Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 21
21 --t—n' --------—•11 ■■■'T'. .■■-■•■F.-i—-r".—■ . ■ ■ !K MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 — Itreka Framhald af bls. 1. leyti höfðað til hafbotnsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna 1973. Mbl. spurði Einar þvi næst hvort hann hefði rætt varnar- mál íslands, en hann kvað nei við og sagði að varnarmál hefðu ekki verið til umræðu á fund- inum. 1 sameiginlegri yfirlýsin.gu að fundinum loknum ítrekuðu ráð- herrarnir stuðning sinn við til- ra.unir til að koma á ráðstefnu um öryggismál Evrópu. Segja ráðherrarnir að slik ráðstefna geti mtyndað’ eðlilegan ramma um samningsviðræður, er miði að því að draga úr spennunni i Evrópu milli austurs og vest- urs. — Ráðherrarnir töldu að hin jákvæða þróun i samskiptum austurs o,g vest- urs undanfarið væri mikilvæg- ur þáttur í að koma af stað marghliða undirbúningi undir slíka ráðstefnu. Þá lýistu ráðiherrarnir þeirri von sinni að Sovétníkin og Bandaríkin kæmust fljótlega að samkiomu.lagi í viðræðum sínum u.m afvopnunarmál. Þá létu þeir í ljós ánægju með hve vel hef- ur miðað í viðræðunum um bann við notkun eitu.refna í hernaði á ráðstefnunni í Genf og létu í ljós von um að samkjomulag ná- ist fljötlega. Ráðherrarnir ræddu ástandið í Pakistan og hv'öttu til að gerð ar yrðu ráðstafanir til að stöðva flóttamannastrauminn til Ind- iands o,g fólkinu gert kleift að snúa aftur til heimikynna sinna. Ráðherrarnir lýstu allir yfir stuðningi sínum við Max Jaco'b- sen frá Finnlandi í embætti framkvæmdastjóra S.Þ. en U Thant lætur af störfum um næstu mjánaðamót. Þá var rætt um mengun ha.fs- ins og ákveðið að boða til ráð- stefnu aðildalanda NA-Atiants- hafsfiskveiðiráðstefnunnar i Osló í október n.k. til að ræða vandamál á þessu sviði. Einar Ágústsson utanríikisráð- herra Islands bauð til næsta ráð herrafundar í Reykjiavík og verður hann haldinn dagana 24. —25. apríl n.k. Fundinn nú sátu auk Einars, Paul Hartlin.g, ut- anríkisráðherra Danmerkur, Vaeinoe Leskinen utanríikisráð- herra Finnlands, Andreas Capp- elen utanrí'kisráðherra Noregs og Krister Wickman utanrikis- ráðherra Sviþjóðar. — Irland Framhald af bls. 1. kaþólskra í stjórn N-lrlands. Mótmælendur hafa farið með völd í landinu í rúma hálfa öld. Fréttastofan segir, að Heath hafi visað þessu á bug, en lýst því yfir að hann muni innan skamms senda Reginald Maudl- ing innanríkisráðherra Breta til viðræðna við stjórn N-íilanda svo og fulltrúa kaþólskra. Á meðan á fundi ráðherranna stóð fréttist af stöðugum átökum á N-írlandi og í gær varð 14 ára gömul skólastúlka í London- der.ry fyrir byssukúlu og beið þegar bana. Hún var hundrað- asta fórnarlamb átakanna í land inu á sl. tveimur árum. í frétt- um frá Londonderry í kvöld sagði að brezkir hermenn ættu í höggi við leyniskyttur við múr inn, sem aðskilur Bogsidehverfið. — Sögualdarbær Framhald af bls. 32. ganga úr skugga um tilvist papa á íslandi eða ekki. Þá mun hr. Kristján hafa áformað að kanna lítillega í þessum leiðangri rústir á austan- verðri Papey, þar sem talið er að papabyggð hafi verið, en þess má geta að fornar rústir í Papey hafa orðið sjónum að bráð. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér út í Papey í fyrradag til þess að leita frétta af rann- sókninni. Sjá grein og viðtal við dr. Kristján Eldjárn á síðu 16 og 17. Gústaf Papeyjarbóndi fylgdi okkur norður eyju til skips og við héldum áfram að raibba saman um eyjalif. Þó að skyggnið væri mjlög takmarkað sáum við af og til grilla í úteyj ar Papeyjar, en þær eru taldar 7 auk dranga og skerja, sem býsn eru af. Nöfn úteyjanna eru Arfaklettur, Hvanney, Sauðey, Arnarey, Eyri, Flatey og Höfði. Sjálf er Papey köll- uð Heimaeyjan, en allar úteyj- arnar nema Arfaklettur eru þaktar iunda og öðrum bjarg- fugli. „Þeir hlutir, sem hafa fundizt eru áþekkk þeim, sem finnast í rústum frá söguöld, en þessi bæjarrúst virðist vera skáli, á- þekkur skálum, sem hafa verið grafnir upp annars staðar. Við höfum fundið pottbrot úr klé- bergi, en það er norskt og i pott brotið er grafið krossmark. Þá höfum við einnig fundið töflu úr hneftafli, sem var eins konar taflleikur, er fornmenn stund- uðu sér til gamans. Snældusnúð höfum við einnig fundið og nokkur brýni úr no*rsku flögu bergi. Auðséð er á öskunni í bæjarrústinni að búið hefur ver ið í þó nokkurn tíma- hér á Goðatóttum, en þessi bær hefur aðeins verið byggður einu sinni.