Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1%7. 17 Þórarinn B. Þoriáksson — 100 ára EINN af öndvegis málurum síð- ustu aldar sagði eitt sinn í bréfi til kunningja síns: Það er ein- kennilegt, í hvert sinn, sem mér tekst verulega að komast í snert- ingu við fyrirmynd mína, er eins og dálítið ástarævintýri eigi sér stað. Náttúran og ég verðum eitt, og afkvæmið held ég, að beri svip okkar beggja. Eitthvað líkt þessu hefði Þór- •rinn B. Þorláksson getað sagt, því það fyrsta, er vart verður yið í verkum Þórarins, er ein- mitt sú einlægni og ást, er hann ber til málverksins og fyrirmynd ar þess. Hann á það ekki til að skreyta verk sín fölskum fjöðr- um, sem sýna fingralipurð eina á yfirborði, eða gera sér far um að verða svo persónulegur eða frábrugðinn öðrum í list sinni, að það leiði hann út í falskan frumleik. Hann sér náttúruna á sinn sérstaka hátt og notar sér andrúmsloft og formbyggingu ís lands, til að hugmyndaheimur hans sjálfs fái að njóta sín með þeirri tækni og kunnáttu, er hann hefur yfir að ráða á hverj- um tíma. Hér er á ferð listamað- ur, sem er sannur og lítillátur í eðli sínu. Það er eins og mál- verkið verði að trúnaðarmáli milli hans og fyrirmyndarinnar. Hann á sér það eitt takmark að skapa samkvæmt sínum innri tilfinningum með litum á léreft. Hann er það vel að sér í list- grein sinni, að það hvarflar ekki að honum að stæla, fyrirmynd. Hann notar hana, eins og hon- um þóknast, og er alltaf að glíma við það eitt, að gera málverk á myndflötinn. Og Þórarni B. Þor- lákssyni tekst það. Hundrað ár eru nú liðin frá fæðingu þessa listamanns, og í tilefni þess hefur verið efnt til fyrstu verulegu yfirlitssýningar á verkum þess manns, er fyrstur íslendinga leggur leið sína út í heim í þeim tilgangi að nema málaralist og gera hana að lífs- starfi sínu. Þá er hann þegar útlærður bókbindari og hefur unnið um nokkur ár sem verk- stjóri við iðngrein sína í höfuð- stað íslands. Sumir álitu það óðs manns æði að leggja út á slíka braut fyrir mann, sem kominn var fast að þrítugu, og árið 1895 var þrítugur maður fullorðnari en jafnaldri hans í dag. Jafnvel á Alþingi kom það fram, að hann væri orðinn of gamall til að geta lært þessa listgrein, og því vonarpeningur að styrkja hann i þessu flanl. En Þórarinn hélt fast við sitt og varð fyrsti lærði listmálari á íslandi eftir að hafa numið myndlist í sjö ár samfleytt í Kaupmannahöfn. Raunverulega var hér um svo mikið áræði að ræða hjá fs- lending, að við, sem lifum nú á tímum, getum sjálfsagt ekki gert okkur fyllilega grein fyrir þeim erfiðleikum, sem Þórarinn B. Þorláksson varð að yfirvinna á sínum tíma. En enginn fær um- flúið sín örlög, Þórarinn B. Þor- láksson var fæddur málari. Það sér maður strax á fyrstu mál- verkum hans. Þau voru að vísu ekki gerð af mikilli kunnáttu, en þau bera með sér ríka tilfinn- ingu hjá listamanninum fyrir lit- um og látlausri myndbygingu. Þessa hæfileika ræktar Þórarinn í það að verða sérstæða og sanna samkvæmt eðli hans sjálfs. Mál- verkið vex í höndum hans upp í það að verða mjög persónu- legt og byggist mikið á þeirri sérstöku sýn, sem hann öðlast meir og meir með hverju ári. Þórarinn B. Þorláksson mun hafa verið hlédrægur maður að eðlisfari, og verk hans bera það nokkuð með sér. Þórarinn B. Þorláksson hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir því, hvaða raunverulegt gildi verk hans höfðu að geyma. Það mætti segja mér, að hann hafi fallið nokkuð í skugga þeirra, er eftir fylgdu í málaralistinni, og ef til vill hefur honum sjálfum fundizt, að hann hefði ekki eins mikið fram að færa og þeir, en hvað um það, þá er það staðreynd, að hljóð- ara hefur verið um verk þessa merkilega listamanns en góðu hófi sæmir, og er vissulega tími til kominn, að verkum hans sé safnað á einn stað og fólki gef- inn kostur á að kynnast lífs- starfi fyrsta brautryðjanda mynd listar okkar í þeirri mynd, er vér þekkjum hana í dag. Það eru 67 ár, frá því er fyrsta sýning var haldin á verkum Þórarins í Reykjavík, og þá munnu þessi hugljúfu verk hafa verið eins torskilin fyrir íbúa Reykjavíkur og margt af myndlistinni í dag er þeim nú. Þetta atriði eitt er dálítið lærdómsríkt. Fyrir