Íét fallast á sætið og gróf andlitið í hönd- um sér, því nú var allri stillingu hennar lokið. Hún tók ekki eftir því þegar Bryan lét sig síga inn í lyftuna með fæturna á undan. Hún snökti og skalf af eintómum létti, án þess að geta haft stjórn á því. En svo heyrði hún huggandi rödd hans: — Hafið engar áhyggjur. Þetta verður allt í lagi. Yður er óhætt, frú Newton. Þetta var dásamleg huggun að heyra mannsrödd, en vitanlega var henni ekki óhætt enn. Þetta var ekki náðun heldur aðeins gálgafrestur. Frestur á hverju? Innilokun í geðveikrahæli? Hann lagði arminn um hana, þarna í myrkrinu og hún lét höf- uðið síga á öxl hans, meðan tárin runnu niður kinnarnar. — Þetta er rangt af mér, hugsaði hún. — Ég ætti ekki að gera þetta. Er ég orðin brjáluð? En fast tak hans og huggandi röddin og öryggið við nærveru hans, sagði henni, að þetta væri ekkert rangt. Ves- lingá barnið! sagði hann aftur og aftur. Vertu óhrædd, elskan mín. Og nú í fyrsta sinrr> fann hún ró — og þol til að mæta hverju, sem koma vildi. En þá kom Ijósið allt í einu og hún horfði á hann gegnum tárin og ýtti frá sér í armi hans og roðnaði. — Ég ætti víst að gera grein fyrir þessu, sagði hann, formlega. Hún tók vasaklútsbleðil upp úr veskinu sínu, en Bryan Young- er rétti henni annan stærri úr vasa sínum. — Yður er betra að nota þennan. . . . augnabrúnalit- urinn er að fljóta út. Hann rétti úr sér og horfði á hana. — Ég er hræddur um, að þetta sé okkur að kenna. Það var járnslá, sem rann til og sleit rafmagnsstreng- inn. Ég vVir á leiðinni upp til að vara yður við, en þá sá ég, að lyftan sat föst. Hún snýtti sér. — Þér haldið víst, að ég sé eitthvert barn. Hann hristi höfuðið. — Ég verð að loka dyrunum áður en lyftan getur komizt í gang. A ég að fara upp og koma aftur, eða viljið þér heldur vera ein? — Haldið þér, að þér vilduð koma niður með mér, hr. Young- er? Ég veit, að það er bjánalegt, en mér þætti það öruggara. Younger tyllti sér á tá og seild- ist upp í brúnina á hleragatinu og dró sig síðan upp, eins og hann væri í leikfimi. — Ég kem strax aftur. Hann lokaði aftur dyrunum, sem hann hafði stungið upp, og var fljótur að. En hann kom ekki aftur fyrr en hann sá, að Kit var búin að laga á sér andlitið. Þá kom hann aftur ihn í lyftuna. —- Eruð þér tilbúnar að fara niður, frú? spurði hann. Ef Kit hefði verið ein, hefði hún farið aftur inn í íbúðina. En hún vildi hvorki vera ein né held ur í íbúðinni með Younger. Hún var hrædd um þessa verndar- mennsku hans, sem kom eins og af sjálfu sér. Þegar þau komu niður, opnaði hann dyrnar og hjálpaði henni út og sagði: — Ég held, að þér hefð- uð engu síður þörf á einhverri hressingu en ég, frú Newton. — Það er ekki nema satt, svar- aði hún og lofaði honum að taka í arm sér. — Og ef svo kynni til að vilja, að, að bréfberinn hafi ekki sagt yður nafnið, mitt, þá heiti ég Kit, hr. Younger. — Sagði hann yður þá mitt nafn? — Nei, það gerðirðu sjálfur, Bryan. Hann hló. — Það vissi égHíka, en hitt vissi ég ekki ,hvort þú hefðir munað það. — Hvert eigum við að fara? sagði hún, og hugsaði til gistihús- anna þarna allt í kring. Ekki vildi hún fara í Claridge. Og Cumberland var svo leiðinlegt. — Hérna er góður staður, sagði Bryan og leiddi hana eftir. mjórri götu, þar sem áður höfðu staðið