Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLABIÐ, MIBMIKUDAGUR 22. FRBRÚAR 19«T. EIíds Lyngdol — Minningororð J>EIM fækkar óðum gömlu Reyk víkingunum, sem settu svip á bæinn fyrri hluta þessarar aldar. Rétt fyrir áramótin síðustu, eða nánar tiltekið 29. desember féll einn þeirra í valinn, en það var Elias Lyngdal kaupmaður, sem lengst rak verzlun á horni Njálsgötu og Frakkastígs, en hann stundaði kaupmennsku um 30 ár. Elias Lyngdal fæddist 15. októ- ber 1878 að Hraungerði í Álfta- veri. en ólst upp í Króki í Meðal landi. Kjör æskufóiks í afskekkt- um sveitum voru fábrotin þá og erfið, og ekki miklar framtíðar- vonir. En Elias hleypti heimdragan- um fljótt og fluttist til Suður- nesja. Hann stundaði um skeið útgerð á Ásláksstöðum á Vatns- leysuströnd. Með tvær hendur tómar hóf hann verzlun í Hermes að Njálsgötu 26, og stuttu síðar keypti hann horn- húsið á móti, Njálsgötu 23, og þar verzlaði hann um langt árabil, og einnig sonur hans Stefán, sem nú er látinn. Maðurinn minn og faðir okkar, Kristmann Eyleifsson, Holtsgötu 18, andaðist að Vífilsstaðahæli aðfaranótt 21. þ. m. Margrét Jónsdóttir, Guðjón Kristmannsson, Gunnar Kristmannsson, Óiafur Kristmannsson. Eiginmaður minn og faðir okkar Jósef Einarsson, Suðurlandsbraut 91B, andaðist 19. febrúar. Katrín Kristjánsdóttir. Óli Jósefsson, Sigurþór Jósefsson. Útför eiginmanns míns og föður okkar Bjarna Pálssonar, vélst'óra, fer fram frá Dómkirkjunni f Reykjavík fimmtudaginn 23. febrúar n.k. kl. 1.30 e.h. M?ttbíl«iur ÞórðardótHr. Svanhildur Bjarnadóttir, Jónas Bíornason, Svavar Bjarnason. Útför eiginmanns míns og föður okkar Helga Þorsteinssonar,- framkvæmdastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þorbjörg Ólafsdóttir, Þór Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Margrét Heigadóttir, Hörður Helgason. Elias heitinn var þekktur borgari í Reykjavík og mesti reglumaður. Hann fékkst nokkuð við húsbyggingar, sem hann svo seldi uppkomnar. Elias var alltaf eindreginn Sjálfstæðismaður og félagsmaður í Verði um langan tíma. Árið 1910 kvæntist hann Gúð- rúnu Halldórsdóttur frá Akra- nesi, og eignuðust þau 3 börn. Stefán kaupmann í Rín, sem nú er látinn, og lætur eftir konu og 3 dætur. Magnhildi, sem á einn son og Kristin bóksala á Frakka stíg. Vinlr Elíasar heitins minnast hans með þakklæti og vita, að þar er genginn góður maður og gegn, sem með dugnaði komst áfram í lífinu, þótt efnin væru ekki mikií til að byrja með. Elias varð sjóndapur um sex- tugsaldur, og hann varð eins og fyrr segir bráðkvaddur 29. des- ember síðastliðinn. Varð hann harmdauði ástvinum sínum og öðrum vinum. Blessuð sé minning hans. Vinur. Tnnilegar þakkir fyrir vin- semd og samúð okkur sýnda við fráfall og útför Sigurbjarerar Sigurðardóttur, kaupkonu, Lawiravegi 28C. Aðstandendur. Jóhanna Rósa Stefónsd. Kveðja F. 10. 2. 1933. D. 20. 1. 