Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 23 Ályktanir EFTIRTALDAR ályktanir voru samþykktar á aöalfundi Stéttar sambands bænda 1971, sem hald- inn var á Höfn í Hornafirði dag ana 28.1—29. ágúst sl. Áður er get ið ályktana fundarins um endur skoðun Framleiðsluráðslaganna og um stækkun Bændaballarinn ar. HÓPTRYGGINGAR Fundurinn felur stjórn sam- bandsins að láta fara fram ræki lega könnun á tryggingarþörf landbúnaðarins og láta gera áætl un. um ti'yggingarkerfi fyrir bændur sem einstaklinga og at- vinnurekendur, þar sem m.a, yrðu teknar upp hóptryggingar í ríkum mæli og reynt eftir föng um að samræma lágt verð og mikið öryggi. Niðurstöður könnunarinnar og áætlunarinnar verði síðan kynnt ar fyrir búnaðarsamböndunum og hreppabúnaðarfélögunum. HEYFLUTNINGAR Fundurinn vekur athygti á því, að enn þurfa einstakir bændur að kaupa hey vegna harðæris fyrri ára og hefur þá einkum í hug innanvert ísafjarðardjúp og Strandasýslu. Fyrir því skorar fundurinn á Búnaðarfélag íslands að kanna hverjir þu*rfa að kaupa og flytja hey um langan veg og vinna að því að þeir fái fyrirgreiðslu með svipuðu sniði og verið hefur. BYGGÐAÁÆTLANIR Fundurinn skorar á ríkisstjóm og Alþingi að hraða gerð byggða áætlana, einkum þa>r sem byggð er ótrygg og minnir í því samb. á að sumar sveitir eða byggða- félög á Vestfjörðum eiga á hættu að leggjast í eyði sökum ýmiss konar erfiðleika. Gagnvart slíkum sveitum bend ir fundurinn á að taka til athug unar auk skipulegrar kvikfjár- ræktar, hugsanlegt fiskeldi, efl- ingu og aukna nýtingu hlunninda o. fl. Stuðla þarf að því að mjólkur framleiðsla á Vestfjörðum verði ævinlega til að fullnægja mjólk urneyziu þar. FISKIRÆKT Fundurinn telur, að í fiskirækt í ám og vötnum, sjávariónum og fjörðum, ásamt eldi fisks í tilbún um tjömum séu miklir mögu- leikar til vaxtar fyrir íslenzkan landbúnað. Þá vill fundurinn hvetja alla bændur til að fylgjast sem bezt með því, sem er að gerast í fiski ræktarmálum og láta kanna svo fljótt sem auðið er möguleika jarða sinna til aukinnar fiski- ræktar. Aðalfurdurinn fagnar vaxandi skilningi stjómvalda á þessum málum og telur að auka beri fjár veitingar til Veiðimálastofnunar innar svo hún geti sinnt verk- efnum sínum við rannsóknir á fiskiræktarmöguleikum og leið- beiningarþjónustu við bændur. Fundurinn telur, að efla beri fisk ræktarsjóð svo hann verði fær um að veita lán og styrki til fi,sk ræktagmanmvirkja og fiskivega og setja þarf lög um nýtingu fjarða til fiskiræktar. SÉRSTAÐA V-SKAFT- FELLINGA Fundurinn telur, að vegna sér stöðu Vestur-Skaftfellinga í sam göngumálum, sem stafar af hafn leysi og löngum flutningaleiðum á landi, sé alveg óforsvaranlegt, að tilbúinn áburður skuli ekki vera seldur á sama verði í Vík í Mýrdal og á hafnarstöðum um- hverfis landið. Aðalfundurinn felur stjórn Stéttarsambandsins að reyna að fá þessu breytt og leggja þunga áherzlu á þetta rétt lætismál. INN-DJCP Vegna erinda oddvita og for- manna búnaðarfélaga í Snæ- fjalia-, Nauteyrar-, Reykjafjarð- aðalfundar Stéttarsambands bænda 1971 ar- og ögurhreppi, um aðstoð við að auka J'æktun í Inn-Djúpi, vegna kals og harðæris undan farin ár og á þann hátt treysta búsetu á þessu svæði, felur aðal fundur Stéttarsambands bænda 1971 stjóm sinni að leita eftir því við landnámsstjórn að landnám ríkisins taki að sér endurskipu- lagningu á -ræktun í Inn-Djúpi i samræmi við ákvæði 29. og 45. greinar laga nr. 45/1971 um stofn nám, ræktun og byggingar í sveitum. GRÆNFÓÐUR OG GRAS- KÖGGLAR Fundurinn telur að stofnsetn ing grænfóðurverksmiðja og framleiðsla grasköggla sé þjóð- hagslega hagkvæm, stuðli að meiri fjölbreytni í landbúnaðar- f-ramleiðslunni, veiti aukna trygg ingu fyrir fóðuröflun í misjöfnu árferði og geti sparað umtals- verðar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fundurinn lýsir ánægju yfir því, að lögtekinn hefur verið stuðningur ríkisins við stofnun grænfóðunverksmiðja samanber lög nr. 45/1971. