Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 15 — Skreiðarmjöl Framh. af bls, 5 en í Þýzkalandi og Birmingham í Englandi að skoða vélar, er nota mætti ti'l pökkunar á mann- eldisfiskimjöli til neytenda. í Giesssen var fyrirtæki, sem hafði sjálfvirka vél, sem fyllti ojg vigt- aði mjöl o.fl. í plastpoka og lok- aði þeim um leið, en loftdró þá ekki. Þeir fylltu einn poka af þorskhausa-fiskimjöli fyrir mig, sem vó um 200 g. Seinna sendi ég þeim meira af því sama, sem ég hafði i geymslu hjá kunningja í Hamborg. Frá Þýzkalandi fór ég til Englands, þar sem fyrir- tæki í Sutton Coldfield kögglaði fyrir mig nokkurt magn af þorskamjöli. Óþarfi er að loft- draga, þegar kögglað er með há- um þrýstingi, í þessu tilviki 35 tonnum, Er þá nœgilegt að þekja köggiana með loftþéttri og skor- dýraheldri himnu. í fyrráhaust fékk ég bréf frá hr. Mauritz Sundt Mortensen, blaðamanni við Aftenposten í Oelo. Hann hafði hitt Guðjón Illugason hjá Viktoríuvatni í Ug- anda, þar sem Guðjón stundar trollyeiðar í vatninu fyrir FAO. Hjá Guðjóni sá hann skreiðar- kö.ggla, sem Guðjón fékk hjá mér, seinast þegar hann dvaldi hér í frii. Mortensen bað ntiig að senda sér sýni af þessum köggl- um, sem ég gerði, og hafa Norð- menn nú fengið áhuga. Um það ekrifar Mortensen í Aftenpostens Morgenavis þann 7. júní si. Seg- ir þar m.a. að Rauði kross Noregs hafi nýlega sent skreiðarmjöl til NÍgeríu, svo að hægt væri að gera tilraunir með það þar. — Óveöursský Framh. af bls. 10 jafnvel um „andsovézkan öxul á Balkanskaga", öxulinn Tir- ana—Belgrad—Búkarest, og skýrði frá þvi að Chou En-lai, forsætisráðherra, færi í heim- sókn til „þessa hemaðarlega mikilvæga svæðis" nú í haust. Greinilegasta bendingin um dagskipun fundarins á Krím kom fram i málgagni austur- þýzka kommúnistaflokksins, „Neues Deutschland", en at- hugasemdir þess voru síðan endurbirtar i „Pravda“: „Sá sem fylgir undansláttarstefnu gagnvart stórveldishroka Mao- klíkunnar, brýtur gegn grund- vallarreglum alþjóðahyggju ör- eiganna." Refsingin við slíku broti er íhlutun og „hernaðar- aðstoð" ef nauðsynlegt reynist samkvæmt „Brezhnevkenning- unni“, sem hefur giit siðan inn- rásin var gerð í Tékkósló- vakíu. * VIÐBÚNAÐUR Til þess að leggja áherzlu á alvöru ástandsins hófust jafnframt hinar umfangsmiklu heræfingar Varsjárbandalags- ins í Ungverjalandi og hefur jafnfjölmennt sovézkt herlið ekki sótt í átt að Balkanskaga síðan 1966. Júgóslavar efldu mjög varnir sínar á landamær- unum þegar heræfingarnar voru boðaðar, og efnt var til „óundirbúinna heræfinga" í Serbíu, eins og komizt var að orði. Viðtæk „herútboðsæfing“ var haldin í Króatiu, sem ligg- ur að Ungverjalandi, með þátt- t töku 3—4000 unglinga úr vopn- uðum æskulýðssveitum, meðal , annars til þess að „leggja á- herzlu á striðsviðbúnað æsku- lýðssveitanna." Siðan hafa ver- ið haldnar heræfingar í Búlg- aríu, en að því er virðist án ' þátttöku Sovétríkjanna eða annarra Varsjárbandalagslanda. ^ 1 sambandi við þær boðuðu Júgóslavar heræfingar til þess aði „reyna samstarf fastahers ' Júgóslaviu og vamarsveita al- ,( þýðunnar", það er að segja skæruliðahópa, sem hafa verið skipulagðir um alla Júgóslaviu. \ íRúmenar hafa einnig haft t( uppi mikinn viðbúnað vegna l heræfinganna. öllum hernum ©g vopnuðum borgarasveitum, alls 600.000 mönnum, var skip- að að búa sig undir að hrinda „hvers konar tilraun Rússa til að ráðast inn í Rúmeníu eða skipta sér af innanrikismálum landsins", að því er ísraelskt blað, „Davar“, hafði eftir áreið- anlegum heimildum í Tel Aviv. „Það sem gerðist í Tékkóslóvíu, skal ekki gerast í Rúmeníu," sögðu heimildarmenn blaðsins. „Ferðamenn, sem hafa komið frá Rúmeníu til Israels, hafa staðfest, að fyrirskipaður hefur verið viðbúnaður rúmenska her aflans," sagði blaðið. Uggur Rúmena og Júgóslava hefur komið greinilega fram i blaðaummælum. Júgóslavneska blaðið „Nova Makedonia" segir, að „sá leikur, sem Rússar leika og bætt samskiptd Kina og Bandarikjanna hafa valdið ör- yggisleysi, ekki aðeins í Bel- grad, heldur einnig í hinni sjálf stæðu Rúmeníu og bandalags- riki Kínverja, Albaniu." Rúm- enska flokksmálgagnið „Scin- teia“ var varkárara og nefndi Rússa ekki á nafn: „Það er knýjandi nauðsyn og í þágu hagsmuna allrar Evrópu, að þess verði krafizt skilyrðislaust að bannlýstar verði allar sýn- ingar á valdi, hernaðarógnanir og hvers konar stjómmálaleg- ar þvinganir gagnvart öðrum löndum.