1967. RÓSA eins og hún var ætíð nefnd, fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Dóttir hjónanna Ólafíu Þórðardóttur og Stefáns Hannessonar, nú búsettra í Hafn arfirði. í slyngum höndum hrekst vor þeða sveit tíl hægri og vinstri í blindni af reit á reit. En sá, er fleygði þér á þetta borð, Hann þekkir taflið allt. Hann veít HANN. Veit. Við éigum oft svo erfitt með að trúa staðreyndum; og okkur finnst það svo _ótrúlegt að hún Rósa skuli vera dáin, hún sem svo oft hafði gengið með sigur af hólmi við dauðann. I>ó vissum við að líf hennar hafði árum sam an hangið á bláþræði. Nú þegar hún er öll viljum við þakka henni af heilum hug góðvild hennar og hjartahlýju, sem hún miðlaði okkur oft svo miklu af. Og hún þrátt fyrir heilsuleysi J þau hollu og góðu ráð sem hún gaf mér af einlægni sinni og lífsvizku. Fyrir tíu árum síðan veiktist hún mjög hastarlega og gekk aldrei heil eftir það, og oft var hún mjög þjáð. En þeim þjáning um tók hún með einstöku æðru- leysi og rósemi, eins og öðru sem hinn beizki bikar lífsins veitti henni. En var það ekki prófraun hennar, fyrir annað verkefni í æðri tilveru. Og verður annað trauðla sagt en að hún hafi stað- ist þá raun með prýði. Og um leið og við kveðjum hana hinzta sinn, biðjum Við al- góðan guð um að blessa börn- in hennar, sem hún unni svo Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Markúsar Þórðarsonar, Grímsfjósum, Stokkseyri. Andrés Markússon, Jónína Kristjánsdóttir, Halldór Andrésson. sitt og mannlegan veikleika, var ætíð hin sterka, hrein og sönn í sinni einlægni. Rósa var mjög vel gefin kona, einlægur fegurð- ardýrkandi, listræn og músí- kölsk, lét mjög vel á mörg hljóðfæri og hafði mikið yndi af að mála og teikna. Öllu hinu fagra og góða unni hún af ein- lægni. Hún var mjög lesin, sérstak- lega um trúmál og raunsæi henn ar til lífsins var ótrúlega mikið af svo ungri konu. Rósa var mjög glæsileg kona að vallarsýn og yfir fasi hennar og skanhöfn hvíldi reisn og ein- urð, hinnar lífsreyndu konu, enda setti hún ætíð sinn per- sónulega svip á umhverfið. Öllum stundum sem heilsa hennar leyfði, varði hún til að prýða heimili sitt og leiðbeina börnum sínum og veita þeim innsýn til lífsins af skilningi hinnar ástríku móður. Öll munum við hina barns- legu gleði hennar og einlægni þá er hún gladdist yfir vel- gengni vina sinna og hamingju. Enda var hún mjög svo laus við eigingirni. Og ófeimin var hún að gagnrýna sjálfa sig og koma auga á eigin galla. Öll munum við líka hina djúpstæðu hryggð hennar og trega er það sem hún hafði elskað og treyst hafði brugðist henni. Þrátt fyrir glaðværð hennar í daglegri umgengni, var hún mjög dul og mikil trúkona. Ræddum við þau mál oft mjög ýtarlega. Er ég henni þakklátur Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát ol jarðarför mannsins mír.s, íöð- ur, tengdaföður afa og lang- afa, Guðna Einarssonar, fyrrverandi kolkaupmanns. Ása Eiríksdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Júlíusdóttur frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði. Börn, tengdabörn og bamabörn. heitt. Megi hann efla þau og styrkja í þeirra þungu raun. Ungu vinir, ég veit að miss- irinn er ykkur miill og sár, en hún er ykkur enn svo nálæg, fylgir ykkur og verndar, ykkur sem hún elskaði svo heitt. En umfram allt, missið ekki trúna, haldið fram — fram til mann- dóms og þroska, þannig minnizt þið hennar bezt. Megi ykkur hlotnast sú ham- ingja, að geyma á fagran hátt í hug ykkar og hjörtum, í senn minninguna um skilningsríka og ástblíða móður og glæsilegan heilsteyptan persónuleika. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full að söngvaklið, svo oft og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Rósa mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þig hef ég sannasta og bezta þekkt. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. ÞAKKLÁXUR. Guðný Kristjánsdóttir F. 14. des. 1888. D. 25. jan. 1967. Tryggðin há er höfuðdyggð helzt ef margar þrautir reynir. Hún er á því bjargi byggð sem buga ekki stormar neinir. (S. B.) GUÐNÝ dvaldi á Hrafnistu nokk ur misseri vegna vanheilsu og 'dó þar í sjúkrastofunni eftir all- þunga legu h. 25. janúar sl. Guðný fæddist á ofanverðu Akranesi. Ólst hún upp þar með foreldrum sínum, þar til faðir hennar drukknaði á kútter Emelíu, sem fórst í aftakaverðr- inu mikla, 7. apríl 1906, þegar tvö önnur þilskip fórust með 60 —70 mönnum. Mun sonur hans, bróðir Guðnýjar, ungur, hafa farizt þar með honum. Móðir Guðnýjar dó um líkt leyti og flutti Guðný þá til Reykjavíkur, og sannaðist þá orðrómur, sem gekk á milli þessara staða, því að Guðný var fögur kona svo af bar. Þegar Guðný kom til Reykja- víkur, vistaðist hún á hinu merka heimili Guðnýjar og Jó- hannesar Hjartarsonar, skip- stjóra og síðar verkstjóra hjá Eimskip. Var hún þar nokkur ár, og hafa þær nöfnurnar ef til vill haft líka skaphöfn. Guðný vann árum saman hiá Mjólkurfélagi Reykjavíkur við ýmis mjólkurstörf og af þeirri trúmennsku, að hún hlaut heið- ursverðlaun, að minnsta kosti einu sinni eða jafnvel oftar, fvrir vel unnin störf. Um nokkurt skeið gegndi hún rjómabústýru- störfum í Skagafirði, og um veru á þeim slóðum bar Guðný merki á herðum sér öðru hvoru til æviloka. Helzta starf Guðnýiar, og sem henni eflaust hefir getizt bezt að, bar barnagæzla hiá Reykjavík- urborg, sem hún gevndi um tuga ára skeið, því að bótt G”f>ný V’ftist aldrei og ætti eUki börn. elskoði hún börn og sér í lam. smábörn. Mun bar hafa komið fram hinn yndislegi þokki henn- ar. sem hún var svo rík af, og allir, sem höfðu eitthvað sam- an við hana að sælda, fundu og dáðust að. Guðný var jarðsett i Fossvogs kirkjugarði h. 31. janúar sL Guðný! Vertu sæl, þér fylgi drottins friður fram og upp, þar hverfur sorga kliður þar sem Guðs um geima góðar verur sveima þar sem vonir æðstar eiga heima. (J. f. Hv.) Kristbjörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur vinsemd á 50 ára brúðkaupsdegi okkar. Sigríðnr Böðvarsdóttir, Ingvar E. Einarsson. Alúðarþakklr færl ég 511- um þeim, er minntust mín á 70 ára afmæli mínu 10. febr. sl. með góðum gjöfum, blóim- um og kveðjum. Guð blessi ykkur 511. Þórunn Guðjónsdóttir. Hugheilar þakkir til allra nær og fjær er minntust mín á áttræðisafmælinu. Ykkar heill. Sigurður Sæmundsson Brekastíg 11, Vestm.eyjum. Innilegar hjartans þakklr sendi ég skyldfólki. mínu og vinum sem minntust mfn og glöddu mig á margvíslegan hátt á sextugsafmæli mína 6. febrúar síðastliðinn. Guð launi ykkur ðllum tryggð ykkar og vináttu. Svanhildur Ó. Guðjónsdóttir Skeggjagötu 19. Lokað vegna jarðarfarar frá hádegi í dag. Styrktarfélag lamaÖra og fatlaðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.