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að auka verulega fjár framlög til bygginga grænfóður verksmiðja frá því sem ge>rt er ráð fyrir í lögum og tryggja þeim nægilegt rekstrarfé. Jafnframt verði lagt fram nokkurt fjármagn til að draga úr flutningskostnaði á grasköggl um til hé>raða er liggja fjarri verksmiðjunum, svo að sem fiest ir bændur eigi þess kost að kynn ast og nota þessa framleiðslu. Jafnframt leggur fundurinn á herzlu á það, að nú þegar verði gerð héildaráætlun um stofn- setningu grænfóðurverksmiðja, eins og ráðgert e>r í 55. grein laga nr. 45/1971. TAMNINGASTÖÐVAR Fundurinn telur nauðsynlegt að koma á fót tamningastöðv- um sem séu sérstaklega miðað- ar við það að temja hesta til út flutnings. Ennfremur að kynna meðal hestaframleiðenda hvaða kröfur kaupendur gera til hest- anna. Einnig telur fundurinn nauð- synlegt að haldin séu námskeið fyrir tamningamenn og vill í þvi sambandi benda á að haldin séu námskeið við bændaskólana. FLOKKUN Á GÆRUM Fundurinn beinir því til stjórn ar sambandsins að hún beiti sér fyrir því að gærur verði metnar, flokkaðar og greiddar samkvæmt gæðum. VERÐLAGSGRUND- VÖLLURINN Samkvæmt niðurstöðum bú- reikninga og skýrslum þeim, sem Hagstofa íslands hefur birt á meðaltekjum hinna ýmsu starfs- stétta, hefur hlutur bændastéttar innar verið mjög fyrir borð bor inn á undanförnum árum. Við endurskoðun verðlags- grundvallar árið 1972 felur fund urinn stjóm sambandsins að hafa í huga eftirfarandi atriði: 1. Kostnaðarliðir svo sem fóð urbætir, áburður, vextir, flutn- ingsgjald og rafmagn verði leið rétt til samræmis við niðurstöður búreikninga og annarra traustra heimilda. 2. Aðstöðugjald verði tekið inn í verðlagsgrundvöllinn. MARTIN BORLAUG Fundurinn skorar á Búnaðarfé lag Íslands að athuga möguleika á því í samvinnu við Stéttarsam bandið að bjóða Martin Borlaug, sem kallaður hefur verið höfund ur grænu byltingarinnar, hingað til lands og vekja þannig athygli á vandamálum íslenzkrar gras- ræktar. Ennfremur er skorað á Búnaða-rfélag íslands að leita eft ir styrk frá Sameinuðu þjóðun- um til að finna og fá erlendis frá fræ grasstofna, sem verulegur fengur væri að fyrir íslenzka grasrækt. MARKAÐSLEIT Fundurinn telur að mikið af ía lenzku landbúnaðai'framleiðsl- unni hafi þá sérstöðu að leita beri markaðs fyrir hana á erlend um vettvangi sem sérstaka gæða vöru sem engin önnur þjóð haíi upp á að bjóða t.d. íslenzka dilka kjötið, íslenzka ullin og gærurn- ar, svo og íslenzki reiðhesturinn. Þessa sérstöðu ber okkur ís- lendingum að notfæra til hins ýtrasta og leita eftir því að koma þessum vörum í hæsta verð flokk. Fyrir því leggur fundurinn til að nú þegar á þessu ári leiti fram leiðsluráð eftir samstarfi við land búnaðarráðuneytið og SÍS um að hrinda i framkvæmd slíkri mark aðsleit fyrir íslenzka dilkakjötið og sé þá sérstaklega miðað við hótelmarkað. Fundurinn samþykkir að veita stjórn Stéttarsambandsins heim ild til að verja nauðsynlegu fé í þessu skyni. NIÐURFELLING SÖLUSKATTS Fundurinn þakkar, að felldur hefur verið niður söluskattur á nokk-rum landbúnaðarvörum og væntir þess fastlega, að unnt verði við nánari athugun að fella niður skattinn á fleiri tegundum