Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967. 25 UM fimmleytið £ gær kom Glófaxi, fiugvél Flugfélags tsiands úr fyrsta skíðaflug- inu til Grænlands, sem farið er í á þessu ári. Flugstjóri í ferðinni var Jón R. Stein- dórsson, flugmaður Gunnar Guðjónsson og flugvirki Jó- hann Erlendsson. Með flug- vélinni fóru í gærmorgun fjórir farþegar, en til baka komu allmargir farþegar, að- allega danskir veðurathugun- armenn, sem verið hafa á Grænlandi í vetur. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugfélagsins sagði blaðamðnnum, að flugferðir sem þessar hefðu hafizt í marzmánuði árið 1963 og síð- an hefði verið flogið vor og haust. Ferðin í gær var fyrsta ferðin í ár. Flogið var f gær til Scores- bysunds og var farangur að- allega póstur. í dag mun flog- Farþegar og áhöfn við komuna til Reykjavíkur. (Ljósm. Sv. Þonm.) Fyrsta skíBaflug ársins farið í gær við Jólhann Erlendsson, flug- virkja og spurðum hann um ferðina. Jóhann sagði: — 1 Scoresbysundi var bezta veður í dag, logn og heiðríkja, en töluvert frost, um 21 gráða á Celsíus. — Hlutverk mitt £ svona ferðum er að lagfæra, bili eitthvað og einnig að hita upp hreyfla vélarinnar. Séu hreyfl arnir stöðvaðir, lengur en eina klukkustund þarna norð- ur frá, eru þeir orðnir svo kaldir að hita þarf þá upp að nýju. Nú dvöldum við hins vegar ekki nema um hálfa klukkustund, unzt við lögðum af stað heimleiðis. — Jú fólkið í þorpinu, sem er um 2—300 manns kemur allt sem vettlingi getur valdið út að flugvélinni. Segja má að koma flugvéla sé aðalviðburð- ur ársins, og' fólkið starir á þennan furðufugl. Þó hefur það mest gaman af að fljúga sjálft, reyna þetta af eigin raun, enda má heyra það á hinum grænlenzku farþegum, sem fljúga með okkur, sagði Jóhann að lokum. r Grænlendingar fögnuðu fugvélinni ið ef veður leyfir til Meist- aravíkur Danmarkshavn og Danneborgar. Mun sú ferð taka þrjá daga. Ákveðið hafði verið að fyrsta flugið á árinu yrði 13. febrúar, en vegna veðurs, var ekki unnt að fara fyrr en í gær. Við spjölluðum um stund íbúar Scoresbysunds flykktust að flugvélinni. (Ljósm. Gunnar Guðjónsson). Flugstjórinn Jón R. Stein- dórsson sagði, að flugferðin hafi tekið 3 klukkustundir og 10 mínútur norður, en heim hafi verið meðvindur og ferð- in því verið tuttugu mínútum skemmri. Flugvélin hafi lent á ís og snjórinn hafi verið mikill og góður til lendingar. í var hins vegar 10 stiga vind- ur á þessum slóðum. - — Það er alltaf líf og fjör, þegar flugvélarnar lenda í Grænlandi, sagði Gunnar Guð jónsson flugmaður. f Scores- bysundi er ávallt mest um að vera, því að þar er flest fólk. Allir, sem geta borið það við koma þeysandi út að flugvél- inni og er þá oft handagangur í öskjunni, þefar þeir koma akandi á hundasleðunum. í Scoresbysundi er nú dag- inn tekinn að lengja. Þar er svartasta skammdegið svo svart að ekki sér til sólar, og þá er bezt lætur er rökkur. Lítil dönsk hnáta í græn- lenzkri selskinnskápu horfir stórum augum á hina auðu jörð við komuna til Reykja- víkur (Ljósm. Sv. Þor \ 10 ára afmæli