Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967. Um verðjöfnun á áburði Eftir Hjálmar Finnsson í TÍMANUM hirn 14. febrúar *t- er skýrt frá tillögu til þings- ályktunar um verðjöfnun á áburði sem fram hefir verið bor- ln á Alþingi nýlega, og greinar- gerð, sem tillögunni fylgdL Af því, sem sagt er í um- raeddri greinargerð mætti álykta að mikið ranglæti væri nú við- haft að því er varðar verðjöfn- im á áburðL en í henni er rætt sérstaklega um: 1) hversu mikil áhrif, að- staða til flutnings, hafi á raunverulegt áburðarverð. 2) að verðjöfnun sem tíðkast hafi sé óeðlileg, ranglát og óviðunandL 3) að, sé fengist við verð • jöfnun og hún talin rétti- lega við eiga í þessum efn um sé lágmark að miða jafnaðarverð við a.m.k. einn ákveðinn verzlunar- stað í hverju héraði. (mið- stöð) 4) að eðlilegast sé að áburð- arverðið verði allsstaða^ hið sama í landinu og að því beri að stefna hik- laust. Nauðsynlegt ei að gera sér grein fyrir því hvort nær sé atefnt réttlæti — og fullum jöfn nði um sama verð áfburðar alls staðar í landinu, með því fyrír- komulagi sem tillagan gerir ráð fyrir, en með núverandi fyrir- bomulagL þ.e., hvort fram- kvæmd samkvæmt tillögunni tryggði meiri jöfnuð í verði fyr- ir alla landsmenn, en nú ger;st. Því ber fyrst að líta á verkan Ir núverandi fyrirkomulags, sem er tviþætt, annarsvegar ríkjandi fyrirkomulag um Kjarnaáburð inn frá Gufunesi og hinsvegar am innfluttan áburð. Um árabil hafa sem næst 00% þess áburðar sem notaður hefir verið í landinu verið dreift með skipum á ýmsar hafn ir landsins en 40% verið af- greidd á bíla, sem áburðarkaup ♦ndur hafa sent í Gufunes til áburðarflutninga á svæðið frá Hvalfirði austur í Vestur-Skafta fellssýslu. Kjarnaáburður, sem sendur er með skipum er seldur á sama rerði á öllum verzlunarhöfnum 4t um land, miðað við afhend Ingu úr krók við skipshlið. I>að fjald sem kaupendum á slíkum •töðum er gert að greiða er kr 00 00 lægra en kaupendum, sem taka við áburði sínum komnum á bíl í Gufunesi, og er mismun itr þessi hugsaður til þess að mæta hluta af uppskipunarkostn •ði á höfnum út um land. Samkvæmt athugun á kostn- aði á stærstu áburðardreifingar- hföfnum landsins mun beinn bostnaður við að taka á móti áburðinum við skipshlið, flytja hann og koma honum fyrir í geymslu og hlaða honum aftur á bíl hinna endanlegu kaupenda, nema að meðaltali um kr. 200.00 á hverja smálest. Að frádregnum ltr. 60.00 verðmismuninum kost- ar því hver smálest Kjarna kom in á bil sem hlaðinn er úr vöru- feymslum á hafnarstöðum úx á landi kr. 140.00 meira en hver smálest komin á bil í Gufunesi. Tekið skal fram sérstaklega, vegna orðalags í greinargerð- innL að umræddur kr. 60.00 verð mismunur á aðeins við um Kjarnaáburð en ekki innfluttan áburð og er orðalag því villanli í greinargerðinni. Ef breytt væri til og núver- andi kr. 60.00 verðmunur felld- ur niður myndi hver smálest af- greidd á bíl í Gufunesi lækka um kr. 36.00, en hver smálest af greidd með skipi út um land hækka um kr. 24.00. Undir slík- um kringumstæðum væri kostn aðarverð áburðar kominn á bíl í verzlunarhöfn út á landi kr. 200.00 hærri en í GufunesL Innfluttur áburður, er seldur á sama verði afhentur úr krók við skipshlið allsstaðar á land- inu. Þeir sem sótt hafa áburð sinn á bflum í Gufunes hafa ekki þurft að greiða nema kr. 80.00 á hverja smálest áburðaT fyrir uppskipun og afgreiðslu á bfla sína þar, á sama tíma og kostnaður á öðrum höfnum landsins er talin að meðaltali vera um kr. 200.00 á smálest. Hafa þeir því notið kr. 120.00 hagræðis á hverja smálest, sem áburð taka i Gufunesi saman- borið við aðra landsmenn. Nú ber því ekki að neita að vegalengdir eru miklar frá Gufu nesi austur um sveitir