Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 1
32 SIÖUR 201. tbl. 58. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda: ítreka stuðning við ör- yggisráðstefnu Evrópu Næsti fundur í Reykjavík í apríl Kaupmannahöfn, 7. sept. NTB FUNDI utanríkisráðherra Norð urlanda latik í Kaupmannahöfn í morgrun, með því að ráðherr- arnir svörnðu spurningum fréttamanna á fundi. Þá gáfu þeir út sameiginlega yfirlýs- ingu, þar sem þeir fagna m.a. Skotinn á flótta UNGUR A-Þjóðverji reyndi að flýja yfir tU V-Berlínar yfir múrinn sl. laugardag, en var skotinn niður af a-þýzk- um landamæravörðum áður en hann komst yfir. Segja sjónarvottar að skotið hafi verið um 20 skotum á mann- inn og að hann hafi fengið kúlu í fæturna. Tveir verðir drógu síðan manninn að varðturni en siðan var hon- um ekið á brott. Á myndinni sjást a-þýzkir landamæraverðir draga hinn særða ntann á brott. samkomulagi fjórveldanna um Berlín, sem þeir telja mikUvægt skref í átt tU þess að minnka spennuna milli austurs og vest- urs. Mbl. átti I gær simtal við Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra og spurði hann um helztu mál fundarins. Sagði Einar, að mest hefði verið rætt um sam- eiginleg mál og afstöðu Norður- landanna á næsta allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Sagði ráðherrann að Island hefði nú snúizt á sveif með hinum Norð- urlöndunum um að styðja aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum og að Norðurlöndin myndu beita sér fyrir því að Kina fengi sitt sæti hjá S. Þ. Þá var einnig rætt um hugsanlega öryggis- máiaráðstefnu Evrópu. Mbl. spurði ráðherrann hvort hann hefði komið landhelgis- málinu að og kvaðst hann hafa haldið stutta ræðu um það mál, þar sem hann hefði skýrt sjón- armið Islendinga. Einnig ræddi ráðherrann landhelgismálið í einkaviðræðum utan fundarins. Aðspurður um viðbrögð hinna ráðherranna, sagði Einar að þau hefðu yfirleitt verið vinsamleg, þeir hefðu lýst yfir skilningi á sérstöðu Islands, en að öðru Framhald á bls. 21 Hamborg: Hundrað lifðu af flugslysið Jack Lynch: „Sameining ríkjanna eina lausnin 4 Maudling til Belfast London, 7. sept. — AP-NTB TVEGGJA daga viðræðu- fundi þeirra Edwards Heaths, forsætisráðherra Bretlands og Jacks Lynchs, forsætisráð- herra írlands, lauk í dag og sagði Lynch á fundi með fréttamönnum eftir fundinn, að hann teldi sameiningu írsku ríkjanna einu lausn málsins. Hann sagði að Hcath hefði ekki fallizt á tillögur sínar, en vildi ekki gera nánari grein fyrir þeim, er fréttamenn spurðu í hverju þær hefðu verið fólgnar. Lynch sagði að skipzt hefði verið á skoð- unum á fundinum, hann hefði verið gagnlegur og ann- ar fundur boðaður síðar. AP-fréttastofan segir, að Lynch hafi skorað á Heath að kalla til ráðstefnu full- trúa Irlands, Bretlands, N- í>rlands og fulltrúa kaþólska minnihlutans í N-lrlandi, til að reyna að semja um virkari aðild Framhald á bls. 21 Hámborg, 7. sept. — AP ÞAÐ virðist loks orðið ljóst, að hundrað manns hafi kom- izt lífs af úr flugslysinu í Þýzkalandi í gær, og er það þakkað snarræði og ró flug- stjórans Rheinolds Huels, að ekki skyldi verr fara. Hann liggur nú á sjúkrahúsi, illa slasaður. Ljóst er orðið, að 45 manns slösuðust í þessu slysi af þeim, sem voru í flugvélinni og þrír vegfar- endur, er urðu fyrir hrotum úr vélinni, sem flugstjórinn nauðlenti á þjóðveginum skammt utan við Hamhorg. 