Fulbrightstofn- unarinnar á íslandi ÁRIÐ 1957 var gerður samning- ur milli íslendinga og Banda- ríkjamanna um ýmis samskipti þjóðanna á sviði menningar- mála, en slíka samninga hafa Bandaríkjamenn gert við fjöl- margar þjóðir, þ. á m. öll Norð- urlöndin, Bretland, Frakkland, Þýzkaland og margar aðrar þjóðir. Fyrsta heimildin f lögum til slíkrar samningsgerðar er frá forsetaárum Harry S. Truman, en öldungadeildarþingmaðurinn J. William Fulbright beitti sér einkum fyrir lagasetningunni, og eru þessir samningar oft við hann kenndir og kallaðir Ful- bright-samningar. Tildrög laga- setningarinnar eru þau, að í lok heimsstyrjaldarinnar síðari átti Bandaríkjastjórn miklar birgðir af ýmis konar varningi í ýmsum löndum. Kom þá fram sú hug- mynd, að selja þær vörubirgðir gegn greiðslu í mynt hlutaðeig- andi lands og verja andvirðinu til þess að greiða kostnað við ferðir erlendra manna til Banda ríkjanna til náms og rannsókna- starfa og til þess að greiða ferða- og dvalarkostnað Banda- ríkjamanna í öðrum löndum í sömu erindum. Samkvæmt- Ful- bright-samningnum milli íslands og Bandaríkjanna frá 1957 var komið á mót stofnun, sem nefn- ist Menntastofnun Bandaríkj- anna á Islandi (The United States Educational Foundation in Iceland), og hefur sú stofnun starfað síðan. í stjórn stofnunarinnar eiga sæti tíu menn, fimm skipaðir af menntamálaráðherra og fimm tilnefndir af sendiherra Banda- ríkjanna á fslandi. Stjórnin kýs sér formann, en menntamálaráð- herra og sendiherra Bandaríkj- anna eru heiðursformenn. Sl. 2 ár hefir íslenzka ríkið lagt nokk- urt fé af mörkum til starfsem- innar, en fram til þess kom stofnuninni fé eingöngu frá bandarískri hálfu. Menntastofn- unin gerir árlega tillögur um ráðstöfun þeirrar fjárhæðar, sem hún hefur til umráða á hverjum tíma. f Fulbright-samningnum sjálfum eru engin bein ákvæði um það til hvers má verja styrkj um Fulbright-stofnunarinnar, en í því efni gilda hinsvegar all- ítarlegar reglur og starfsvenjur. Þann tíma, sem Fulbright-samn- ingur milli Bandaríkjanna og fs- lands hefur gilt, hefur styrkveit- ingum í höfuðatriðum verið hagað þannig: 1) Rannsóknastyrkir. Þessir styrkir eru ætlaðir vísinda- mönnum, aðallega raunvís- indamönnum, sem hafa hug á að stunda mjög sérhæfðar rannsóknir, annað hvort til undirbúnings doktorsprófi eða til framhaldsrannsókna. Hingað til hafa fimm íslend- ingar notið slíkra styrkja. 2) Kandídatastyrkir. Það eru styrkir handa kandídötum, sem lokið hafa háskólaprófi hér eða í einhverju öðru landi utan Bandaríkjanna og hyggja á framhaldsnám vestra. Samtals hafa 62 ís- lenzkir námsmenn hlotið kandídatastyrkina. 3) Kennarastyrkir. Hér er um að ræða styrki til starfandi kennara til 6 mánaða náms- dvalar vestanhafs og hafa 33 íslenzkir kennarar hlotið þessa styrki fram til þessa. 4) Ferðastyrkir, og er þar ein- ungis um að ræða greiðslu á fargjöldum fram og aftur milli íslands og Bandaríkj- anna fyrir þá, sem fengið hafa styrki til náms vestra hjá öðrum en Fulbright- stofnunum, og nemur tala slíkra styrkveitinga nú 35. 