Árness- og Rangárvalla- og Vestjr- Skaftafellssýslna, en þessi héruð sækja nú allan áburð sinn í Gufunes. Áður en Áburðarverksmiðj- unni var falin forsjá Áburðar- sölu ríkisins, var erlendur áburð ur fluttur til Þorlákitihafnar fyiir Suðurlandsundirlendið. Síðan farið var að nýta að- stöðuna í Gufunesi til móttöku og afgreiðslu áburðar hafa aldrei komið fram óskir frá nein um kaupendum áburðar á Suður landi um að fá áburð sinnn af- greiddan frá Þorlákshöfn og eru þó flutningavegalengdir til staða austan Hveragerðis, 22 km skemmri frá Þorlákshöfn en frá Reykjavík. Ekkert væri sjálfsagðara en að Suðurlandsundirlendið fengi allan sinn á'burð eða hvern þann hluta hans, sem óskað væri eftir að fá, afgreiddan um Þorláks- höfn — Kjarna jafnt sem inn- fluttan áburð, ■— og nytu þá Sunnlendingar þess hagræðis, sem lega næstu hafnar við Suð- urlandsundirlendið hefir uppá að bjóða, Jafnframt því yrði verðlagning áburðarins miðuð við afgreiðslu úr krók við skips- hlið eins og annars staðar á la.nd inu, en að sjálfsögðu yrðu abuvð arkaupendur, verzlunarféiög jafnt sem búnaðarfélög að gsra þær ráðstafanir, sem með þyrfti til þess að geta veitt áburðin ;.m viðtöku úr skipi í Þorlákshófn, eins og áburðarkaupendur hvar vetna á öðrum hafnarstöðum á landinu þurfa að gera. Með þessu móti mætti e.t.v. mæta efni tillögunnar og ákveða Þor- lákshöfn sem þann verzlunar- stað Suðurlands (miðstöð), sem áburðarverð miðaðist við. Þó ber að benda á að orðið verzlunarstaður í tillögunm er ekki skilgreint svo ljóst sé hvað við er átt. Að vísu er í greinar- gerðinni talað um „einn ákveð- inn verzlunarstað í hverju hér- aði“ en í tfllögunni er orðalagið „á öllum verzlunarstöðum á land inu“. Spyrja má hvort skoða beri staði sunnanlands svo sem Hveragerði, Minniborg i Gríms- nesi, Rauðalæk í Rangaárvalls- sýslu, eða staði norðanlands, Brú í Hrútafirði, Varmahlíð í Skaga firði, FosSból í S-Þingeyjarsýslu eða Reykjablíð í Mývatnssveit, Hjálmar Finnsson Kvenstúdentafélag íslands Fundur í,kvenstúdentafélagi íslands verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudaginn 22. febrú- ar kl. 8,30. Fundarefni: Staða konunnar í nútímaþjóðfélagi. Svava Jakobsdóttir B. A. STJÓRNIN. svo einbverjir sfaðir séu nefnd- ir, sem verzlunarstaði í þessari merkingu. Ekki er heldur skilgreint I greinargerðinni hvað við er átt með orðinu hérað. Ber að telja Jökuldal á Austurlandi sem hluta af Fljótsdalshéraði? Er Reyðarfjörður og Fljótsdalshéi- að eitt eða tvö héruð? Er Mý- vatnssveit sérstakt hérað eða hluti stærra héraðssvæðjs’ Hvernig er héraðsskipan háttað á Reykjanesi? Mynd sú sem dregin er upp í greinargerðinni af flutmngs- kostnaði frá Gufunesi til héraða austanfjalls er ekki rétt, og þ/í villandi. í Árnessýslu, þar sem búnaðarfélögin eru kaupendur að meginlhluta alls áburðar, sem notaður er í þeirri sýslu, mun kr. 300.00 flutningsgjald, sem í greinargerðinni stendur, aðeins gilda fyrir tvö búnaðar- félagssvæði sem einna lengsta flutningsleið hafa, en fyrir þau búnaðarfélagssvæði sem skemmri flutningsleið eiga mun flutningsgjaldið ekki nema meiru en kr. 120.— 150.—- á smá lest. Fjölmargir einstaklingar semja sjálfstætt um flutning þess áburðar, sem búnaðarfélag hefir pantað þeiira vegna. Með- altal flutningskostnaðar mundi því liggja nær kl. 220—230 á smálesL Flutningsgjald, fyrir það magn áburðar, sem pantað er af búnaðarfélögum Rangárvalla- sýslu, og samið er um ýmist af búnaðarfélögunum sjálfum eða einstaklingum þeim, sem áburð- inn nota, vestan Markafljóts mun nærri kr. 250.00 á smálest, eða minna en helmingur þess, sem greinargerðin telur gjaldið vera til Hvolsvallar. Flutnings- gjald að Skógum undir Eyjafjöll um mun hafa numið