hesthús. — Það heitir Skó- sveinastofan. Þeir eru að reyna að breyta nafninu og kalla það Roosevelt, en þeir mundu missa helminginn af aðsókn Ameríku- manna, ef þeir gerðu það. Bryan ýtti henni inn um dyrnar. Skósveinastofan var alls ekki daufleg eða leiðinleg. Þar var veitingaborð með smáréttum, sem Bea frænka hefði orðið hrif- in af — engin ísskápafæða held- ur almennilegur matur. Innan við borðið stóð sköllótt- ur maður, sem leit út eins og soðinn þorskur, nema augun, sem voru tindrandi. — Halló, Bryan! sagði hann. — Hvað er hægt að gera fyrir þig? — Ég segi nú, að þú hefðir bezt af stórum konjak, sagði Bryan við Kit. Hún kinkaði kolli. Bak við af- greiðsluborðið var mynd af þorski, sem leit út eins og veit- ingamaður. — Láttu mig hafa Marie-Brizzard og svo það vana- lega handa mér. — Ég skal koma með það. — Tómt, eða með sóda? — Tómt, svaraði Kit. Þau gengu að borði úti í horni. Það voru ekki nema örfáar hræður í kránni, þrír farandsalar, sem ræddu sín mál af ákafa, gamall eftirlaunamaður, sem skrifaði veðmálatöflur upp úr Standard, og svo tvær konur með fullar innkaupatöskur. — Hér kann ég vel _við mig, sagði Kit. — Já, þau eru ágætis fólk, Tim og Dóra. Hann kinkaði kolli til gráhærðrar konu, sem stóð við afgreiðsluborðið, og var tíguleg eins og Júnó, en bara kátari í bragði. — Þetta er Dóra. Tim kom með drykkinn, ásamt kexkökum. — Fáðu þér einn með, sagði Bryan — það er félags- legra. Tim kinkaði kolli, og náði sér í einn bjór og skálaði við Kit. Bryan beið í svo sem fimm mín útur og þau töluðu á meðan um daginn og veginn, áður en hann spurði hana, hvort hún hefði heyrt til sin í lyftunni. — Ég vissi ekkert hver það var, svaraði hún, — svo að ég varð dauðhrædd. — Þú átt við af því að þú varst innilokuð í myrkrinu? Hann var svo samúðarfullur, að rétt sem snöggvast datt henni í hug að trúa honum fyrir öllu saman. En þá fór hún að hugsa um, að hann væri bara ókunnug- ur maður, og hún kæmist í vand- ræði og yrði feimin við að leysa frá skjóðunni. — Ég er hrædd um, að ég sé ekki hugrakkari en krakki, sagði hún. — Ég veit, hvernig þér líður, sagði hann. — Ég hef komizt í svipað sjálfur. — Ég er viss um, að þú hefur aldrei verið innilokaður í lyftu, sagði hún. — Ekki lengi. — í skriðdreka. í Vestur-eyði- mörkinni. Hurðin sat föst. Og svo hittu þeir benzíngeyminn. Hann saug vindlinginn. — Ham- ingjan má vita, hvernig þeir náðu mér út. Og ég var sá eini, sem þeir náðu út. — Þá hefurðu ástæðú til að vera hræddur. En það situr ekki í þér enn? Hann horfði á tómt glasið. — Já, þú segir það. Þú mundir segja að ég væri jafn allsgáður og þú sjálf. — Og meira en það. — Það hefur nú ekki komið fyrir nema tvisvar eða svo. En það vofir alltaf yfir. Það er allt í lagi með mig. En svo er ég snögg lega kominn aftur inn í skrið- drekann. Bill Taylor — liðþjálf- inn okkar — að æpa og svo þessi steikjandi hiti og reykur — og veslings unglingurinn hann Whitey. Guð minn góður! Ég vona, að ég eigi ekki eftir að sjá neitt þvílíkt aftur, Og svo líður yfir mig og þegar ég rakna við aftur, get ég ekkert munað. í fyrra skiptið var það ekki nema hálftími, en í síðara skiptið var það heill dagur og heil nótt. — Það má vera hræðilegt að missa svona kafla úr ævinni. — Betra en að missa hana alia, eins og Bill og