Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1967. 3 HANN lætur ekkl mikið yf- ir sér níræður bændahöfðing- inn, lávaxinn og rólegur. En augun eru -snör og skær og hreyfingamar mjúkar og ung legar. Hann er líka ungur í anda hann Einar Jónsson, frá Reykjadal í Hrunamanna- hreppi og sat á Mímisbar eins og hann ætti Hótel Sögu enda mun sú raunin eftir því sem þeir segja Þingeyingar Suður lands. Hann átti níræðisafmœli í gær, Einar, og í tilefni þess buðu sveitungar hans honum að eyða deginum á Hótel Sögu eða bændahöllinni eins og þeir gjarnan nefna húsið. Það er siður hjá þeim sveit ungunum, tiltölulega nýr sið ur, að bjóða níræðum bændum til Reykjavíkur og láta þá dvelja í yfirlæti að Hótel Sögu. í>ar er líka glatt á hjalla og það er eins og þessir vörpu legu bændur hafi aldrei annað Einar þriðji frá vinstri í hópi vina. Lengst tv. er Sigmundur Sigurðsson frá Syðra-Lang- holti, faðir hans Sigurðar Sigmundsson og lengst til hægri erséra Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Hruna. — (Myndir: Sv. Þ.) Níræður frændi Fjalla-Eyvindar hélt npp d daginn d Hótel Sögu gert en að sitja samkvæmi, þeir eru orðnir heimsmenn í einni svipan. Við, króum Einar af úti í horni og setjumst að honum. Hann hlýtur að vekja athygli hvar sem hann fer maðurinn, og af ræðusnilli hans gæti hver alþingismaðurinn verið hreykinn. — Mikið eyðir þú af filmum til einskis væni minn segir hann við Svein, sem gerir allt nerna standa á haus til að ná góðri mynd. Elnar í Reykjaðal, heldur ræðu í samkvæminu. Það er glampi í augunum og við munum aðvaraðir um að hann sé hinn mesti háð- fugl. Það var lfka glampi í aug- um hans þegar hann flutti ræðu skömmu áður. Þá hafði verið rætt um Bændahöllina og að sumir vildu selja húsið. Einar var því mótfallin. „Þetta verður ávallt minnis merki um fraimtakssemi bænda tuttugustu aldarinnar, hver svo sem kemur til með að njóta, Og ég er sannfærður um reyndar, að okkur mun takast að halda £ hjallinn". — Ég ólst upp á Högnastöð um í Hrunamannahreppi, seg- ir hann, frá því að ég fæddist 1877 og þartil ég varð tuttugu ára eða svo. Þá fór ég að Reykjadal ásamt foreldrum mínum og var þar. Ég fór svo til Grindavíkur til að gifta mig, það vildi mig engin þarna í sveitimni. Og ég var orðinn tuttugu og níu ára þgar ég byrjaði að búa til börnin mín tólf. — Þeir voru að segja mér vinir þínir að þú værir frændi Fjalla-Eyvindar? — Það er rétt, mikið rétt, Jón í Skipholti var bróðir Eyvindar og átti Grím stúdent að son. Grímur átti dóttur sem hét Valdís og Valdís aft ur Jón sem var faðir minn. — Svo að þú ert af fræg- ustu útilegumannaættum á Is landi. — Hoh, jájá. — Enda mikill útilegumað- ur sjálfur, segir Séra Svein- björn í Hruna, farið margar fjallaferðir og útilegur. Á síðasta ári gekkst hann fyrir því að reist var minnismerki um einn gamlan vin hans, Eirfk Jónasson frá Efra Lang holti. Eiríkur var fjallkóngur Hrunamanna í ein 46 ár og þeir fóru margar göngur sam an þeir Einar. Hann er mikið fyrir minjar, til dæmis á hann lykilinn að síðustu kirkjunni í Reykjadal. Það eru á annað hundrað ár síðan hún var lögð niður. — Þetta er mikill lykill seg ir Einar, og merktur síðasta prestinum Jóni Steingríms- syni. — Hefur þú alltaf búið í sveit? — Já búið þar, hinsvegar hefi ég sótt sjóinn og þykist heppinn að hafa sloppið lif- andi úr þeirri raun. Já, fjand inn hafi það þetta var oft versta basl. Ég réri sex ver- tíðar og eitt sinn sem oftar er við komum inn til Þorláks- hafnar á teinæringnum var hið versta