Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 1
54. ágr. — 43. tbl. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins New Orleans-samsœrið: Staöhæfingar Garrisons eigin áróöursherferö — segja embættismenn i Washington Waáhington, 21. febr. — AP-NTB. — EMBÆTTISMENN stjórnar- innar í Washington sögðu í dag, að staðhæfingar Jim Garrisons, ríkislögmanns í New Orleans, um að sam- særismenn hefðu myrt Kennedy forseta, væru liður f áróðursherferð, sem Garri- son hefði sett af stað til að þjóna eigin stjórnmálalegum markmiðum. Embættismenn þessir, sem af stjórnmálalegum ástæðum vildu ekki láta nafna sinna getið, tóku sjálfir þátt í rannsókninni, sem gerð var eftir morð forsetans í nóvember 1963. Gagnrýndu þeir harðlega vinnubrögð Garrisons og létu í ljós vonbrigði vegna þeirrar athygli, sem þessar stað- hæfingar hafa vakið víða um heim. Garrison hefur þverskallazt við öllum áskorunum um að kunngera þau sönnunargögn, sem hann kveður sig hafa undir höndum. Kváðu embættismenn- irnir það lítt samboðið virðingu 100 manns fórust í skriöuföllum Rio de Janeiro, 21. febr. — AP. — ÓTTAST er að 100 manns hafi farizt í gífurlegum rign- ingum og skriðuföllum í Rio de Janeiro og nágrenni síð- ustu tvo sólarhringana. Mörg þúsund manna eru heimilis- laus í úthverfum borgarinn- ar, sem harðast urðu úti. í fylkinu Guanahara, þar sem ^Rio-horg er, munu um 50 manns hafa farizt, er skriður féllu á hús og sambyggingar. í höfuðborg Rio de Janeiro- fylkis, Niterol, er vitað um „Játning44 bandarísks stríðsfanga Moskvu, 21. feb. — AP — DAGBLÖÐ í N-Vietnam birtu í dag það, sem þau nefndu játn- ingu bandarisks striðsfanga, að þvi er hin opinbera fréttastofa Sovétrikjanna Tass hermir. Ját aði stríðsfanginn, að bandarískir flugmenn gerðu árásir að yfir- veguðu ráði á borgara og íbúð- arbyggingar í N-Vietnam. Tass birtir ekki játningu fangans, en segir, aðbandarísk- um flugmönnum sé fyrirskipað að gera kerfisbundnar loftárás- ir á óbreytta borgara og hús þeirra til þess að þvinga Hanoi- stjórnina til friðarviðræðna. Bandaríski stríðsfanginn er sagður heita „Charles N. Tann- er, 34 ára gamall, majór í sjó- her Bandaríkjanna." Majórstign er ekki til í banda ríska sjóhernum. Tass segir og, að dagblöðin i N-Vietnam birti mynd af fang- anum og „játningu hans undir- ritaða eigin hendi." 40 látna, flest hörn. Óopinher ar heimildir herma að meira en 30.000 manns séu heimilis- lausir í suðurhlutum fylkis- ins, þar sem fljótin Paraiba og Paria flæða yfir bakka sína. Samkvæmt veðurspám átti rigningunum að slota í dag, en sl. 48 klukkustundir hefur úr- koman verið 279 mm. Fátækra- hverfi í fjallshlíðum í grennd Rio-borgar urðu einna verst úti, en þar grófust húskofar og skýli undir aurskriðunum. Björgunarflokkar hafa eftir sólarhringsstarf fundið 17 manns á lífi í rústunum, þar á meðal konu og barn. í janúarmánuði síðastliðnum fórust um 600 manns á þessum slóðum í skriðuföllum, sem urðu vegna rigninga. Garrisons sem opinbers emb- ættismanns, að neita áð hafa samstarf við starfsbræður sína um svo umdeilt mál, og varla yrði það til að gera staðhæfing- ar hans trúverðugri. Garrison hefur lýst því yfir að hann muni rannsaka málið upp á eigin spýtur og hefur neitað stjórnarskrifstofunum í Washington um gögn sín. Á blaðamannafundi í gær- kvöldi sagði Garrison, að líklega mundu margir mánuðir líða unz handtökur samsærismannanna gætu hafist. Hann sagði og, að hann væri ekki í neinum minnsta vafa um að samsæri hefði verið að ræða og rannsóknum þeim, sem hann stjórnar nú, miðaði vel áfram. Er hann var spurður hvort hann héldi að erlent ríki stæði að baki morðinu, svaraði hann ákveðið neitandi, en hann fór