Whitey, sagði hann. — En þú skilur nú, hvers- vegna mér er illa við símaskápa og lyftur — og svo sem líka skrif- stofur. •— Ertu þessvegna í svona úti- vinnu? Hann kinkaði kolli. — Fyrir ófriðinn ætlaði ég að verða arkí- tekt. En það var sama sem inni- vinna. Ég sef meira að segja und- ir beru lofti þegar ég get komið því við — fer í útilegur og þess- háttar. Kit hló. — Það getur verið ailt í lagi, ef þú ert kvæntur kven- skáta. — Það vill nú svo til, að ég er ekki neinni kvæntur, sagði hann og leit svo fast á hana, að það fór gHUtvarpiö Þriðjudagur 20. ágúst. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. —• 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. — 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Irmgard Seefried syngur lög eftir Brahms. Erik Werba leikur með á píanó. 20:20 Frá Afríku: II. erindi: Vestur Nigería (Elín Pálmadóttir blaða maður). 20:50 Alfred Cortot leikur á píanó valsa eftir Chopin. 21:10 Upplestur: ,,Stolið skjal'*, smá* saga eftir Karel Capek. t>ýð- andi Hallfreður Örn Eiríksson (Steindór HjÖrleifsson leikari). 21:30 Tvær sinfóníur eftir * William Boyce. 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðný Aðal« steinsdóttir). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 21. ágúst. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Síðdegilsútvarp. 18:30 Lög úr söngleikjum. — 18:50 Tfl kynningar. — 1920 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Alfons Bauer leikur á sítar, Car« ol Kraus jóðlar o.fl. listamenn skemmta með lögum úr Ölpun- um. 20:15 Vísað til vegar: Frá Vatnsfirði að Núpi (Ingimar Jóhannesson), 20:35 Lög um sólina og snmarið. íslenzkir listamenn fJytja. 21:00 Sveinn Bergsveinsson les írum« ortan ljóðaflokk. 21:15 Fantasía í c-moll, K, 475 eftip Mozart. — \Yilhelm KempíX leikur á píanó. 21:30 „Mælirinn íullur4* smásaga eftip Catherine Mansfield (Kagnheiö-* ur Jónsdóttir þýðir og les). 21:45 Ballettþættir úr óperunum „Otelio“ og „Aida‘ eftir Verdi. 22:00 Fréttir og veðuríregmr. 22:10 Kvöldsagan: „Duianlmur“ eftip Kelley Roose; IV. (Halldóni Gunnarsdóttir þýðir og les). 22:3(0 NæturhJjómleikar: Frá tónlistarhátiðinni í Prag f maí si. „Asreal" — sinfónía eft- ir Josef Suk. Tékkneska filhar* moníusveitin leikur. Vaclav Neumann stjórnar, 23:36 Dagskrórloir. KALLI ICÚREKI Teiknari; FRED HARMAN HETKIED T HOtD youupomth'eoad; HUW? DOW’T YOU KN0W WHOHE IS? JUSTA BEOKEM DOWM OLD BUM TRYIW6-TO BE A HOLD-UP MAM t HOLD-UP \ MISTEIÍ , LET MAN.* WHY,) ME TALKT’ THIS IS ■- YOU* JUST OME MINUTE' TALK YOURHEAD OFF, BUT YOU'RE 6OIM6-TOJAIL/ EED, HAVE A HEART/ DOM'TTELL HER/I'D RATHER SOT'JAIL ' FOR HOLDIN'HERUP THAM MARRY HEU' > NOTA CHANCE/ YOlT LIED YOUR WAY IMTO IT AN’ YOU'LLTAKE TH’ coNseouENces/ this OUS-H TA KILL YOU OR — Reyndi hann að ræna þig? Veiztu ekki hver hann er? — Bara gamall flækingur, sem er að reyna að gerast ræningi. — Ræningi! þetta er .... — Má ég segja eitt orð við þig? — Talaðu ems og þú vilt, en þu skalt í fangelsí. — Kalli segðu henni það ekki. Ég vil heidur íara 1 fangelsi iynr þjoínað en giftast henni. — Kemur ekki til mála. Þú spannst sjálíur þennan lygavef, og þú verður sjálfur að bjarga þér út úr honum. f>að ætti að verða þér að kenningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.