“ Aldursgreining viðarkolanna, þessir ágætu hlutir og lagið á húsunum bend'r til 10. aldar og t.d. í Skallakoti í Þjörsár- dal, eru sam,s konar hús frá sama tím,a, en mi'klu stærri og sama er að segja um Hvítár- holtshúsin, sem eru 3 skiálar. Hins vegar sagði forsetinn að þessi sögualdarbær væri mjög sérkennilegur að þvi leyti að klappirnar standa upp úr gólfinu og er þar um að ræða að því er virðist grunn- berg eyjarinnar, en útveggir og bæjardyr koma mjög greini lega fram. Talsverður halli er á gólifi bæjarins, bunga í miðj- unni, en hallar til beggja hliða. I gær var áætlað að lj'úka við rannsókn Goðatóttabæjar ins og ætiaði forsetinn þá að ljúka við að teikna grunn bæj- arins og miæla hann út, en etoki sögðust þeir fléla.gar geta gert bæjarstæðið fint fyrr en þorn- aði á. Þá ætluðu þeir að hreinsa steinana og snurfusa Antónía lá fyrir ankeri á vognum og við stutokum um borð. Stefnan var tetoin til lands. Enn ein sögnin um Pap- ey er orðin að staðreynd, sögu- aldarbær frá 10. öld grafinn upp af fiorseta íslands, herra Kristjáni Eldjárn og félögum hans í septembermánuði 1971, en rétt áður en við sigldum fyrir Höfðann sáum við Gúst- af bónda gan,ga inn á Papey, inn i þokuna milli berghólanna, þar sem svo margt býr. I bæjardyrum Goðatótta- bæjarins. Fjósrústirnar í Goðatóttum. Flórinn fyrir miðju. — Papey Framh. áf bls. 17 hve.rnig flórinn hefur legið og básarnir. Þá töldum við að hér væri aðeins um að ræða hús fyr ir fénað, en skammt vestan við fjósið var önnur l’úst, sem vVð liófum að rannsaka 1, «ept. sl. og þar höfum við ie'ið að grafa síðan Ljóst er að héi er .rú'.t af iöguaidarbæ.“ „Eru þetta ekki ívrstu rúst- irnar, sem kannaóar eru frá þcini tíma á Austurlandi?" „Það mun vera, en iítið hefn.r verið unnið að fornœinj araan- sóknum á Austurlandi. Gústaf þekkir hér hvern stein og hverja þúfu og hann benti okk- ur á sínum tíma á þá staði, sem mest fornlegt er yfir og þessi staður var forvitnilegastu*r. í þessum bæ hafa menn búið og hefur fjósið fylgt húsinu. Telja má að húsið sé frá 10. öld og hefur verið gerð aldursgreining á viðarkolum úr fjósinu. Sú greining kemur heim miðað við það sem hægt er að ætla af gerð húsanna, en fyrst og fremst er- um við að kanna hvernig þau hafa verið gerð. Fyrst héldum við að þetta befði verið hús veiðimanna, en nú sjáunr við að þetta er svolítill bær, 15 m langur og 3,5 m breiður með langeldastæði á miðju gólfi.“ „Hvað hefur fundizt af hlut- um í bæjarrústinni?“ rúst sögualdarbæjarins, en i gær voru þeir einnig að safna kolasýnishornum til aldurs- greininigar. Á 5 stöðum á landinu hafa áður verið kannaðar rústir frá Vítoingaaldartíimabilinu fyrir 1000. Er það í Hvítárholti, á þremur stöðum í Þjörsárdal, Klaufanesi i Svarfaðardal, sem forsetinn rannsakaði 1941, Hof- stöðum í Mývatnssveit og ís- leifsstöðum í Borgarfirði. Pap- ey er þvi sjötti staðurinn, sem bær finnst á frá þessum tima. Eins og fyrr segir var létt hljóðið í Papeyja.rförum og þó að þeir ha,fi etoki getað unnið samifellt við uppgröftinn vegna veðurs hefur verkinu miðað vel áfram og etotoi hefur nið- urstaðan verið til þess að draga úr ánægjiunni. Rétt áður en við tovöddum gautoaði Árni Hjart- arson þvi fram að hann myndi eklki linna látum fyrr en hann væri búinn að finna einhvern skartgrip húsfreyjunnar á Goðatóttum, en það eina, sem hafði fundlzt úr kistlum kvenna var snældusnúðurinn. FYRSTA SENDING — ÓBREYTT VERÐ Fyrsta sending væntanleg um miðjan september. Verð bilanna i þessari fyrstu sendingu verður óbreytt frá því í sumar. Pöntunum veitt móttaka nú þegar. Sunbeam er aflmikil og örugg fjölskyldubifreið. Allt á sama Staö Lauyavegi 118 - Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.