kr. 250.00 á smálest. Nú er hinsvegar flutningsgjald það sem talið er í greinargerð- inni að eigi við um Hvolsvöll i Rangárvallasýslu víðsfjarri réttu lagi. Á svæðinu frá Þjórsá að Eystri Rangá á árinu 1966 var söluverð Kaupfélags Rangæinga, Hvols- velli, á hverja smálest Kjarna kr. 540.00 hærra en heildsölU' verð áburðarins frá Áburðar verksmiðjunni. Innifalið í þess ari tölu er bæði álagning verzl- unarfyrirtækisins og flutnings kostnaður á áburðinum heim í býli bænda á svæðinu. Á svæðinu frá Eystri-Rangá að Markarfljóti nam tilsvarandi tala kr. 590.00 á smálest, en aust an Markarfljóts kr. 640.00. Meðaltal þessara talna fyrir Rangárvallasýslu, að undan- skildu svæðinu austan Markar- fljóts, er því kr. 565.00, fyrir all an kostnað, sem bætist við heild söluverðið, á hverj'a smálest, þó greinargerðin segi flutnings- kiostnaðinn einan sér vera kr. 573.00 eða kr. 8.00 hærri en 3am anlagður álagningar- og flutn- ingskostnaður verzlunarfyrir- tækisins er. Slíkt ósamræmi fær ekki staðist. Félag vörubifreiðastjóra I Rangárvallasýslu samþykkti, að á árinu 1966 skyldu eftirfarandi flutningsgjalda krafizt fýrir flutning áburðar frá Gufunesi. Kr. 260.00 til svæðisins frá Þjórsá að Eystri-Rangá. Kr. 300.00 til svæðisins frá Eystri-Rangá að Markarfljóti. Kr. 350.00 til svæðisins frá Markarfljóti að Jökulsá á Sól- heimasandi. í flutninggkostnaði er gerður kr. 50.00 mismunur á hverju of- angreindra svæða. Mismunur söluverðs Kjarna á sömu svæð- um, frá fyrrgreindu verzlunar- fyrirtaéki, er hinn samL þ.e. kr. 50.00 á hverja smálest. Þá munu flutningsgjöld fyrir áburð til búnaðarfélaga í Vestur Skaftafellssýslu, í nágrenni Vík- ur í Mýrdal, hafa verið 100.00— 200.00 krónum lægri en í greinar gerðinni stendur. Vert er að benda á að á árinu 1066 var flutningsstyrkur greiddur af fjár lögum fyrir áburð á svæðið frá Jökulsá á Sólheimasandi og aust ur að MýrdalssandL sem nam kr. 140.00 á smálest en kr. 170.00 á smálest til svæða í Vestur- Skaftafellssýslu austan Mýrdals sands. Ef nú það hagræði í kosthaðar verði áburðar, toominn á bíl i GufunesL miðað við kostnaðar verð áburðarins á bíl á verzlun arhöfnum út á landL þ.e. kr. 120.00—140.00 á smálest eða að meðaltali kr. 130.00 á smálest, væri dregið frá flutningskostn- aði til austanfjalls héráðanna, þá stæði eftir af flutningsgjald- inu fyrir Árnessýslu kr. 100.00— 170.00 á smálest að meðaltali eftir því hvort miðað er við bún aðarfélaga flutningsgjaldið eða flutningsgjaldið í greinargerð- inni. Á sama máta yrðu eftir- stöðvar fyrir flutningsgjaldi kr. 120.00—170.00—220.00 fyrir hin þrjú gjaldsvæði fyrir Rangár vallasýslu, þegar miðað er við gjaldskrá vörubílstjóra sýslunn- ar. Ekki er unnt að miða við gjald það, sem í greinargerð inni stendur fyrir Rangárvalla- sýslu, þar sem það fær ekki stað izt. Þó Vestur-Skaftafellssýsla njóti sama hagræðis og Árnes- og Rangárvallasýslur varðandi verð áburðar kominn á bil í Gufunesi, þá skal hinsvegar við urkennt að um sérstakar kring- um stæður er að ræða fyrir þetta sýslufélag vegna flutnings vegalengda. Löggjafar- og fjár- veitingavald landsins hefir viður kennt þetta sjónarmið með veit- ingu sérstakra styrkja til flutn' inga og ætti því ekki að þurfa að grípa til verðjöfnunar áburði í sama tilgangL Benda má á, að flutningsgjald það sem reiknað er með í grein argerðinni til Víkur í Mýrdal er rúmlega 100% hærra, en gjald það sem að framan getur, sem vörubifreiðastjórar 1 Rangár vallasýslu taka fyrir áburðar- flutninga á svæðið næst austan við Markarfljót, þó ekki sé nema um ca. 50% lengri vegalengd að ræða. Nú má það öllum vera Ijóst, að víðar en á Suðurlandi þarf að flytja áburð um langan veg frá verzlunarstað, þar sem