Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 32
 usm LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 16 ára piltur beið bana BANASLYS varð í umferðinni í Keykjavik í gær, er 16 ára pilt- nr á skellinöðru varð fyrir vél- skóflu á Birkimel. Slysið varð um miðjan dag í gær. Drengur- inn var fluttur í slysadeild Borg- arspítalans, en var látinn er þangttð kom. Ekki er unnt að skýra frá nafni hans að sinni. Tildrög þessa hörmulega slyss voru þau, að vélskófla var á leið suður Birkimel, en dreng- urinn var á leið norður götuna. Ökumaður vélskóflunnar, sem var að fara inn á athafnasvæði íþróttavallarins á Melunum, beygði til vinstri inn á svæðið. Kom þá drengurinn og lenti á vélskóflunni að framan og sá ekill vélskóflunnar hann ekki, fyrr en rétt í þann mund er slysið varð. Lokun Reykjavíkur- hafnar í undirbúningi VEGNA skemmdarverka, sem unnin hafa verið í bátum í Reykjavíkurhöfn vaknar enn sú spurning, hvort ekki eigi að loka hafnarsvæðinu fyrir fólki, sem á ekki þangað erindi. Mbl. ræddi af því tilefni við Gunnar B. Guð mundsson, hafnarstjóra og sagði hann að mál þetta hefði lengi verið á döfinni og ætti enn eftir að leysa vandamál, er leiddu af vaktstöðu í hliðum, sem komið yrði upp við höfnina. Gunnar sagði mikinn áhuga vera á þvi að loka höfninni til þess að unnt yrði að koma í veg fyrir skemmd arverk. Lögreglustjórinn í Reykjavík, tollstjórinn og tollgæzlustjóri eru hlynntir því að loka höfn- inni af öryggisástæðum og hafa þeir átt fundi með hafna-i'stjóra. Hafnarstjóri sagði að verið væri að semja um samvinnu löggæzlu og hafnaryfirvalda og koma þess um málum í kring. Sú samninga gerð gæti þó tekið vissan tíma. Ekki mun lokun hafnarinnar vera hugsuð á þann hátt, að mönnum verði meinað að ganga um höfnina eftir"því sem eðli- Eltu öku- manninn um alla Heiðmörk ÁREKSXUR varð á gatnamótum Goðatúns í Garðahreppi og Hafnarfjarðarvegar í gærdag. — Skullu þar saman tveir bílar, sem kannski er ekki í frásögur færandi, hefði ekki annar öku- maðurinn, leigubifreiðarstjóri, flúið af hólmi. Hafnarfjarðarlögregian hóf þegar eftirför og upphófst mikill eltingarleikur upp um alla Heið mörk. Lauk honum, er Reykja- víkurlögreglan kom til móts við leigubílinn og átti ökumaður hans þá enga undankomuleið. — Bif reiðarstjórinn er grunaðtir um meinta ölvun við akstur, en neit ar sakargiftum. legt getur talizt og eiga menn að eiga greiðan aðgang að höfninni að degi til, þótt inngöngum fækki. Þá gat Gunnar B. Guð- mundsson þess, að Reykjavíkur- höfn hefði vaktmenn, sem oft og tíðum hefðu komið í veg fyrir að skemmdarvargar gætu leik- ið lausum hala. Alltaf er unnt að ná til hafnarva-rðanna í síma. Forsetl Islands, herra Kristján Eldjárn, virðir fyrir sér lang eldastæðið í sögualdarbænum, sem fannst í Papey um siðustu helgi. Langeldastæðið er austanmegin í bæjarrústunum, sem eru 15 m langar og 3,5 m á breidd. (Ljósm.: Mbl.: Sæmundur) Fyrsti sögualdarbærinn graf- inn upp á Austurlandi Herra Kristján Eldjárn rannsakar fornminjar í Papey — Fyrsta örugga vitneskjan um byggð norrænna manna fyrir 1000 á Austurlandi -a □------------------ Sjá grein á bls. 16 og 17. □----------------------□ FYRSTI sögualdarbærinn sem grafinn hefur verið upp á Aust- fjörðum fannst í Papey um síð- ustu helgi. Bærinn var grafinn upp á stað, sem heitir Goðatætt- ur. Er hér um að ræða tvö hús, f jós og bæ, sem menn hafa búið í. Telpa fyrir bíl NÍU ára gömul telpa, varð fyrir biíreið í fyrradag á gatnamótum Sogavegar og Tuujguvegar. Bif- reiðin mun hafa ekið nokkuð greitt, þvi að hemlaför .voru 20 metrar. Teipan, Jómína Kristjáns- dóttir, Rauðaigerði 29 var lögð í Borgarspitalann og var í fyistu óttazt að hún væri mikið slösuð. Vonir standa þó til að hún hafi sloppið betur en á horfðist i fyrstu, etn í gær var hún enn til rannsóknar. Skemmdir á bíln- um, sem ók á Jóndnu iitlu voru töluverðar. Loftleiðir með þotur a Norðurlandaleiðum STJÓRN Loftleiða hf. liefur ákveðið að hætta flugi tii Norð- tirianda með flugvélunt síntim af gerðinni Rolls Royce frá og með 1. növember og verða þá þær tvær flugvélar, sem félagið notar enn, leigðar flugfélaginu Cargoittx í Luxemborg. Þessar uppiýsingar fékk Mbl. hjá Sigtirði Magnús- syni blaðafulltrúa Loftleiða lif. í gær. Sigurður sagði, að félagið myndi frá og með sama tíma hefja áætlunarff'ug mieð þotuim til Norðurlanda. Ekki hefur enn verið ákveðið, að sögn Sigurðar, hvaða tegund þotna verður keypt eða leigð til þessara ferða, en ákvörðunar er að vænta bráð- lega. Sögualdarbærinn í Papey er fyrsti öruggi sögualdarbærinn frá þesstim tíma, sem fundizt hefur svo nálægt sjó. Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, hóf fomminjarann- sóknir í eynni 1967 þegar hann var þjóðminjavörður og nú dvelst hann í vikutíma í Papey í sumarleyfi sínu til þess að ijúka við rannsóknina. 7 menn em nú í eynni til þess að að- stoða við rannsóknina, en um síðnstu helgi kom í ljós að hér er ttm að ræða sögualdarbae síð- an á 10. öld. Nokkrir ágætir hlutir ltafa fundizt í rústuniun, svo sem snældiisnúðnr, tafla úr hneftafli, pottbrot og brýni. Sögualdar- bærinn á Goðatóttum er 15 m iangtir og 3,5 m á breidd, en Lúðvík aðalfulltrúi * Islands hjá Al- þjóðabankanum LÚÐVlK Jósefsson, viðskipta- ráðherra hefur verið skipaður aðalfulltrúi Islands í bankaráði Alþjóðabankans, aðalfulltrúi Is- lands hjá Alþjóðalánastofnun- inni og hinni Alþjóðlegu fram- farastofnun. Jafnframt hefur Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra, verið skipaður vara- fulltrúi Islands í ofangreindum alþjóðastofnunum. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér er hér um afleiðingu stjórnarskiptanna að ræða. Áður gegndu þessum full- trúastöðum dr. Gylfi Þ. Gíslason og til vara Magnús Jónsson. rústiraar þarna ern fremur grunnt í jörðu. Fleiri forvitni- legar rústir eru í Papey, en þær hafa ekki verið kannaðar til hlitar. Morgunblaðið hafði í gær samband við Þór Magnússon þjóðminjavörð og kvað hiann þessi tíðindi mjög gleðileg og merkileg. Þarna væri um að ræða fyrstu öruggu vitneskjuna um byggð norirænna manna á þess- um landshluta fyrir árið 1000 og væri Papey 6. staðurinin á land- inu þar sem víkingaaldarbæir hefðu fundizt. Þór minntist á sagnir um papana í Papey, en öklkert hefur fundizt á íslandi sem sannað hefur tilvist þeirra. Hins, vegar sagði hann að enn væru órannsakaðar ætlaðar papa rústir, en vitneskjan um norræna menn i Papey fyrir árið 1000 væri mjög merkileg þó svo að hún af- sannaði ekki að papar hefðu búið þar, en allir hlutirnir, sem fund- ust í Goðatóttum eru af norr- ænu bergi. Kvað Þór þessa nið- urstöðu af rannsókn herra Krist- jáns Eldjáms ugglaust ýta undir það að fleiri papastaðir yrðu kannaðir til þess að reyna að Framhald á bls. 21 Aöstoðarmenn ráöherra: Deildarstjórar án skipunarvalds — yfir öörum starfsmönnum ráðuneytanna — Jónas Jónsson aðstoðarmaður landbún.ráðh. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Jónas Jónsson, ráðiinautur hjá Búnað- arfélagi íslands verði aðstoðar- maSur landbúnaðarráðherra Hall dórs E. Sigurðssonar, líkt og Adda Bára Sigfúsdóttir verður aðstoffarmaður tryggingaráff- herra Magnúsar Kjartanssonar eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær. Hér er um nýskip an aff ræffa — embætti, sem ekki hafa áffur veriff til. Morgunblaðið sneri sér í gær til Þórs Vilhjálmssonar laga- prófessors og spurði hann um reglur þær, sem nú koma til framkvæmda í fyrsta skipti. Prófessor Þór sagði, að þessir aðstoðarmenn ráðherra væru skipaður með heimild í 14. grein laga frá 1969 um Stjórnarráð Isiands. Þar segir: „Ráðherra er heimilt að kveðja sér til aðstoðar, meðan hann gegnir embætti, mann utan ráðuneytis, sem starfi þar sem deildarstjóri, enda hverfi hann úr starfi jafnskjótt sem ráð- herra, en njóti þá launa þrjá mánuði, hafi hann ekki áður verið ríkisstarfsmaður, en ella eigi hann rétt á að hverfa til fyrra starfs síns eða annars starfs eigi lakara að föstum laun um í þjónustu ríkisins.“ Ástæðan til þess að lagaheim ildin var veitt 1969, sagði Þór Vil hjálmsson, að hefði verið sú, að „ýmsar eðlilegar ástæður“ hefðu þótt geta legið til þess „að ráð herra kysi sér við hlið aðstoðaff- og trúnaðarmann eftir eigin vali“, eins og segir í greinargerð þeirri, sem lagafrumvarpinu fylgdi á sínum tíma. Þessi aðstoð armaður ráðhe-rra starfar sem Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.