21 beið hana, þar af ein flug- freyja. Flugvélin, tveggja hreyfla BAC 111 í eigu Pan International Airlines, var á leið til Malaga á Spáni. Farþegar voru 115 og sex manna áhöfn. Bilun kom fram í henni rétt eftir flugtak frá Fuhlsbúttel-flugvelli við Ham- borg. Tók flugstjórinn þá til bragðs að reyna að nauðlenda á hraðbrautinni en 1 lendingu rakst hún á brú. Sprenging varð í vélinni skömmu síðar en þá Framh. á bls. 12 Hart í ári Politiken hjá Fangaflóttinn í Uruguay: Fór u um 35 metra göng og óku burt í 3 bílum Yfirmanni fangelsismála vikiö úr starfi... Kaupmannahöfn, 7. sept. NTB BLAÐAMENN við danska dag- blaðið Politiken mótmæltu í dag harðlega uppsögn 15 blaðamanna við blaðið og kröfðnst þess að nppsagnirnar yrðu dregnar til baka, Framkvæmdastjórn Poli- tiken skýrði frá þessnm ráðstöf- uniim í gær og ltvað ástæðurn- ar efnahagslega erfiðleika. I>á var einnig skýrt frá því að dreg ið yrði úr öUum útgjöldum við rekstur blaðsins. Aðalritstjóri Politiken, Bent Thorndal sagði, að á þessu ári 'hefðu auglýsingatekjur Politik- en minnkað um 10%, sem sam- svarar um 10 milljönum danskira króna. Af blaðamönnunum 15 hafa 9 starfað við Politiken í meira en 30 ár Oig eru þeir sett- ir á eftirlaun flyrir tímann. Hin- ir sex fá allir greiddan bónus, er þeir láta af störfum. Dagblöð í Danmörku eiga nú i miklum fjiárhagserfiðleiikum og hefur nú rúmlega eitt hundrað blaðamönn um verið sagt upp á skfimraura tíma. Montevideo, Uruguay, 7. sept. NTB. • YFIRMANNI fangelsis- mála í Uruguay, Paswual Cirilo, ol'ursta, hefur verið vikið úr starfi vegna flótta Tupamarosskæruliðanna í gær. Þá hafa innanríkisráð- herrann, Danilo Sena og landvarnaráðherrann, Fred- erico Carcia Capura, boðizt til að segja af sér en ekki er Ijóst, hvort af því verður. Hugsanlegt er talið, að mál þetta hafi áhrif á forseta- kosningarnar í landinu, sem fyrirhugað er að halda 28. nóvember nk. Fangarnir — 129 talsina — flúðu um 35 m löng göng er lágu í næsta hús við fangelsið, Punta Carretas, en fangelsia byggingin er hundrað ára gömul. Maður að nafni Billy Rial hringdi til lögreglunnar og sagði frá því, að skæru- liðarnir væru sloppnir en þá trúði honum enginn. Þó at- hugaði lögreglan málið og hafðd samband við fangelsið en fókk þær upplýsingar, að þetta hljdi að vera misskiln- ingur, því að þar væri allt með kyrrum kjörum. Var Rial skýrt frá þessu og tók hann langa stund að sann- færa lögregluna u>m, að þótt allt væri svona rólegt í fangelsinu vantaði þar yfir hundrað fanga. Þeir hefðu farið um göng, er lægju inn í hús móður hans. Þar hefðu þeir skipt um föt og ekið burt í tveimur áætlunar- vögnum og vöruflutningabíl. Enginn fanganna hefur fundizt, þrátt fyri,r víðtæka leit, en stjórn landsins hefur lýst því yfir að hún muni beita ölium þeim ráðum, sem lög landsins leyfa til þess að mæta því alvarlega ástanidi sem leitt getur af flótta skæru liðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.