5) Til viðbótar þessu eru svo hinir svonefndu Cleve-land- styrkir fyrir menn, sem starfa á sviði æskulýðs- og félags- mála, og hafa 15 notið þeirra styrkja, svo og styrkir til að sækja seminör um Amercan Studies og hafa verið vei.tir 19 slíkir styrkir. Samtals hafa 169 fslendingar notið styrks fyrir milligöngu Menntastofnunarinnar frá því að Fulbrigth-samningurinn var gerð ur fyrst árið 1957. En starfsemi stofnunarinnar er tvíþætt, hún veitir einnig_ Banda ríkjamönnum styrk til íslands- dvalar, og hafa þær styrkveit- ingar verið sem hér segir: 1) Sendikennarastyrkir. Ful- bright-stofnunin hefur greitt kostnað við dvöl bandarískra sendikennara við Háskóla ís- lands, og eru þeir nú orðnir 9 að tölu síðan starfsemin hófst. 2) Rannsóknastyrkir. Fimm Bandaríkjamenn hafa hlotið styrki til vísindarannsókna hér á landi. 3) Kennarastyrkir. Hingað hafa komið 7 bandarískir kennarar til náms og starfa á vegum Fulbright-stofnunarinnar. 4) Kandidatastyrkir. Fjórtán bandarískir háskólamenn hafa fengið styrki til náms við Háskóla íslands, flestir í íslenzku eða islenzkum bók- menntum. 5) Ferðastyrkir. Tveir ferða- styrkir hafa verið veittir bandarískum nemendum, sem hafa haft námsstyrki annars staðar að en frá Ful- bright-stofnuninni. 6) Þrír Fulbright-prófessorar í félagsfræði, sem dvalizt hafa í Evrópulöndum, hafa komið hingað til lands til fyrir- lestrahalds við Háskólann. Tala Bandaríkjamanna, sem framangreindra styrkja hafa not ið er því samtals 40, en alls hef- ur stofnunin útvegað 209 styrki til íslendinga og Bandaríkja- manna á því tíu ára tímabili, sem hún hefur starfað. Fyrstu árin dvöldust 12 íslendingar í Bandaríkjunum á vegum Ful- bright-stofnunarinnar árlega, en síðustu árin hefur þessi tala far- ið hækkandi. Tveir til átta Banda ríkjamenn hafa árlega komið hingað til lands á einhvers kon- ar styrkjum frá Fulbright-stofn- uninni. íslendingar þeir, sem far ið hafa vestur um haf á Ful- bright-styrk, hafa stundað nám í mismunandi greinum, þ. á m. má nefna læknisfræði, verk- fræði, hagfræði, viðskiptafræði, enka tungu og bókmenntir, stærðfræði, lögfræði, sálarfræði, blaðamennsku, húsmæðra- fræðslu, leiklist og húsagerðar- list. Bandaríkjamenn, sem dval- ið hafa við nám hér á landi, hafa aðallega lagt stund á ís- lenzku og íslenzkar bókmenntir, og eru sumir þeirra nú starf- andi háskólakennarar í fornís- lenzku og íslenzkum bókmennt- um við háskóla í Bandaríkjun- um. Amerískir háskólakennarar, sem hér hafa starfað, hafa aðal- lega kennt enska tungu og amerískar bókmenntir, en einnig lögfræði og stærðfræði. íslenzkir háskólanemar og vís- indamenn, sem farið hafa vestur um haf, hafa numið eða starfað við 65 bandaríska háskóla eða sjúkrahús. í stjórn Menntastofnunar Bandaríkjanna á íslandl eiga nú sæti þessir menn: Frú Winston Hannesson, formaður, V prófessor Magnús Magnússon, varaformaður, Ármann Snævarr, háskólarektor, Eiður Guðnason, blaðamaður, Eiríkur Hreinn Finnbogason, bókavörður, Gunnar Guðmundsson, menntaskólakennari, Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.