Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Rcmsome samvizku að bregðast fæðingar- borginni þinni. Þetta var útgöngiuversið harvs. Svo gekk hann út hnarreistur og rétti úr 'herðunum, eins ogi áður. Hurðin féll að stöfum á álhrifamikinn hátt og svo beyrð- ist öruggt fótatakið úti fyrir. Ég varð mest hissa á því, hvað hann vandaði sig á þessu öllu, svo að leikari hefði ekki gert það bet- ur, og hann hefði átt skilið Osc- arsverðlaun ársins fyrir þessa frammistöðu. — Ég heyrði nokkuð af þvi. sem hann sagði, Brad. — Er ihann virkilega svona mikill oölv aður aani? Brad hleypti brúnum og þagði stundarkorn. Það var sýnilegt, að Miles var að faera dyggðina sína út í öfgar, en það nægði til þess, að gera Brad órólegan. — Hann er ósköp göfugur, en gerir sér það ekki ljóst, að hann er að biðja mann um að skera sig á háls. Þegar menn taka að berjast við spillinguna í pólitík- inni á einhverjum stað, þá eru þeir utn leið að siga gömlu og grónu ættunum hverri móti ann arri. Miles ætlar að vega á báða bóga, en veit ekki einu sinni af því sjálfur. — Hinsvegar kann hann að vera einn af þessum blindingj- um, sem er of nærsýnn til þess að sjá, að hann er að berja Ihöfð inu við steininn og hefur ekki annað upp úr því en að rota sjálfan sig. Brad þagnaði aftur og hellti í giös hjá okkur báðum við skáp, sem komið var fyrir úti í horni. Honum hafði gengið illa við teikni'borðið í dag. Ónýt upp- köst lágu eins og hráviði um allt gólf og hann var ekki einu sinni búinn með myndina, sem hann þurfti að ljúka við í dag. Þegar ég leit á minnisgrein- arnár hans, sá ég að hann hafði í huga nýjan myndaflokk og var með talsvert af blaðaúr- klippium, sem ég hafði lánað hon um úr safninu mínu — það var um Zellu Daly, sem var víðfræg glæpamannadræsa — þessi yfir- gengilega manneskja, sem forðað ist blaðamenn eins og fjandann ajálfan, en kemur engu að sið- ur stundum í forsíðufréttum. Fyrir nokkrum vikum hafði hún rétt aðeins sloppið við að verða Vekin föst, eftir eittfh vert glæpa- mannamorð I Las Vegas. Síðan hafði hún leynzt einhvers stað- »r, enda sönn að sök, og blöðin voru að smábæta við sögurnar mf henni, öðru hverju. Svona •amtimaviðburðir eru gott efni fyrlr Brad og hann getur gert érr þessu sniðugan myndaflokk, •em hann kallar ,,Herra Adams og Bva“. En nú sýndi fulla paRp- írskarfan mér, að hann hafði enn ekki náði réttum tökum á efninu. Og ekki hafði heldur hávað- inn frá slæðibátnum hjálpað hon um til að einbeita sér. Bftir heilt dagsverk að þessu, voru sjómenn irnir enn að slæða. Brad, sem var annars svo stór og sterkur, var orðinn máttleysislegur og taugarnar allar í ólagi. — Þetta verður víst til Htiis hjá þeim, heldurðu ekki? Brad rétti mér viský og ís og yppti öxlum. Ég horfði sem snöggvast á hann, Hann leit und an. — Hefurðu heyrt um fuglinn hans McNearys? — Hver er McNeary? — Ég hélt þú þekktir hann. G-estur í kránni. Heldur tor- tryggilegur útlits og hefur með sér páfagauk. — Nú, já. Ég sá hann víst einu sinni þar í barnum. Brad sagði þetta með fullkomnu af- skiptaleysi, sem minnti mig á það, að George hafði sagt mér, að Brad virtist hafa einhvern áhuga á þessum manni. — Mér var að detta í hug að fá mér einhvern svona fugl, til að hafa hérna í vinnustofunni. — Það skaltu ekki gera. Þeim hættir til að missa af sér haus- inn...........Maður ætti nú kannski ekki að vera að gera að gamni síniu í sambandi við dauð- ann, en þessi fu.gl missti ein- mitf af sér hausinn í nótt sem leið..... var skorinn á háls. Eiruhver hefur náð í fuglsgarm- inn og gert hann höfðinu styttri. Brad sendi mér skuggalegt augnatillit og sagði. — Ef þetta á að vera skemmtilegt hjá þér þá skil ég það að minnsta kosti ekki. — Það á alls ekki að vera skemmtilegt, og McNeary skildi það 'heldur ekki. Og þá ekki fuglinn, Brad lauk úr glasinu sínu og gekk aftur að vínskápnum. Þessi undansláttur hjá honum var tek inn að fara í taugarnar í mér. — Brad, gamli vinur. Fyrir- gefðu ef ég er að gera þennan ómögulega dag enn ómögulegri fyrir þér. En þú ert að gera mig vondan. Hann lyfti brúnum. — Stundum hættir maður að treysta nokkrum manni. Kerry, Glenda og ég — þú treystir engu okkar lengur. Þú leggur einkennilegar og grunsamlegar spurningar fyrir Kerry. !