Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBTL.AÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967. Prðfessornkórmn INNGANGUR: Greinar- korn það er hér fer á eftir ritaði brezki sagnfræðingur inn Hugh Trevor-Roper, maður kxumur vel af fræð- um sínum og virtur og tal- inn í hópi frægustu sagn- fræðinga heims nú á tím- um. Þess má geta að hann fyllir flokka þeirra er telja að samsæri hafi legið að baki morðinu á Kennedy forseta. FYRIR nokkru var ég beðinn um að undirrita opið bréf varð andi styrjöldina í Vietnam. Ég neitaði og bar þrennt til. í fyrsta lagi fara ekki alls kost- ar saman skoðanir mínar á mál inu og þær sem settar eru fram í bréfinu. í öðru lagi féll mér miður vel við þá er að bréfinu stóðu. f þriðja lagi var svo það, að jafnvel þótt mér hefði verið hvorttveggja næsta hugstætt, bréf og bréfsemjendur, hefði mér hreint ekki verið um það • gefið að skrifa nafn mitt undir það. Ég hef alltaf kapp- kostað að halda mig hæfilega fj'arri öllum slíkum opinberum umburðarbréfum. Hafi ég eitt hvað til einlhverra mála að leggja vil ég gera það sjálfur og sjálfur velja skoðunum minum orð og allan búning Mér er það þvert um geð að skrifa uncíir yfirlýsingar annanra manna. Mér er fullljóst, að mörg- um kann að virðast sem ég svíkist í þessu undan merkj- um stéttar minnar, því há- skólakennarar eru almennt fúsari til og fljótari að því er virðist en nokkur önnur stétt manna að taka þátf í þessum sameiginlegu og opinberu undirskrifta-æðisköstum. Eng- in stétt manna er heldur eins sannfærð um rétt sinn og skyldu til þess að vanda um ▼ið landsyfirvöld. Ég varð þess fyrst var fyrir löngu, árið 1937. Eg var þá á ferð í lest þegar þannig stóð á að stjórnmála- ástandið mátti kalla ískyggi- legt og heyrði á tal tveggja ungra stéttarbræðra minna. „iHefur þú sent forsætisráðherr- anum skeyti um mótmæli þín?“ spurði annar. „Auðvitað“, anz- aði hínn, „en þú?“ „Að sjálf- sögðu'* ..... Ljóst var, að Attrœður í dag: ÁTTRÆÐUR er f dag Halldór , Þorsteinsson útvegsbóndi í Vör- um í Garði. Hann er fæddur 22. febr. 1887 að Melbæ í Leiru. For- eldrar hans voru Þorsteinn Gísla son og kona hans Kristín Þor- láksdóttir. Ekki áttu þau ætt sína þar heldur höfðu þau-bæði komið þangað á barnsaldri og alist upp hjá Guðmundi Auðuns- syni og Margréti Magnúsdóttur konu hans er bjuggu í Melbæ. Þorsteinn var borgfirzkur, sonur Gísla bónda á Augastöðum í Hálsasveit, Jakobssonar bónda og smiðs á Húsafelli, Snorrason- ar prests hins sterka Björnsson- ar, og konu Gísla Halldóru Hannesdóttur bónda í Stóraási Sigurðssonar. Kristín kona Þor- steins og móðir Halldórs var af “Kjalarnesi, dóttir Þorláks bónda á Hofi Halldórssonar og Hólm- fríðar konu hans er var hálf- systir Kristínar í Melbæ. Þor- steinn og Kristín tóku við bú- skap í Melbæ eftir fósturforeldra sína um nokkurt skeið unz þau fluttust að Meiðastöðum í Garði, bjó Þorsteinn þar lengi síðan og ▼ar jafnan við þá jörð kenndur. Áttu Þorsteinn og Kristín 14 börn er komust upp. þessum ungu mönnum fannst það í alla staði eðlilegt og sjálfsagt að fróðleikur annars um tungumál og heimspeki og hins um nútíma litrófsfræði yrði til þess að hlutaðeigandi ríkisstjórn hagaði utanríkis- miálastefnu sinni eftir kröfum þeirra. Mér kom þessi sann- færing á óvart. Sjálfur var ég þeim sammála en lagði á það harla lítinn trúnað að skeyti frá þeim eða frá mér myndi fá því til leiðar komið að Mr. Chamlberlain viki af settri óheillabraut sinni, sem og ekki varð. Tálmyndir tóra samt lengur miklu en menn ætla. Það er ékki ýkjalangt síðan „Times" birti annað opið