tuttugu árum var hald- in sýning á verkum Þórarins í Reykjavík, og ég man, hvað mikla ánægju ég hafði af þeirri sýningu, enda þótt hún væri hvergi eins vel vönduð og þessi yfirlitssýning, er nú stendur í Listasafni íslands. Það mætti segja mér, að margur hefði ekki gert sér grein fyrir, hve merki- legur málari Þórarinn er, fyrr en með þessari sýningu. Það er nú einu sinni svo með málverk, að þau verða að fá að njóta sín við góðar aðstæður, og það er vandasamt verk að koma svo saman stórri sýningu, að vel fari. Þetta virðist mér hafa heppnazt mjög vel að þessu sinni. Mál- verk Þórarins eru flest ekki mjög stór að flatarmáli, en það er dálítið furðulegt, hve veiga- mikil þau virðast í sölum Lista- safnsins, en þar er nokkuð ó- þægilega hátt til lofts. Það er eitt, sem ég vil sérstak- lega taka fram hér, svo að les- endur mínir megi njóta góðs af, ef þeir hafa áhuga: Þessi sýn- ing Þórarins verður að skoðast oftar en einu sinni, því að því oftar sem þesssi verk eru skoð- uð þeim mun meiri áhrif hafa þau á þann, er skoðar. Þessi málverk hafa vissan undirtón, sem mörgum yfirsést við fyrstu kynni’. Þetta er mikið hól um listaverk og sannar, hve heil- steyptur listamaður á þarna í hlut. Ég skal fúslega játa, að ég hafði ekki búizt við eins merkilegri sýningu á verkum Þórarins B. Þorlákssonar og hér er á ferðinni. Auðivtað var það vanþekkingu minni á verkum Þórarins að kenna, og ég gæti ímyndað mér, að fleiri hefðu sömu sögu að segja. Nú er einstakt tækifæri til að kynnast við verk Þórarins B. Þorlákssonar í Listasafni fslands, því að sannleikurinn er sá, að megnið af verkum hans er í einkaeign hér og þar, og því ekki aðgengilegt fyrir almenn- ing. Listasafn íslands á að vísu nokkur af ágætustu verkum Þórarins, en samt hvergi nægi- legt til að geta gefið þá heildar- mynd af ævistarfi hans, sem nú er til sýnis í hsúakynnum safns- ins. Þá vil ég ekki láta hjá líða að nefna sorglega staðreynd, sem blasir við á þessari sýningu. Sum verka Þórarins hafa orðið fyrir mjög mismunandi meðferð á einkaheimilum, og ég fæ ekki betur séð en að mikill hluti þeirra sé þegar farinn að láta á sjá eða liggi undir skemmd- um. Hér er alvarlegt mál á ferð, sem viðkomandi ættu að gera sér ljóst og ráða bót á hið fyrsta. Það væru meinleg örlög fyrir svo merkilegan listamann, ef lífs starf hans ætti eftir að fara for- görðum vegna hirðuleysis og vanþekkingar þeirra, er eignazt hafa verk hans. Það má bjarga miklu, ef brugðið er skjótt við, og eigendur þessara verka hafa mikla ábyrgð, sem þeim verða að gera sér ljósa. íslenzk menn- ing hefur ekki efni á því, að verk Þórarins B. Þorlákssonar grotni niður á velmegunartímum fslendinga. Það er ekki nægi- legt að vera eigandi listaverks, það verður að varðveita það og virða. Það, sem einna mest ein- kennir list Þórarins B. Þorláks- sonar, er hin einkennilega seið- andi litameðferð, er hann notar í málverkum sínum. Litirnir hafa vissa mýkt, sem fellur ein- kennilega vel að formi mynd- byggingarinnar. Þetta er alls staðar sjáanlegt, hvort heldur listamaðuriinn gerir verk sitt í gráum, bláum eða heitum lita- tónum. Honum tekst að skapa sérstakt andrúmsloft í málevrk- inu, sem er eins og í ætt við þögn hins ósnerta lands. Víðátt- an og kyrrðin eru viðfangsefni, sem gefa listamanninum tæki- færi til að stilla liti sína á svo samræmdan hátt, að náttúran sjálf virðist hafa verið þar að verki, fremur en mennskur mað ur. Það er eins og Þórarinn finni andrúmsloftið í íslenzku um- hverfi ekki síður en sjái. Hann getur verið nokkuð rómantísk- ur stundum, eins og raunar sam- tíð hans var, en hann er aldrei væminn í rómantík sinni. Það mætti ef til vill kalla hann raun- sæjan rómantíkus, svo eðlilegt og einfalt verður þetta í hönd- um hans. Þórarin hefur fullt vald á myndfletinum, þannig að myndbygging og litir eru látin þjóna því takmarki, að málverk- ið gangi fyrir öllu öðru. Ein- mitt þannig vinnur góður natúr- alisti, en lætur sér ekki nægja yfirborðskennda eftiröpun sjálfr ar náttúrunnar. Þórarinn var barn síns tíma, og sumar þær myndir, er hann gerði í Dan- mörkú, bera þess vitni, að þar nemur hann það, sem á boð- stólum er á þeim tíma. En þeg- ar hann