“ ★ TAUGASTRÍÐ Sama dag og þessi ummæli birtust í rúmenska flokksmál- gagninu, hélt fulltrúi Rúmena á afvopnunarráðstefnunni í Genf ræðu, sem túlkuð var sem eindregin hjálparbeiðni. Hann lagði á það mikla áherzlu að gera yrði Balkanskaga að kjarn orkuvopnalausu svæði og sagði: „Rúmenar eru mótfalln- ir öllum heræfingum, sem her- afli eins ríkis heldur á yfir- ráðasvæði annars ríkis.“ Ekki gat farið á milli mála við hvað hann átti. Rúmenar og Júgóslavar hafa litið á hernaðarógnanir Rússa sem taugastrið, en þeir hafa ekki viljað hætta á neitt. Rúm- enar gripu til þess ráðs að bjóða heim nefnd kínverskra hershöfðingja, sem lýsti yfir stuðningi Kínverja við baráttu Rúmena gegn „heimsvaldasinn- um“, sem vart geta verið aðrir en Rússar, óg boðuð hefur ver- ið aukin hernaðarsamvinna landanna. Þessu taugastríði er hvergi nærri lokið, en ákveðin afstaða Rúmena og Júgóslava virðist hafa orðið til þess að Rússar hafi dregið nokkuð í land, að minnsta kosti í bili. Málin skýrast betur á næstu vi'kum, og í þvi sambandi verð- ur fylgzt náið með hugsanlegri ferð Chou En-lais • til Tirana, Belgrad og Búkarest, Banda- rikjaheimsókn Titós forseta og hugsanlegri heimsókn Brezh- nevs flokksritara til Belgrad, en af Rússa hálfu hefur verið lögð mikil áherzla á að koma henni í kring. Trúlegt er, að í heimsókninni, ef að henni verð- ur, muni Brezhnev reyna að fá Júgóslava til að lofa því að breiða ekki út stjórnmála- og efnahagskenningar sínar til annarra Austur-Evrópulanda. Slíkt loforð þurfa Rússar vænt- anlega ekki að fá frá Rúmen- um, en þeir leggja fast að þeim að sýna meiri fylgispekt í utanríkismálum. Júgóslavar munu aftur á móti krefjast þess af Rússum, að þeir við- urkenni að Sovétrikin muni ekki fótum troða fullveldi og sjálfstæði Júgóslavíu. Skrifsfofustúlka Vön skrifstofustúlka óskast til almennra skrifstofustarfa. Umsóknir, sem tilgreini fyrri störf, aldur, svo og málakunn fyrir 15. þ. m., merktar: „Skrifstofustarf — 5654". Sendisveinn Óskum a ðráða röskan sendisvein, pilt eða stúlku, í skrifstofu vora. Uppl. í skrifstofunni. Þverholti 20. Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Innheimtu- og sendistörf Fyrirtæki í miðborginni vill ráða karl eða konu til sendiferða. Æskilegt að viðkom- andi hafi lítinn bíl til umráða. Umsóknir óskast sendar í pósthólf 180. Vinna í Noregi Stórt hótel í Noregi óskar eftir stúlkum til starfa í eldhúsi, herbergjum og sal, helzt sem fyrst. — Skrifið til: Hotel B0lkesj0 Turist Hotel, Telemark, Norge. flkraneskirkju vuntur karl eða konu til hreingeminga og umsjónar frá næstu mánaðamótum. Þeir, sem kynnu að hafa huga á þessu starfi og vilja taka það að sér, geta fengið upplýsingar um það hjá Jóni Sigmunds- syni í síma 1925 og 1525 eða Karli Helgasyni í síma 1000 og 1120. Akranesi, 7. september 1971, Sóknarnefndin. Hl ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á stálpípum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Afgreiðslustúlka óskast í raftækjaverzlun. Umsóknir, sem tilgreini fyrri störf, aldur, svo og málakunn áttu, sendist blaðinu fyrir 14. sept., merkt: „Raf — 5839". Stýrimunn og hdsetu vantar á 200 tonna bát, sem stundar veiðar með línu. Upplýsingar 1 síma 11574 og 35120. Pressumenn Viljum ráða vana loftpressumenn. Upplýsingar í síma 8283. Jón og Hjálmar, verktakar, Grindavik. Staða Amtsbóka- varðar á Akureyri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna Akureyrarbæjar. Umsóknir ásamt venjulegum upplýsingum, skulu sendar bæjarstjóranum á Akureyri fyrir 1. október nk. Bæjarstjórinn á Akureyri, Bjami Einarsson. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. THboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 7. október næstkomandi klukkan 11.00 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Víljum tuku d leigu geymslu- eða afgreiðsluhúsnæði á götuhæð. Má vera ófullgert, en þarf að vera 100—200 fermetrar að stærð með góðri aðstöðu fyrir bílastæði. Upplýsingar gefur Vigfús Tómasson, sölu- stjóri, Skúlagötu 20, sími 25355. Sláturfélag Suðurlands. VINYL - BAST - PLAST - PAPPÍRS VIGGFÓÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.