bréf, stórt og mikið, svo að nærri tók yfir heila síðu í blaðinu og var auð- vitað um Vietnam. Það var áhrifamikil sýning á almennri ráðþægni og samkvæmni nærri 1500 háskólaborgara, sem raðað var („til hægðar- auka eingöngu") eftir háskól- um þeim er við var starfað. Þarna kom fram heilsteypr.ur samkór háskólaborgara frá Aberdeen og Edinborg, frá Ast- on, Exter og Belfast, kór eðlis- fræðinga og efnafræðinga, forn letursfræðinga og steingervinga fræðinga, stærðfræðinga og yfirsetulækna, undir stjórn Mr. Julians Gross. Allir gerðu undirritendur sér far um að sýna skilríki sín og segja á sér öll deili. Þeir bentu á að þeir væru ekki aðeins almenn- ir borgarar, heldur væru þeir ailir bona fide „starfandi við háskóla eða rannsóknarstofn- anir". Þarna voru í hópi 140 háskóiakennarar eða prótfess- orar og 25 þeirra félagar 1 „Royal Society". Þetta var sem sé eða virtist að minnsta kosti vera, styrkur og samæfður kór mandarínastéttar Bretaveldis. Hvað veldur, hve fúsir pró- fessorarnir eru til undirskrifta? Ég hef oft spurt sjálfan mig þessarar spurningar. Hvers vegna skyldu þeir halda að framlag þeirra til allra mála hljóti að vera svo þungt á met- unum? Engin stétt önnur hegð- ar sér svona, ekki gera læknar það, ekki tannlæknar, banka- menn, útgefendur, lögfræðing- ar eða arkítektar — nema því aðeins að þeir starfi við ein- hvern háskóla. Allt eru þetta Halldór var þrettán ára er hann fluttist með foreldrum að Meiðastöðum og ólst þar upp síðan. Halldór kvæntist 5. nóv. 1910 Kristjönu Kristjánsdóttur frá Ingvarshúsum í Garði Jóns- sonar. Árið eftir fluttust þau að Vörum í Garði á hálflenduna er var eign Ástu Duus, en hinn hlut- inn var eign Dussverzlunar. Hall dór keypti alla jörðina nokkru síðar og þar hefur' hann búið síðan ásamt börnum sínum. Þau Kristjana eignuðust 13 börn og eru 12 á lífi. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru orðin 60 og eru 56 á lífi. Halldór byrjaði snemma sjó- sókn og var um áratugaskeið þekktur sem aflasæll og heppinn formaður. Formennsku sína byrjaði hann 16 ára á tveggja manna fari frá Meiðastöðum. Átján ára ræðst Halldór á fyrsta vélbátinn sem gerður er út frá Sandgerði, en þá er að byrja að hefjast útgerð þaðan. Eigandi þessa báts er hét Gammurinn og var tvístöfnungur, 14 smálestir að stærð, var Björn Gíslason kaupmaður, hafði hann keypt bátinn af Milljónafélaginu. Ekki undi Halldór því lengi að vera hæverskir menn og hógværir í allri framgöngu. Hverju sætir þá þessi sérstaða háskólakenn- aranna? Er stétt þeirra í heild svo miklu gáfaðri öðrum stétt- urn? Ég dreg það í etfa. Hafa þeir kannski kynnt sér öðrum fremur vandamál þau sem þeir fjalla um og láta ljós sitt skína á? Þetta kynni rétt að vera um kennara í stjórnmálafræðum, mannkynssögu og samskiptum þjóða, en einhvern veginn er það nú svo að undirskriftir þessara manna eru sjaldséðar. Ástæðan skyldi þó ald.rei vera sú að háskólakennararnir séu öðrum mönnum meiri upp- skafningar og merkikerti? Mér býður í grun, því miður, að svo sé. Það kann líka að valda hér töluverðu um, að sem stétt eru þeir minni einstaklingshyggju- menn og semja sig meir hver að annars siðum en aðrir menn. Sérvitringar í hópi háskóla- manna eru margfrægir en há- skólaborgarleg samkvæmni á sér líka býsna langar rætur og sérvizka sumra prófessoranna er eflaust ekki annað en eins konar uppreisn gegn ráðþægni og samkvæmni hinna. Og nú á þessum umskiptatímum (hve- nær hefur menntað fólk borið það við fyrri að keppa að því að tolla í tízkunni?) fæ ég ekki betur séð en hefðbundin sam- í Vörum annarra hjú, réðst