tekur til við viðfangs- efni heima á íslandi, er eins og hann dusti af sér rykið frá skóla- árunum, hvað litameðferð snert- ir. Það er einhver ferskur blær, sem kemur í myndir hans, eins og hann sé nú fyrst frjáls mað- úr. En hann byggir samt sem áður á þeirri þekkingu, er nám- ið hefur gefið honum, og á þeim kynnum, er hann hefur haft af myndlist samtíðar sinnar og raunar eldri meistara. Nú hefði hæglega getað svo farið, að mað- ur utan af fslandi, þar sem eng- in myndlist að neinu ráði var til, hefði yfirbugazt af þeirri mynd- list, er hann kemst í snertingu við, er hann dvelst langdvölum í erlendri stórborg, en það er nú eitthvað annað. Þórarinn var, eins og ég sagði hér áðan, fædd- ur málari, og það ræður auðvit- að úrslitum. Um vinnuaðferðir Þórarins B. Þorlákssonar veit ég ekkert, en það mætti segja mér, að hann hafi unnið mikið í hvert verk sitt, því að handbragð hans er vandað og nosturslegt. Það er líka ýmislegt í þessum yfirlætis- lausu verkum, sem oendir til þess, að hann hafi háð mikla baráttu við hvert viðfangsefni og verið mjög harður dómari á sín eigin verk. Alltaf viljað gera betur en honum fannst hann hafa gert í það og það sinnið. Enda færist hann í aukana sem málari með hverju ári. Þórarni B. Þorlákssyni tókst Þórarinn B. Þorláksson: „Sólarlag við Tjörnina", olíumálverk 1905. Þórarinn B. Þorláksson: Sjálfsmynd, oliumálverk. ekki að lifa af list sinni, og er það að mörgu leyti skiljanlegt, þegar þess er gætt, að hann hvorki meira né minna en færði fslendingum nýja listgrein, sem þeir þekktu ekkert til. Hann varð að eyða mestum tíma sín- um í að sjá sér og sínum far- borða, og þegar við nú lítum á árangur þessa listamanns, verð- ur hann enn merkilegri fyrir það, hve lítinn tíma hann hafði til að stunda list sína. Nú þegar við sjáum yfirlitssýningu Þór- arins, finnst okkur það sorgar- saga, að kraftar hans kyldu ekki nýtast enn betur, og við nögum okkur í handarbökin yfir því, að ekki skuli vera enn fleiri lista- verk frá hans hendi í eigu þjóð- arinnar. Hvað hefur íslenzk menning farið á mis við,' vegna þess að listamaðurinn varð að eyða mestum tíma sínum í ann- að? En þá voru aðrir tímar og fslendingar fámennir og fátæk þjóð. Þótt enn séu þeir fámenn- ir, er nú annað upp á tengingn- um. Nú eru fslendingar efnaðir og sjálfstæðir menn. En því mið- ur hafa hlutirnir æxlazt þannig til í dag, að aðeins örfáir lista- menn geta lifað á list sinni, og þannig veit enginn enn sem komið er, hve mikið fer í súg- inn hjá hinum efnuðu sjálfstæðu íslendingum. Þannig er það var- hugavert fyrir okkur, að dæma fyrri kynslóðir í þessu landi, okkar eigin tími er enn óupp- gerð saga. Þessi yfirlitssýning á verkum Þórarins B. Þorlákssonar sannar manni áþreifanlega, að lítil þjóð eins og íslendingar hefur engin efni á að sóa skapandi kröftum. Til allrar hamingju fyrir ís- lenzka málaralist heppnaðist hið djarfa fyrirtæki Þórarins B. Þor- lákssonar betur en honum sjálf- um hefur ef til vill nokkru sinni komið í hug. Árangur sá, er hann náði í list sihni, er þannig, að menning okkar væri miklu snauðari, ef hann hefði gefizt upp við fyrirætlanir sínar. Það er þannig með verk Þórarins, eins og öll góð listaverk, að þau verða ekki sniðgengin til lengd- ar. Ég efa það ekki, að hróður Þórarins B. Þorlákssonar vex með þessari yfirlitssýningu, og hann á það sannarlega skilið. Ef vel er að gáð, kemst maður að þeirri niðurstöðu, að list Þórar- ins B. Þorlákssonar sé veigimeiri staðreynd í listasögu okkar en margan hefur grunað hingað til. f fáum orðum sagt er þetta sérlega falleg og aðlaðandi sýn- ing, sem sýnir glöggt, hve ein- lægur og sannur listamaður hef- ur unnið þau verk, sem þar gef- ur að líta. Þórarinn B. Þorláks- son hefur sannarlega átt sitt ást- arævintýri með náttúru fslands, og afkvæmin líkiast báðum. Valtýr Pétursson. FI tjGSt.YS Singapore, 17. febr. NTB. Flugvél af gerðinni Lock- heed Electra fórst í dag í lendingu á flugvellinum við Menado á Norður Celebes. Flugvélin var frá indónesiska flugfélaginu Garuda, og með henni voru 84 manns. Að minnsta kosti 21 þeirra fór- ust, og vitað er að niu slösuð- ust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.