Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 2
t MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. ágúst 1963 Réttindalaus ölvaður ökumaður á stolnum bíl UM miðnættið í fyrrinótt ók fólksbifreið aftan á aðra á Suð- urlandsbrautinni nálægt mótum 'Álfheima og þeytti henni með S mönnum í yfir Suðurlands- Ibrautina og út af. Skemmdisit hifreiðin mjöigr mikið og far- þegarnir fengu höfuðhðgg við að kastast upp í þakið, en meidd Ust ekki mikið. ökumaður aft- ari bifreiðarinnar var undir áhrifum áfengis, réttindalaus og hafði tekið bílinn ófrjálsri hendi. Mótmæli verkiræðingo Mótmæli verkfræðinga .. .. 222 Reykjavík 17. ágúst 1963. BLAÐINU hafa borizt eftir- farandi mótmæli frá Stéttar- félagi verkfræðipga og Verk fræðingafélagi íslands: STJÓRN Stéttaríélags verkfræð- inga mótmælir harðlega bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar dags. í dag um gerðardóm til þess að ákveða kjör verkfræð- ingá hjá öðrum en ríkinu og af- námi verkfallsréttarins í yfir- standandi kjaradeilu verkfræð- inga. Hér er um að ræða harka- legustu árás á verkfalls- og samn insrétt stéttarfélags, sem starfar samkvæmt Iögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta er gert á sama tíma og samningaviðræður standa yfir og von er á árangri af þeim. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga telur afskipti ríkisvaldsins ai þessari deilu tilefnislaus með öllu og krefst þess, að lög þessi verði felld úr gildi. Stjórn Stéttarfélags Verkfræðinga. STJÓRN Verkfræðingafélags íslands mótmæli-r harðlega árás þeirri á verkfræðingastétt- ina, er felst í hinum nýju bráða- birgðalögum um svonefnda lausn á kjaradeilu verkfræðinga, þar sem almennur samningsréttur er tekinn af stéttarfélagi verkfræð- inga og ráðgjafarverkfræðingar sviptir rétti til að ákveða gjöld fyrir þjónustu sína, en öðrum ó- skyldum aðilum ætlað það verk. Bráðabirgðalögin sýna skiln- ingsleysi á þeirri staðreynd, að tæknilegar framfarir eru hverju þjóðfélagi nauðsynlegar, eigi það að halda í horfinu. Getur enginn gengið þess dulinn, að ís- lenzka þjóðin er þar á vegi stödd, að verkmenning er hér af skom- um skammti og á langt í land. Ber því frekar að bæta aðstæður til eflingar hennar og laða til sín færa menn á því sviði en að beita valdboðum, er munu hafa þveröfug áhrif. Stjórn Verkfræðingafélags fslands. Bílarnir voru á leið vestur Suðurlandsbraut, sá fremri að koma ofan úr Úlfarsfelli að sækja hestamenn, sem höfðu skilið hesta síha þar eftir. Ætl- aði ökumaðurinn að beygja inn í Alfheimana, en þégar hann nálgaðist gatnamótin, kom ann- ar bíll á móti, svo hann dró úr ferð og gaf stefnumerkL VLssu menn þá ekki fyrr en hinn bíll- inn kom á fullri ferð aftan á hann með fyrrgreindum afleið- ingum. Ökumaðurinn á aftari bílnum var sjáanlega undir áhrifum áfangis og var fluttur til blóð- rannsóknar, enda hæg heimatök- in, þar sem yfirmaður umferðar deildar rannsóknarlögrfeglunnar var farþegi í bílnum sem hann ók á. Hinn hættulegi fjallgarður á Nunarsuit-e yju, þar sem Catalinaflugvélia fórst. Kom auga á rauöan díl á klettasyllu Frásögn Þorsteins Jönssonar flugstjóra