hann í það árið 1907 ásamt Gísla bróður sín um að láta smíða sex manna far, gerðu þeir það út frá Meiðastöð- um og var Gísli formaður Síðar varð Gísli togaraskipstjóri og var um skeið með Jón forseta. Árið sem Halldór fluttist að Vörum, 1911, lét hann byggja áttæring, var hann byggður af Guðjóni skipasmið í Keflavík og kostaði 600 krónur, fékk hann heitið Gunnar Hámundarson og var Halldór formaður. Bátur þessi var fyrstur í röð- inni af fjórum bátum er Halldór hefur átt með þessu nafni og stýrt í yfir 30 ár. Næsti Gunnar var 15 lesta vélbátur og nú flýtur í Vörum fjórði Gunnar Hámund- arson 57 lestir er hann á með sonum sínum tveimur sem báðir eru skipstjórar og er Þorvaldur sonur hans skipstjóri á honum og býr að Vörum. Lng)st af framanaf gerði Halldór báta síná út frá Sandgerði, en hin síðari ár frá Keflavík. Það sem hér er að framan skráð er samantekið eftir spjalli okkar Halldórs þar sem við sát- um saman yfir kaffibolla að heimili hans í Vörum, ásamt kvæmnin ryðji sér æ meira til rúms. Vafalaust verða ýmsir til þess að andmæla mér. Því hef- ur oft verið haldið fram að menntamenn gangi fram fyrir skjöldu til varnar frelsi og ein- staklingshyggju. Þeir segja það lika oft sjálfir, helzt sem flestir í einu. En mannkyns- sagan rennir litlusn stoðum undir þær staðhæfingar þeirra. Menntamenn í embættismanna stétt hafa oft sett fram ýmsar kenningar um frelsið, einkum frelsi sjálfum þeim til handa, en oftar hafa þeir þó sett f.ram reglur um vald og yfirráð. Eins og fyrirrennarar þeirra, klerkastétt miðalda, kjósa þeir fremur skipulag, virðing af öðrum mönnum og vald. Þar sem háskólum er skipt í smærri sérskóla eða í menntaskólum er áhrifamáttur prófessoranna minni. Þar eru þeir yfirleitt næsta meinlausir. En séu þeir samankomnir og fjölmennir nokkuð, á ráðstefnu, þingi eða rannsóknarstofnun .... J'á, einkum og sér í lagi á rannsóknarstofnunum, er ég hræddur um. Ég hetf ekki gaum gætft öll nöfnin 1500 á skrá Dr. Julians Gross. Lífið er of stutt til þess að vera að eyða því til annars eins. En ég hef þó tek- ið þar nokkur nöfn af hánda- hófi til nánari eftirgrennsluaar og niðurstöðurnar koma alveg heim og saman við niðurstöður Bandarikjamanna. Þeir gerðu fyrir nokkrum mánuðum skipu lega rannsókn á þessum yfir- lýsingum háskólaborgara og kom í ljós að nær allir undír- ritendur slíkra yfirlýsinga voru vísindamenn, en nær engir úr hópi sagnfræðinga eða stjórn- málasögufróðra manna. Sama virðist vera uppi á teningnum hér. Enda þótt um frávik geti verið að ræða vegna undirgefni yngri prófessora eða fortölu- hæfileika hinna eldri er ljóst að hlutur vísindamannanna er ekki aðeins miklu meiri en ann arra — heldur er hann hreint yfirþyrmandL Það er stjarn- eðlisfræðingar og frumulíf- fræðingar sem finna hjá sér sterkasta köllun til þess að leysa hin flóknu vandamál al- þjóðlegra samskipta og telja sig hafa til þess hæfileika öðr- um fremur. Hvaðan kemur þeim þessi vissa um eigið ágæti? Hún hlýtur að vera af þjóðfélagsleg um rótum runninn, sprottin af þjálfun þeirra, námi og lífs- háttum. Yfirleitt hafa vísinda- menn ímugust á námsfrelsi og æðri menntun. Þeirra hugsjón mörgu fleiru er hann sagði mér frá um sjósókn fyrr og nú, sem mér landkrabbanum var torvelt að festa í minni og ekki staður og stund til að birta hér og nú. Er mér um að kenna ef eitthvað er hér missagt. Ég hafði þekkt til Halldórs all- lengi og vitað að hann var sómi sveitar sinnar og öðrum fyrir- mynd að ötulleik og farsæld í sjósókn sinni. En þó var hann mér kunnugri á öðru sviði, sem góðtemplari og áhugamaður