veður. Við fengum á okkur ólag og skipinu sló flötu. Árarnar brotnuðu eins og sprek og skipið brotnaði líka, en við gengum _ svotil þurrum fótum í land. Ég var þá bara sautján ára strákling ur. — Jæja, nú tala ég ekki meira við þig, hérna má segja amen eftir efninu eins og And rés Kristjánsson sagði . Jón á Hlíðarenda lá úti í Þorláks- höfn þegar bátarnir voru að koma inn í óveðrinu og valdi lögin fyrir þá. Hann þekfcti allar aðstæður vel og var far inn þegar við komum. Ert þú annars með helvítismaskínu i erminni? Ég hefi heyrt að blaðamenn séu gjarnan með það, og taki niður í tali allt sem menn segja. Svo koma þeir auðvitað saman og hlusta á hver hafi sagt mesta vitleysuna. Ég heyrði í gömlum bónda í út- varpinu um daginn, sem tal- aði inn í svona helvítismask- ínu. Hann sagði að til þess að ná svo háum aldri þyrfti maður fyrst og fremst að lifa nógu lengi. Mér fannst það góð speki. Það eru margar ræður haldnar til heiðurs afmælis- barninu, og allir eru sammála um að bændur hafi aldrei haft það svona gott. Þeir eru ein- huga um að eiga Hótel Sögu áfram: „Við eigum jú allt land ið nema þennan suðurkjálka, og það er f j . : . hart ef við getum ekki haldiö í einn kofa hér. Auk þess gekk efcki svo lítið á þegar við vorum að byggja hér. Þá kom t.d. mað- ur til Gunnars Thoroddsen sem þá var borgarstjóri og sagði það ófært að bændur fengju þessa glæsilegustu lóð í bænum. „Eigum við ekki að taka lóðina af þeim“, sagði hann, „við getum það áreiðan lega“. „Nei“, sagði Gunnar, „ef bændurnir geta byggt höl'lina þá hlýtur Reykjavík að geta tekið við henni. Við ættum því að geta haldið höll inni okkar núna, þegar mestu erfiðleikarnir eru að baki“. Samkvæmið er enn í fullum gangi þegar við yfirgefum, og hinn níræði frændi útlagans er þar hrókur alls fagnaðar. l Þingsályktunartilaga Sigurðar Bjarnasonar o.fl.: Þaraþurrkstöö á Reykhólum — Vinni 1000 tonn af þara BYGGING þaraþurrkstöðvar á Reykhólum, sem vinni 1000 tonn af þurrum þara á ári„ er megin- efni þingsálykunartillögu sem Sigurður Bjarnason, Matthías Bjarnason og Birgir Finnsson hafa flutt í Neðrideild Alþing- is. Skv. tillögunni er skorað á ríkisstjórnina að hraða undir- búningi að byggingu slíkrar stöðvar jafnframt því sem und- irbúin verði löggjöf um stofn- un og rekstur fyrirtækisins. Um langt skeið hefur verið rætt um hagnýtingu og upp- bygginu hins forna höfuðbóls, Reykhóla á Reykjanesi í Aust- ur-Barðastrandasýslu. Nefndir hafa verið settar á laggirnar og sóknar- og undirbúningsstarf. En lítið hefur orðið úr fram- kvæmdum, þegar undan er skil- in tilraunastöð í jarðrækt, sem þar hefur verið reist. Nú hef- ur einnig verið ákveðið, að reist ur skuli heimavistarunglinga- skóla á Reykhólum fyrir byggð- ir Austur-Barðastrandasýslu og ferjubryggja byggð á Stað á Reykjanesi. Loks hafa byrjun- arframkvæmdir verið hafnar við byggingu mjólkurbús. í tillögum Reykhólanefndar, sem skilaði áliti árið 1965, er m.a. lagt til, að lokið verði rann sóknum á skilyrðum þaravjnnglu á Reykhólum. Hefur Sigurður V. Hallsson verkfræðingur unn ið að slíkum rannsóknum og tilraunum af miklum dugnaði og ósérplægni. Fylgir yfirlits- skýrsla hans með grg. tillögu þessarar. Var hún samin að til- hlutan Reykhólanefndar. Sam- kvæmt áætlun hans, sem þó er ekki endanleg, er kostnaður við þaraþurrkstöð, með 100 tonna ársframleiðslu af þurrkuðum þara, um 3 millj. kr., en bor- kostnaður vegna jarðhitafram- kvæmda 500-600 þús. kr. Með tillögu þessari er lagt til, að hraðað verði undirbún- ingi þaraþurrkstöðvar