eng- ir, a.m.k. löggiltir, verzlunarstað ir eru á leiðinni. Sem dæmi um flutningsbostn- að fyrir áburð sem bændur þurfa að greiða annarsstaðar á landinu en á Suðurlanidi má nefna að frá Húsavík til bænda í ReykjadaL Mývatnssveit og Bárðardal þarf að greiða frá kr. 240.00—400.00 á smálest, og frá Reyðarfirði til býla í Fljótsdal, Skriðdal, Jökulsárhlíð og Jökul- dal nemur flutningsgjald frá kr. 400.00—800.00 kr. á smálest. Aí framansögðu miá Ijóst vera að bændum sunnanlands, al- mennt, er ekki báið lakara hlut skipti í þessum málum en bænd- um annarra landshluta. Engu réttlæti væri fullnægt með þvi að verðjafna flutningskostnað til verzlunarstaða sunnanlands, svo sem til Selfoss, Hellu eða Hvols vallar, Víkur í Mýrdal og e.t.v. Kirkjubæjarklausturs, í þeim til gangi að lækka flutningskostnað og draga úr endanlegum á'burð- arkostnaði bænda á þessum svæð um, nema því aðeins, að einn'g væri tekið tillit tfl hinna miklu vegalengda, sem flytja þarf áburð í öðrum landsblutum, sem einnig þyrfti þá að verðjafns flutninga á. Á grundvelli tillögunnar e’r.s og hún hljóðar, er ekki kostur að koma fram hagsbótu.n vegna flutningskostnaðar til þeirra, sem fjarri verzlunarhöfn um búa, út um land þar sem bændur hvers svæðis þar, sækja áburð sinn til þess hafnar- og verzlunarstaðar, sem næstur er og oftast er einnig eini verzl- unr + aður viðkomandi svæðis. Engu réttlæti er fullnægt með aðgerðum í þessu máli nema ail- ir njóti jafns við, og framan- greind atriði ættu að sýna ljós- lega að engu meira réttlætl væri fullnægt með þeirri aðferð sem tillagan gerir ráð fyrir, en því, sem nú gildir. Verðjöfnun á áburði, sem stefndi í þá átt að áburður kost- aði það sama kominn heim að býli hvers áburðarnotanda 1 landinu er að sjálfsögðu það sem fyrir flutningsmönnum tillög- unar vakir, eða eitthvað í lík- ingu við þann hátt, sem viðhafð ur er um verðjöfnun á olíum og benzíni um land allt. Hér er þó um tvennt ólíkt í fram- kvæmd að ræða. Vegna nauð- synjar á sérhæfðum flutninga- tækjum og geymslum fyrir olí- ur og benzín verður dreifingar- kerfi þeirrar vöru að vera i höndum olíufélaganna. Um á- burð skiptir öðru máli. Almenn- um flutningatækjum verður við komið. Fjölmargir notendur áburðar hafa aðstöðu til, og nota sér hana, til þess að flytja með eigin tækjum sér að kostn- aðarlitlu. ábur# frá dreifingar- eða verzlunarstað til býla sinna. IHeildarskipulag allra áburðar- flutninga i landinu til tryggja fullkomna verðjöfnun mundi kostnaðarsöm og vafasamt að til bóta stefndi, þar sem genga yrði út frá því að allur kostnaður sliks skipulags og dreifingarkerf is yrði að leggjast á áburðarverð ið og þannig verða að greiðast af áburðarnotendum sjálfum. Svo virðist sem ekki hafl far- ið fram nægjanleg atihugun á verkunum núverandi verðjöfnun ar fyrirkomulags á áburði. áður en tillagan var borin fram. Verð ur að draga í efa að hún hefði verið borin fram ef þeim, sem að henni standa hefði verið það ljóst, að tillagan felur ekki í sér leiðir til meira réttlætis en nú er viðhaft í þessu máli. Ekki er það til afsökunar þótt tillögur sama efnis hafi áður verið sam- þykktar á Búnaðarþingi eða af Stéttarsambandi bænda, hafi undirstaða málsins ekki verið betur krufin til mergjar þá, en hér virðist hafa verið gert. Á meðan ekki hafa komið fram tillögur, sem fela í sér betri lausn þessara mála en nú er við- höfð, er ástæðulaust að veitast að stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar fyrir að hafa „ekki komizt áfram til úrbóta" og sömuleiði* að dæma, að núverandi verðjöfn un sé „bæði óeðlileg og ranglát, svo eigi sé viðunandi“. Gufunesi, 17. febrúar 1967. Hjálmar Finnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.