landbúnaðarvara. Þá felur fundurinn stjórn sam bandsins að vinna að því við rík isstjórnina, að felldur verði nið ur söluskattur á rafmagni á þeim svæðum, þar sem Rafmagnsveit ur ríkisins selja rafmagn í smá- sölu og að endurgreiddur verði - veita aukna ánaeg ju og betri árangur í skólanum og heima! PENOL 300 fæst í flestum RITFANGA- OG BÓKAVERZLUNUM í hentugum plasthylkjum með 4, 8, 12, 18 eða 24 mismunandi litum — eða í stykkjatali. Vinsælastir vegna þess hve .... # lengi þeir endast # blekgjöfin er jöfn # oddurinn er sterkur # litavalið er fjölbreytt tússlitirnir Heildsala: FÖNIX s.f., Sími 2-44-20, Suðurgötu 10, Rvik. söluskattur af öllu rafmagni til húsahitunar. Fundurinn leggu>r áherzlu á, að rafmagn til sambærilegra nota verði selt á sama verði til allra þegna þjóðfélagsins. HAGKVÆMNI f VÉLA VERZLUN BÆNDA í sambandi við erindi Hafþórs Helgasonar um vélaverzlun í til boðsformi o'g undirtektir all- margra búnaða-rsambanda, kjör- mannafunda og fleiri aðila, álykt ar fundurinn að kosin verði 3ja manna nefnd sem annist eftirfar andi: a. Athugi nánar hugmyndir Haf þórs Helgasonar um hagkvæmari vélaverzlun bænda. b. Nefndinni sé heimilt, ef at huganir hennar ve>rða jákvæðar að vinna að tilraunainnflutningi í tilboðsformi á einhverjum þeim tækjum, sem mest eftirspurn er eftir. Sé nefndinni heimilt að ráða menn til að annast þá fram kvæmd. Nefndin geri stjórn sambands- ins grein fyrir störfum sínum fyrir næsta aðalfund sambands- ins. ORLOF BÆNDA Fundurinn beinir því til stjóm ar Stéttarsambandsins að kanna ýtarlega á hvem hátt hægt er að ráða aðstoðarfólk i sveitum og til afleysinga í forföllum til þess að gera orlof sveitafólks framkvæmanlegt. JARÐAKAUP SVEITARFÉLAGA Fundurinn beinir því til Al- þingis og ríkisstjórnar að nú þeg ar verði jarðeignasjóði ríkisins útvegað nægilegt fjármagn til að lána sveitarfélögum, sem neyta verða forkaupsréttar sing á jö>rð um. RANNSÓKNIR Á BCFJÁRSJÚKDÓMUM Fundurinn telur mikla nauð- syn þess að efldar verði hagnýtar rannsóknir í þágu landbúnaðar- ins og vill í því sambandi sérstak lega benda á rannsóknir á búfjár sjúkdómum. Felu.r fundurinn stjóm sam- bandsins að stuðla að framgangi þeirra mála. LÁNAMÁL Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera nú þegar ráð stafanir til að koma lánamálum landbúnaðarins í viðunandi horf. Felur fundurinn stjó>rn Stéttar sambandsin3 að fylgja því máli vel eftir. SKÓLAMÁL Eftir allmiklar umræður var svofelld frávísunartillaga Sig- geirs Björnssonar Holti og Enigil berts Ingvarssonar, Tyrðilsmýri, samþykkt: Þar sem tími fundar ins leyfir ekki nægilega athugun á grunnskólafrumvarpinu, vísar fundurinn framkominni tillögu frá, en felur stjórn Stéttarsam bandsins að fylgjast með af- greiðslu málsins á Alþingi og gæta hagsmuna sveitanna. Með alúð þakka ég öllum mínum vinum og kunningjum alla þá miklu vináttu, velvild og gjafir, sem þeir hafa sýnt mér á afmælisdegi mínum 30. ágúst sl. Ég bið himnaföður okkar allra að blessa ykkur öll aUa tið. Sigríður ÞorgLlsdóttir, Stórholti 31. Clitbrá Skólasamfestingarnir eru komnir. Verzlunin GLITBRÁ, Laugavegi 48. ADAX rafmagnsþllofnarnlr hafa fengið æðstu verðiaun, sem veltt eru innan norsks iðnaðar Húsbyggjendur! Kynnið yður fyrst og síðast ADAX rafmagnsþilofnana. — Þeir standa fremst, hvað varðar útlit, öryggi og sparneytni. Tvöfalt thermostat. Auðveldir í uppsetningu. Létt þrif. Margar stærðir og gerðir. 3 ÁRA ÁBYRGÐ SjáiS þér hjá okkur Einar Farestveit & co. hf raftækj'averzlun Bergstaðastræti 10A. Sími 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.