annars oft í kringum þær spurn ingar, sem lagðar voru fram á fundinum. Garrison hafði neit- að fréttamönnum tveggja dag- blaða i New Orleans um aðgang að þessum fundL Þyrlur, sem eiga að geta lent á lófastórum bletti, geta ekki lent á þröngum fjallstindum í strand héruðum Vietnam. Verkfræðing- ar Bandaríkjastjórnar hafa látið ryðja gróðri af fjallstindunum, og hér sézt risaþyrla af gerðinni Chinock skila af sér hermönn- um á slíkum stað, þeir eiga að b erjast í Bong Son héraðinu um 300 mílur norðaustur af Saigon (AP-mynd). Afvopnunarráðstefiian í Genf sett í gær Aðalmálið á dagskrá bann við dreifingu kjarnorkuvopna Genf, 21. febr. — NTB-AP. AFVOPNUN ARRÁÐSTEFN - AN í Genf var sett í dag eftir hálfs árs hlé, en henni var frestaS í ágúst í fyrra eftir 7 mánaða samfellda fundi. — Aðalmálið á dagskrá ráð- stefnunnar verður uppkast Peking skipar bændum í landa- mærahéruðum að hervæðast Valdabaráttan í Kína hefur lamað landbúnaðinn Peking, Tóikíó, 21. febr. — AP-NTB. — PEKING-ÚTVARPIÐ skýrði frá því í kvöld, að „neyðar- kall“ hafi verið sent til hænda og verkamanna í landamærahéruðum kín- verska Alþýðulýðveldisins og þeim fyrirskipað að hervæð- ast og húa sig undir hardaga til að vernda landamærin. — Meðal þessara landamærahér aða eru Mansjúría og Sinki- ang, þar sem sagt var að fjórar sovézkar herdeildir stæðu andspænis sjö kín- verskum herdeildum. í til- kynningu Peking-útvarpsins, sem gefin var út í nafni Maos, sagði að hændur ættu að taka sér byssu í aðra hönd og haka í hina. Útvarpið sagði, að menningarbyltingarnefnd- in, sem sér um framkvæmd menningarbyltingarinnar í Heilungkiang, Innri-Mongól- íu, Sinkiang og Tíbet, hefði sent út yfirlýsingu þar sem sagt var, að gagnbyltingar- sinnar í Kína og utan reyndu að kollvarpa menningarbylt- ingunni og skapa ringulreið í Kínaveldi. f yfirlýsingiunrvi sagði, að öfga fyllstu gagnbyltingarsinnarnir skoruðú á verkamenn að leggja niður vinnu og á landslýðinn að efna til hungurverkfalla. í ann arri tilkynningu Peking-útvarps ins eru bændur í samyrkjubúum um land allt, beðnir að hefj'a vorsáningu og vinna ötullega að því að ná framleiðslumarkinu. Bendir þetta til þess, að valda- baráttan í Kína hafi lamað land búnaðarframleiðsluna. Útvarpið gaf einnig í skyn að vinna hafi lagst niður á landamærasvæðun Framhald á bls. 31 að sáttmála um hann við dreifingu kjarnorkuvopna. — Johnson, Bandaríkjaforseti, U Thant, aðalritari SÞ, og Wilson, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir sent 17- veldaráðstefnunni skeyti, þar sem þeir bera fram óskir sínar að sáttmálinn um hann við dreifingu kjarnorku- vopna nái fram að ganga. Johnson sagði í skeyti sínu, að slíkur sáttmáli væri í sam ræmi við alla heilbrigða skynsemi. U Thant segir í sínu skeyti, að undanfarna tvo mánuði hafi tveir alþjóðlegir samningar ver ið gerðir um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. Staðfesti það, að framþróun væri möguleg 1 afvopnunarstarfinu. í skeyti Wilsons segir, að ekki sé nóg að banna dreifingu kjarnorku- vopna, heldur verði kjarnorku- veldin að gera sáttmála, sem banni notkun þeirra. Wilson sagði einnig, að hann væri þeirr ar skoðunar að brátt takizt samningar, sem banni tilraunir með kjarnorkuvopn neðanjarð- ar. í ræðu við setningu ráðstefn- unnar ákærði sovézki sendifull- trúinn, Alexei Roshchin, V- Þýzkaland fyrir að reyna að hindra að sáttmálinn næði fram að ganga. Sagði hann, að af- staða V-Þýzkalnds setti Evrópu í hættu. Roschin réðist einnig á Bandaríkjastjórn, sem hann kvað heyia árásarstyrjöld í Vi- etnam sem stofnaði heimsfriðn- um í hættu. Sovézka sendinefndin hafði Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.