á Reyk- hólum, er framleiði a.m.k. 1000 tonn af þurkujðum þara til út- flutnings. Er markaður talinn öruggur fyrir þessa framleiðslu. Síðar mætti auka afkastagetu þurrkstöðvarinnar upp í t.d. 2 þús. tonn. Fyrir öllum þessum atriðum er gerð glöjag grein í skýrslu Sigurðar V. Hallsson- ar. Mjög þýðingarmikið er, að hafizt verði handa um slíkan iðnað á Reykhólum. Mundi það eiga verulegan þátt í að treysta byggðina í þessum héruðum, en stuðla jafnframt að nokkurri nýbreytni í atvinnulífi þjóðar- innar. Þess vegna er þessi til- laga flutt. r*» Olvaður v/ð akstur KEFLAVTKURLÖGREGLAN handtók í fyrrinótt ungan mann, sem grunaður var um ölvun við akstur. ökumaður var ekki frá Kefla- vík, heldur Akureyri. > staksteTívar Þjóðnýting og jafnaðarmenn Jafnaðarmenn í flestum lönd- um Vestur-Evrópu hafa fyrir alllöngu varpað fyrir borð kenn- ingum sínum um þjóðnýtingu atvinnugreina. Lengst hefur - slíkt loðað við jafnaðarmenn i Bretlandi og Þýzkalandi, eo þýzkir jafnaðarmenn gjör- breyttu um stefnu fyrir nokkr- um árum og mjög hefur dregið úr þjóðnýtingaráhuga Verka- mannaflokksins brezka þótt hann teldi sér nauðsynlegt aS þjóðnýta stáliðnaðinn í landinu í samræmi við kosningafyrir- heit þess efnis. En einkennilegt er, að þjóðnýtingarkenningin á enn mjög ríkan hljómgrunn i hugum jafnaðarmanna á ÍslandL Þessi þjóðnýtingaráhugi kemur greinilega fram í forustu- grein Alþýðublaðsins í gaer, þar sem miklast er yfir þeim at- vinnufyrirtækjum, hér á landi, * sem rekin er af rikinu. Ástæðu- laust er fyrir Alþýðuflokkinn að hafa stór orð um þá þjóðnýt- ingu, sem enn er við lýði hér á landi og hún hefur ekki gefið svo góða raun að tilefni sé ttl til þess, en hér er einmitt dregin fram í dagsljósið grundvallar- munurinn á stefnu Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafn- an litið svo á, að atvinnurekst- urinn væri bezt komin í höndum einstaklinga og f élagssamtaka þeirra og á síðustu árum hefur hugmyndin um almennings- hlutafélög rutt sér mjög til rúms, og er nú óðum verið ýmist að stofna almenningshlutafélög eða breyta gömlum hlutafélögum í opin hlutafélög, sem selja hluta- bréf sín á opnum markaði. Engin vafi er á því að það er það sem koma skal og smátt og smátt munu ýmis stór atvinnufyrir- tæki, sem enn eru rekin af rík- inu verða afhent almenningi formi 'dutabréfasölu á opnum markaði. „Blindur er bóklaus maður" ? Stöðugt berast nýjar fregnir af menningarbyltingunni í Kína og eru sumar þeirra æði kúnstugar. Einhverntíma á síðastliðnu árl var t. d. sagt frá því, að rektor Pekingháskóla hefði verið rek- inn frá völdum og settur til að moka kolum. — Nú um helgina birtist svohljóðandi frásögn i einu af dagblöðum borgarinnaiT* undir fyrirsögninni „Bókum út- rýmt.“ „Rauðir varðliðar hafa tekff að sér stjórn stærstu verzlunar- innar í Peking og sett fyrrver- andi yfirmenn stofnunarinnar i að þvo gólf og gera hreint i byggingunni. Tass hermir, að Rauðu varð- liðarnir í Kína haldi áfram að eyðileggja erlendar bókmenntir í stórum stíl. Fólk, sem nýkomið er frá Peking kveðst hafa séð endalausar raðir burðarkerra fullar af bókum eftir Púsjkin, Sjolovkov, Balzac, Romain Roll- land og Dickens. ÖUum bókun- um var ekið til pappaverk- , smiðju. Útgáfu allra hóka nema verka Maos hefur verið hætt í Kina. Lesendum er aðeins boðið upp á andsovézka pésa, ögrandi flugu miða og spjöld, segir Tass“. Það fer vissulega vel á að slík- um aðgerðum skuli hafa verið valið heitið .menningarbylting"!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.