ÞORSTEINN Jónsson, flug- stjóri hjá Flugfélagi íslands, Þorsteinn Jónsson símar Mbl. eftirfarandi um leitina að Catalínaflugvélinni dönsku, sem fórst með 12 manns, í Grænlandi fyrir skömmu og fund flaksins, en það var hann sem fyrstur kom auga á flakið úr Sólfaxa, sem fyrr er sagt. í skeytinú segir: Leitin var skipulögð. Hver flugvél hafði ákveðið svæðL Á þriðjudaginn, eftir að við höfðum leitað okkar svæði nákvæmlega, bað ég um nýtt og fékk svæðið norðan Grönnedals. Ég tók mér það bessaleyfi að leggja lykkju á leið okkar út að Kap Desolat- ion, því ég hafði frá byrjun haldið því fram, að það væri líklegasta svæðið, en þar hafði verið þoka til þessa. Við leit- uðum í hálftíma árangurs- laust og vorum að hverfa frá, en ég ákvað skyndilega að koma enn einu sinni milli tind anna úr annnarri átt og þá kom aðstoðarflugmaðurinn auga á rauðan díl á mjórri klettasyllu í 2000 feta hæð. Nánari athugun sýndi að þarna var vængflot og meira brak handan við, en loftrann- sókn var erfið vegna þrengsla. Þarna eru brött, hrikaleg fjöll. Við tilkynntum radioinu fundinn og sveimuðum yfir unz tvær danskar vélar stað- festu hann. Skip voru þegar á leiðinni, en komið var myrk ur og blindþoka var næsta dag. Á fimmtudag fundust líkin og var komið með þau til Narssarssuaq á föstudag. Sólfaxi byrjaði leit tveim- ur tímum eftir hvarfið og byrjaði aftur í birtingu á sunnudag, en aðstæður voru erfiðar, því þoka var víða. Á mánudag var ófært. Olíuuppspretta á sjó nálægt radiovita Simiutk var talin benda til að þar væri líkleg- ur slysstaður, unz flakið fannst. Ennþá er það óráðin gáta. — Þorsteinn. Skipsbrotsmenn fundust eftir 100 ár. Danska blaðið Aktuelt skýr ir frá því að lík þeirra sem fórust væru væntanleg til Danmerkur í gærkvöldi með C-54 flutningavél frá danska flughernum. Rannsóknar- nefndin heldur áfram rann- sókn sinni á Nunarsuit-eyju í nokkra daga, þó efast sé um að tæki vélarinnar séu svo heil að hægt sé að ráða nokk- uð af þeim um orsök þess að flugvélin lagði leið sína inn yfir eyjuna með hinum hættulega fjallgarðL Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slys verður við þessa eyði strönd. Árið 1895 fórst Hvít- björninn, far Konunglegu Grænlandsverzlunarinnar þar. Áhöfnin bjargaðist, og hafð- ist við í klettaskúta, þar sem . hún fann leyfar 12 hollenzkra skipbrotsmanna, sem þangað höfðu leitað 100 árum áður. En áhöfn danska skipsins bjargaðist öll. Það voru Hol- lendingar sem gáfu staðnum nafnið Kap Desolation, vegna skipbrotsmannanna 12. Hunvetningar AÐÁLFUNDUR Jörundar F.U.S. í Austur-Húnavatnssýslu, verð- ur haldinn sunnudaginn 25. ágúst í Félaigsheimilircu, Blöndu ósi og hefst kl. 16. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Á annað hundrað hestar heys fuku Akranesi, 19. ágúst. f SÍÐASTA roki fuku á annað hundrað hestar heys á Hávarðs- stöðum í Leirársveit. Hey fauk og á flestum hinum bæjunum í sveit inni. — Oddur. I1-—“• * — --II--II- r^i~irufLUi JU FiðlutónleiUar ogy sönffur á Camla bíói Guðrún var næstum hætt í keppninni Einkaskeyti til Mbl. frá AP. 1»AÐ lá við að íslenzka fegurðar- drottningin Guðrún Bjarnadótt- Ir missti af því að dómnefnd krýndi hana kórónu fegurðar- drottningar og legði kápu úr hreysikattarskinnum á herðar henni á Langasandi, því hún var næstum búin að hætta við keppn- Hún sagði að sér liði ekki sem bezt, en gæzlukona hennar, frú Swanson taldi hana á að halda áfram keppninni, og nú er Guð- rún fegin að hún fór að ráðum hennar. Þetta er í annað skiptið sem frú Swanson telur Guðrúnu á að vera með í keppninni. Eftir að hún hafði sigrað i keppninni um titilinn „Ungfrú ísland“ í ágúst- mánuði í fyrra, hafði Guðrún á- kveðið að taka ekki þátt í keppn inni á Langasandi. En þegar frú Swanson heimsótti foreldra hennar á íslandi í sumar, þá hringdu þau til hennar til Parísar, og sögðu að hún mætti efcki bregðast þessari ágætis konu. Dómararnir voru sýnilega einn ig þeirrar skoðunar að Guffrún væri hreinasta afbragff, því þeir veittu henni 10 þús. dala verð- laun, ferð kringum hnöttinn, dýr mætar gjafir og tækifæri til að koma fram í sjónvarpsþætti. Guðrún ætlar heim og síðan til Ítalíu, þar sem hún er ráðin í tízkumyndatökur, og eftir það kannski til Hollywood „ef ein- hver býður mer sammng,“ segir hún. ÞÝZKI FIÐLULEIKARINN pró- fessor Wilhelm Stross kom fram á tónleikum í Gamla bíói í gær- kvöldi, ásamt Sigurði Björnssyni tenorsöngvara og Guðrúnu Krist insdóttur píanóleikara, sem að- stoðaði hina listamennina báða. Próf. Stross lék fiðlusónötu nr. 2 í A-dúr eftir Vivaldi, són- ötu í B-dúr. K. 454, eftir Mozart Og loks „Vorsónötuna", op. 24, eftir Beethoven. Prófessorinn er þaulreyndur listamaður, einn af þeim fjölmenna hópi þýzkra fiðluleikara, sem getur rakið list ræna ætt sína beint eða óbeint til Josephs Joachim, hins mikla fiðlusnillings, sem einna hæst bar allra starfsbræðra sinna á öldinni sem leið. Hann tók við- fangsefni sín traustum tökum, þannig að aðalatriðin og hinar stærri línur þeirra nutu sín á- kjósanlega, og er það aðals- merki þessa skóla. Hins vegar skortir stundum nokkuð á það öryggi í tónmyndun — og jafn- vel á þá tónfegurð — sem víð eigum að venjast hjá ýmsum öðrum ágætum fiðluleikuruim. Sigurður Björnsson söng að iþessu sinni sjö fyrstu lögin úr lagaflokknum „Diohterliebe“ (Ástir skáldsins) eftir Schu- mano, auk nokkurra íslenzkra laga. Fyrrnefndu lögin nutu sín ágætlega, en meðferð þeirra ís- lenzku var misjafnari, og á sum- um þeirra voru misfellur 1 textaframiburði eða hljóðfalli, sem spilltu til muna áhrifutn þeirra. Er hér um að ræða á- galla, sem auðvelt er að laga, en verða sérlega áberandi hjá lista- ir .nni, sem annars vandar eina vel til verks og Sigurður gerir. Guðrún Kristinsdóttir var við píanóið og sýndi enn einu sinnL ihve áigætur undirleikari og sam leikari hún er Orðin. Er það litl- um vafa bundið, að hennar hlut <ur var beztur á þessum tónleik- um að öllu samanlögðu. Jón Þórarinsson. — Loftárás Framh. af bls. 24 Nicaragua. Blaðið birti myndir af skemmdunum, sem urðu á benzíngeyminum og ljósmerkj- um, sem það segir, að flugmenn- irnir hafi sent til jarðar í fall- hlífum. Þetta er önnur loftárásin, seta blöð á Kúbu hafa skýrt frá að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.