Þú kem ur Glendu til að gera sér áhyggj ur út af einu og öðru, en vilt svo ekki segja henni neitt nánar, hvað það er. Þú kemur fram við mig, eins og þú hafir ekki þekkt mig nema síðan á laugardaginn. Ég skal segja þér alveg hrein- skilnislega, að við kunnum ekki við þetta. Brad hleypti hrúnum og sagði af miklum þunga: — Já, það er hverju orði sannara, að ég hef talsverðar áhyggjur. Ég veit ósköp vel, að þið viljið öll blanda ykkur í þetta og hjálpa mér — en þið bara getið ekkert gert, sem gagn væri L — Við gefum að minns*a kosti hlustað, ef þú vilt útihella hjarta þínu Kannski er það eitt- hvað, sem Glenda og Kerry meiga ekki vita, vegna sérvizku þeirra, eins og konum er títt? En ef svo er, þá hefurðu mig að minnsta kosti reiðubúinn til að melta það hjálparlaust. 'Hann hikaði enn. — Það er ekki nokkurt vit. i þessu, Brad. Ég er trúnaðarmað- •ur þinn. Þú getur verið hrein- skilinn við mig, án þess að stofna þér í nokkra hættu, það veiztu. Svipurinn á honum varð enn skuggalegri og hann sneri sér undan. —i Hversvegna má ég ekki vita, hvað þér liggur svona þungt á hjarta Brad? Ertu hræddur um að lenda í bölvun fyrir eitthvað, sem þú hefur gert? — Ég er bara hræddur......... og basta! ♦*• •*♦ •*• •*• •*• •*• •*• •*« ♦*« H*X**H ❖❖❖<• — Við hvað? Myrtirðu Evvie? Hann sneri sér að mér ein- beittur á svipinn. — Nei! — Veiztu þá hver gerði það? — Nei. — Hvað veiztu um afdrif hennar Evvie? — Ekkert! — Þá ertu að reyna að hlífa einlhverjum. Þú ert að liggja á leyndarmálinu fyrir einhvern, sem þér er vel til. Hann svaraði þessu ekki strax. — Kannski fyrir hana Glendu? — Nei, ekki fyrir hana. — Fyrir Kerry? Skárri var það nú bölvuð þag mælskan. — Hver er það þá? Hver er þér mikilvægari en konan þín og hún litla systir þín, og bezti vinur þinn — og þú sjálfur? — Þetta er alls ekki svona. Brad virtist þúsund árum eldri en áður og helmingi þreyttari. — Sjáðu nú til, Steve, þú mátt ekki ganga svona hart að mér. Ég vil ekki blanda neinu ykkar í mál, sem getur farið illa. Trúðu mér til, að ykkur er betra að vita ekkert um það. — Það er þér að minnsta kosti _ ekki betra, samlþykkti ég ólundarlega. — Meðan þú ert að leyna þessu, lítur helzt út fyrir, að þú sért sekur við öll hegning arlögin, eins og þau leggja sig. Brad yppti öxlum eins og til þess að segja, að hann gæti ekki að því gert....... Þetta samtal — Við höfum svelt hann of lengi, því nú er hann flúinn út um gluggann. okkar hafði hvorki gengið né rekið. Ég gafst því alveg upp. Meðan Brad stikaði fram og aft- ur um gólfið og óskaði þess sýnilega, að ég léti hann í friði, heyrði ég einlhvern hávaða úti fyrir. Einhver var eitthvað að vinna bak við hlöðuna. Þetta þrusk minnti mig á skófluna, sem ég hafði fundið þar — vopnið, sem felldi Kerry til jarðar og veitti henni ljótt svöðusár í síðuna. En það leiddi aftur af sér aðra hugsun, sem fór í taugarnar: Var það hugsan legt, að Brad hefði sjálfur veitt henni þetta sár — og auðvitað ekki haft hugmynd um, að þetta var systir hans? Það var ötrúlegt. Brad hafði verið önnum kafinn við atið inni í hlöðunni. En þetta minnti mig á annan möguleika, sem hafði komið í ljós morguninn eftir, þeg ar ég spurði Hawley, hvort nokk ur annair en Kerry hefði farið út úr hlöðunni á undan hinum. Hann hafði verið vörður við myrkvaðar dyrnar og hlyti að vita um þetta. — Já, hr. Ransome. Víst fór annar út. Hr. Lang. Hr. Lang fór út eitthvað tíu-fimmtán mín- útum á undan ungfrú Race. í þessu bili opnuðust dyrnar á vinnustofunni og ég varð enn meir undrandi vegna þess, að ég hafði ekki heyrt neinn umgang, og maðurinn sem inn kom, var einmitt sá, sem ég hafði verið að gera mér getgátur um — Dick Lang. Dick fór sér hægt, brosti ekki