um bindindismál. Minnist ég þess glögglega er ég kom í fyrsta sinn er að menn snúi sér sem fyrst að sérnámi og geti einbeitt sér að sinni sérgrein. Að sérgrein- inni kjörinni halda þeir settan og tíðindalausan feril eftir framabraut emibættanna unz þeir hafa tekið upp stærðfræði- tákn í stað mælts máls og fengið í hendur vald yfir öðr- um mönnum í stað undirgefn- innar áður og þá er það sem þeir fara að láta til sín taka framgang heimsmálanna. Kannski er þetía ekki nema eðlilegt. En þá er það ekki síð- ur eðlilegt að þeim verði á ýmsar skyssur á svo framand- legum vettvangi. Hitt er áftur á móti sýnu óeðlilegra að ann- að fólk skuli taka þá alvarlega. Hvað mig snertir hef ég ekki í hyggju að taka þá alvarlega — og ekki þá umræðuefni mitt nú heldur. Ég hef líka sjálfur séð þetta svo oft og náið: þessa félaga „Royal ‘Society", sem allt í einu eru hrifnir á brott úr rannsóknarstofum sínum og settir niður í aðrar rannsókn- arstofur í Rússlandi eða Kína og falla í stafi af forundrun yfir aganum og undirgefninni sem þar ríkir. Og þá verður það á svipstundu að söguleg reynsla, sem þeir hatfa ekkl kynnzt fyrri, óviðráðanleg stjórnmálgvandamál, sem þeir hafa aldrei um lært eða fjallað, blæbrigði alþjóðamála, sem þeir hafa aldrei tekið eftir, þvi rannsóknarstotfur eTU eins og flugvellir, næsta keimlíkir hvar sem er í heiminum, falla allt í einu í haganlega heild. Viður- gerningur og viðmót gestgjaf- anna kitlar hégómagirnd þeirra. Opinber áróður ber með sér þokkafullan einfald- leik stærðfræðilegs sannleika. Þegar þeir svo komia heim aft- ur er eftirleikurinn auðveldur. Starfsöm nefndin sér að þarna ber vel í veiði. Sakleysisleg yfirlýsing skýtur upp kollin- um. Þar þarf ekki að vera frumlegur, þar þartf ekki einu sinni að skrifa neitt frá eigin brjósti, allt er tilbúið til undir- skriftar. Með einfaldri athöfn er hvorutveggja þjónað í senn, nýjum sannleik og fornum sjálfsþótta. Og þeir skrifa und- ir. HVort heldur þeir hafa á réttu að standa eða röngu held ég að lítið brautargengi hljóti þeir af .þessu brambolti. Hvað sem fólk almennt kann að hugsa þá vita harðsnúnir stjórnmálamennirnir mætavel hvernig að verður að fara. Þeir þekkja hreykni og tilgerð þessa fólks. Þeir halda áfram á sömu braut. á fund í stúkunni Framför fyrir einum aldarfjórðungi og sá Hall dór í Vörum fyrst. Síðan hefur fundum .okkar nokkrum sinnum borið saman á vegum Reglunnar. Halldór hefur verið bindismaður alla ævi og félagsbundinn allt frá því að hann gekk í barna- stúku í Leirunni 8 óra gamalL Síðar gekk hann í stúkuna Von- arstjarnan nr. 10 í Leiru og þegar hann fluttist að Meiðastöðum um aldamótin gekk hann í stúkuna Framför nr. 6 í Garði og heiur verið þar síðan, en það er ein elzta starfandi stúka, stofnuð 1889. Þorsteinn faðir hans var áhugasamur bindindismaður og lengi umboðsmaður í Framför. Var það svo um áratugaskeið að heimilið að Meiðastöðum og síð- ar að Vörum ásamt skylduliði og tengdafólki, var aðalstyrkur stúkunnar, er hélt uppi merku menningar- og félagsstarfi í byggðarlaginu. Stúkan byggði fundarhús og var það um ára- tugaskeið aðál samkomuhúsið i Garðinum, var byggt við það 1944 og er það enn aðlsamkomu- staður þeirra. Halldór var um- boðsmaður í Framför frá 1918 til 1956. Hann er heiðursfélagi Stór- stúku íslands. Þá hefur Halldór setið í hreppsnefnd og unnið að ýmsum félagsmálum sveitar sinn ar, sérstaklega safnaðarmálum. Hann er ötull og traustur og ein- lægur drengskaparmaður. Er ég minnist á við Halldór Framhald á bls. 31 Halldór Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.