og var siginaxla, eins og maður, sem er of þreyttur til að geta hvílt sig. Hann bafði verið ves- ældarlegur á laugardagskvöld- ið og þó enn meir í gær, en nú var andlitið orðið gnátt og dauða legt. Eftir að hafa litið sem snöggvast á Brad, gekk hann beint að vínskápnum. — Ég átti nú ekkert erindi. sagði Dick, dauflega. — Ég hef verið að hlusta á þennan déskot ans bát í allan dag — og hann er að gera mig vitlausan. Hann tautaði eitthvert þakklæti og þáði tvöfaldan vislká hjá Brad. — Jú, annars, ég átti nú erindi, þrátt fyrir allt. Það var þe'ta með fötin hennar Evvie. Svo þagnaði hann og deplaði augun- um eins og ringlaður og hafði gleymt því, sem hann ætlaði að segja. — Hvað er um fötin hennar Evvie? spurði ég. — Kerry var að spyrja um þau. Fyrst bréflega og ég vissi ekkert. Svo........ — Bréflega? sagði ég. Brad svaraði: — Eftir að Evvie hafði verið horfin í svo sem viku spurði Kerry mig, hvaða fatnað hún hefði tekið með sér. Undirstrikaði, að þetta væri mjög mikilvægt. Ég spurði Dick og hann vissi það ekki — svo að við héldum, að þetta væri bara venjuleg kvenna-for- vitni og skiptum okkur eklki af því meir. — Já, sagði Dick. — Ég var alveg búinn að gleyma þessu, þangað til Kerry kom heim og minnti mig á það. Jæja, við athuguðum málið, og fengum Ellu til að hiáloa okkur — íó>r- um gegn um alla fataskápana hennar — og það kom í ljós, að einkennilegt samsafn fata vant- aði. Til dæmis gallabuxur — síð- buxur, sem hún fór næstum aldrei í, — gömul dragt, sem hún ætlaði að gefa einlhverjum — og fleiri ótrúlegustu flíkur og ofan á allt saman, vantaði þarna herðaslag úr loðskinni, en hins vegar engan kvöldikjól eða dans. skó. — Með öðrum orðum voru föt in ekki valin með ferðalag fyr- ir augum, sagði ég. — Þau vora rifin af herðatrjánum af handa- hófi, og það hefur karlmaður gert, sem var í ofmiklum æsingi til að geta hugsað — eða þá hann hefur þurft svo mikið að flýta sér, að hann vissi ekki hvað hann gerði, af hræðslu við, að einhver kæmi að sér. — Já, svaraði Dick þreytu- lega. — Og það þýðir aftur, að hún var ekki að strjúka frá mér. Aftur á móti......... Hann saup duglega á glasinu. Ég sneri mér undan, sumpart vegna þess, að ég þoldi eikki að horfa á hann, og sumpairt vegna þess, að ég var orðinn forvitinn um þetta þrusk úti fyrir, sem áður getur. Nú var það aftur byrjað, þarna bak við hlöðuna og þarna var hamazt enn meir en áður. Ég leit út um gluggann og stirðnaði snögglega upp. Kerry. Það var Kerry þarna bak við hlöðuna. Kerry að moka með langskeftu skóflunni........ Nú var mér ljóst, að sézt hafði til mín, þegar ég var að skoða skófluna áður, og það var Kerry sem hafði séð til min. Hún var búin að grafa holu, nákvæmlega á sarna stað og Brad hafði jarðað hanana, rétt fyrir dögun á sunnudagsmorgun. Það var þegar komin upp svört moldarhrúga með líkamspörtum af hönunum innan um. Hún ham aðist enn við þetta öhugnanleg* verk sitt — og mokaði upp meiri mold, en meðan ég var að horfa á hana, stanzaði hún snögglega, af því að skóflan hafði lent i einíhverju, sem var fast fyrir. Hún hætti að moka, en rótaði með berum höndum ofan af þessu, hvað sem það rvú kynni að vera. Mér datt allt I einu í hug, að þetta kynni að vera líkkista. Ég vissi strax, hvað ég átti að geira. Ég varð með einhverjum ráðum að beina atihygli þeirra Brads og Dicks frá þessu. En það var þegar orðið um seinan. Forvitnin hafði vaknað hjá þeim báðum við að sjá svip- inn á mér, og voru komnir út að glugganum til mín. Þeir störðu l'íka á þetta, en 1 næsta vetfangi vorum við allir þotnir út. Þegar Kerry sá til okkar, hætti hún öllum tökum, og skelf ingin skein út úr svipnum. Ég greip skófluna og hrifsaði hana af henni. Brad og Didk beygðn sig niður og störðu á það, sem í holunni var. Ég mokaði dálítið meira og loe aði það, sem þarna var grafið. Nei, ekki var það líkkista heki ur annað minna. Þetta var önn- ur ferðataskan hennar Evvie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.